Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 MENNTAMÁL S a m fél a gsleg t átak þarf til að hvetja frekar til yndis lesturs. Þetta segir Guðmundur Engilbertsson, lektor við háskólann á Akureyri og sérfræðingur á Miðstöð skóla- þróunar, í tilefni af nýrri fjöl- þjóðlegri könnun um lestrar- venjur. Þar kemur meðal annars fram að íslenskir kennarar eru þeirrar skoðunar að þeir sjálfir og foreldrar beri langmesta ábyrgð á því að hvetja grunnskóla nemendur til að lesa sér til ánægju. Í hinum löndunum sem könnunin tekur til, Tyrklandi, Spáni og Englandi, er hins vegar umtals- vert meiri áhersla á að systkinum, fjölmiðlum, vinum og bekkjar- félögum beri að hvetja til slíks. „Í hinum löndunum koma fleiri að, svo sem fjölmiðlar, vinir og aðrir fjölskyldumeðlimir,“ segir Guðmundur. „Þar eru fleiri sem leggjast á árar, þó að skólinn gegni enn lykilhlutverki. Ég veit að mun meiri áhersla er lögð á þetta í grunnskólum hér að undanförnu þar sem meiri áhersla hefur verið lögð á yndislestur. Ef skólarnir fá fleiri með sér mun þetta hafast með tímanum. Við Íslendingar viljum enda vera bókmenntaþjóð og efla læsi.“ Guðmundur segir mikilvægt að almenningur átti sig á því hvað lestur getur verið gefandi. „Það er svo margt annað sem fæst með lestrinum en bara að lesa og verða fær lesari. Við fáum lífs fyllingu og ánægju sem gerir okkur stærri í öllu samhengi. Við lærum um heiminn og verðum fróðari og víðsýnni og það mun nýtast í öllum lærdómi.“ Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir starfshóp á vegum ráðuneytisins vera að skoða þessi mál sérstaklega. „Meðal þess sem rætt er er almennt hvatningarátak til lestrar, því að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Við munum skoða þessa hugmynd í samstarfi við aðila eins og bókaútgáfur og bóka- söfn, því það þarf að hampa lestri til ánægju.“ - þj S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A ... fyrir Ísland með ástarkveðju H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 1 1- 18 08 SÖL UTÍ MA BIL 5.-1 9. D ESE MB ER Sölustaðir á www.kaerleikskulan.is Jólaleikur BYKO! Vinningshafi gærdagsins er Marteinn B . Heiðarsson Sjá nánar á www.byko.is Nýr vinningur á hverjum degi Bergamo ljósakróna - 24.900 kr. Vinningur dagsins: Þriðjudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Jólagjöfin hans veðrið í dag 6. desember 2011 285. tölublað 11. árgangur Við Íslendingar viljum enda vera bókmenntaþjóð og efla læsi. GUÐMUNDUR ENGILBERTSSON LEKTOR JÓLAGJÖFIN HANSÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011 Kynningarblað Gjafavara, ýktar gjafir og góðar hugmyndir. Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Mediflow heilsukoddinn Einstakur heilsukoddi með mjúku yfirlagi og vatnsfyllingu. Stillanlegur vatnspúði sem veitir fullkominn stuðning Minnkar verki í hálsi. Eykur svefngæði 9.750 kr. Gefðu góða gjöf Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Opið á laugardögum 10-14. þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is teg 9351 - létt fylltur og mjúkur í B C skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- EINN ROSA FLOTTUR! Lifandi markaður stendur fyrir Aðventukvöldi í Borgartúni 24 í kvöld milli klukkan 19 til 21, þar sem kynntar verða leiðir til að gera jólin hollari og lífrænni. Hægt verður að kynna sér hollan mat og drykki. Nánari upplýsingar á lifandimarkadur.is. Kuldinn bítur í kinnarnar. Fréttablaðið fékk Ingu Kolbrúnu Hjartardóttur til að gefa góð ráð gegn þurrki. Hugað að húðinni Vandasamt verk Nemendur við Myndlista- skólann í Reykjavík sýna duftker í Norræna húsinu. tímamót 16 Hells Angels í nýrri ljósmyndabók Myndir af meðlimum Hells Angels eru í ljósmyndabók Jónatans Grétarssonar. fólk 30 FÓLK „Ég var fyrst og fremst glaður yfir því að einhver skyldi vilja gefa bókina út. Hitt hefur bara verið bónus,“ segir sænski rithöfundurinn Jonas Jonas- son, höfundur Gamlingjans sem skreið út um gluggann og hvarf. Bókin hefur slegið í gegn hér á landi og hefur selst í tólf þúsund eintökum. Jonasson kveðst vera afar hrifinn af Íslendingasögunum og Njála og Gunnlaugs saga orms- tungu eru sérstakir áhrifavaldar. Þess vegna segist hann vera sér- staklega hrærður yfir viðtökunum hér á landi. „Það skiptir mig miklu máli að þjóð sem hefur lesið og skrifað bækur í jafn langan tíma og þið skuli kunna að meta hana.“ Jonas bjó um tíma í Sviss en er fluttur aftur til Svíþjóðar, þar sem hann skildi við konu sína og hefur staðið í forræðisdeildu við hana. „Þetta hefur haft smá áhrif á skrif mín og næstu bók.“ - fgg / sjá síðu 30 Höfundur Gamlingjans: Undir áhrifum Íslendingasagna JONAS JONASSON Í KLAKABÖNDUM Öxarárfoss var tignarlegur á Þingvöllum í gær, þar sem frostið mældist 21 gráða. Gert er ráð fyrir áframhaldandi kulda um land allt í dag þar sem frost verður á bilinu 2 til 18 stig, kaldast í inn- sveitum á Norðurlandi en mildast syðst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÉL SYÐRA Í dag verða víða austan 8-13 m/s en hægari norðaustantil. Víða él einkum syðra. Frost 2-14 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR 4 -13 -10 -4 -6 -5 Dansandi þingmenn Boðið verður upp á er óvenjulegt dansatriði á Degi rauða nefsins þar sem þingmenn munu sýna á sér nýjar hliðar. fólk 30 VÍSINDI Geimvísindamenn banda- rísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja sig nú í fyrsta skipti hafa fundið plánetu sem gæti upp- fyllt öll skilyrði fyrir því að á henni gæti þrifist líf. Plánetan hefur fengið nafnið Kepler 22-b og er nefnd eftir stjörnusjónaukanum Kepler sem gerði vísindamönnum kleift að finna hana, að því að segir á vef BBC. Ferðalög til Kepler 22-b eru þó ekki möguleg, enda er hún í um 600 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Geimfar sem kæmist á ljóshraða yrði með öðrum orðum um 600 jarðár á leiðinni. Kepler 22-b er um 2,4 sinnum stærri en jörðin og meðalhiti þar er talinn vera um 22 gráður. Plán- etan er um 290 daga að fara einn hring í kringum stjörnuna sem hún hringsólar, sem er talin vera afar lík sólinni. Sá hængur er þó á að ekki er vitað hvort plánetan er að mestu úr föstu efni, vökva eða gasi. Kepler 22-b er fyrsta plánetan sem NASA skilgreinir með þess- um hætti en talið er að talsvert fleiri eigi eftir að bætast í hóp- inn á næstunni þegar rannsak- aðar verða frekar ríflega þús- und líklega plánetur sem fundist hafa með Kepler-sjónaukanum til þessa. - bj Skilyrði fyrir lífi til staðar á plánetu í 600 ljósára fjarlægð samkvæmt NASA: Fundu plánetu sem minnir á jörðina Stelpurnar í stuði Stelpurnar okkar hituðu upp fyrir Noregsleikinn með því að fara í strandblak. sport 24 Átaks er þörf í yndislestri Könnun leiðir í ljós að kennarar og foreldrar bera nær alla ábyrgð á að hvetja börn til að lesa sér til ánægju. Lektor segir að samfélagslegs átaks sé þörf. Ráðherra segir hugmyndir uppi um hvatningarátak.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.