Morgunblaðið - 19.07.2010, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ár er liðiðsíðan Al-þingi sam-
þykkti ályktun um
að senda skyldi
beiðni til Brussel
um aðildarvið-
ræður við Evrópu-
sambandið. Látið
var í veðri vaka að
þetta væru þó ekki í raun að-
ildarviðræður, heldur ætti að
sjá „hvað væri í pakkanum“,
eins og það var gjarnan orðað.
Látið var eins og skilyrði fyrir
Evrópusambandsaðild væri
eins og sjónvarpsdagskrá fyr-
ir fjölnota rásir sem menn
þyrftu ekki að horfa á frekar
en þeir vildu. Þess vegna væri
ekkert á móti því að óska eftir
viðræðum um að ganga í Evr-
ópusambandið þótt annar
stjórnarflokkurinn og allir
stjórnarandstöðuflokkarnir
væru hugmyndafræðilega á
móti því. Búrókratarnir í
Brussel hafa ekki ansað þessu
pakkatali enda sjá þeir það
sem hjal ætlað til að blekkja
óvita. Þeir telja sig vera að
tala við ríkisstjórn sem ætli
að koma landi sínu í ESB og
gerir kröfur til að landið fari
strax að laga sig að þeim
veruleika sem í aðild felist.
Það þyrfti ekki að fara í að-
lögunarferli ef Alþingi hefði
eingöngu ákveðið að fá pakka-
gægi í nefnd því enginn vissi
hvað fælist í aðild að ESB!
Þingmönnum stjórn-
arflokkanna hafði verið sagt
að þeir mættu í þessu máli
greiða atkvæði samkvæmt
sannfæringu sinni. En því fór
fjarri að það fyrirheit stæðist,
sem er þó að auki varið af
sjálfri stjórnarskránni. Þing-
maður Vinstri grænna, Ás-
mundur Einar Daðason, sem
jafnframt er formaður Heims-
sýnar, lýsti aðförunum í grein
í Morgunblaðinu
nú um helgina.
Honum þótti þessi
málatilbúnaður
allur merki um
ólýðræðisleg
vinnubrögð og í
„litlum takti við
það aukna þing-
ræði sem báðir
stjórnarflokkarnir hafa talað
fyrir“.
En Ásmundur Einar Daða-
son alþingismaður bendir
einnig á að það sem sagt var
vera aðildarviðræður reynd-
ust í raun aðlögunarviðræður.
Það hafi aukið mjög á and-
stöðuna við ESB-umsóknina,
þegar þetta kom í ljós. Eins
hafi það aðdráttarafl sem
áhugamen um ESB treystu, á
að evran yrði minnkað í réttu
hlutfalli við ógöngur og efa-
semdir um myntina. Þá sé
ekki lengur hægt að mótmæla
því að Icesave-málið sé bein-
tengt ESB-umsókninni. Af
þessum ástæðum m.a. hafi
flokksráðsfundur VG lýst því
yfir að „forsendur umsókn-
arinnar væru brostnar og því
væri mikilvægt að taka málið
til gagngerrar endurskoð-
unar“. Ríkisstjórnin er með
öðrum orðum í aðildarvið-
ræðum (aðlögunar) við ESB,
þrátt fyrir að flokksráðs-
fundur annars ríkisstjórn-
arflokksins hafi lýst því yfir
að forsendur fyrir samþykki
þess flokks séu nú brostnar.
Utanríkisráðherra Íslands
hefur ekki upplýst þjóðina um
hvort hann hafi gert Evrópu-
sambandinu formlega grein
fyrir hinni nýju og alvarlegu
stöðu sem upp er komin í um-
sóknarmálinu. Hafi hann ekki
gert hreint fyrir dyrum rík-
isstjórnarinnar að þessu leyti
er um að ræða alvarlegt brot
ráðherra í starfi hans.
Ásmundur Einar
Daðason, alþingis-
maður VG, segir að
forsendur fyrir
stuðningi við aðild-
arumsókn að ESB
séu brostnar }
Forsendur brostnar
Herjólfur lagðií fyrsta sinn
að bryggju í Land-
eyjahöfn laust fyr-
ir miðnætti sl.
föstudag. Þetta
var prufusigling,
en á morgun verður fyrsta
ferðin farin með farþega og á
miðvikudag hefjast áætl-
unarsiglingar á milli Land-
eyjahafnar og Vestmanna-
eyja.
Þetta er gríðarlegur áfangi í
samgöngusögu Vestmanna-
eyja og þar með landsins alls.
Sumir hafa gengið svo langt
að tala um að með þessu sé
einangrun eyjanna rofin, þó
að gárungarnir muni ef til vill
frekar telja að nú loks verði
einangrun meg-
inlandsins rofin.
En hvernig sem á
þetta er litið er
ljóst að um bylt-
ingu er að ræða
því að siglingin
styttist um rúmar tvær
klukkustundir og verður hér
eftir aðeins rúmur hálftími.
Ferðunum fjölgar úr innan við
tveimur á dag í fjórar til fimm.
Þessi samgöngubylting er
afar ánægjuleg og ekki er síst
ánægjulegt að tekist hafi að
ljúka henni nokkurn veginn á
réttum tíma þrátt fyrir þau
áföll sem dunið hafa yfir þjóð-
ina, en ljóst er að hvorki efna-
hagshrun né eldgos auðveld-
uðu framkvæmdir.
Ekki er fjarri lagi
að einangrun
Vestmannaeyja ljúki
á miðvikudag}
Bylting í samgöngum V
ið rekum upp úr klukkan tíu! var
svarið sem fékkst á dögunum við
spurningu um hvenær sundlaug-
ar í Reykjavík væru opnar. Það
var ekki opið til klukkan tíu, það
var ekki lokað klukkan tíu, nei, það var „rekið
upp úr klukkan tíu.
Í einni sundferðinni setti undirrituð þetta
neikvæða og fautalega svar í samhengi við
önnur neikvæð skilaboð sem gjarnan heyrðust
í skólasundi hér í den; „krakkar, ekki hanga á
línunni!“
Í barnauppeldi er mjög í tísku um þessar
mundir að nota aðeins jákvæð skilaboð. Það á
að segja börnum hvað þau mega og eiga að
gera frekar en að minna þau stöðugt það sem
má ekki. Með því er ætlunin að styrkja sjálfs-
mynd þeirra en brjóta hana ekki niður með sí-
felldum boðum og bönnum. Við síprílandi tæplega tveggja
ára snáða er víst betra að útskýra „við sitjum á stól en
stöndum á gólfinu“ í stað þess að garga „ekki standa uppi
á stólnum“. Reyndar er misjafnt hversu vel þessi já-
kvæðni skilar sér en alltént er það lenska að fara svona að.
Börnin fá meira út úr því að heyra talað um það sem má en
um það sem er bannað.
Út frá svari sundlaugarstarfsmannsins sem vildi reka
upp úr er hægt að vera sammála þessari jákvæðu línu.
Viljum við ekki annars miklu frekar vita hversu lengi er
opið í stað þess að heyra hvenær við verðum rekin upp-
úr … hvenær okkur er hollast að hypja okkur?
Sundlaugarverðirnir í Breiðholtslauginni forðum daga
voru eflaust vænsta fólk en því miður þá er það eina sem
er minnisstætt frá því í skólasundinu þó hin áð-
urnefnda fræga lína sem glumdi svo oft í hátal-
arakerfinu: „ekki hanga á línunni!!!“ Ekki er
vitað til þess að þessi neikvæðu skilaboð hafi
orðið til þess að minnka álag á blessuðum lín-
unum sem skilja áttu að leiksvæðið og sund-
svæðið. Það sorglega er að verðirnir hefðu ef-
laust getað kennt okkur krökkunum sitthvað
um sundlaugar og umgengni við þær, en það
eina sem fengum frá þeim voru þessi fráhrind-
andi boð og bönn um línuna sem ekki mátt
snerta. Líklega hefðu verðirnir náð meiri ár-
angri með því að koma einfaldlega niður úr
turninum og ræða við okkur krakkana. Þá
hefði þessi lína verið gleymd innan fárra mín-
útna. Enda hafði enginn sérstakan áhuga á að
hanga á henni, það voru miklu frekar glymj-
andi skilaboðin í sundlaugarvörðunum sem
komu þeirri hugmynd að. Jákvæð skilaboð eiga ekki bara
við í samskiptum fullorðinna við börn, heldur líka í sam-
skiptum fullorðinna á milli. Flest okkar vilja miklu frekar
vita hvað við megum og getum heldur en það sem við meg-
um ekki og getum ekki.
Sundlaugarstarfsmenn mættu gjarnan tileinka sér
þennan jákvæða hugsunarhátt og útskýra fyrir fólki
hversu lengi er opið – hversu lengi er tekið á móti gestum
– í stað þess að tilkynna hvenær rekið er upp úr lauginni.
Hvernig svo sem farið er að því að útskýra hvenær opið
er þá er það alltént á hreinu að sundlaugargestir eru upp
til hópa fólk sem í gegnum árin hefur ekki hætt að hanga á
línunni. Er ekki kominn tími á nýjar aðferðir?
eyrun@mbl.is
Eyrún
Magnúsdóttir
Pistill
Rekið upp úr klukkan tíu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Fjármagna uppgröft
frekar en viðhald
FRÉTTASKÝRING
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
U
m hundrað milljónum
króna verður varið til
fornleifarannsókna á
þessu ári, en litlum
sem engum fjár-
munum til viðhalds á fornleifum.
Fornleifasjóður ríkisins fjármangar
um fjórðung þessarar rannsókn-
arfjárhæðar en aðrir styrkir koma
t.a.m. frá erlendum samstarfsaðilum
og Alþingi.
Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir,
forstöðumaður Fornleifaverndar rík-
isins, telur fulla þörf á að auka vægi
viðhaldsins. Fornleifar hafi ekki síður
aðdráttarafl fyrir ferðafólk en nátt-
úruperlur séu þær gerðar aðgengi-
legar og áhugaverðar. „Samkvæmt
lögum á ríkið að halda friðlýstum
fornleifum við, en það hefur aldrei
verið veitt neitt ákveðið fjármagni í
slíkar aðgerðir,“ segir Kristín. Magn-
ús Þorkelsson, skólameistari Flens-
borgar sem sat í stjórn Fornleifasjóðs
þar til í vor, er sammála Kristínu um
að þessi þáttur hafi verið vanræktur.
Víða um land er að finna forn-
leifar sem þarfnast lagfæringa við.
Sumstaðar þarf að bæta aðgengi, en á
öðrum stöðum liggja fornleifar jafn-
vel undir skemmdum. Rústirnar af
Stöng í Þjórsárdal þarfnast t.a.m.
lagfæringar við og þá hafa fréttir af
niðurbroti fornleifa við Kolkuós í
Skagafirði vakið athygli. „Í sumum
tilfellum veitir Siglingastofnun fjár-
muni til að afstýra eyðileggingu með
því að styrkja ströndina,“ segir Krist-
ín. Umhverfisstofnun hafi sömuleiðis
veitt fjármuni til lagfæringa á Írska
brunni í þjóðgarði Snæfellsjökuls.
Fornleifavernd, sem ætti að hafa með
þessi mál að gera, hafi hins vegar til
þess enga fjármuni. Full þörf sé því á
fjárveitingu og stefnumörkun sem
m.a. taki á fjölda fornleifa sem við-
haldið væri. Ekki eigi að vera tilvilj-
unum háð hvaða fornleifar njóti við-
halds og hverjar falli.
Kristín telur þetta þó ekki ein-
göngu vera mál mennta- og menn-
ingamálaráðuneytisins, sem Forn-
leifavernd heyrir undir. „Fjárhæðir
eru reglulega veittar úr ráðuneyti
ferðamála til náttúruperla til þess að
bæta aðgengi þar. Íslendingar
gleyma því hins vegar æði oft að það
er líka þörf á fornleifavernd.“ Að
hennar mati væri æskilegt að sjóður
til slíkra verka væri til úthlutunar hjá
Ferðamálastofu sem árlega styrkir
verkefni sem tengd eru vernd náttúr-
unnar.
Sveinn Rúnar Traustason, um-
hverfisstjóri Ferðamálastofu, segist
gjarnan vilja sjá hærri upphæðir fara
í fornleifavernd, en Ferðamálastofa
hefur helst beint aðgerðum sínum við
fornminjar í merkingar, salerni og
stígagerð. „Við höfum hins vegar úr
mjög litlu að spila,“ segir hann. 48
milljónir séu veittar árlega og búið sé
að veita 90 styrki í ár, sem svari til um
500.000 kr. í meðalstyrk. „Þessar
upphæðir nýtast þó vel því þær fara
aðallega í efniskostnað á meðan sjálf-
boðaliðar og félagasamtök sjá að
mestu um vinnuna.“
Færri framkvæmdir nú
Veitt hefur verið leyfi til forn-
leifarannsókna á 28 stöðum á landinu
það sem af er þessu ári og eru það
umtalsvert færri leyfi en veitt voru
árin á undan, er ríflega 50 leyfi voru
veitt. „Rannsóknarbeiðnum kann
vissulega enn að fjölga, en þær verða
aldrei 50,“ segir Kristín Huld. Sam-
dráttinn nú má að stórum hlut reka til
þess að dregið hefur úr fram-
kvæmdum. „Í ár er mest um rann-
sóknarverkefni fornleifafræðinga, en
mjög lítið er um leyfi til uppgraftar í
tengslum við framkvæmdir sem
framkvæmdaaðilar þurfa sjálfir að
borga fyrir.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Vandaverk Viðhald fornminja er ekki síður mikilvægt en uppgröfturinn.
„Veikleikinn í fornleifakerfinu er
sá að það er auðvelt að fá pen-
inga til að byrja rannsókn, en
þegar rannsókn fer að teygjast
á langinn er lítill skilningur á
því. Það er því til mikið af hálf-
kláruðum rannsóknum,“ segir
Magnús sem sat í stjórn Forn-
leifasjóðs þar til í vor. Fornleifa-
sjóður hafi styrkt fjölda verk-
efna á lokastigum, en auðvelt
hefði verið að styrkja mun fleiri.
Umsóknir hafi enda jafnan
hljóðað upp á þrisvar sinnum
hærri upphæð en sjóðurinn
hafði úr að spila.
Erfitt að ljúka
rannsóknum
FORNLEIFASJÓÐUR
Morgunblaðið/Golli
Fornleifar Uppgröftur getur verið
tímafrek þolinmæðisvinna.