Morgunblaðið - 24.07.2010, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 4. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 171. tölublað 98. árgangur
TVÍBURAR
MÆTAST Í
BOLTANUM
ÍSLENSKUR
HERMAÐUR OG
BORGARLOFTIÐ
ÁLFASÖGUR Á
ÁLFASLÓÐUM Í
HAFNARFIRÐI
SUNNUDAGSMOGGINN ÁLFAGANGA 10FH TEKUR Á MÓTI HAUKUM ÍÞRÓTTIR
Fari mörg ágreiningsmál skuldara
og lánveitenda um gengistryggð lán
fyrir dómstóla gæti úrlausn þeirra
orðið „heilmikill frumskógur“ og
ójafnræði skapast meðal skuldara að
mati fjármálaráðherra.
„Sú staða gæti komið upp að fólk
sem kom inn af götunni í nákvæm-
lega sama tilgangi til að taka lán,
annaðhvort til bílakaupa eða hús-
næðiskaupa og var svipað sett gagn-
vart sínum lánveitanda, fengi samt
mismunandi niðurstöður út úr
Gengislánin „frumskógur“
Fjármálaráðherra segir gengislánadóma geta skapað ójafnræði meðal skuldara
Engar ákvarðanir teknar á fundi ríkisstjórnar með FME og Seðlabanka í gær
komst að þeirri niðurstöðu að geng-
istryggt bílalán skuli bera lægstu
óverðtryggðu vexti Seðlabanka en
ekki samningsvexti eins og skuldar-
inn gerði kröfu um.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra telur niðurstöðu dómsins
vera „á margan hátt rökrétta“ en að
ríkisstjórninni beri að skoða efna-
hagsleg áhrif dómsins í heild.
„Ég held að öllum þætti best ef
þessi mál gætu bara fengið farsæla
niðurstöðu án þess að um inngrip
væri að ræða. En stjórnvöld verða
auðvitað að taka ábyrgt á þessu og
horfa á hvað í húfi er og gæta fyrst
og fremst almannahagsmuna,“ segir
Steingrímur.
Alls eru 880 milljarðar króna af
gengistryggðum lánum á bókum ís-
lenskra banka. Af þeim lánum hvíla
110 milljarðar króna á einstaklingum
í formi bíla- og húsnæðislána.
dómi,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra í samtali við
Morgunblaðið að loknum fundi ríkis-
stjórnar með Seðlabanka og FME í
gær.
Engar ákvarðanir voru teknar á
fundinum. Steingrímur kveðst ekki
telja rétt að svara því hvort til greina
komi að setja lög um vexti gengis-
lána en segir að ekki standi til að
kalla saman Alþingi vegna dóms sem
féll í máli Lýsingar gegn skuldara í
gær. Héraðsdómur Reykjavíkur MGengislánin »2, 6 og 18
Margir sólardagar hafa einkennt höfuðborgar-
svæðið að undanförnu, en í gær fengu gestir og
gangandi að finna fyrir því að þessi landshluti er
sem betur fer ekki laus við úrkomu. Veðurstofan
hafði reyndar spáð suðlægri og breytilegri átt
með rigningu sunnanlands og því voru sumir við-
búnir hinu versta, hvort sem þeim líkaði það bet-
ur eða verr, en hafa ber í huga að rigning í hófi
er góð, jafnt fyrir menn sem gróður.
Morgunblaðið/Ómar
Við öllu búinn í úrkomusömu veðri
Mikil fjölgun auglýsinga á stöðum
bæjar- og sveitarstjóra er vísbending
um að kjörnir fulltrúar ætli að láta
meira á sér bera út á við við stjórnun
sveitarfélaganna,
en eftirláti rekstr-
arfólki að sinna
fjármálum og öðr-
um hagnýtum
hlutum í tengslum
við starfið. Þetta
er mat Halldórs
Halldórssonar, formanns Sambands
íslenskra sveitarfélaga og fv. bæjar-
stjóra á Ísafirði.
Staða bæjar- og sveitarstjóra virðist
eftirsóttasta starfið um þessar mund-
ir, ef marka má fjölda umsækjenda.
Alls hafa 477 umsóknir borist um þau
störf sem auglýst hafa verið og allt á
sjötta tug umsækjenda verið um
hverja auglýsta stöðu. Þrátt fyrir
mikinn fjölda umsækjenda virðist
ekki alltaf duga til að auglýsa, t.d. var
öllum umsækjendum um sveitar-
stjórastarfið í Fjarðabyggð hafnað.
»8 og 20
Ætla að láta meira á
sér bera við stjórnun
477
Umsóknir um
þrettán stöður
bæjarstjóra
unum vegna loftgæðamála í hverfinu
en astmi hrjáir tvö af þremur barna
hennar. Börnin, sem eru þriggja og
fimm ára, þurfa bæði á pústi og stera-
lyfjum að halda til að halda astman-
um niðri eftir slæma mengunardaga.
Leikskólar hverfisins innan við
200 metra frá stofnbrautum
„Astminn er ofnæmissjúkdómur
sem virkar þannig að þegar erting er
frá umhverfinu bregst líkaminn við á
ýktan hátt. Það er misjafnt eftir ein-
staklingum hvernig, en í okkar tilfelli
er það þannig að lungun í Karli Orra
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Fimm ára drengur í Hlíðunum kastar
upp dagana eftir að svifryksgildi í
borginni hafa mælst sérlega há. Upp-
köstin orsakast af ofnæmisvið-
brögðum í lungum en drengurinn er
astmaveikur.
Í ítarlegri umfjöllun um meng-
unarmál í borginni í Sunnudagsmogg-
anum í dag er meðal annars rætt við
Steinunni Þórhallsdóttur, formann
íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norður-
mýrar. Steinunn varð virk í samtök-
fara að framleiða mikið slím,“ segir
Steinunn.
„Á morgnana eftir vonda meng-
unardaga á hann til að kasta upp
slíminu því það safnast fyrir þegar
hann liggur út af. Þegar hann vaknar
heyrir maður að hann fær hóstakast
og svo þarf hann bara að hlaupa inn á
klósett og gubba.“
Þetta gerðist þrisvar eða fjórum
sinnum síðasta vetur en í hvert sinn
varir ástandið í nokkra daga, þar sem
drengurinn kastar upp bæði heima og
í leikskólanum.
Steinunn nefnir einnig að allir leik-
skólar hverfisins séu innan við 200
metra frá stofnbrautum. Í einum
þeirra, Stakkahlíð, sem er staðsettur
í kverkinni við Kringlumýrarbraut og
Miklubraut, sé börnum reglulega
bannað að fara út vegna mengunar-
innar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölskyldan F.v. Steinn Kári, Breki Karlsson, Karl Orri, Bríet og Steinunn.
Karl Orri og Bríet þurfa bæði á lyfjum að halda eftir slæma mengunardaga.
Kastar upp vegna
ertingar frá mengun
Slökkviliðsstjóri
Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins
óskaði í gær eftir
því að allir starfs-
menn tækju við
boðtækjum
slökkviliðsins. Því
hafnaði Lands-
samband slökkvi-
liðs- og sjúkra-
flutningamanna
og vísaði málinu til kjararáðs sem
ákvað að boða til verkfalls.
Við upphaf átta klukkustunda
verkfalls slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna skiluðu þeir farsímum
sem slökkviliðið notar til að kalla út
aukamannskap þegar stærri atburð-
ir verða. Jafnframt lýstu þeir því yfir
að þeir myndu ekki taka við tækj-
unum aftur fyrr en samningar næð-
ust.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs-
stjóri segir að reynt verði að boða
menn á annan hátt, með því að
hringja í heimasíma og leita aðstoðar
fjölmiðla, en það taki of langan tíma.
»4
Neita að taka aftur
við boðtækjunum
Mótmæli Verk-
fall hófst í gær.