Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 37
og okkur fannst við vera að ganga í gegnum
það aftur, það var allt voðalega svart bara. Og
við auðvitað hugsuðum við um það hvort við
ættum að halda áfram eða ekki. En við
ákváðum, bæði hvað varðar búðirnar og skó-
línuna, að halda bara okkar striki og gera það
sem við trúðum á, og við trúðum því að við
værum að gera rétt. Við vorum náttúrlega bú-
in að vinna að þessari línu í eitt ár þannig að
það hefði verið leiðinlegt að kasta þeirri vinnu
bara til hliðar.“
Versnandi aðstæður urðu
Hugrúnu og Magna inn-
blástur og þau ákváðu að
halda ótrauð áfram og aðlaga
reksturinn að breyttu um-
hverfi. „Við ákváðum bara að
gera enn betur, til dæmis
hvernig við veljum inn í búð-
irnar og fleira. Og ég held að
það hafi skilað sér. Það var
ótrúlega gaman að koma með
skólínuna þarna um haustið
og halda sínu striki og geta
það. En auðvitað var þetta
erfitt púsluspil það árið.“
Skórnir eru þau
- Ég spyr Hugrúnu að því
hvort þau finni samt ekki fyr-
ir kreppunni. Verslar fólk
minna núna?
„Nei,“ svarar hún hugsi.
„Það sem hefur eiginlega
gerst er að í dag virðast neyt-
endur bara vanda sig við að
velja, velja kannski færri flík-
ur en velja vandað, vegna
þess að það auðvitað nýtist lengur og þegar
þú velur fallega vöru þá stenst hún tímans
tönn, og þetta er eitthvað sem við höfum haft
að leiðarljósi. Öll okkar innkaup eru þannig að
þau eru ekki bara fyrir daginn í dag. Og það
hefur verið að skila sér.“
Hún segir að breyttur hugsunarháttur
neytenda og breytingar á verðlagi hafi átt
sinn þátt í því að reksturinn hefur borið sig.
„Fjöldaframleiddar vörur hafa líka hækkað í
verði, flíkur sem eru í minni gæðum og eru
kannski eitthvað sem þú vilt bara vera í þessa
vikuna en ekki þá næstu. Og við höfum reynt
að halda verðinu niðri og tekið aðeins á okkur
gengishækkunina, þannig að vörurnar okkar
hafa hækkað minna. Og ég held að þegar fólk
er að velja sér flíkur í dag, þá velji það vel og
þær endist betur.“
Við snúum talinu aftur að skólínunni og sú
spurning vaknar hvar þau fái innblástur að
hönnuninni sem verður að teljast einstök.
„Þetta kemur eiginlega bara upp úr okkur.
Við hugsum svolítið um tímaleysi og finnst
það skipta máli, og við leggjum áherslu á það
að aldur skiptir ekki máli þegar þú kaupir
vöru; þó að þú sért kominn á einhvern ákveð-
inn aldur þá velur þú bara það sem þér þykir
fallegt. Þannig að við höfum svolítið hugsað
um það. Svo erum við hrifin af mismunandi
textíl og litum, en ann-
ars leitum við
ekki í neitt ákveð-
ið. Við erum
náttúrlega búin
að vinna í 10 ár
með skó og vitum
hvað okkur lang-
ar til að sjá. Þeir
eru svolítið mik-
ið bara við,
þetta er eig-
inlega bara
spegillinn okkar,
þetta kemur
bara áreynslu-
laust.“
Útrás?
Línan Kron by
Kronkron hefur hlot-
ið mjög góðar viðtökur
erlendis og skórnir seljast afar vel í Asíu og
Evrópu, og eru aðeins farnir að sjást í Banda-
ríkjunum. Það er ótvírætt að Kron-merkið á
erindi á erlendan markað, en stefna Hugrún
og Magni að útrás?
„Eftir að allt féll hefur orðið útrás fengið
mjög neikvæða merkingu þannig að maður
vill eiginlega ekki nota það. En við erum búin
að vinna vinnuna okkar mjög vel hvað varðar
það að markaðssetja vöruna okkar. Og þetta
hefur gengið mjög vel og við ætlum okkur að
gera enn betur.“
Hugrún er þó mjög meðvituð um það að
það eru góðar viðtökur hér heima fyrir sem
hafa skilað þeim velgengni erlendis og kann
Kron-aðdáendum bestu þakkir fyrir. „Það
hefur gengið rosalega vel hérna heima og við
erum ótrúlega þakklát fyrir það og það skiptir
okkur miklu máli. Ef ekki væri fyrir þær við-
tökur þá værum við ekki að gera skóna í dag.“
Þó að fyrirtækinu hafi sannarlega vaxið
fiskur um hrygg er ekki tímabært enn sem
komið er að setja á laggirnar skrifstofu er-
lendis. Það vantar þó ekki áhugann utan að og
Hugrún segir þau fá fyrirspurnir á hverjum
degi. Þegar ég tala við hana eru þau á leiðinni
í Kronkron og mér er spurn hvernig þau hafi
tíma til að sinna þessu öllu. Hugrún hlær við.
„Þetta er svolítið mikið. En við erum bara
dugleg, við viljum gera hlutina vel og vitum
hvað við viljum.“
-Gott gengi hlýtur líka að hjálpa?
„Já, við erum ótrúlega þakklát fyrir það og
allt svoleiðis gefur manni aukapúst. Maður
verður að hafa bensín á bílnum til að fara
svona ferð.“
Í tilefni tíu ára afmælisins og til að fagna
velgengni skólínunnar, efnir Kronkron í sam-
starfi við Reykjavíkurborg, til sumarfestivals
í dag kl. 16-20. Hluta af Vitastíg verður lokað
og á dagskránni eru tónleikar, ljósmyndasýn-
ing, grillveisla og happdrætti.
Það er alltaf nóg að gera hjá Hugrúnu og
Magna, en auk þess að reka verslanirnar
tvær og hanna Kron by Kronkron-skólín-
una, hafa þau hannað sokkabuxnalínu
sem er væntanleg í hús í ágúst og eru á
leið út á sýningar með nýja fatalínu.
Skórnir
„Vetrarlínan kemur í hús eftir tvær vikur
og nú er verið að afhenda hana út um allt
erlendis. Hún er öll svona þyngri að sjá,
bæði útlitslega og í litum. Hún er svolítið
meira í 19. aldar stílnum, hún einhvern
veginn æxlaðist þannig. Við erum alltaf
með hælana, bæði háa og lága hæla, svo-
lítið mikið af lágum í þessari línu. Svo
vetrarstígvél og há uppreimuð stígvél.“
Fötin
„Núna í ágúst ætlum við að setja sokka-
buxnalínuna á markað. Svo þegar við för-
um á sýningarnar í Mílanó og París núna í
september og október, þá verðum við að
kynna sumarlínuna fyrir 2011, fatalínu.
Hún er eiginlega unnin undir sama hatti
og Kron by Kronkron, bara sem lítil
fatalína svona með. Hún kemur á
markað næsta sumar
og við erum mjög
spennt fyrir því;
það verður rosa
gaman.“
Nýir skór, sokka-
buxur og fatalína
VÆNTANLEGT
Menning 37FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
VIÐTAL
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Fyrirtækið á bak við skóverslunina Kron,
fataverslunina Kronkron og skómerkið Kron
by Kronkron, fagnar í ár tíu ára afmæli sínu.
Það var stofnað árið 2000, hefur staðið af sér
lægðir og kreppu í efnahagslífinu og er í stöð-
ugum vexti. Velgengni
Kron-merkisins ber að
langmestu leyti að þakka
hugsjónum og eljusemi eig-
enda þess, Hugrúnu Dögg
Árnadóttur og Magna Þor-
steinssonar, sem hófu
reksturinn stuttu eftir að
þau kynntust.
„Þetta eiginlega bara
gerðist,“ segir Hugrún,
„Ég var nýkomin úr námi
erlendis í fatahönnun og
nýbúin að kynnast mann-
inum mínum og okkur
fannst við verða að gera
eitthvað saman, og eig-
inlega leiddi bara eitt af
öðru. Við vorum bara rétt
búin að kynnast þegar við
opnuðum búðina en það
bara gekk allt svona hratt
hjá okkur.“
- Var þetta þá ekki lang-
þráður draumur hjá ykkur?
„Nei, en ég hef náttúr-
lega verið mikil skó-
manneskja frá upphafi og
þeir hafa eiginlega bara átt hug minn allan,
þannig að þetta var bara eðlilegt skref.“
Bil milli hönnuða og neytenda
Hugrún og Magni opnuðu skóverslunina
Kron árið 2000, þegar aðstæður í efnahagslíf-
inu voru verslunum af þessu tagi ekki sem
hagstæðastar, en þau voru útsjónarsöm og
eins og hún orðar það sjálf: „Maður verður að
kunna að púsla, og við virðumst kunna það.“
Fjórum árum seinna opnuðu þau síðan fata-
verslunina Kronkron.
„Kronkron var opnuð 2004. Okkur, sem er-
um mikið áhugafólk um hönnun, fannst vanta
þessa brú milli hönnuðarins og fólksins á göt-
unni. Og okkur langaði að brúa þetta bil og
sýna hvað fólk væri að gera. Á þessum tímum
var almennt svo lítil vitneskja um unga hönn-
uði og þá vinnu sem þeir voru að leggja í
þetta; að það væri einhver sem stæði á bak
við hverja flík. Og svo fannst okkur vanta
bara að fólk væri meðvitað um það ferli sem
lægi að baki þeim flíkum sem það gengi í,
hvort sem er fjöldaframleiðslu eða hönn-
unarvöru.“
- Hvernig veljið þið vörur í búðina?
„Við förum á allar þessar tískuvikur, í París
og Mílanó til dæmis, og hvar sem er. Og við
förum og skoðum og veljum svona brot af því
besta, eitthvað sem höfðar til okkar og hefur
einhver skilaboð fram að færa.“
- Hvað með íslenska hönnuði?
„Við höfum verið með nokkra í gegnum ár-
in, svona einhverja sem hafa verið að skila frá
sér línum. En það hafa verið svo fáir sem hafa
verið að halda úti tveimur línum á ári og hafa
verið með reglubundnar vörur og línur. Og
skiljanlega, því það er gífurleg vinna á bak við
það og kostar peninga og er ekkert á allra
færi.“
Skólína í miðju hruni
Skómerkið Kron by Kronkron leit svo
dagsins ljós haustið 2008, á sama tíma og
bankarnir féllu. Hugrún segir að hún og
Magni hafi þurft að setjast niður og taka
ákvörðun um það hvort þau ættu að pakka í
vörn eða kýla á framleiðslu línunnar sem þau
höfðu eytt heilu ári í að hanna.
„Þegar við vorum að byrja með Kron,
þarna 2000-2001, þá eiginlega liggur allt niðri
Þú velur bara
það sem þér
þykir fallegt
Morgunblaðið/Ernir
Hugrún og Magni Voru nýbúin að kynnast þegar þau opnuðu skóbúðina Kron fyrir tíu árum.
Sumar 2010 Mynd úr svokall-
aðri „lookbook“ skólínunnar.
Kronkron fagnar tíu ára afmæli sínu Nýjar
skó-, sokkabuxna- og fatalínur væntanlegar
www.kron.is
www.kronkron.com