Morgunblaðið - 19.07.2010, Qupperneq 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Garðar
Túnþökusala
Oddsteins
Lóðaþökur
Fótboltaþökur
Golfvallargras
Holtagróður
Steini, s. 663 6666
Kolla, s. 663 7666
visa/euro
Þvottasnúrur
Alvöru íslenskar þvottasnúrur með
öllu, sem þola íslenskt veður. VIG
Vélsmiðja, www.vig.is, vig@vig.is.
S. 486 1810.
Gisting
Stúdíóíbúðir og hús til leigu á
Akureyri
Við erum staðsett miðsvæðis í
bænum. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn.
Frítt Internetsamband. Frekari
upplýsingar á www.saeluhus.is eða í
síma 618 2800.
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s: 897- 5300.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu sumarhús
85 fm, milliloft 55fm. Ás. verð 12,5m.
Tilbúið til flutnings (seljandi tekur
þátt í kostn.) . Upplýsingar í síma
868 3002. haffihar@simnet.is og
hafgolan@gmail.com til að fá nánari
upplýsingar og myndir.
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
www.verslun.is
Pöntunarsími: 5351300
VERSLUNARTÆKNI
Sorptunnur
Íslenskur útifáni
Stór 108x150 cm. 3.982 kr.
Krambúðin, Skólavörðustíg 42,
Strax Laugarvatni,
Strax Mývatni,
Strax Seyðisfirði,
Strax Flúðum,
Úrval Selfossi,
Úrval Egilsstöðum,
Hyrnan Borgarnesi,
Strax Búðardal.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Ýmislegt
...þegar þú vilt þægindi
Kr. 6.500,-
Dömu sandalar með frönskum
rennilás. Litir: Ljósblátt, dökkblátt.
Stærðir 36-42.
Bonito ehf. Praxis
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sími: 568 2878
Opnunartimi: mánud- föstudag
kl. 11.00 - 17.00
www.praxis.is
ALVEG SPLÚNKUNÝTT
Teg. FABRICIA - glæsilegur push
up í BCD skálum á kr. 7.680,-
teg. FABRICIA - fyrir stærri barminn
í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
Lokað á laugardögum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
- vertu vinur
Vandaðir götuskór úr leðri.
Teg: 107 Litir: svart og rautt
Stærðir: 37 - 42. Verð: 14.685.-
Teg: 2721 Litir: svart og brúnt
Stærðir: 37 - 42. Verð: 14.685.-
Teg: 18K. Verð: 13.950.-
Teg: 5011 Stærðir: 37 - 42
Verð: 13.950.-
Sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18.
Lokað á laugardögum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bátar
Til sölu nýr slöngubátur 3,60
Verð aðeins 180.000.
Upplýsingar í síma 866-6610.
H-Berg ehf.
Suðurholt 3
220 Hafnarfirði
Bílar
Bón & þvottur
Vatnagörðum 16, sími 445-9090
Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum
að innan alla bíla, eins sendibíla,
húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum
við matt lakk svo það verði sem nýtt.
Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott.
Öll vinna er handunnin. Opnum kl.
9.00 virka daga og 10.00 laugardaga.
Bonogtvottur.is
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i. Bifhjólakennsla.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Fellihýsi
Fellihýsi til sölu
Palomino 4103 10f m/fortjaldi,
sólarsellu og fl. Vel með farið, tilbúið
í ferðalagið, ekkert áhv. Verð 1900
þús. stgr. Uppl. í s. 698 6309.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
lét hann engan bilbug á sér finna og
sneri sér að nýjum og verðugum
verkefnum. Á yngri árum stundaði
Sigurður handknattleik með Vík-
ingi. Sú íþrótt átti vel við hann.
Hraði, átök, útsjónarsemi. Þótti
Sigurður kappsfullur en drengileg-
ur íþróttamaður sem hafði liðið sitt
í fyrirrúmi. Hann valdist því til for-
ystu þegar handknattleiksskórnir
fóru á hilluna. Um skeið var hann
formaður handknattleiksdeildar
Víkings og vann af alefli að gera
veg félagsins sem mestan.
Árið 1974 var Sigurður kjörinn
formaður Handknattleikssambands
Íslands. Það hefur aldrei verið auð-
velt hlutverk að gegna formennsku
í HSÍ. Þar hafa alla tíð verið gerðar
miklar kröfur – þjóðin vill árangur.
Horft var til mannsins í brúnni. Á
honum, öðrum fremur, hvíldi
ábyrgðin að staðið væri undir kröf-
unum. Þegar Sigurður tók við for-
mennskunni urðu þáttaskil. Menn
sáu að íslenskt íþróttafólk ætti enga
möguleika á alþjóðlegum vettvangi
nema gjörbreyta um stefnu í
afreksíþróttum. Eitt fyrsta verk
stjórnar Sigurðar var að takast á
við það. Nýjar leiðir farnar í fjár-
öflun og allt lagt undir. Aldrei var
spurt um tíma eða fyrirhöfn. Árang-
urinn var það sem skipti máli. Í
landsliðsmálum voru einnig farnar
nýjar leiðir. Ráðist var í það stór-
virki að fá erlendan landsliðsþjálf-
ara. Á þeim tíma voru bestu þjálf-
arar heims í Austur-Evrópu. Meðal
þeirra var Pólverjinn Janus Cerw-
insky. Og Sigurður Jónsson lét það
ekki aftra að fara þurfti yfir heilt
járntjald. Með Cerwinsky komu ný-
ir straumar og ný hugsun inn í ís-
lenskan handknattleik. Árangurinn
blasti við en á ögurstundu gripu
hins vegar pólsk yfirvöld í taumana
og afturkölluðu leyfi hans. Þótt ár-
angurinn sæist ekki strax er ekkert
efamál að með framtaki Sigurðar og
hans manna var sáð því fræi sem sá
gróður hefur vaxið af að íslenskur
handknattleikur er nú í allra
fremstu röð. Ekkert er íþrótta-
hreyfingunni dýrmætara en dug-
miklir forystumenn. Þegar sigrum
er fagnað gleymast þessir menn
stundum. Samt eru þeir kyndilber-
ar árangursins. Sigurður Jónsson
var einn þeirra. Maður sem lagði
mikið fram og náði árangri en
krafðist einskis sjálfur.
Þegar Sigurður Jónsson er
kvaddur þakkar handknattleiks-
hreyfingin á Íslandi öll hans góðu
störf. Þau spor sem hann markaði
af djörfung og stórhug hafa reynst
íþróttinni heilladrjúg. Og að leið-
arlokum eru fjölskyldu Sigurðar og
öllum vandamönnum sendar inni-
legar samúðarkveðjur. Hjá þeim og
öðru samferðafólki mun minningin
um góðan dreng og mætan foringja
lifa. Guð blessi þá minningu.
Handknattleikssamband
Íslands, Knútur G. Hauksson
formaður.
Formannafélag HSÍ,
Júlíus Hafstein.
Sigurður, vinur minn og fyrrum
félagi, er allur. Fyrri hluta árs 1961,
er ég starfaði á stórri verkfræði-
stofu í München, fékk ég boð um
starf sem verklegur framkvæmda-
stjóri Byggingarfélagsins Brúar hf.
Ég þekkti lítið til fyrirtækisins eða
eigenda þess, en kannaðist við nafn
fjármálalegs framkvæmdastjóra. Í
þeim stóli sat Sigurður Jónsson, en
við höfðum á skólaárunum marga
hildi háð í handbolta í Hálogalandi,
hvor með sínu félagsliði. Var það
ekki síst vegna þessarar viðkynn-
ingar við Sigurð að ég þáði boðið og
flutti heim til Íslands ásamt fjöl-
skyldu minni. Þau 4-5 ár sem við
Sigurður börðumst saman vonlítilli
baráttu við að halda deyjandi fyr-
irtæki á floti, tókst með okkur ein-
læg og traust vinátta, sem aldrei
bar skugga á. Síðar átti ég sem
framkvæmdastjóri Framkvæmda-
nefndar byggingaráætlunar þátt í
að byggingarfélagið Breiðholt hf
var stofnað, en Breiðholt hf var að-
alverktaki við sex af sjö bygging-
aráföngum framkvæmdanefndar-
innar. Stofnendur voru Guðmundur
Einarsson verkfræðingur og þeir
félagarnir Páll Friðriksson húsa-
smíðameistari og Björn Emilsson
byggingafræðingur. Sigurður var
fljótlega ráðinn framkvæmdastjóri
Breiðholts hf og varð meðeigandi.
Gott samstarf var alltaf með okk-
ur Sigurði þótt við værum sinn
hvorum megin borðsins. Í samvinnu
okkar hjá Brú hf vakti það strax at-
hygli mína og mikla aðdáun hve
reikningsglöggur hann var sem og
stálminni hans á allt verð og verð-
breytingar. Hann var oft snöggur
að hugsa og framkvæma. Mér er
minnisstæð fyrirvaralaus ferð okkar
með eiginkonunum til Glasgow til
að horfa á Þórólf Beck leika knatt-
spyrnu.
Sigurður var mjög vel liðinn og
ekki síst hjá samkeppnisaðilum í
verktakastéttinni og naut hann
óskoraðs trausts þeirra. Kom það
sér oft vel og létti okkur starfið. Við
Sigurður störfuðum einnig saman í
nokkur ár í stjórn Handknattleiks-
sambands Íslands, þar sem hann
var formaður. Hann var félagslynd-
ur og átti gott með að fá menn til að
vinna saman og skipta verkefnum á
milli manna. Hann var ekki fyrir
það að trana sér fram. Í stjórnartíð
hans voru öll samskipti HSÍ við
IHF (nú EHF) og nágrannaþjóð-
irnar endurskipulögð og samskipti
bætt og aukin. Sigurður átti góðan
lífsförunaut þar sem Rakel var og
börn þeirra og barnabörn voru jafn-
an fremst í forgangsröðinni. Ég
votta Rakel og börnum þeirra hjóna
innilega samúð mína.
Gunnar Torfason.
HINSTA KVEÐJA
Í dag er borinn til grafar einn
okkar tryggu og öflugu félaga,
jafnaðarmaðurinn Sigurður
Jónsson. Við vorum saman fé-
lagar í Alþýðuflokknum og þeg-
ar Samfylkingin var stofnuð
gekk Sigurður til liðs við hana
og var félagi þar framundir það
síðasta. Ég vill þakka honum þá
samfylgd, þakka honum fyrir
hönd Samfylkingarinnar ára-
tuga framlag hans til baráttu
íslenskra jafnaðarmanna fyrir
réttlátara og betra samfélagi.
Eftirlifandi eiginkonu og af-
komendum sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jóhanna Sigurðardóttir,
formaður
Samfylkingarinnar.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Svein Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.