Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3
Hafnarfirði, Sími: 822 4774
legsteinar@gmail.com
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN HELGA BJÖRGVINSDÓTTIR,
frá Svalbarðseyri,
á Fáskrúðsfirði,
sem lést laugardaginn 10. júlí, verður jarðsungin frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju mánudaginn 19. júlí kl. 15.00.
Björgvin Valur Guðmundsson,
Jón Þorgils Hauksson,
Jóhanna Kristín Hauksdóttir,
Erla Sveinbjörg Hauksdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Elskulegur sonur, bróðir og barnabarn,
STEFÁN H. SKÚLASON,
Hólmasundi 2,
lést að morgni mánudagsins 12. júlí á Landspítala,
Fossvogi.
Útför verður gerð frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði,
mánudaginn 19. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á Neistann,
styrktarfélag hjartveikra barna.
Katrín Árnadóttir, Páll E. Winkel,
Guðný Kristín Winkel,
Katrín Pála Winkel,
Guðný Sigurðardóttir, Árni Hreiðar Þorsteinsson.
✝
Innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem
heiðruðu minningu míns ástkæra eiginmanns,
PÉTURS SIGURGEIRSSONAR
biskups,
við andlát hans og útför, með nærveru sinni og með
minningargjöfum og sýndu okkur öllum samúð og
vinarhug með blómum og skeytum, bréfum og
heimsóknum.
Guð blessi ykkur öll.
Sólveig Ásgeirsdóttir og fjölskylda.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku-
legs föður okkar, tengdaföður og afa,
STEFÁNS EIRÍKSSONAR
fv. aðstoðarslökkviliðsstjóra á
Keflavíkurflugvelli.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarbæjar
og hljóðbókadeild blindrabókasafnsins, fyrir
einstaka alúð, þjónustu og umönnun.
Guðmundur Már Stefánsson, Auður Margrét Möller,
Helga Björk Stefánsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Stefán Hrafn Stefánsson, Ása Hrönn Kolbeinsdóttir,
Ásta Hrönn Stefánsdóttir, Jón Dan Einarsson,
Hrefna Stefánsdóttir
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur vegna
andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGURLAUGAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
frá Fögruhlíð,
Fljótshlíð,
er lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli,
laugardaginn 3. júlí.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kirkjuhvols
fyrir góða umönnun og aðstoð á liðnum árum.
Ingilaug Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson,
Steinunn Guðmundsdóttir, Einar Þorbergsson,
Theodór Guðmundsson, Brynja Bergsveinsdóttir,
Guðjón Guðmundsson, Ágústa Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sumardvöl að Seli
í Grímsnesi var ár-
viss viðburður á æskuárunum. Að
kynnast heimilisfólkinu að Seli,
ættingjum þess og vinum, var lán
og með sanni sérstök upplifun. Á
sumrin var heimilið fjölmennt og
þar dvaldi fólk á öllum aldri sem
kom víða að. Þýska var töluð í
bland við íslenskuna og evrópskur
blær fylgdi heimilishaldinu öllu,
enda húsmóðirin þýsk að uppruna.
Húsbændur voru glæsileg hjón,
sem löðuðu að sér fólk og í raun
má segja að í þessari fallegu ís-
lensku sveit hafi ríkt alþjóðlegur
andi sem var í senn fræðandi og
spennandi. Árni var yfirvegaður
og fágaður húsbóndi og Ellenor,
eiginkona hans, atorkumikil og
Þórunn Árnadóttir
✝ Þórunn Árnadótt-ir frá Seli í Gríms-
nesi fæddist 18. júlí
1939 á fæðingarheim-
ili í Reykjavík. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands á
Selfossi 4. júlí 2010.
Útför Þórunnar fór
fram frá Skálholts-
dómkirkju 16. júlí
2010
hreinskiptin hús-
freyja. Bæði voru
þau einstakir per-
sónuleikar sem eftir-
sóknarvert var að
kynnast. Heimilis-
hald og búrekstur
voru í öruggum hönd-
um þeirra beggja,
sem og bræðra Árna.
Þegar ég kynntist
Selsfólkinu fyrst var
mikið af ungu fólki á
heimilinu. Þar á með-
al var heimasætan
Dúdda, dóttir Árna
og Halldóru heitinnar, fyrri konu
hans. Fullu nafni hét Dúdda því
fallega nafni Þórunn Árnadóttir.
Mér fannst alltaf að Dúdda bæri
persónu sína svo vel í nafninu.
Dúdda var eins og klettur, bjó yfir
einstöku jafnaðargeði, skynsöm og
kankvís. Hún var, eins og annað
ungt fólk á heimilinu, dugleg til
verka enda gekk allt eins og smurt
á þeim bæ. Oft dvöldum við Ell-
enor, Dúdda og Stína tímum sam-
an í eldhúsinu að Seli og elduðum,
bökuðum eða sultuðum. Þó kon-
urnar, sem voru mér eldri, hafi
unnið eins og ein manneskja þá
fylgdi þessum störfum sko engin
lognmolla, öðru nær. Landsmálin
og ekki síður heimsmálin voru
rædd og krufin til mergjar. Í eld-
húsinu á Seli áttu allar skoðanir
rétt á sér. Aldrei man ég eftir að
hafa fengið skömm í hattinn þó ég,
óharðnaður unglingurinn, hafi á
stundum verið nokkuð tungulipur.
Stundum voru umræðurnar líka á
rólegri nótunum þegar Ellenor
sagði okkur frá fjölskyldu sinni,
æskuheimilinu í Þýskalandi og líf-
inu þar. Þetta voru ekki bara
skemmtilegar stundir, heldur líka
áhrifamiklar. Þær gáfu innsýn í
framandi heim og fólu í sér hlýju
og nálægð við góðar og gegnar
konur, sem nú er saknað. Þegar
litið er til áranna að Seli er margt
að þakka og margs að minnast.
Sorgir hafa knúið þar dyra og
snert djúpt, ekki síst Dúddu. Hún
sýndi ávallt mikinn styrk og ein-
staka mannkosti. Það er mikil eft-
irsjá að slíkri konu og þannig er
hennar minnst. Við fjölskyldan á
Reynimelnum, sem oft nutum
gestrisni og góðra stunda með
Dúddu og heimilisfólkinu að Seli,
færum aðstandendum öllum inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Þórunnar Árnadóttur.
Jóhanna Bernharðsdóttir
(Hanna).
Við hittumst fyrst í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni haustið 1954,
Langri ævi er lok-
ið. Elsku afi minn
kvaddi þennan heim fyrir stuttu
og skilur eftir sig djúp spor.
Oft er sagt að fjölskyldan sé
hornsteinn samfélagsins, afi var
hornsteinn fjölskyldu minnar, og
amma. Minningarnar eru ótal
margar. Minningar um sterkan,
harðgerðan og góðhjartaðan mann
sem gaf svo ótrúlega mikið af sér á
sinn sérstaka hátt. Ég minnist
hans fyrst og fremst með þakklæti
og virðingu. Þegar lífið virtist
óskiljanlegt var ómetanlegt að vita
af afa og ömmu í Nesi, heimsækja
þau og spjalla við þau um heima
Benedikt K.
Franklínsson
✝ Benedikt KristinnFranklínsson
fæddist í Litla-
Fjarðarhorni í Kolla-
firði á Ströndum 17.
maí 1918. Hann and-
aðist á Ási í Hvera-
gerði 26. júní sl.
Útför Benedikts fór
fram frá Selfoss-
kirkju 8. júlí 2010.
og geima. Þá kom
jarðtengingin og
viskan. Allt líf deyr
að lokum og það er
gangur lífsins. Afi
var lánsamur að eiga
langa og góða ævi
með hæðum og lægð-
um eins og gengur.
Upp úr standa
minningar um afa á
mjólkurbílnum, með
okkur Söru litlar að
keyra um Selfoss og
nágrenni með mjólk-
urvörur. Ógleyman-
legar páskaeggjaferðir þar sem við
frænkurnar fengum að eiga brotnu
eggin úr búðunum og átum súkku-
laði þangað til við fengum syk-
ursjokk. Flottast þótti okkur að afi
færi með mjólkina á Hraunið, þá
fengu aumingja fangarnir mjólk!
Afi vatnsgreiddur með rakspíra
í leðurjakkanum á Lödu að sækja
mig úr rútunni. Afi með ferða-
stressið í Lödu Sport á leiðinni til
Flateyjar, stoppar í Hvalfirði til að
heilsa upp á hvalveiðimennina og
dásamar „ilminn“. Afi hrjótandi í
rauða stólnum við undirleik harm-
ónikkutónlistar á Gufunni, eða
ömmu að spila á píanóið – þess vel
gætt að trufla ekki lúrinn. Afi að
garfa í Flatey, skipandi mönnum
og konum til verka og allir hlýða
sem einn maður, hvort sem menn
skilja tilgang verksins eða ekki.
Það sem var sagt, var gert.
Afi sem laðaði til sín öll börn, al-
veg sjálfkrafa, þau komu til hans
og voru alltaf róleg í fanginu á
honum. Sterku, þykku, mjúku
hendurnar sem ég elskaði að
skoða, með stóra úrið á úlnliðnum.
Best var að hafa afa þegar ég var
veik, það var eins og hann hefði
lækningarmátt, bara með því að
vera í sama húsi.
Afi sem fór með skrítnar vísur
og kunni vísur við öll tilefni, húm-
orinn beittur. Orðasmiðurinn afi
sem drakk í sig bókmenntir eins
og lífsvökva. Alþýðumaðurinn afi
sem lét réttlætiskenndina ráða og
lá aldrei á skoðunum sínum. Þús-
undþjalasmiðurinn afi kunni allt
sem þarf til að lifa af, ekkert verk
var of stórt eða of lítið. Afi sem
þekkti alla og heilsaði nánast
hverjum manni á Selfossi. Afi sem
laumaði að mér peningaseðli þegar
enginn sá til og bað mig um að
brenna þetta eða henda því á
haugana með glettni í augunum.
Elsku afi minn. Svo fallegur
maður að innan sem utan. Svo
endalaust góðhjartaður, gjafmild-
ur, gáfaður og líka strangur. Hann
sem var mér mesti og besti pabb-
inn. Betri fyrirmyndir er ekki
hægt að hugsa sér en afa og
ömmu.
Nú tekur við nýr kafli í lífi okk-
ar sem syrgjum hann, hann var
víst ekki eilífur eins og við helst
vildum. Nú getum við með stolti
borið með okkur veganestið sem
hann gaf okkur og gefið af því til
næstu kynslóðar. Á þann hátt
verður hann eilífur.
Hvíl í friði og takk fyrir allt,
elsku afi minn.
Regína Hjaltadóttir.