Morgunblaðið - 17.07.2010, Page 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
✝ Ingibjörg Gests-dóttir fæddist
þann 9. febrúar 1935 í
Stykkishólmi. Hún
lést á Landspítalanum
1. júlí 2010.
Foreldrar hennar
voru hjónin Hólm-
fríður Hildimund-
ardóttir, f. 15.11.
1911, d. 8.1. 2003 og
Gestur Guðmundur
Bjarnason, f. 22.5.
1904, d. 15.2. 1970.
Systkin Ingibjargar
eru: 1) Kristinn
Bjarni, f. 23.11. 1932, d. 8.11. 2009,
maki Ingveldur Sigurðardóttir. 2)
Hildimundur, f. 9.8. 1936, d. 2.1.
1988, maki Þórhildur Halldórs-
dóttir. 3) Jónas, f. 10.6. 1940, maki
Elín Ólafsdóttir. 4) Ólafía Sig-
urborg, f. 29.7. 1941, maki Þórður
Ársæll Þórðarson. 5) Hulda, f. 26.9.
1943, maki Kjartan Þorgrímsson
sem er látinn. 6) Brynja, f. 25.8.
1945, maki Einar Halldórsson sem
er látinn. 7) Ævar, f. 14.9. 1947,
maki Alma Diego. 8) Júlíana Krist-
ín, f. 19.6. 1949, maki Hermann
Jónsson Bragason. 9) Hrafnhildur,
f. 7.2. 1952.
Árið 1958 giftist
Ingibjörg eftirlifandi
maka sínum, Gísla
Birgi Jónssyni, f. 5.9.
1937. Gísli Birgir er
sonur hjónanna Katr-
ínar Guðmunds-
dóttur, f. 3.1. 1896, d.
20.7. 1979 og Jóns
Sveinbjörns Péturs-
sonar, f. 18.2. 1894, d.
12.10. 1968. Dætur
þeirra eru: 1) Hólm-
fríður, f. 7.6. 1958. 2)
Katrín, f. 28.5. 1962,
gift Pétri Kristinssyni, f. 14.6. 1964.
Synir þeirra eru Birgir, f. 19.7. 1991
og Kristinn Magnús, f. 9.2. 1996.
Á sínum yngri árum vann Ingi-
björg ýmis verslunarstörf. Þá
kenndi hún handavinnu við Grunn-
skólann í Stykkishólmi um nokk-
urra ára skeið. Síðar vann hún ýmis
skrifstofustörf, m.a. í Búnaðar-
banka Íslands, hjá Sýslumanninum í
Stykkishólmi og síðast sem launa-
fulltrúi hjá St. Franciskusspítala í
Stykkishólmi.
Útför Ingibjargar hefur farið
fram í kyrrþey.
Ingibjörgu Gestsdóttur, eða Ingu
eins og hún var jafnan kölluð, kynnt-
ist ég fyrst vorið 1989 þegar við
störfuðum saman á sýsluskrifstof-
unni í Stykkishólmi.
Ingu kynntist ég svo enn betur
þegar við Katrín dóttir hennar rugl-
uðum saman reytum. Með okkur
tókst strax góð vinátta. Sama gilti
um Birgi tengdaföður minn en á
milli þeirra hjóna ríkti gagnkvæm
virðing og væntumþykja. Voru þau
ólík um margt en mjög samrýnd.
Inga var skemmtileg og glaðvær.
Hún var að sama skapi hlédræg,
nokkuð dul og ekki allra. Hún var
vel gefin og stóðst öllum snúning.
Hún var vinur vina sinna og einkar
raungóð. Inga var sjálfri sér nóg og
undi sér best heima. Hún var reglu-
söm og nánast algjör bindindiskona.
Hún bar mikla umhyggju fyrir sín-
um nánustu og þegar ég bættist í
hópinn naut ég sömu kjara. Dótt-
ursynirnir þeir Birgir og Kristinn
Magnús voru í sérstöku uppáhaldi
hjá ömmu sinni og voru þeir dekr-
aðir þannig að mér fannst stundum
nóg um.
Eitt helsta áhugamál Ingu var
blóma- og trjárækt. Undi hún sér vel
út í garði á góðviðrisdögum og hlúði
þar að blómum og trjám. Voru hún
og Birgir meðal þeirra fyrstu í
Hólminum sem ræktuðu fallegan
garð við hús sitt í Lágholti en fram-
an af síðustu öld höfðu fæstir trú á
að hægt væri að rækta tré í Stykk-
ishólmi. Þá byggðu þau gróðurskála
við húsið og kenndi þar ýmissa
grasa. Leitaði ég oft ráða hjá Ingu
varðandi trjárækt, síðast fjórum
dögum fyrir andlát hennar. Get ég
fullyrt að ráð hennar hafi aldrei
brugðist.
Inga var mikil áhugakona um
íþróttir og stundaði badminton á sín-
um yngri árum og síðar golf. Inga
var einnig mikil hannyrðakona og
listakokkur. Hin síðari ár reyndust
Ingu erfið vegna veikinda. Bar hún
sig þó jafnan vel og kvartaði ekki.
Fyrir u.þ.b. 10 árum seldu þau hjón-
in húsið í Lágholti og fluttu í gamalt
hús á Skólastíg sem Birgir hafði
gert upp og byggt við. Eftir að veik-
indi Ingu ágerðust hentaði það hús
ekki lengur og keyptu þau þá nýja
íbúð í Móholti. Fluttu þau þangað í
mars á síðasta ári og undu sér vel. Í
mars á þessu ári greindist Inga með
krabbamein og var ljóst ekki yrði við
það ráðið. Inga gerði sér grein fyrir
því og tók því af aðdáunarverðu hug-
rekki og æðruleysi. Birgir, sem alla
tíð stóð eins og klettur við hlið Ingu í
veikindum hennar, gerði henni kleift
að vera heima síðustu vikurnar sem
hún lifði. Naut hann við það stuðn-
ings dætranna og starfsmanna
heimahjúkrunar. Var það Ingu
ómetanlegt.
Er táknrænt í mínum huga að síð-
ustu vikurnar sem Inga lifði voru
sólríkar og þær hlýjustu í Stykkis-
hólmi síðan mælingar hófust. Dag-
inn sem hún þurfti að fara á sjúkra-
hús í síðasta sinn dró ský fyrir sólu
og daginn sem hún kvaddi gerði
fyrsta slagveður sumarsins.
Þegar alvarleg veikindi steðja að
verður manni ljóst hversu mikilvæg
góð heilbrigðisþjónusta er. Eru
starfsfólki sjúkrahússins hér, starfs-
fólki LSH og öllum öðrum sem að
komu sendar alúðarþakkir fyrir
góða umönnun og hlýhug á erfiðum
stundum. Það er bjart yfir minningu
Ingibjargar Gestsdóttur.
Pétur Kristinsson.
Elsku frænka mín, þá er komið að
kveðjustund. Þú barðist hetjulega
við sjúkdóm sem á endanum hafði
betur. Þú varst orðin þreytt en tókst
á við þetta af svo miklu æðruleysi.
Þú varst hetjan mín og fyrirmynd í
svo mörgu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Inga, þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Það var
ómetanlegt að fá að alast upp með
fólki eins og ykkur Birgi. Hvíldu í
friði.
Þín frænka,
Hólmfríður.
Ingibjörg Gestsdóttir
Elsku Helgi afi. Okkur systkinin
langar að kveðja þig með nokkrum
orðum. Þegar við rifjum upp minn-
ingarnar úr bernskunni koma fyrst
upp í hugann ferðirnar með ykkur
ömmu í sumarbústaðinn.
Afi var svo iðinn við að rækta
upp landið og hlaða upp grjótgörð-
um til að verja landið fyrir ánni.
Það var alltaf svo stutt í grínið hjá
afa eins og þegar hann taldi okkur
trú um að það byggi stór ormur í
ánni. Leituðum við mikið að honum
og urðu til margar sögur af orm-
inum langa í ömmu og afa sveit.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Elsku afi, nú ert þú kominn til
ömmu og munum við halda fast í
allar góðu minningarnar um ykkur.
Hvíl í friði.
Jóhanna Sæunn og
Ágúst Hrafn.
Helgi Hunter
✝ Helgi Hunter, áður GeoffreyTrevor Hunter, fæddist í Surr-
ey í Englandi 5. mars 1935. Hann
lést á gjörgæsludeild Landspítala –
háskólasjúkrahúss 14. júní 2010.
Helgi var jarðsettur 22. júní 2010
og fór útförin fram í kyrrþey .
Ágætur vinur minn,
Haraldur Þórarinsson
í Kvistási, er fallinn
frá. Nokkuð regluleg
símtöl, oftast nokkuð
löng, verða því ekki fleiri. Við þekkt-
umst í um tvo áratugi og með okkur
tókst ágæt vinátta, líklega vegna
þess að áhugamálin voru nokkuð
áþekk. Oftar en ekki voru það lands-
málin sem rædd voru fram og til
baka í símann. Þar var Haraldur á
heimavelli, enda fylgdist hann vel
með gangi mála í þjóðfélaginu. Lítt
þýddi að fá Harald til að skipta um
skoðun, enda var málflutningur
meistarans í Kvistási jafnan vel rök-
studdur, ígrundaður og settur fram
af hógværð.
Síðast þegar við ræddum saman
sagði Haraldur mér frá hugmyndum
um að smíða vindmyllu handa sér og
sínum. Allar teikningar væru komn-
ar í hús og nú væri bara að hefjast
Haraldur Þórarinsson
✝ Haraldur Þór-arinsson var fædd-
ur í Ólafsgerði í
Kelduhverfi þann 27.
maí árið 1928. Hann
lést að morgni hins 4.
júlí síðastliðins.
Haraldur var jarð-
sunginn 10. júlí 2010.
handa við verkið. Auð-
heyrt var að hann
taldi sig sæmilega
færan um smíðina,
annað eins hefði nú
verið gert á verkstæð-
inu í Kvistási.
Haraldur Þórarins-
son var af þeirri kyn-
slóð sem sannarlega
man tímana tvenna.
Skemmtilegt og fróð-
legt var til dæmis að
heyra hann segja frá
því þegar frostlögur-
inn kom á markaðinn í
fyrsta sinn hér á landi. Sannkallað
undravatn sem breytti miklu og auð-
veldaði margvísleg störf að vetrar-
lagi. Ótal fleiri sögur af tæknifram-
förum eru minnisstæðar. Alltaf
sagðar á lifandi og myndrænan hátt.
Skemmtilegast var að sitja í eldhús-
inu heima í Kvistási, hlusta og síðast
en ekki síst fræðast. Haraldur var
greinilega mikill fjölskyldumaður og
hann ræktaði vinasambönd af trú-
mennsku.
Ég kveð Harald Þórarinsson í
Kvistási með virðingu og söknuði.
Blessuð sé minning hans. Fjölskyld-
unni eru sendar innilegar samúðar-
kveðjur.
Karl Eskil Pálsson, Akureyri.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR RIIS,
lést mánudaginn 11. janúar á heimili sínu í Pacifica.
Hvílir í Fossvogskirkjugarði.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ib Árnason Riis og fjölskylda.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
RÓSA DANEY WILLIAMSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður til heimilis að,
Þórðarsveig 1,
lést fimmtudaginn 15. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir.
Gunnar Skagfjörð Sæmundsson,
William, Sigrún,
Sæmundur, Inga,
Margrét, Halldór,
Gunnar, Guðrún,
Anna, Sigurður,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
JÓNA BJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
frá Húsavík,
lengst af til heimilis að,
Keldulandi 11,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð þann 4. júlí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
19. júlí kl. 13.00.
Guðrún Birna Hannesdóttir,
Halldór Ingi Hannesson, Edda Óskarsdóttir,
Helga Heiður Hannesdóttir,
Hannes Jón Hannesson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR SVEINN JÓNSSON,
Sléttuvegi 23,
lést mánudaginn 12. júlí.
Jarðsett verður frá Áskirkju mánudaginn 19. júlí
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeir
sem vildu minnast hans láti líknarfélög njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rakel Margrét Viggósdóttir,
Viggó Sigurðsson, Guðmundína Ragnarsdóttir,
Unnur Kristín Sigurðardóttir, Þórður Georg Lárusson,
Edda Björg Sigurðardóttir, Konráð Jón Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur,
GUNNAR LEVÝ GISSURARSON,
Birkihlíð 16,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 14. júlí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 23. júlí kl. 13.00.
Við þökkum fjölskyldu og vinum hlýhug og stuðning
á þessum erfiðu tímum.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann af alúð og virðingu
í veikindum hans.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Hulda Kristinsdóttir,
Eva Björk Gunnarsdóttir,
Anna Lilja Gunnarsdóttir,
Gissur Örn Gunnarsson,
Kristinn Már Gunnarsson,
Bryndís Guðmundsdóttir.