Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Hvar sem uppsjávarfiski er landað í sumar eru engar sumarlokanir, heldur vertíðarstemning og fjöldi ungmenna ráðinn til starfa. Skip frá Samherja landa til dæmis makríl og síld hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstað, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum vinnur sömuleiðis makríl og síld. Það gerir einnig Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði, en að sögn Ásgeirs Gunn- arssonar útgerðarstjóra voru þar ráðnir um 70 skólakrakkar í sumar. Þar eru menn að auki á fullu í humrinum. HB Grandi hefur tilkynnt að engar sumarlokanir verði og hefur ráðið fjölda ungmenna til starfa í sumar. Nú eru tveir frystitogarar HB Granda á makrílveiðum með sérútbúin flottroll, en á þessum tíma hafa þeir oftar en ekki verið við úthafskarfaveiðar. Mak- ríll leikur því stóran þátt í uppgripunum, en 130.000 tonn af honum verða veidd á þessu fiskveiðiári. En á meðan sumir gera það gott er annað uppi á teningnum hjá þeim sem vinna aðallega bolfisk. Þar eru sumarlokanir og þær eru miklu lengri en áður. Íslandssaga á Suðureyri ætlar reyndar ekki að loka heldur halda sinni 70 manna starfsemi gangandi. Að sögn Einars Vals Kristjánssonar hjá Hraðfrystihúsi Gunnvarar á Ísafirði er mán- aðarlöng sumarlokun í ár, en áður hefur hún ekki verið nema tvær vikur. Fiskvinnsla Brim- bergs á Seyðisfirði hefur verið lokuð frá júlí- byrjun og opnar ekki aftur fyrr en 10. ágúst. Adolf Guðmundsson forstjóri segir þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið er með svona vinnslustopp vegna kvótaleysis síðan kvóta- kerfið var sett á fót. Oddi á Patreksfirði er lokaður í tvo heila mánuði í sumar vegna kvótaleysis og er það heldur lengri lokun en áður hefur verið, að sögn Skjaldar Pálmasonar framleiðslustjóra. „Ef við hefðum hráefnisverðið í eðlilegum farvegi þá gæti fiskvinnslan vel staðið undir sér sem hún getur ekki í dag. Við erum eig- inlega að éta okkur innan frá með þessu,“ segir einn viðmælandi Morgunblaðsins. „Það er víða blóð undir nöglum núna enda gríðarlega hörð samkeppni verið um hráefnið,“ segir annar viðmælandi. Verð hafi hækkað gríðarlega í vor en fyrirtækin samt hamast við að kaupa hráefni, sum hver eftir að það hefði átt að vera ómögulegt fyrir þau, vegna rekstr- arvanda og lágrar framlegðar. Hlutfall hráefn- iskostnaðar í heildarútgjöldum margra fyrir- tækja fór í um 70% og var komið mun ofar um það leyti sem menn fóru að hægja á sér og loka. Jafnvel í 90% og þá segir sig sjálft að lítið er eftir til að greiða laun og halda tækjum við. Viðmælandinn segir útlendinga óbeint á bak við einhver fiskvinnslufyrirtækin og hafi haldið þeim gangandi. Þar að auki hafi hráefniskaup- in staðist skoðun á meðan enn var hægt að skipta með krónur á aflandsmarkaði. „Þetta gat komið heim og saman, út frá gengi á aflandsmarkaði, áður en lokað var á það.“ Blóðug samkeppni um hráefni til fiskvinnslu  Hráefniskostnaður upp úr öllu valdi  Sumarlokanir eru langar í bolfiski Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskverkun Óánægju gætti meðal fiskverkenda framan af ári með verðhækkanir. Samtök fisk- vinnslufyrirtækja stofnuðu hóp sem kannaði af hverju hinar gríðarlegu verðhækkanir stöfuðu. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 Febrúar til maí í vor fór afurðaverð frá fiskvinnslustöðvum, einkum á þorski og karfa, en einnig ufsa og ýsu, lækk- andi. Á sama tíma hækkaði hráefnis- verð, sem fiskvinnslan þurfti að greiða útgerðinni fyrir aflann, gríðar- lega. Hækkaði verð á þorski um allt að þrjá fjórðu hluta og ýsu jafnvel enn meira, á þessu nokkurra mánaða tímabili. Þetta leiddi til þess að fram- legðin hjá mörgum fiskvinnslufyr- irtækjum varð ansi lág og róðurinn þyngdist. Ástæður hinna miklu verðhækkana eru meðal annars ákvæði í kjarasamn- ingum sjómanna sem miða við upplýs- ingar frá Verðlagsstofu skiptaverðs, um verð á mörkuðum og fleira. Þær hækkanir sem leiddu af þessum kjara- samningsákvæðum voru seint á ferð- inni og komu fram þegar afurðaverð fór lækkandi. Hlutfall hráefnisinn- kaupa í kostnaði fiskvinnslunnar varð því mjög hátt. Óánægjan með hækkanirnar varð til þess að Samtök fiskvinnslufyrirtækja settu á fót nefnd til að skoða hvað olli. Arnar Sigurmundsson, formaður SF, segir spurður út í þetta að menn hafi viljað fá útskýringar. „Hreyfingar eru stundum lengi að koma fram og stundum bæði hvað varðar hækkun og lækkun, það var sú meginskýring sem gefin var hjá Verðlagsstofu skipta- verðs. En engu að síður kom þetta mjög sérkennilega út. Um leið og af- urðaverðið lækkaði, þá hækkaði hrá- efnisverðið.“ Nú hefur hins vegar dregið úr hækkunum og síðast kom reyndar verðlækkun frá verðlagsstof- unni. Mjög óþægileg verðsveifla LÍTIL FRAMLEGÐ FYRIRTÆKJA 0kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 13.900 kr. Símalán – útborgun: HUAWEI U1251 Ódýrasti 3G síminn með öllu sem þú þarft. Styður m.a. 3G langdrægt kerfi. 0kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 34.900 kr. Símalán – útborgun: NOKIA 5230 Frábær 3G sími með stóran snertiskjá og GPS sem gerir gott ferðalag enn betra. Báðum símum fylgir 12.000 KR. INNEIGN yfir árið! 3G Báðir símarnir styðja 3GL * Ef gr ei tt er m eð kr ed it ko rt ie r hæ gt að dr ei fa ef ti rs tö ðv un um va xt al au st á al lt að 12 m án uð i. G re ið sl ug ja ld er 25 0 kr ./ m án . E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 2 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.