Fréttablaðið - 14.11.2011, Page 14

Fréttablaðið - 14.11.2011, Page 14
14 14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR Menn hafa loks áttað sig á hversu mikilvæg banka- leynd er. Má með vissu telja að leyndin hafi hin síðari misseri verið lífsankeri þjóðar vorrar. Fyrir því verða engin nöfn né númer notuð í stuttri frásögn af umsvifum fyrirtækis, sem búið hefur við „bezta fiskveiði- stjórnunar kerfi í heimi“ síðustu þrjátíu ár. Eins og hinir 110 útrásarmenn vildi fyrirtækið græða sem mest og gera banka sínum um leið greiða, enda búið að einkavæða hann samkvæmt hugmyndum Hólmsteins. Var þess vegna stofnað aukafélag, án ábyrgðar og eigna, sem keypti hlutabréf í bankanum á margföldu verði til að tryggja afkomu hans enn betur og ábatasöm viðskipti til framtíðar. Í því skyni var tekið lán hjá bankanum upp á kr. 1.500 millj- ónir. Við afgreiðslu lánsins upp- lýsti útibústjóri staðarins for- vígismenn um að hann hefði ekki umboð til að afgreiða slíkt lán án veða eða ábyrgðar. Sýndi þeim enda fram á, að þetta væri gulltryggt og þyrftu þeir aldrei að hafa áhyggjur, þótt fyrirtækið gengi í sjálfsskuldarábyrgð fyrir aukafélag sitt. Kvað bankana lána starfsfólki sínu milljarða króna í sama skyni, án þess að nokkru sinni yrði að þeim gengið. Þetta létu aðaleigendur sér skilj- ast og gengu í sjálfsskuldar ábyrgð fyrir aukafélag sitt. (Innan sviga má geta þess, að slíka glópsku hefðu þeir hjá „Mónu“ á Horna- firði aldrei látið henda sig.) En bankinn kom heldur en ekki aftan að þeim fjárfestum, þegar þar að kom, og gekk að sjálfs- skuldarábyrgðinni. Þessa ósvífni kærðu fiskifurstarnir strax fyrir dómstólum, sem vonlegt var. En dómarar vísuðu málinu frá vegna formgalla. Þá sá bankinn sitt óvænna og afskrifaði skuldina, enda fordæmin mörg hjá fyrir- tækjum, sem búa við „bezta fisk- veiðistjórnarkerfi í heimi“. Svo mörg reyndar að þau yrðu ekki með góðu móti dulin, enda þótt endurskoðendur væru ekki allir að fetta fingur út í hagræðingu hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, né öðrum, nema líf lægi við. Af þessum iðraþrautum mega menn sjá að vanda þurfti valið á forstjóra nýrrar Bankasýslu og skyggnast rækilega um bekki hjá Framsókn, sér í lagi ef við- komandi hefur á sínum tíma aðstoðað bankamálaráðherra við afreksverk eins og að koma í lóg VÍS-bréfum Landsbanka Íslands „til rimelige priser“. Banki mis- munar engum. Hjá honum er allt tært, glært og gegnsætt uppi á borðum eins og hjá Skjaldborgu vorri, hinum líknsömu og loforða- gjörnu landsfeðrum. Í ruslatunnu, sem staðsett er innan við 15 – fimmtán – metra frá akbraut, fannst bréf frá banka til nafngreinds manns, þar sem bankinn tilkynnti honum að endurgreiðsla vaxta til hans hefði verið framkvæmd með því að greiða kr. 94 – níutíuogfjórar – inn á reikning hans fyrir árin 2008 til 2011. Auk þess sem bank- inn hefir mátt snara út burðar- gjaldi fyrir sendibréfið. Mikil lifandis ósköp þótti manninum vænt um að sjá í verki ríkjandi jöfnuð fyrir atbeina Skjaldborgar. Það vantar ekki nema 25 – tuttuguogfimm – krón- ur upp á svo upphæðin nægi fyrir einum potti af undanrennu í Hag- kaupum. Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslend- ingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vestur- löndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkja mönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarps- stöðvum og ljóst var á máli fjöl- miðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð sam- landa sinna. Ef mikill vandi felst í því að vera næst efst á þessum lista eins og greina mátti á frétta flutningi, þá er lausnin einföld. Við lesum rétt úr umræddri skýrslu og sjáum að Íslendingar eru alls ekki næst feitust í heimi. Við erum í sjötta sæti á lista allmargra þjóða, á eftir Bandaríkja mönnum, Mexíkómönnum, Nýsjálendingum, Bretum og Austurríkis mönnum. Við gætum mögulega verið enn neðar ef mælingar fást frá fleiri löndum. Fréttin um að við værum önnur feitasta þjóðin var einfald- lega röng. Ef umhyggja frétta- manna fyrir sannleikanum er ein- læg má búast við að frétta stofur fjalli jafnmikið um þessa leið- réttu frétt eins og þær fjölluðu um röngu fréttina. Vigtaðu rétt strákur Áhugavert er að vita hvernig slík villa kemst í fréttatíma. Líklega er um að ræða sambland af fjór- um þáttum. Ruglingur í meðferð hugtaka, skort á gagnrýnum lestri upplýsinga, of hröð vinnubrögð á fréttastofum og of frjálsleg fram- setning niðurstaðna í skýrslu. Hugtök sem notuð eru til að lýsa holdafari fólks eru ruglings- leg og stundum torskilin. Líkams- þyngdarstuðull (BMI) byggir á þyngd að teknu tilliti til hæðar svo: (BMI = kg /m2) Sömu mörk eru notuð fyrir karla og konur. Þegar BMI stuðull er hærri en 30 er talað um offitu (e. obesity). BMI gildi á milli 25 og 30 flokkast sem ofþyngd (sem er ekki offita). Deilt er um hvar þessi mörk eigi að liggja og hvað þau í raun þýða. Meiri sátt er um mörkin fyrir offitu en um mörkin fyrir ofþyngd. Karlmaður (eða kona) sem 190 cm og 91 kg er með BMI-gildið 25,2 og flokkast því í ofþyngd sem og einstaklingur sem er 160 cm og 64 kg. Fáir eru með mynd af slík- um einstaklingum í huga þegar rætt er um offitu þjóða. Ekki er útilokað að aukið hlutfall Íslend- inga sem flokkast í ofþyngd geti m.a. verið til komið vegna auk- innar vöðvasöfnunar enda hefur hluti landsmanna æft stíft. BMI- stuðullinn gerir ekki greinarmun á vöðvamassa og fitumassa. Í umræddri skýrslu birtist einn- ig samanlagt hlutfall fullorðinna Íslendinga sem annað hvort er í ofþyngd eða offitu. Þar er blandað saman tveimur aðgreindum hópum og því miður er það oft gert m.a. í skýrslum og ritum sérfræðinga um þetta efni. Annar hópurinn er að öllum líkindum of feitur, en hinn er það síður. Að mínu mati er gagnsemi flokksins „ofþyngd“ svo takmörkuð að skoða þarf alvar- lega hvort hætta eigi að birta upp- lýsingar um ofþyngd í opinberum skýrslum og fréttum. Með nokk- urri lagni hefði fréttamaður hins vegar getað séð að samsetta mæl- ingin er ekki eingöngu að mæla offitu, enda var myndin fyrir offitu á næstu blaðsíðu. Því stundum verður mönnum á Líklegt má telja að hefðu frétta- menn gefið sér betri tíma í vinnslu fréttarinnar og kynnt sér helstu hugtök hefði þessi ranga frétt ekki farið í loftið. Hins vegar er rétt að benda á að skýrslan sjálf var ekki nægjanlega vel unnin. Í skýrslunni er nokkrum þjóðum raðað á lista eftir því hversu stór hluti íbúa er samtals annars vegar í ofþyngd og hins vegar í offitu. Á þennan lista vantar nokkrar af þeim þjóðum sem líklegar eru til að ná hátt ef gögn væru aðgengileg. Við erum sem sagt næsthæst á meingöll- uðum samanburði sem byggir á meingallaðri mælingu. Skýrslu- höfundar hefðu átt að gera betur grein fyrir hvað felst í þessum mælingum og samanburði. Það er eðlileg krafa að fréttamenn spyrji gagnrýninna spurninga um hvað sé mælt og hvernig. Með þessum skrifum er ég ekki að gera lítið úr skaðlegum áhrif- um aukinnar offitu á heilsu fólks heldur að benda á mikilvægi þess að byggja á bestu fáanlegu mæl- ingum. Umræða um þyngd má ekki skyggja á umræðu um mikil- vægi hollrar fæðu, nægrar hreyf- ingar og vera með gott þol. Þannig þurfa allir að hreyfa sig nægjan- lega mikið, borða hollan mat, og sofa vel, óháð því hvort þau eru í kjörþyngd eða ekki. Hluta af nei- kvæðum afleiðingum offitu má rekja til vanlíðanar í kjölfar nei- kvæðra ummæla sem höfð eru um útlit einstaklinga og hópa. Því skal ávallt gæta virðingar og umburðar lyndis þegar rætt er um líkamlegt útlit fólks og þjóða. Samtök iðnaðarins bjóða félagsmönnum sínum, starfsfólki þeirra og samstarfsaðilum til Uppskeruhátíðar á Ári nýsköpunar. Staður : Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu Stund: Miðvikudagur 16. nóvember, kl. 17.00 – 19.30 Dagskrá : Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi Sköpun, nýsköpun, innblástur og eftirfylgni Léttar veitingar Allir velkomnir Uppskeruhátíð Ár nýsköpunar - við erum rétt að byrja ... Eins og hinir 110 útrásarmenn vildi fyrir- tækið græða sem mest og gera banka sínum um leið greiða, enda búið að einkavæða hans samkvæmt hugmyndum Hólmsteins. Við erum sem sagt næst hæst á meingöll- uðum samanburði sem byggir á meingall- aðri mælingu. Eru Íslendingar feitastir? Bankaleynd snjótennur Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta Heilbrigðismál Stefán Hrafn Jónsson lektor við HÍ Fjármál Sverrir Hermannsson fv. alþingismaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.