Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 33
Dagbók 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Sudoku
Frumstig
8 1 7 6 2
2 4
6 5 1
8 4 7 1 3
3
5 6 8 2 7
6
4
4 2 8
1 4 7
7 6 1 8 2
4 3
8 1
6 3 5
2 3 6
3 1 6
6 4 2
5 8
1 7 5 6
7 8
3 2
2
3 7 5 2
7
5 6 2 3 4
1 5 3
4 8
3 9 4 6 2 5 8 7 1
1 6 2 4 7 8 9 5 3
7 5 8 1 9 3 4 2 6
6 7 5 9 8 4 1 3 2
4 3 1 2 5 7 6 8 9
8 2 9 3 1 6 5 4 7
9 8 3 7 4 1 2 6 5
5 1 7 8 6 2 3 9 4
2 4 6 5 3 9 7 1 8
9 5 1 4 8 6 2 7 3
8 2 4 5 3 7 9 1 6
3 6 7 2 1 9 4 8 5
4 1 9 6 2 8 5 3 7
7 3 6 9 5 1 8 2 4
2 8 5 7 4 3 6 9 1
1 4 3 8 9 5 7 6 2
6 9 2 3 7 4 1 5 8
5 7 8 1 6 2 3 4 9
1 7 4 3 2 5 6 8 9
2 5 9 8 7 6 3 4 1
8 6 3 1 4 9 5 7 2
3 4 7 6 9 8 1 2 5
9 8 1 4 5 2 7 3 6
5 2 6 7 3 1 8 9 4
7 3 5 2 1 4 9 6 8
6 1 2 9 8 3 4 5 7
4 9 8 5 6 7 2 1 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 17. júlí, 198. dag-
ur ársins 2010
Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yð-
ur, því að þér trúið ekki þeim, sem
hann sendi. (Jóh. 5, 38.)
Útlendingar sem koma til Íslandssegja oft að þrennt einkenni
landið öðru fremur. Einstaklega fal-
leg náttúra, sérstaklega ljótur arki-
tektúr og stórkostlega góður matur.
Víkverja er mjög umhugað að það
síðastnefnda haldi sér í gegnum
kreppuna. Matarmenningin hér má
ekki láta á sjá þótt það þrengi að.
x x x
Tvenns konar breytingar hefurVíkverji orðið var við síðan 2007.
Í fyrsta lagi að þeir veitingastaðir
sem hafa hafið starfsemi í kreppunni
eru af ódýrari gerðinni. Sumir þeirra
eru ágætir, en þetta eru samt ekki
staðir þar sem mikið er borgað fyrir
matinn og hann er þar misgóður. Eitt
dæmi um slíkan stað sem hefur opnað
og býður upp á ágætan mat er Bras-
ilía við Skólavörðustíg. Annað dæmi
um slíkan stað er Balkanika, sem Vík-
verja þótti reyndar dálítið síðri. Þetta
eru samt góðar tilraunir og auka úr-
valið. Það sama má segja um Tan-
doori í Skeifunni, það er snyrtilegur
staður í ódýrari kantinum, sem býður
upp á ágætan indverskan mat. Inn-
réttingar og húsgögn á þessum stöð-
um eru samt ekki þess eðlis að manni
finnist maður vera að fara „fínt út að
borða“.
x x x
Hitt sem Víkverji hefur orðið varvið er að skammtastærðir hafa
minnkað. Veitingamenn eins og aðrir
þurfa að gæta aðhalds í kreppunni og
finna leiðir til að minnka útgjöldin,
um leið og þeir halda tekjunum í horf-
inu. Þetta kemur kannski ekki að sök
þegar útlendingar eru annars vegar
því þeim þykir maturinn mjög ódýr
og finnst ekkert tiltökumál að fá sér
forrétt og eftirrétt. En fyrir Víkverja
er það orðið frekar hvimleitt að panta
sér pastarétt á tvö þúsund krónur og
fá hann svo á einhverjum aflöngum
diski, sem lætur hann líta út fyrir að
vera vel útilátinn, en uppgötva svo að
þetta er ekki upp í nös á ketti.
x x x
Engu að síður er Víkverji sátturvið að gæðum matarins sjálfs
virðist ekki hafa hrakað. víkverji@m-
bl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 gæði, 4 dý, 7
endar, 8 fim, 9 væl, 11
duglegu, 13 ósköp, 14
byr, 15 galdratilraunir,
17 bjartur, 20 viðvar-
andi, 22 stílvopn, 23 af-
löng, 24 þvaðra, 25
reyna sig við.
Lóðrétt | 1 brekka, 2
fárviðri, 3 harmur, 4
hróp, 5 látni, 6 skynfær-
in, 10 guð, 12 reyfi, 13
ögn, 15 málmur, 16
þekktu, 18 flatur klett-
ur, 19 bölva, 20 hlífa, 21
föst á fé.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 tjaldferð, 8 rófan, 9 róðan, 10 dóm, 11 skata,
13 asnar, 15 svans, 18 eldur, 21 ker, 22 riðla, 23 titra, 24
ruglingur.
Lóðrétt: 2 jafna, 3 lenda, 4 ferma, 5 ræðin, 6 hrós, 7
knár, 12 tin, 14 sól, 15 sárt, 16 auðnu, 17 skafl, 18 ertan,
19 duttu, 20 róar.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3
O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2
Bb7 12. Bc2 He8 13. a4 c5 14. d5 c4 15.
b3 cxb3 16. Rxb3 Dc7 17. Bd2 bxa4 18.
Hxa4 Rb6 19. Ha1 Rc4 20. Bc1 Rd7 21.
Rfd2 Rdb6 22. Bd3 Hec8 23. De2 Bd8
24. Rxc4 Rxc4 25. Rd2 Rb6 26. Ba3
Dd7 27. c4 Ra4 28. Rb3 Hab8 29. Bxd6
Dxd6 30. Hxa4 Bxd5 31. exd5 Hxb3
Staðan kom upp á hollenska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Eindhoven. Benjamin Bok (2430) hafði
hvítt gegn Robin Van Kampen (2481).
32. Bxh7+! Kf8 33. Bf5 Hcb8 34. Dh5
Bf6 35. c5! Dxc5 36. Hxa6 Hb2 37. He3
H2b7 38. d6 g6 39. Bxg6! fxg6 40.
Dxg6 Bg7 41. d7 De7 42. Dh7 e4 43.
Df5+ Kg8 44. Dd5+ Kh8 45. Hxe4
Hb1+ 46. Kh2 H1b5 47. Dxb5! og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Frumleg vörn.
Norður
♠62
♥K62
♦K96
♣K10983
Vestur Austur
♠ÁDG7 ♠10954
♥D85 ♥94
♦G108 ♦D3
♣Á74 ♣DG652
Suður
♠K83
♥ÁG1073
♦Á7542
♣ –
Suður spilar 4♥.
Alfredo Versace er engum líkur.
Hann var hér í vestur á nýliðnu Evr-
ópumóti. Þjóðverjinn Gromöller vakti á
1♥, Versace doblaði, norður redoblaði
og Lauria í austur sagði 1♠ á hundana.
Gromöller sýndi tígulinn, fékk hjartað
stutt og stökk í fjögur. Versace hóf
vörnina með ♦G. Gromöller tók strax
tvo efstu í tígli og spilaði þeim þriðja
aftur til Versace. Vill lesandinn taka
við keflinu?
Ótrúlegt, en satt: Versace spilaði nú
trompi frá drottningunni! Gromöller
tók slaginn á tíuna heima og spilaði
spaða, sem Versace drap og trompaði
aftur út. Sagnhafi reyndi ♠K í von um
þriðja hjartað í austur, en því var ekki
að heilsa: Versace drap og trompaði út
í þriðja sinn. Fékk svo fjórða varn-
arslaginn í lokin á spaða.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er eitthvert valdatafl í gangi í
vinnunni svo þér er skapi næst að gefast
upp. Stilltu þig um að rífast við samstarfs-
fólkið.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Ungbörn laðast að fólki sem brosir
og svo er líka yngjandi að brosa. Ef þú
fæst við slíkt í dag, eða viðgerðir og lag-
færingar, mun það bera góðan ávöxt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þótt þú sért úrkula vonar um að
finna lausnina á vandamálinu sem þú
glímir við skaltu ekki gefast upp. Gefðu
þér tíma til þess að kanna allar hliðar þess
vandlega áður en þú afræður nokkuð.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Neyttu hvers færis sem þú færð til
þess að sinna sjálfum þér. Stundum þarf
að láta ánægjuna ganga fyrir vinnunni.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nú er rétti tíminn til þess að bera
upp spurningu sem hefur lengi verið að
brjótast um í þér. Taktu með þakklæti við
því sem að þér er rétt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú finnur löngun hjá þér til að gera
eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til
þess fyrr en síðar. Leyfðu henni að flæða
án þess að reyna að stjórna.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Skot hér og þar eru skemmtileg, en
þú hefur meiri áhuga á sambandi sem
endist. Einbeittu þér að framhaldinu
þannig að allt takist sem best má verða.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Njóttu augnabliksins, því allt
sem þú snertir verður að töfrum. Nú eru
tækifærin svo margvísleg að þú hlýtur að
finna eitthvað við þitt hæfi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Daður á netinu kemur við
sögu. Gefðu þér tíma til þess að skipu-
leggja hlutina og þá muntu ná mun betri
árangri.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Ekkert er eins fráhrindandi og
talsmaður sem veit ekki hvað hann er að
tala um. Reyndu samt að velja þar úr en
ekki bara láta berast með straumnum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Til þín verður leitað til þess að
leysa viðkvæmt deilumál. Vertu við öllu
búin(n) og forðastu heimskulegt örlæti.
Sýndu vinsemd og taktu undir daður.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það er eitt og annað í þínum eigin
garði sem þarfnast athugunar og úrbóta.
Upp á síðkastið hefur þú notið sömu „leið-
sagnar“ aftur og aftur.
Stjörnuspá
17. júlí 1991
Arnór Guðjohnsen skoraði
fjögur mörk í landsleik í
knattspyrnu við Tyrki og end-
urtók þannig afrek Ríkarðs
Jónssonar fjörutíu árum áður.
17. júlí 2003
Samkeppnisstofnun birti
skýrslu um meint ólöglegt
samráð olíufélaganna. Rúmu
ári síðar sektaði samkeppnis-
ráð félögin um 2,6 milljarða
króna en áfrýjunarnefnd
lækkaði sektina í 1,5 milljarða
króna.
17. júlí 2004
Þórey Edda Elísdóttir setti
Norðurlandamet í stangar-
stökki kvenna þegar hún
stökk yfir 4,60 metra á móti í
Madríd.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Steinþór Mar-
inó Gunnarsson,
málarameistari
og listmálari,
verður áttatíu og
fimm ára á
morgun, 18. júlí.
Hann verður að
heiman á afmæl-
isdaginn.
85 ára
Trausti Ólafs-
son, fyrrverandi
forstjóri,
Hlaðbæ 16,
Reykjavík, verð-
ur sjötíu og
fimm ára mánu-
daginn 19. júlí.
75 ára
„Ég ætla bara að slaka á og hafa litla afmæl-
isveislu, fyrir nánustu fjölskyldu og vini mína,“
segir Hjörleifur Pálsson sem er hálffertugur í dag.
Hjörleifur kveðst ekki vera mikið afmælisbarn að
eðlisfari og segist hafa haldið sjaldan upp á af-
mælið á síðustu árum.
Hins vegar er afmælið ekki eina tilefnið fyrir
veislu að þessu sinni því Hjörleifur lauk nýverið
meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Ís-
lands, en þar að auki er hann verkfræðingur að
mennt. Þetta er því líka útskriftarveisla.
Hjörleifur segir að námið hafi verið mjög
áhugavert. Aðspurður hvort það hafi verið mjög krefjandi neitar
Hjörleifur því ekki, enda tók hann það meðfram vinnu og þurfti því að
skipuleggja sig mjög vel á meðan. Eflaust hefur sumarfríið því verið
vel þegið en því lýkur um helgina og eftir það tekur hversdagslífið við
á ný.
Hjörleifur starfar hjá Arion banka og býr í Garðabæ, ásamt eig-
inkonu sinni Toniu Eka Asiwe og Marteini syni þeirra, sem er nýorð-
inn eins árs gamall. onundur@mbl.is
Hjörleifur Pálsson er 35 ára í dag
Fagnar afmæli og útskrift
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is