Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 ✝ Elsku dóttir okkar og systir, ÁSTRÍÐUR TÓMASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 21. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Unicef á Íslandi eða aðrar hjálparstofnanir njóta þess. Ásta Svavarsdóttir, Tómas R. Einarsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Ása Bergný Tómasdóttir. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ FINNSDÓTTIR, frá Hrauni, Ingjaldssandi, áður til heimilis að Skólavegi 5, Hnífsdal, er lést föstudaginn 9. júlí, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00. Guðrún Þórðardóttir, Friðrik Antonsson, Guðný Sigríður Þórðardóttir, Jens Kristmannsson, Guðmundur Gunnar Þórðarson, Erna Jónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur sonur, bróðir og barnabarn, STEFÁN H. SKÚLASON, Hólmasundi 2, lést að morgni mánudagsins 12. júlí á Landspítala, Fossvogi. Útför verður gerð frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, mánudaginn 19. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Katrín Árnadóttir, Páll E. Winkel, Guðný Kristín Winkel, Katrín Pála Winkel, Guðný Sigurðardóttir, Árni Hreiðar Þorsteinsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, GÍSLA BESSASONAR, frá Kýrholti, Skagafirði, til heimilis að Kjarnalundi, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kjarnalundar fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Bessi Gíslason, Una Þóra Steinþórsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Jóhannes Mikaelsson, Elínborg Gísladóttir, Hörður Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Anna VilhelmínaAxelsdóttir, var fædd hinn 24. ágúst 1918 á Akureyri. Hún andaðist á sjúkrahús- inu á Hvammstanga hinn 11. júlí 2010. Foreldrar hennar voru Axel W. Vil- helmsson, f. 21. febr- úar 1890, d. 31. mars 1927, og Margrét Karlsdóttir, f. 20. apr- íl 1893, d. 25. ágúst 1991. Systkini Önnu voru: Karl Axelsson, f. 1920, d. 1943, Páll Axelsson, f. 1922, d. 1998, Sigurgeir Axelsson, f. 1926, d. 2001. Hálfbræður sam- mæðra Grettir Björnsson, f. 1931, d. 2005, faðir hans var Björn Jóns- son. Árni Arinbjarnarson, f. 1934, faðir hans var Arinbjörn Árnason, síðari maður Margrétar. Anna gift- ist Sigurgeiri Karlssyni á Bjargi hinn 24. ágúst 1940. Foreldrar hans voru Karl Ásgeir Sigurgeirsson, bóndi á Bjargi, og Ingibjörg Jó- hannesdóttir kona hans. Börn Önnu og Sigurgeirs eru: 1) Karl Ásgeir, f. 1943, maki Anne Mary Pálmadóttir, synir þeirra eru Geir og Valur. 2) Axel, f. varð það hennar markmið að ann- ast heimili þeirra og koma börnum þeirra til manns. Einnig vann hún að búrekstri þeirra hjóna. Þar ann- aðist hún um tendaföður sinn og afa, Karl, af mikilli alúð, en hann dó á heimili þeirra 1958, þá tæpra 95 ára að aldri. Þau ráku fyrst fé- lagsbú með bróður Sigurgeirs, Páli og konu hans Guðnýju, en þau höfðu fáum árum áður stofnað ný- býlið Ytra-Bjarg. Mikil samstaða var meðal fjölskyldna bræðranna og söngur og gestagangur mikill. Bjargsbúin voru síðan aðskilin laust fyrir 1960. Anna var fé- lagslynd, hafði yndi af tónlist, spil- aði á píanó og söng ásamt manni sínum í kirkjukór sveitarinnar. Hún starfaði í kvenfélagi sveit- arinnar og var um tíma í stjórn Kvennabandsins. Eftir lát Sig- urgeirs árið 1976 leitaði hún leiða með atvinnu, enda hafði Axel sonur þeirra þá tekið við búrekstri á Bjargi fyrir nokkrum árum. Hún stofnaði heimili í Fífusundi 9 á Hvammstanga, en vildi samt fara víðar. Hún vann eitt sumar á norsk- um búgarði, gerðist ráðskona í sveit í Fljótshlíðinni. Síðar stundaði hún vinnu á Hvammstanga, m.a. á Saumastofunni Drífu, einnig kenndi hún um tíma við Tónlistar- skóla V-Hún. hjá Elinborgu, dóttur sinni. Útför Önnu verður frá Hvamms- tangakirkju mánudaginn 19. júlí 2010 kl.14, en húskveðja á Bjargi kl. 10 þann morgun. 1949, bóndi á Bjargi. 3) Elinborg Sig- urgeirsdóttir, f. 1951. Maki hennar var Egill Gunnlaugsson sem er látinn. Börn hennar eru Daníel Geir Sig- urðsson og Vigdís Gígja Ingimund- ardóttir. 4) Ar- inbjörn, f. 1956. Maki hans er Lára Davíðs- dóttir, sonur þeirra er Sigurgeir, en fyrir átti Lára dæturnar Katrínu og Sigríði. Barnabörn Önnu eru átta og eitt langalangömmubarn. Anna átti fyrst heimili á Akureyri, en þegar faðir hennar lést frá fjórum ungum börnum flutti móðir hennar sig til fjölskyldunnar á Bjargi. Anna var þó ung heimilisföst á Akureyri hjá ömmu sinni í föðurætt, Önnu Sig- urðardóttur, þótt hennar annað heimili væri á Bjargi. Lauk hún prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyr- ar. Ung að árum vann Anna víða sem vinnustúlka, fyrst 14 ára í Hrísey en bjó einnig hjá móður sinni og fósturföður á ýmsum stöð- um í Reykjavík og víðar. Hún stofn- aði heimili með bónda sínum og Andlát mömmu þurfti ekki að koma mér á óvart, þar sem líf hennar var orðið mjög langt og andleg heilsa látið undan um ára- bil. Þó kemur dauðinn oftast á óvart og brýst inn í dagleg umsvif fólks og hugsanir þess. Mamma var alla tíð bundin Bjargi frá bernskuárum. Hún missti föður sinn aðeins 8-9 ára, elst fjögurra systkina. Foreldrar hennar, Margrét Karlsdóttir og Axel Vilhelmsson, bjuggu þá á Ak- ureyri. Á bernsku- og unglings- árum sínum var mamma langdvöl- um hjá móðurfólki sínu á Bjargi. Vetrarvist hennar var þó á Ak- ureyri, og þá oft hjá föðurömmu sinni, Önnu Sigurðardóttur, sem hún hélt mikið upp á. Lauk hún þar skólagöngu í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Ævintýranlegar voru frásagnir af ferðalögum milli Bjargs og Ak- ureyrar, oftast með strandferða- skipum. Mamma var víða í vist sem ung stúlka, m.a. á Skútustöð- um í Mývatnssveit og í Hrísey. Ung bjó hún svo í Reykjavík og víðar, þegar móðir hennar giftist Arinbirni Árnasyni frá Neðri-Fitj- um í Víðidal. Um tíma nam hún pí- anóleik hjá Franz Mixa og bjó hún alla tíð að því námi, þótt hún ætti ekki slíkt hljóðfæri í áratugi. Pabbi og mamma giftu sig um 1940, hann þá 33 ára og hún 23 ára. Mikill skyldleiki var með þeim, en hann var móðurbróðir hennar. Til þess að ráðhagurinn gæti gengið þurfti til leyfi yfir- valda, sem á þeim tíma var danski konungurinn, það gekk eftir. Þau byggðu sér vandað íbúðarhús árið 1951. Þar bauðst sveitungunum m.a. að halda þorrablót í um 10 ár, með tilheyrandi tilstandi. Bæði voru þau sönghneigð og sungu um árabil á Melstað og í Staðarbakka- kirkju, sóknarkirkju Bjargs. Mamma hugsaði mjög um hag fjöl- skyldunnar og bjuggu börn úr hin- um stóra ættboga oft á Bjargi, bæði sem sumarbörn eða í annan tíma. Synir okkar Anne voru þar í hópi, þeim til mikils þroska. Pabbi var mikill atorkumaður, búfræðimenntaður frá Hvanneyri og hafði ásamt Páli bróður sínum byggt jörðina góðum húsakosti og ræktun. Mikill og góður samgang- ur var milli heimila bræðranna og samverustundir reglulegar um stórhátíðir. Þegar heilsa pabba fór að bila, um 60 ára aldurinn, ann- aðist mamma hann af mikilli natni og ósérhlífni. Sjúkrahúsvist varð þó óhjákvæmileg með hléum. Þau festu í tvígang kaup á íbúð í Reykjavík og þar bjó mamma pabba og fleirum í fjölskyldunni gott athvarf. Þar var tíðum gest- kvæmt og setið og skrafað um heima og geima. Pabbi lést langt um aldur fram, aðeins 68 ára. Eftir andlát pabba reyndi mamma margt fyrir sér, réðst m.a. til vinnumennsku á há- skólabúgarð í Þrændalögum í Noregi, gerðist ráðskona í Fljóts- hlíðinni, stundaði vinnu í sauma- stofunni Drífu á Hvammstanga og vann ýmis tilfallandi verk. Hún keypti árið 1979 raðhús í byggingu í Fífusundi 9 á Hvammstanga og átti þar heimili síðan. Hún var mjög jafnlynd og oftast glaðvær, henni þótti vænt um fólk og naut starfsfólk sjúkrahússins þess við- móts. Að leiðarlokum bið ég góðan Guð að taka við barni sínu og búa henni skjól um ókomna tíð í hásöl- um sínum. Innilegar þakkir frá fjölskyldu minni og systkinum fyr- ir gengin spor. Karl Sigurgeirsson. Elsku mamma. Ég vil hér í örfá- um orðum þakka þér fyrir liðna tíð. Þú varst börnum mínum mikil fyrirmyndaramma og annaðist þau af alúð og þau meta það mjög mikið. Tónlistarnám mitt á ég þér að þakka og ég man alltaf þegar Sigurgeir bróðir þinn keypti píanó og kom með erlendis frá en hann vann þá sem vélstjóri á Trölla- fossi. Með þessu hljóðfæri hófst tónlistarnám mitt á unga aldri og þú kenndir mér fyrstu tónana. Lagið var „Nú tjaldar foldin fríða“. Sjálf varstu í tónlistarnámi á yngri árum, og hér í Tónlistar- skóla Vestur-Húnavatnssýslu laukst þú þriðja stigi í píanóleik á fullorðins árum. Síðar leiðbeindir þú ungum nemendum við skólann. Tónlistin var þér mjög hugleikin alla tíð og snerti þig djúpt. Margar minningar vakna við þessi skrif. Ein af þeim er eftirfar- andi: Ég var í farskóla og átti að fara með prófskrift sem þú hafðir umsjón með. Á meðan þú varst að mjólka kýrnar átti ég að æfa skriftina og það voru margar ferð- ir sem ég þurfti að fara milli bæjar og fjóss áður en skriftin var orðin nógu góð. Þetta lýsir vandvirkni þinni í öllu uppeldinu og viðhorfi til lífsins. Alla ævi hefur þú gefið mér það besta sem þér var unnt hverju sinni, og það verður mitt leiðarljós það sem eftir er lífs- göngu minnar. Megi Guð vernda minningu þína. Þín dóttir, Elinborg Sigurgeirsdóttir frá Bjargi. Okkur bræðurna langar til að minnast okkar kæru ömmu, Önnu Axelsdóttur, við fráfall hennar eftir langa og farsæla ævi. Með henni er horfinn einn af hornstein- unum í lífi okkar og minningar streyma fram. Við minnumst Önnu ömmu á ýmsum stigum í líf- inu en kannski mest frá þeim tíma sem hún stýrði reisulegu búi sínu á Bjargi í Miðfirði ásamt afa. Þarna vorum við bræðurnir öll sumur frá því snemma vors og fram að skóla á haustin og vildum þar helst vera. Þarna undum við vel við leik og störf, vorum hluti af stórfjölskyldunni, áttum okkar eigin dýr á bænum og vorum stolt- ir litlir bændur á Bjargi. Alla tíð höfum við litið á Bjarg sem okkar annað heimili og höfum haft sterk- ar taugar þangað. Í minningunni var alltaf fullt af fólki á Bjargi, fjöldi sumarbarna og ættmenna í lengri eða skemmri tíma. Amma var alltaf að, hún var fyrst á fætur á morgnana, vakti okkur með tilbúinn morgunmatinn og ýtti á eftir að fólk færi að koma sér að verki því ávallt var nóg að gera í sveitinni. Fólk kom svo til dekkaðs borðs í hádegi, kaffi og kvöldmat og alltaf var um heima- lagaðan mat að ræða sem við í dag vitum að tekur tíma og krefst mik- ils skipulags þegar um stórt heim- ili er að ræða. Að auki voru þvott- ar og þrif sem fylgdu öllu þessu fólki. Einnig tók hún gjarnan þátt í útistörfum þegar einhver tími gafst á milli. Oftast var hún svo seinust í rúm að kvöldi. Hún var nýtin á mat og ýmislegt sem til féll á bænum og gat gert eitthvað gott og nýtilegt úr öllum hlutum. Við hugsum oft til þess hvernig hún gat sinnt öllum þessum störf- um að því er virtist svo áreynslu- laust. Við minnumst hennar sem glaðlyndrar konu sem aldrei skipti skapi þrátt fyrir að hún gæti verið ákveðin og jafnvel ýtin og vildi láta hlutina ganga, þá gerði hún það með jákvæðum, uppbyggileg- um hætti og menn fengu hrós fyrir að verki loknu. Þarna í sveitinni lærðum við bræðurnir að vinna strax frá unga aldri, hjálpa til við bústörfin, höfð- um hlutverk sem skipti máli og tekið var eftir og hefur þessi vera okkar í sveitinni gefið okkur ómet- anlegan grunn fyrir lífið. En í sveitinni var ekki bara vinna, heldur sambland leikja og starfa. Amma passaði vel upp á okkur krakkana og við fengum góðan tíma til að leika okkur, fara á hest- bak, veiða, tína ber og slíkt. Við voru kallaðir inn tímanlega til að við fengjum næga hvíld, mat og svefn og hafði hún þá gjarnan tíma til að lesa fyrir okkur, segja sögur eða kenna okkur eitthvað nýtilegt. Amma var barngóð og vildi gjarnan hafa börn í kringum sig og góður uppalandi fyrir fleiri en sín börn. Hún fylgdist síðar með okkur og fjölskyldum okkar af áhuga svo lengi sem hún gat. Amma var heilsuhraust og sterk alla sína ævi þrátt fyrir að sein- ustu árin hafi hún átt við heilabil- un að stríða og búið á Sjúkrahús- inu við gott atlæti þar og á starfsfólkið þakkir skildar. Með þessum orðum kveðjum við þig, kæra amma, hafðu þökk fyrir langa og farsæla samveru sem hefur gefið okkur bræðrum mikið og gott veganesti út í lífið. Hvíl í friði. Geir Karlsson og Valur Karlsson. Elsku amma mín, ég mun seint gleyma þeim sumardögum sem ég átti fyrir norðan, á Hvammstanga, með þér. Það var aldrei dauð stund hjá okkur. Ég man þegar við vorum að labba ströndina að finna steina sem við gætum pússað upp í steinatromlunni þinni. Eða þegar við vorum að spila rommý, ég held að ég hafi aldrei náð að vinna þig, grunar að það hafi verið einhver brögð í tafli. Ég man líka þegar þú varst að kenna mér að spila á pí- anó, við spiluðum mikið saman. Þú varst alltaf rosalega góð við mig. Ég man þegar ég var að fermast þá kom ég norður til þín og þú baðst mig um að spila fyrir þig lag á píanóið. Eftir ég spilaði fyrir þig hvíslaðir þú að mér að þú ætlaðir að gefa mér píanóið þitt í fermingargjöf en ég yrði að lofa þér að ég myndi ekki hætta að spila. Þetta er ein besta gjöf sem ég hef fengið og held ég rosalega upp á það. Ég vil líka þakka þér fyrir þau gildi sem þú kenndir mér þegar ég Anna Vilhelmína Axelsdóttir SJÁ SÍÐU 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.