Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 4
14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR4 GENGIÐ 11.11.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,4918 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,33 116,89 185,01 185,91 158,40 159,28 21,281 21,405 20,451 20,571 17,420 17,522 1,5024 1,5112 182,43 183,51 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í fréttaskýringu um fyrirtæki í eigu banka sem birtist í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að 37,2% hlutur í Eimskipum væri í eigu Horns fjár- festingarfélags, dótturfélags nýja Landsbankans. Það er ekki rétt. Þrota- bú gamla Landsbankans á þann hlut en eign Horns í félaginu er 3,95%. Einnig kom fram að Horn ætti 33,3% í Intrum Justia í Svíþjóð. Það er ekki rétt, heldur á félagið 1,9% hlut. Þá er eignarhlutur Horns í Oslo Bors 6,54% en ekki 7,8% eins og kom fram. LEIÐRÉTT VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 10° 6° 8° 7° 10° 7° 7° 24° 13° 20° 15° 26° 2° 13° 16° 6°Á MORGUN Strekkingur allra vestast, annars hægari. MIÐVIKUDAGUR fremur hægur vindur víða um land. 8 6 7 6 6119 8 8 7 9 9 8 8 6 5 6 6 7 7 6 10 20 18 9 8 7 6 6 5 5 10 16 HLÝINDI verða á landinu í dag og á morgun en reikna má með 8 til 13 stiga hita á landinu nú síðdegis. Það verða suðlægar áttir fram eftir vikunni og veður milt þótt það dragi heldur úr hlýindunum eftir morgundaginn. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Fannst látinn við Hlemm Maður fannst látinn á almennings- salerni við Hlemm á laugardags- morgun. Málið er í rannsókn lögreglu en ekki liggur fyrir hvort andlát manns- ins bar að með voveiflegum hætti. SAMGÖNGUR Langflestum starfs- mönnum Landspítalans, eða 87 prósentum, finnst auðvelt að kom- ast til og frá vinnu, að því er ný könnun á samgönguvenjum þeirra leiddi í ljós. Þeir sem telja erfitt að komast til og frá vinnu segja flest- ir að það sé vegna of mikillar bíla- umferðar, kostnaðar og óhentugra almenningssamgangna. Langflestir nota einkabílinn til að komast til og frá vinnu. Not- endum einkabíls hefur fækkað úr 80 prósentum í 73 prósent frá árinu 2008. Tvöfalt fleiri nota nú strætó en þá. Flestir nota bílinn vegna þess að þeim finnst þeir búa of langt frá spítalanum til þess að ganga eða hjóla og/eða vegna óhentugra almenningssam- gangna. Einnig vegna þess að þeir telja ekki raunhæft að nota aðra samgöngumáta þar sem þeir þurfi að koma börnum í og úr leikskóla, skóla, íþróttum og svo framvegis fyrir og eftir vinnu. Flestir, eða um 60 prósent, gætu hugsað sér að nota annan sam- göngumáta en þeir gera nú og flestir þeirra væru til í að hjóla eða nota strætó. Það sem helst kemur í veg fyrir að menn færi sig yfir á hjól eða í strætó er of mikil fjarlægð frá vinnustað auk þess sem það tekur of langan tíma að nota þessa samgöngumáta. Niðurstöður könnunarinnar og könnunar á ferðavenjum við- skiptavina og gesta verða notaðar við innleiðingu nýrrar samgöngu- stefnu spítalans eftir áramót. - ibs Meirihluti starfsmanna Landspítalans gæti hugsað sér að hjóla eða taka strætó í vinnuna: Langflestir nota bíl til að komast í vinnu AKUREYRI Stjórn Akureyrarstofu furðar sig á ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að senda forsendur fyrir fram- kvæmdum Vaðlaheiðarganga til Ríkisendurskoðunar. Í nýrri bókun stjórnarinnar segir að málið sé komið á loka- stig en úttekt Ríkisendurskoðunar muni óhjákvæmilega fresta afgreiðslu málsins um óákveðinn tíma. Stjórnin fagnar því að for- sendur fyrir göngunum hafi ekki breyst og framkvæmdir eigi að geta hafist á næsta ári. Þó átelur hún þá umræðu að ríkið leggi fram fé úr ríkissjóði til fram- kvæmdarinnar. Hið rétta sé að það ábyrgist fjármögnun og því mun ekki koma til fé úr ríkissjóði. - sv Akureyrarstofa um göngin: Endurskoðun fresti málinu VAÐLAHEIÐI Stjórnin fagnar því að fram- kvæmdir við göngin geti hafist á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN ÞÝSKALAND, AP Þjóðverjar leita til Grikklands, Portúgal og Spánar eftir vinnuafli, en atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið lægra í 20 ár. Nú mælist 6,6 pró- senta atvinnuleysi í Þýskalandi og forsvarsmenn fyrirtækja í land- inu eru margir orðnir örvænting- arfullir eftir fagfólki til starfa. Yfirvöld hafa nú komið á sam- skiptum við lönd sem hafa orðið illa úti í fjármála kreppunni. Í Grikklandi er atvinnuleysið tölu- vert, en um 42 prósent íbúa undir 24 ára aldri eru nú án vinnu. - áp Þjóðverjar leita að vinnuafli: Senda boð til annarra landa SLYS Köfunarbúnaður bilaði Kafari lenti í kröppum dansi í gær er munnstykki á búnaði hans bilaði við köfun í Silfru á Þingvöllum. Lögreglan á Selfossi fór ásamt sjúkraflutninga- mönnum til að veita kafaranum aðhlynningu en hann var á um 18 metra dýpi þegar búnaðurinn bilaði. LANDSPÍTALINN Flestum sem nota bílinn þykir of langt að ganga eða hjóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Bragi Guðbrandsson, for- stöðumaður Barnaverndarstofu, segir knýjandi að Alþingi sam- þykki lög sem geri kleift að hafa eftirlit með þeim kynferðisbrota- mönnum sem hættulegastir séu börnum. „Hérlendis eru engar heimildir til eftirlits með kynferðisbrota- mönnum sem hlotið hafa dóma og eru búnir að afplána þá,“ segir Bragi. Hann kveður Barnaverndar- stofu hafa lagt til við endurskoðun barnaverndarlaga í fyrra að slíkt eftirlit yrði gert heimilt með kyn- ferðisbrotamönnum sem metnir væru mjög hættulegir. Það hafi þó ekki fengist í gegn hjá félags- málanefnd Alþingis. Björgvin G. Sigurðs son, formaður allsherjar- nefndar Alþingis, sagðist á visir. is á föstudag vilja Braga á fund nefndarinnar til að ræða þessi mál. Bragi segir að gert yrði áhættu- mat á þeim sem hlytu dóma fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Þeim sem eru metnir með mikla áhættu, það er einstaklingum með barna- girnd á háu stigi, þarf beinlínis að hafa eftirlit með eftir af plánun. Þetta hefur reynst mjög vel í Bandaríkjunum og Bretlandi sem dæmi,“ segir Bragi. Að sögn Braga yrðu menn heim- sóttir reglulega og þeim sett skil- yrði. „Til dæmis um að þeir megi ekki dvelja undir sama þaki og börn eða vera einir með börnum. Ef þeir séu staðnir að slíku sé það ígildi brots. Þá væru heimildir til að vara þá við sem byggju í næsta nágrenni við þessa menn,“ segir Bragi og bætir við að veita yrði viðkomandi strangt aðhald. „Marg- ir þeirra reyna að halda sig á mott- unni en þeir ráða ekki við sig sjálf- ir því þetta er svo sterk árátta. Það eru jafnvel dæmi um að þeir sjálfir séu eftirliti síst mótfallnir.“ Þótt slíkt eftirlit og skilyrði myndi skerða persónufrelsi manna eftir afplánun segir Bragi það vel réttlætanlegt. Miklir hags munir séu í húfi fyrir hugsanlega þolend- ur. „Ég tel að okkur beri skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að varna því að börn verði fyrir barðinu á þessum mönnum. Þessar lagabætur myndu örugglega forða mörgum börnum í framtíðinni,“ segir hann. Einnig nefnir Bragi að Barna- verndarstofa þurfi að fá upp- lýsingar um búsetu manna eftir afplánum og heimild til að tilkynna barnaverndarnefnd á þeim stað um búsetuna. „Menn með barnagirnd á háu stigi eru gangandi tíma- sprengjur; síbrotamenn á þessu sviði og geta ekki stöðvað sig nema með verulegri hjálp,“ segir Bragi, sem telur að þennan hóp manna fylli á bilinu fimm til tíu einstak- lingar hérlendis. „Við getum gert svo miklu betur í þessum efnum og þetta nýjasta mál er mjög gott dæmi um það,“ segir Bragi og vísar í dóm yfir manni sem braut á ungum dreng í áraraðir þrátt fyrir að lögregla varaði móður drengsins við mann- inum „Þessi maður er búinn að fá fimm dóma á einum áratug. Það segir okkur að fælingarmáttur refsingarinnar hefur lítið að segja í þessu tilliti,“ segir Bragi. Dómur- inn veki margar áleitnar spurning- ar sem þurfi að skoða. „En það er eins gott að hrapa ekki að ályktun- um.“ gar@frettabladid.is Vill eftirlitsheimildir vegna barnaníðinga Forstjóri Barnaverndarstofu vill lagaheimild til eftirlits með mönnum með barnagirnd á háu stigi eftir að þeir ljúka afplánum. Dómur frá í síðustu viku undirstriki þetta. Slíkir menn séu tímasprengjur sem springi fyrr eða síðar. FRÉTTABLAÐIÐ Í SÍÐUSTU VIKU Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir afar gróf kynferðisbrot gegn dreng sem dvaldi stundum á heimili hans. Móðir drengsins hafði þó verið vöruð við manninum. Áfrýjar fangelsisdómi Morðingi Heidi Thisland-Jensen ætlar að áfrýja 15 ára fangelsisdómi sem hann hlaut á föstudag. Honum er gert að greiða syni hennar miskabætur, en hann er búsettur hjá föðurfjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum. NOREGUR LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.