Morgunblaðið - 17.07.2010, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Á Austurvelli Einn helsti kostur blíðviðrisins sem hefur glatt borgarbúa er að fólk getur verið léttklætt. Þessi ungi drengur naut þess að kanna heiminn – á hvolfi – á gammosíunum í gær.
Ernir
Drögum ESB-umsóknina til baka
Nú er ár síðan meiri-
hluti Alþingis ákvað að
sækja um aðild að
ESB. Frá því umsókn
Íslands var lögð inn
hafa kröfur ESB
skýrst sem veldur því
að andstaðan við ESB
aðild hefur aukist og
kannanir sýna að mikill
meirihluti þjóðarinnar
vill að Alþingi losi hana
úr þessari gíslingu og
dragi ESB-umsóknina til baka.
Hótanir á Alþingi þegar
ESB var samþykkt
Við myndun þessarar ríkisstjórnar
var gert samkomulag þess efnis að
lögð yrði fram þingsályktunartillaga
á Alþingi og þar myndi það ráðast
hvort sótt yrði um aðild að ESB. Um
leið og ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu
að leggja málið fyrir þingið var því
haldið rækilega til haga að í þinginu
væru þingmenn einungis bundnir eig-
in sannfæringu. Vegna þess hve um-
deilt málið er þá hefði að sjálfsögðu
verið réttast að sækja umboð frá
þjóðinni til leiðangursins en það var
ekki gert vegna þess að aðildarsinnar
voru hræddir um að þjóðin myndi
hafna því að sækja um aðild. Það
verður lengi í minnum haft hvernig
vinnubrögðum var beitt þegar málið
var keyrt í gegnum þingið. Þrátt fyrir
að samið hafi verið um að allir gengju
óbundnir til atkvæða var haft í hót-
unum við einstaka þingmenn og ráð-
herra Vinstri grænna, þar voru því
gerðir skórnir að líf fyrstu hreinu
vinstri ríkisstjórnarinnar væri undir í
atkvæðagreiðslunni og að staðan nú
væri sú að það félli á atkvæði viðkom-
andi. Samfelldar sms-sendingar á
einstaka þingmenn meðan á at-
kvæðagreiðslu stóð er dæmi af sama
toga en þau innihéldu hótanir um
stjórnarslit ef viðkomandi styddi ekki
aðildarumsóknina. Þessi ólýðræð-
islegu vinnubrögð voru í litlum takti
við það aukna þingræði sem báðir
stjórnarflokkarnir hafa talað fyrir.
Einfaldar aðildarviðræður
breytast í aðlögun
Eitt af því sem valdið hefur aukinni
andstöðu við ESB-umsóknina er að
breyting hefur orðið á eðli stækk-
unarviðræðna frá því sem áður var.
Þessar breytingar fela það í sér að
sem minnst er gefið af
frestum til að aðlagast
ESB áður en aðild-
arviðræður klárast. Við-
ræðum er ekki lokið og
samningaköflum lokað
fyrr en ákveðnum mark-
miðum er náð í innleið-
ingu löggjafar í viðkom-
andi ríki. Samsvarandi
kröfur eru gerðar áður
en aðildarviðræður um
einstaka samningakafla
hefjast. Dæmi um þetta
eru t.d. að Íslendingar
hætti hvalveiðum áður
en viðræður hefjast og að makrílveið-
ar verði dregnar saman. Ef ESB-
umsóknarferlið heldur áfram eiga
eftir að koma fleiri kröfur, stórar og
smáar, sem þjóðin þarf að uppfylla
áður en hún segir hug sinn í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir að
þessar upplýsingar hafi legið fyrir t.d.
í gögnum sem lögð voru fyrir utanrík-
ismálanefnd þá var ekki gerð grein
fyrir þessu opinberlega enda lítt fallið
til vinsælda. Heldur var eingöngu
tönnlast á því að mikilvægt væri að
sjá hvað kæmi út úr aðildarviðræðum
áður en þjóðin gæti tekið upplýsta
ákvörðun.
Evran – ESB í vanda
Evran var og er ein helsta gulrótin
sem notuð er til áróðurs fyrir ESB-
aðild. Aðstæður innan sambandsins
hafa nú breyst mikið frá því Ísland
sótti um aðild sl. sumar og það glímir
nú við stór efnahagsvandamál. Ekki
liggur fyrir hvort það tekst að bjarga
evrunni eða til hvaða aðgerða verður
gripið á næstu árum en viðbrögð
ESB-ríkjanna við þeirri upplausn
sem blasir við í efnahags- og fjár-
málum hefur m.a. verið að leggja til
aukna miðstýringu frá Brussel.
Icesave skilyrði fyrir ESB
Allt frá því fyrst var farið að ræða
um það hvort íslenska ríkið bæri
ábyrgð á Icesave-reikningunum þá
hafa verið mjög skiptar skoðanir um
það. Sama gildir um það hvort Ice-
save-reikningarnir tengjast ESB en
nú liggur hins vegar fyrir af hálfu
breskra og hollenskra stjórnvalda að
greiðsla á Icesave-reikningunum eru
eitt af því sem þeir munu setja sem
skilyrði í aðildarviðræðum við Ísland.
Á sama tíma sýnir utanríkisráðherra
því gríðarlegan áhuga að fara nú að
koma samningaviðræðum af stað. Sú
spurning vaknar óneitanlega hvort
Icesave-málið væri í þeim farvegi
sem það er nú nema vegna ESB-
umsóknarinnar.
Vinstri græn eiga að
draga ESB umsóknina til baka
ESB hefur verið erfitt mál fyrir
Vinstri græn og mikil andstaða er í
flokknum við aðildarumsókna. Nú
hefur þessi andstaða vaxið enn frekar
og kom það vel fram á flokksráðs-
fundi sem haldinn var í lok síðasta
mánaðar. Miklar umræður voru um
ESB-umsóknina. Fundurinn lýsti því
yfir að forsendur umsóknarinnar
væru brostnar og því væri mikilvægt
að taka málið til gagngerrar endur-
skoðunar. Ákveðið var að vísa málinu
til sérstaks málefnafundar sem hald-
inn verður á haustdögum. Í framhald-
inu verður tekin ákvörðun um hvað
verður um ESB-umsóknina.
Það er ábyrgðarhluti að halda
ESB-umsókninni áfram við núver-
andi aðstæður. Það liggur fyrir að
Samfylkingin á ekki í nein skjól að
vernda, enginn er tilbúinn að bakka
málið upp og flokkurinn er algerlega
einangraður í afstöðu sinni. Þol-
inmæðin þrýtur senn gagnvart því að
allt stjórnkerfið sé undirlagt í ESB-
aðlögunarferli og að utanrík-
isráðherra ferðist um heiminn og gefi
röng skilaboð um sýn meirihluta Ís-
lendinga á mál sem tengjast ESB-
umsókninni.
Framtíð Íslands er björt og með
hjálp auðlinda okkar munum við senn
rífa okkur upp úr þeirri lægð sem við
erum í. Nú er mikilvægt að einbeita
sér að þeim stóru verkefnum sem
þjóðin glímir við og koma landinu á
beinu brautina. Því eigum við að
leggja til hliðar umdeild og kostn-
aðarsöm gæluverkefni sem ekki
tengjast endurreisn Íslands með
beinum hætti.
Eftir Ásmund
Einar Daðason » Leggjum til hliðar
umdeild og kostn-
aðarsöm gæluverkefni
sem ekki tengjast end-
urreisn Íslands með
beinum hætti.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er alþingismaður VG og
formaður Heimssýnar.
Þegar Alþingi stóð
í því að reyna að
betrumbæta Icesave-
málið var birtur þessi
texti: „Til stendur að
kynna Bretum og
Hollendingum nið-
urstöðu fjár-
laganefndar í Ice-
save-málinu, bak við
tjöldin, áður en
breytingar á frum-
varpinu verða lagðar
fyrir Alþingi.“ – Í apríl sl. birtist
fréttatilkynning þar sem greint
var frá því að fjármálaráðherra
hefði staðfest nýskipan starfshóps
um breytingar á skattkerfinu. Og
nú, tveimur og hálfum mánuði síð-
ar, kemur í dagsljósið skýrsla Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins um end-
urbætur á skattkerfinu. – Hm.
Ætli fleirum en mér hafi dottið
maðurinn á bak við tjöldin í hug?
Það má segja að tvær meg-
inhugmyndir togist á í skatta-
málum. Fyrst er það hugmyndin
um háan og stighækkandi tekju-
skatt sem er byggð á e.k. sann-
girnishugmynd, þ.e. að menn leggi
til eftir getu, „greiði eftir efnum
og ástæðum“. Órjúfanlega sam-
ofnir þessari aðferð eru víðtækir
frádráttarliðir, til að mynda vax-
tafrádráttur, námsfrádráttur, frá-
dráttur vegna kostnaðar við tekju-
öflun, svo sem flutning, fatnað
o.s.frv., o.s.frv. Hin hugmyndin er
um lágan, flatan skatt. Lág
skattprósenta með fáum frádrátt-
arliðum leiðir til hagsældar. Menn
leggja á sig meiri vinnu en ella og
njóta vinnusemi sinnar, en þjóðin
líka því að framleiðsla eykst,
verkaskipting verður hagkvæmari
og flóknir frádráttarliðir ráða ekki
för við ákvarðanir fólks.
Á Íslandi hefur tekist að sam-
eina þessar tvær aðferðir með ein-
stökum töktum sem ekki eru á
allra færi. Hér er á kominn hár og
stighækkandi tekjuskattur með
fáum, takmörkuðum frádrátt-
arliðum. Maðurinn á bak við tjöld-
in hefur sem sagt komið að mál-
inu.
Og hugmyndaauðgin birtist líka
í fjármagnstekjuskattinum. Astrid
Lindgren var þeirrar skoðunar,
andstætt Olof Palme,
að 100% skattur væri
það mesta sem hægt
væri að leggja á. Hún
er látin og ekki hægt
að leiðrétta þennan
misskilning við hana.
Á Íslandi er það
nefnilega svo að mað-
ur sem greiðir 99.999
krónur í vexti og hef-
ur 100 þúsund í
vaxtatekjur greiðir 18
þúsund í skatt af
þessari 1 krónu í
nettó vaxtatekjur.
Eru það ekki 18 þúsund prósent
og slagar upp í kunnar prósentur
úr Atómstöðinni? – Maður sem
ætti 100 dollara í upphafi árs sem
krónan fellur um 50% greiðir 18
dollara í skatt í árslok hér á landi.
Lagist gengið árið eftir þannig að
krónan nái fyrri hæðum greiðir
hann ekki fjármagnstekjuskatt.
(Þarna er komið verkefni; er ekki
einhvern veginn hægt að skatt-
leggja þetta)? Nú, þriðja árið fell-
ur krónan svo aftur um 50%. Þá
greiðir maðurinn 15 dollara af því
sem hann þá átti eftir. Á síðasta
ári voru lögð fyrir Alþingi ýmis
lagafrumvörp er vörðuðu tekju-
öflun ríkisins. Upplýsingarnar sem
þinginu voru gefnar voru af ýms-
um toga. Því sem illa færi í maga
var laumað með. Ætli mat-
reiðsluaðferðin hafi verið í sama
dúr handa Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum. Aðferðin að sykurhúða
eitrið? Jæja, það er gott að eiga
margar gamlar hugmyndir bak við
tjöldin. En hvers eiga blaðburð-
arbörnin að gjalda? Hvenær verð-
ur blaðberaskatturinn dreginn
fram aftur?
Á bak við tjöldin
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
» Astrid Lindgren var
þeirrar skoðunar,
andstætt Olof Palme, að
100% skattur væri það
mesta sem hægt væri að
leggja á.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
löggiltur endurskoðandi.