Morgunblaðið - 17.07.2010, Qupperneq 31
Messur 31Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í
dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu-
fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á
ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred
Lemke prédikar.
Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið
upp á biblíufræðslu fyrir börn og full-
orðna. Guðþjónusta kl. 12. Bein útsend-
ing frá kirkju aðventista í Reykjavík.
Manfred Lemke prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykja-
nesbæ hefst með biblíufræðslu. Guð-
þjónusta kl. 12. Þóra Jónsdóttir
prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á
Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst
með biblíufræðslu fyrir börn og full-
orðna. Guðsþjónusta kl. 11. Jóhann Þor-
valdsson prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Sam-
koma í Loftsalnum í dag, laugardag,
hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11.
Eric Guðmundsson prédikar. Biblíu-
fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna
kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á
ensku.
Samfélag Aðventista á Akureyri | Sam-
koma í Gamla Lundi í dag, laugardag,
hefst kl. 11. með biblíufræðslu fyrir
alla. Guðsþjónusta kl. 12.
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Svavar Alfreð Jónsson,
Ellen Kristjánsdóttir syngur einsöng og
félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja,
organisti Eyþór Ingi Jónsson. Söng- og
helgistund kl. 20.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg messa
nágrannasóknanna þriggja, Árbæjar,
Grafarholts og Grafarvogs. Messan er
haldin á Nónholti innst í Grafarvoginum.
Nónholt er skógarlundur stutt frá sjúkra-
húsinu Vogi. Hægt er að keyra langleið-
ina upp að lundinum eftir malarveginum
hjá Vogi en einnig verður farin pílagríms-
ferð úr kirkjunum þremur í lundinn. Lagt
verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 10
fyrir þau sem vilja ganga til kirkju. Grill-
að í lundinum að messu lokinni.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Guðmundur Karl Brynjarsson,
félagar úr kór Digraneskirkju leiða söng.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálm-
ar Jónsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari, organisti er Kári Þormar. Hádeg-
isbænir á þriðjudag og kvöldkirkjan á
fimmtudag.
GARÐAKIRKJA | Sameiginleg guðsþjón-
usta Garðasóknar og Bessastaðasóknar
kl. 20. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson
og prestur Hans Guðberg Alfreðsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11.
Altarisganga og samskot til Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga. Messuhóp-
ur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syng-
ur, organisti Ásta Haraldsdóttir, prestur
sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Mola-
sopi eftir messu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Auður Inga Ein-
arsdóttir prédikar, Kári Friðriksson syng-
ur einsöng og organisti er Kristín
Waage.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sum-
armessa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhann-
esdóttir þjónar, organisti er Lára Bryndís
Eggertsdóttir og forsöngvari er Þóra
Björnsdóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Kristján Valur Ingólfsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða,
félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju
syngja, organisti er Douglas A. Brotchie.
Sögustund fyrir börn. Winfried Bönig
leikur eftirspil. Alþjóðlegt orgelsumar:
Laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17.
Winfried Bönig leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Org-
anisti Reynir Jónasson, prestur sr. Sig-
urður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur
í Hallgrímssókn.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl.
11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, fé-
lagar úr kór kirkjunnar leiða safn-
aðarsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðs-
son. Sjá www.hjallakirkja.is
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 20. Umsjón hefur Harold Rein-
holdtsen og Ólafur Jóhannsson predik-
ar.
HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Hjörtur Pálsson. Tónleikar
14. Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfs-
son leika saman á fiðlu og gítar. Ókeyp-
is aðgangur.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl.
20. Lofgjörð og fyrirbænir. Ágúst Valgarð
Ólafsson predikar. Sjá kristskirkjan.is
KAÞÓLSKA Kirkjan:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11
og laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11
og 19. Virka daga er messa kl. 18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema
föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga kl.
18.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. |
Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30.
Laugardaga er messa á ensku kl.
18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa laugardag kl. 18.
Bolungarvík | Messa kl. 16.
Suðureyri | Messa kl. 19.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 14 í
samstarfi þjóðkirkjusafnaðanna í Kópa-
vogi. Ath. breyttan messutíma. Almenn-
ur safnaðarsöngur. Sjá www.kopavogs-
kirkja.is
LANGHOLTSKIRKJA | Kirkjan verður lok-
uð til 27. júlí vegna sumarleyfa sókn-
arprests og starfsfólks. Sr Pálmi Matt-
híasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju,
þjónar Langholtsprestakalli ofan-
greindan tíma. Vísað er á messur í Bú-
staðakirkju.
LAUGARNESKIRKJA | Helgistund kl. 20.
Sr. Hans Markús Hafsteinsson héraðs-
prestur þjónar.
LÁGAFELLSKIRKJA | Göngumessa kl.
11. Gengið frá Lágafellskirkju að Reykja-
lundi. Ritningarlestrar og bænagjörð
þrisvar á leiðinni. Sr. Skírnir Garðarsson
leiðir göngumessuna. Kaffi í Reykjalund-
inum að göngu lokinni.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Helgistund kl.
14. Samstarf þjóðkirkjusafnaða í Kópa-
vogi.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr
Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, org-
anisti er Steingrímur Þórhallsson og sr.
Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Samfélag og kaffisopi eftir
messu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Messa kl.
14. Altarisganga og barn borið til skírn-
ar. Grétar Geir Kristinsson leikur einleik
á gítar, kór kirkjunnar syngur undir
stjórn Stefán H. Kristinssonar. Með-
hjálpari er Súsanna Fróðadóttir.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl.
17. Ræðumaður er Guðlaugur Gunn-
arsson.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Fé-
lagar úr kirkjukórnum syngja, organisti
er Jörg Sondermann, prestur sr. Kristinn
Ágúst Friðfinnsson. Veitingar í safn-
aðarheimilinu eftir messu. Morg-
unsöngur kl. 10 á þriðjud. til föstud.
SELJAKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl.
20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari, félagar úr Kór
Seljakirkju leiða safnaðarsönginn og
organisti er Tómas Guðni Eggertsson.
Altarisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund
kl. 11, í umsjón sr. Hans Markúsar Haf-
steinssonar héraðsprests.
STRANDARKIRKJA | Fræðslustund/
helgistund kl. 14. Sóknarprestur rifjar
upp helgisöguna um tilurð kirkjunnar og
fleira um sögu hennar og presta hennar.
ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófasts-
dæmi | Guðsþjónusta kl. 14. Kór Mikla-
bæjar- og Flugumýrarkirkju syngur, org-
anisti Jóhanna Marín Óskarsdóttir og
prestur er sr. Dalla Þórðardóttir.
ÞINGVALLAKIRKJA | Fararblessun píla-
gríma á leið til Skálholtshátíðar kl. 10 í
dag, laugardag. Messa sunnudag kl.
14. Kristján Valur Ingólfsson predikar og
þjónar fyrir altari, organisti er Guð-
mundur Vilhjálmsson og meðhjálparar
Birna Gunnarsdóttir og Þorsteinn Guð-
laugsson.
ÞYKKVABÆJARKLAUSTURSKIRKJA |
Þorláksmessa að sumri í Álftaveri verð-
ur þriðjudaginn 20. júlí kl. 20. Messan
er til að minnast Þorláks Þórhallssonar,
fyrsta ábóta Þykkvabæjarklausturs og
Skálholtsbiskups. Eftir messu verða
kaffiveitingar til styrktar uppbyggingu
staðarins. Sr. Haraldur M. Kristjánsson,
sóknarprestur í Vík, leiðir stundina,
Harpa Ósk Jóhannesdóttir og Gunnar
Pétur Sigmarsson syngja og leiða söng
og organisti er Brian R. Haroldsson.
ORÐ DAGSINS:
Jesús mettar 4 þúsundir
manna.
Digraneskirkja
(Mark. 8)
Bækur
Til umhugsunar að vestan í góða
veðrinu
Vertu ekki alltaf að hugsa um hvað
veitir þér ánægju. Reyndu heldur að
gleðja aðra og hamingjan mun finna
þig. Hrósaðu einhverjum!
Vestfirska forlagið.
Húsnæði óskast
Norskur lektor í HÍ
óskar eftir 2ja herb. íbúð í miðbæ
Rvk. helst í Þingholtunum frá lok ág.
til júní. Reglusemi og öruggar
greiðslur. Uppl. á ttm@hi.is eða í
síma 0047 9938 8183 ./ xxx 4444.
Óska eftir iðnaðar-/atvinnu-
húsnæði
Lítið fyrirtæki óskar eftir iðnaðar-/
atvinnuhúsnæði í Garðabæ, Kópa-
vogi eða Rvk., ekki stærra en 100 m².
Verður að vera með innkeyrsludyr
fyrir vörubíl. Hafið samband á
re@centrum.is.
Fellihýsi
Fellihýsi til sölu
Palomino 4103 10f m/fortjaldi,
sólarsellu og fl. Vel með farið, tilbúið
í ferðalagið, ekkert áhv. Verð 1900
þús. stgr. Uppl. í s. 698 6309.
Óska eftir
Kaupi gamla mynt og seðla
Óska eftir að kaupa gamla mynt og
seðla. Frá stórum og smáum
myntsöfnum. Kaupi gullmynt og
minnispeninga frá Seðlabankanum.
Sigurður: 825 1016.
Ferðafélagi/vinur 60+
Óska eftir að kynnast traustum manni
sem vill ferðast og spila á jákvæða
þætti lífsins. Er nokkuð hávaxin,
heiðarleg og með mín mál í góðu lagi.
Vænti þess sama. Fullur trúnaður.
S. 846 2470.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
fjórar sveitastelpur, fjórtán og
fimmtán ára: Áslaug, Ásdís, Stein-
unn og Þórunn – eða Dúdda, eins
og hún var oftast kölluð. Við lent-
um saman í herbergi, sem í dag-
legu tali gekk undir nafninu Rusla-
kistan. Þar var oft skemmtilegt að
vera og þar kynntumst við vel.
Eina helgina bauð Dúdda mér
með sér heim að Seli. Þar var
gaman að koma og man ég sér-
staklega eftir hvað mér fannst eft-
irrétturinn framandi sem Ellinor,
stjúpmóðir Dúddu, bauð upp á.
Það voru bökuð epli að þýskum
hætti en slíka matreiðslu þekkti ég
ekki.
Seinna, eftir að ég tengdist
Dúddu fjölskylduböndum með því
að giftast frænda hennar, fórum
við aftur að hittast og voru það
jafnan fagnaðarfundir.
Dúdda starfaði lengi sem handa-
vinnukennari í Reykjavík en vann
við ferðaþjónustuna á Seli á sumr-
in. Hún bjó í Kópavogi ásamt Þór-
dísi dóttur sinni, Sigrúnu systur
sinni og Kristjáni manni hennar.
Seinna tók Dúdda við búinu á Seli
og fluttist alveg í sveitina.
Ellinor kom oft hingað að Heið-
arbæ með erlenda ferðamenn og
stundum var Dúdda líka með í för.
Oft fórum við í heimsókn að Seli á
vorin þegar skólaslitin voru á Borg
og var fjölskyldan þar ávallt góð
heim að sækja.
Handavinnukennarinn Dúdda
kenndi okkur kvenfélagskonum í
Þingvallasveit að hnýta blóma-
hengi og fleiri fallega hluti á nám-
skeiði sem kvenfélagið stóð fyrir á
Þingvöllum einn veturinn.
Við hittumst ekki mjög oft en
samt finnst mér að það hafi alltaf
verið einhver taug á milli okkar,
vináttubönd sem við hnýttum aust-
ur á Laugarvatni, feimnu sveita-
stelpurnar sem skildu hvor aðra.
Það var Dúddu mikill missir
þegar Þórdís einkadóttir hennar
lést, langt um aldur fram. En
áfram hélt Dúdda og reyndist
barnabörnum sínum þremur ómet-
anleg stoð og stytta.
Ég hitti Dúddu síðast um miðjan
mars. Þá vorum við Bangsi á
heimleið frá Skálholti og ákváðum
að koma við á Seli. Þar hittum við
Dúddu og tvö af barnabörnunum.
Hún lét vel af sér og tók höfð-
inglega á móti okkur að vanda. Við
áttum góða stund og spjölluðum
margt. Skömmu seinna tók við erf-
ið barátta Dúddu við sjúkdóminn
sem að lokum hafði yfirhöndina.
Ég minnist Dúddu með þökk
fyrir áratuga trausta vináttu og
votta barnabörnum hennar, systur,
mági, tengdasyni og konu hans
mína innilegustu samúð. Minning
kærrar vinkonu lifir.
Steinunn Guðmundsdóttir,
Heiðarbæ.
Margt í sögu lands
má lesa úr æviskeiði
einstaklings sem lifað
hefur nær heila öld.
Anna í Blönduhlíð, seinna Anna á
Akranesi var sumarmanneskja, sól-
rík, umvefjandi, fjörmikil og nær-
andi, lét alltaf gott af sér leiða.
Það voru mikil húsnæðisvandræði
í Reykjavík um miðja síðustu öld og
alltaf verið að flytja. Þá réðust marg-
ir í að byggja sér íbúðarhús oftast af
litlum efnum og leigðu þá út og
þrengdu að sér. Ég var svo heppin að
byrja minn búskap í nýrri og fallegri
íbúð Önnu og manns hennar Daníels,
seinna bæjarstjóra á Akranesi, sem
var fjölhæfur athafnamaður með
mörg járn í eldinum. Þetta voru eft-
irstríðsárin svonefndu þegar
Reykjavík var að breytast úr smábæ
í borg með tilheyrandi gauragangi,
vaxtarverkjum, framkvæmdagleði
og bjartsýni. Olíukyndingin vék fyrir
hitaveitunni og Hlíðahverfið var allt í
uppbyggingu og skurðgreftri og
bærinn ilmaði allur af steypulykt.
Anna stýrði stóru og margslungnu
rausnarheimili þeirra Daníels af
miklum myndarskap og menningar-
brag. Hún var gædd skapfestu og
sjálfsaga, hlýhug og vingjarnleik,
sem vakti virðingu allra sem henni
kynntust. Hún var flink og afkasta-
mikil í verkum enda menntuð í hús-
mæðrafræðum frá „Sóreyjarskólan-
um“ Þekkta í Danmörku.
Anna hafði ríka kímnigáfu og sá
hið skoplega í daglegu lífi, en var
ávallt grandvör og hlý, naut þess að
hitta fólk og gleðjast, enda fróð með
afbrigðum og stálminnug. Maður
lifnaði við í návist hennar því hún var
Anna Erlendsdóttir
✝ Anna Erlends-dóttir fæddist 9.
ágúst 1919 í Odda á
Rangárvöllum. Hún
lést á Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi 2.
júlí 2010.
Útför Önnu fór
fram frá Akra-
neskirkju 9. júlí 2010.
fagurkeri og listelsk
og hafði víðsýni
heimskonunnar. Hún
sýndi áhuga á því sem
ég tók mér fyrir hend-
ur frá fyrstu tíð og var
tíður gestur á listsýn-
ingum í galleríi mínu
við Bókhlöðustíginn,
þegar hún var stödd í
bænum. Hún var alla
tíð einstaklega trygg-
lynd og vinmörg eins
og hún hefði tíma fyrir
alla. Smábörn hænd-
ust að henni á sérstak-
an hátt. Þau fundu fljótt þessa næmu
útgeislun og urðu „gulldroparnir“
hennar.
Við leiðarlok eru virðing og hjart-
ans þakkir efst í huga og samúðar-
kveðjur til fólksins hennar, Jakobínu
systur og hennar fjölskyldu, barna
hennar, fornvina minna, Erlendar og
Ingileifar og þeirra stóru fjöl-
skyldna, sem áttu hana svona lengi
glaða og umvefjandi, sýnandi kær-
leikann í verki.
Hulda Jósefsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein.
Minningargreinar