Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 6. desember 2011 15 Verð frá kr.: 159.900 Elica háfar Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði* glæsileg hönnun og fágað yfirbragð Meira í leiðinniWWW.N1.IS 896 HDC-1160 HILLMAN BÍLTÆKI CD Bíltæki og CD. 4x45W. 19.900 kr. 1123 ZF6508 ENNISLJÓS 8 LED 3xAAA. 1.490 kr. 831 AS-6930 HÁTALARAR 6x9” 280W 3way. 7.490 kr. 896 M-715DR MUSE BÍLTÆKI 7” Flip up skjár. 4x40W MP3, USB, SD, DivX. 49.990 kr. 896 M-762CV MUSE FERÐA DVD SPILARAR 2x spilarar. 2x7” skjáir. Bílfesting og heyrnatól. Divx, SD, MP3, USB. 44.990 kr. 849 C936* EYRNASKJÓL I-Pod tengi. Ýmsir litir. 4.990 kr. 855 SPOT ÖRYGGISSENDIR Spot GPS öryggissendir. 32.900 kr. 898 MT200-2VP COBRA TALSTÖÐVAR Cobra talstöðvar 2 í pk. 8.900 kr. ™ Neytendastofa úrskurðaði nýlega að fyrirtækið epli.is skyldi greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1,5 milljónir króna fyrir að blekkja neytendur með all svakalegum hætti. Skal nú gerð grein fyrir þessum alvarlegu blekkingum: Fyrir rúmu ári birti epli.is aug- lýsingu í dagblöðum þar sem sagt var frá því að Apple-tölvur væru ekki með vírusa. Þetta byggir á þeirri einföldu staðreynd að fyrirtækið hefur ekki, eftir margra ára starfsemi, fengið vélar til viðgerðar þar sem vírusa hefur verið að finna. Stjórnendur fyrirtækisins töldu sig vera í fullum rétti til að segja frá þessu. Þess má einnig geta að á heimasíðu framleiðanda er fullyrt að enga PC-vírusa sé að finna í Apple-tölvum (það er löngu viður- kennd málvenja í íslenskum tölvu- heimum að tala um vírusa (en ekki PC-vírusa) þegar kemur að tölvum, enda er þetta sama tóbakið). Mér vitanlega hefur eftirlits batteríið í heimalandi Apple ekki fett fingur út í þessa staðhæfingu sem þó hefur verið haldið á lofti svo árum skiptir. Í kjölfar þessara auglýs- inga fengu stjórnendur epli.is ábendingu frá Neytendastofu um að ekki mætti benda á þetta. Í stað þess að standa í þrefi við pirraða ríkisstofnun (sem hefur greinilega alltof lítið að gera, en stuðlar með ráðum og dáð að eflingu eftirlits- samfélagsins með sínum boðum og bönnum) ákvað fyrirtækið að hætta birtingu þessara auglýsinga. Epli.is ákvað í stað þess að ráðast í gerð ímyndar auglýsinga þar sem landsþekkt fólk var valið til að koma fram vegna heilbrigðra lifnaðarhátta þess. Í auglýsingunum lýsti þetta fólk heil- brigði sínu með eftirfarandi hætti: „Ég er eiginlega bara búin að gleyma því hvernig það er að vera slappur og stressaður. Ég er bara alltaf í lagi svona eins og Apple- tölva.“ „Ég reyni að lifa ofsalega heil- brigðu lífi. Ég læt helst ekkert ofan í mig nema það sé bara ávext- ir og grænmeti, lífrænt, makró- bíótískt, bíódínamískt, vegan, blessað, enda ég fæ aldrei neinar pestir. Enga vírusa.“ „Ég heiti Gunnar og er bardaga- íþróttamaður. Ég æfi, borða hollan mat og reyni að vera í eins full- komnu formi og ég get. Ekkert rugl og engir vírusar.“ Þessar auglýsingar höfðu verið í umferð í tæpt ár þegar Neytenda- stofa ákvað að í birtingu þeirra fælist ítrekað brot og einbeittur vilji til að blekkja neytendur og sektaði fyrir tækið um 1,5 millj- ónir króna sem áður segir. Epli.is hefur að sjálfsögðu áfrýjað þessari undarlegu ákvörðun Neytendastofu. Og af hverju skyldi þessi ákvörð- un teljast undarleg? Jú, í ljósi þess að í ljósvaka- og prentmiðlum má oft sjá og heyra fullyrðingar í auglýsingum sem ekki er innistæða fyrir ef grannt er skoðað. Skoðum nokkur dæmi: Reglulega glymja auglýsingar á neytendum um að hin eða þessi verslunin selji tilteknar vörur „tax free“. Með þessu er gefið í skyn að varan sé seld án skatta og þá líklega án virðisaukaskatts. Kæranda er ekki kunnugt um neina þá vöru sem viðkomandi verslanir selja án virðisaukaskatts. Þó bregður svo við að Neytendastofa ákvað með úrskurði sínum frá 15. júlí í sumar að ekki væri ástæða til að bregðast við notkun verslana á þessu hug- taki. Þær mega sem sagt halda fram ósannindum í auglýsingum sínum. Það er greinilega sitthvað Jón og séra Jón. Um þessar mundir heyrist á öldum ljósvakans að menn geti öðlast „Líkama fyrir lífið“ taki þeir þátt í sex vikna líkamsræktarnám- skeiði. Sennilega vita flestir að það tekur gott betur en sex vikur að ná sér í gott form og að viðhald þess er lífstíðarverkefni en ekki sex vikna skorpuvinna. Bifreiðaumboð hér í bæ auglýsir reglulega að það sé „öruggur staður til að vera á“. Algerlega er ómögulegt að skilja hvers vegna bílaumboð getur verið öruggur staður til að vera á. Eiga neytendur að halda að viðkomandi umboð veiti þeim skjól í náttúruhamförum. Leita menn skjóls í húsi umboðsins verði jarðskjálfti? Á tiltekinni útvarpsstöð sem nú heldur upp á aldarfjórðungsafmæli sitt er því reglulega haldið fram að allir hlusti á stöðina („… allir eru að hlusta“). Engar mælingar, ekki nokkur einasta, sýna slíka hlustun svo vitað sé. Á Suðurlandsbraut hangir uppi skilti frá símafyrirtæki þar sem fullyrt er að þú ráðir hvað þú borgir. Þetta er náttúrlega firra, fólk ræður ekki hvað það borgar fyrir vörur eða þjónustu sem það hefur keypt. Má ég borga 5-kall? Íslenskt dagblað hefur um margra áratuga skeið auglýst að það sé „blað allra landsmanna“. Blaðið hefur samt aldrei verið blað allra landsmanna. Svona gæti ég haldið áfram út í hið óendanlega. Vilji Neytendastofa halda áfram að fitna eins og púkinn á fjósbitanum sem óneitanlega er hræðileg en þó raunhæf fram- tíðarsýn í þjóðfélagi sem hratt og örugglega stefnir í þá átt að verða Eftirlitssamfélag, er af nægu að taka. Ég gæti komið í kaffi til ykkar einu sinni í viku og séð ykkur fyrir verkefnum. Mér finnst það óspenn- andi hugmynd, en hvað gerir maður ekki til að þjóna samfélaginu. Hafi maður sagt A, þá verður maður að segja B, ekki satt? Það gengur ekki upp í lýðræðisríki að taka menn og fyrirtæki fyrir handahófskennt. Það verða allir að sitja við sama borð og lúta sömu reglum. Er ekki svo kæra Neytendastofa? Eru allir að hlusta og lesa blað allra landsmanna? Neytendamál Bjarni Ákason framkvæmdastjóri epli.is Íslenskt dagblað hefur um margra áratuga skeið auglýst að það sé „blað allra lands- manna“. Blaðið hefur samt aldrei verið blað allra landsmanna. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.