Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 2
6. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
STJÓRNSÝSLA Ríkislögreglustjóri
sendi í gær ríkisendurskoðun
upplýsingar um viðskipti emb-
ættisins við fyrirtækið Radíó-
Raf.
Í bréfi til
ríkis endur-
skoðunar
krefst Harald-
ur Johannessen
ríkislögreglu-
stjóri þess að
Sveinn Arason
ríkisendur-
skoðandi
víki sæti við
afgreiðslu
málsins. Telur
Haraldur Svein vanhæfan vegna
fullyrðinga um að ríkislögreglu-
stjóri hafi brotið lög.
Viðskipti ríkislögreglustjóra
við RadíóRaf námu samtals
165,5 milljónum króna á tíma-
bilinu frá janúar 2007 til septem-
ber 2011. Fyrirtækið selur meðal
annars radar sem lögregla notar
við hraða mælingar. - bj
RLS svarar ríkisendurskoðun:
Krefst þess enn
að Sveinn víki
HARALDUR
JOHANNESSEN
DÓMSMÁL Heimilisfaðir á fertugs-
aldri, situr nú í gæsluvarðhaldi
og einangrun til laugardagsins
10. desember vegna gruns um að
hann hafi beitt ellefu ára dóttur
sína mjög grófu kynferðislegu
ofbeldi. Hann hefur neitað sök,
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins.
Lögreglustjórinn á Akranesi
lagði fram kröfuna um gæsluvarð-
hald yfir manninum. Hann kærði
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Vesturlands til Hæstaréttar
sem staðfesti úrskurðinn í gær.
Það er lögreglan á Akranesi
sem rannsakar ætluð kynferðis-
brot mannsins gegn ellefu ára
dóttur sinni. Eftir því sem Frétta-
blaðið kemst næst hefur maður-
inn unnið bæði hér og mikið
erlendis. Talið er að misnotkun-
in hafi staðið yfir um nokkurra
vikna skeið. Stúlkan greindi
bekkjar systrum sínum í skólan-
um frá því að faðir hennar hefði
beitt hana kynferðis legu ofbeldi.
Stúlkurnar sögðu foreldrum
sínum frá því, sem aftur gerðu
skóla yfirvöldum grein fyrir
málinu. Þau létu barnaverndar-
yfirvöld vita.
Stúlkan staðfesti fyrir dómi
í síðustu viku frásögn sína um
ofbeldið og telur lögreglan
rökstuddan grun fyrir hendi um
að faðir hennar hafi framið brot
sem varðað geti fangelsi allt að
tólf árum. Um sé að ræða grun um
mjög grófa kynferðis misnotkun
kærða, þó ekki samræði, gegn
dóttur sinni.
Rannsókn málsins er mjög
skammt á veg komin, að því er
fram kemur í gæsluvarðhalds-
kröfu sýslumannsins á Akranesi.
Eftir er að yfirheyra vitni og
leita þeirra og telur lögregla að
faðirinn geti torveldað rannsókn
málsins, svo sem með því að afmá
merki eftir brot eða hafa áhrif á
vitni.
Þegar lögregla reyndi að hafa
uppi á honum í síðustu viku
faldi hann sig, á höfuðborgar-
svæðinu að því er talið er, og kom
lögmaður hans þeim skilaboðum
til lögreglu að hann ætlaði ekki að
gefa sig fram eða tala við lögreglu
fyrr en daginn eftir og þá með
lögmanni sínum.
Lögregla gerði lögmanninum
grein fyrir því að lögreglan vildi
fá manninn til viðtals strax vegna
rannsóknar málsins og kynna
honum framkomna kæru, þar sem
gríðarlega miklu máli skipti að
geta borið kæruefnið undir sak-
borning eins fljótt og unnt væri.
Segir lögregla föðurinn þegar
hafa torveldað rannsókn málsins
með þessari háttsemi sinni. Hún
er á frumstigi. jss@frettabladid.is
Talinn hafa misnotað
dóttur sína gróflega
Maður á fertugsaldri situr í varðhaldi grunaður um gróft kynferðisofbeldi gegn
ellefu ára dóttur sinni um nokkurra vikna skeið. Hún sagði skólasystrum sínum
frá ofbeldinu. Maðurinn fór í felur þegar lögregla reyndi að hafa upp á honum.
AKRANES Lögreglustjórinn á Akranesi stýrir rannsókn málsins, sem varðar meint
kynferðislegt ofbeldi föður gegn ungri dóttur.
Orri, er allt á sömu bókina
lært hjá ríkisstjórninni?
„Já, það virðist vanta nokkrar
blaðsíður í þetta fólk.“
Samtök iðnaðarins hafa höfðað dómsmál
á hendur íslenska ríkinu vegna misræmis
í skattlagningu á prentun hér og erlendis.
Orri Hauksson er framkvæmdastjóri
samtakanna.
FJARSKIPTI Útsendingar sjónvarps-
stöðvar Ríkisútvarpsins ná ekki til
80 afskekktra bæja í landinu, að
því er fram kemur í svari mennta-
málaráðherra við fyrirspurn
Sigmundar Ernis Rúnarssonar,
þingmanns Samfylkingarinnar á
Alþingi.
Bæirnir 80 eru á svokölluðum
skuggasvæðum fjarri alfaraleið,
gjarnan í löngum og afskekktum
dölum á strjálbýlum svæðum
víðsvegar um landið. Þrátt fyrir
að þeir sem búa á bæjunum geti
ekki horft á sjónvarpsútsendingar
Ríkisútvarpsins ber þeim engu að
síður að greiða útvarpsgjald. - bj
Áttatíu bæir sjá ekki sjónvarp:
Greiða skatt en
fá ekki þjónustu
LÖGREGLUMÁL Lárus Welding og
tveir aðrir fyrrverandi starfsmenn
Glitnis voru í gær látnir lausir úr
gæsluvarðhaldi að loknum yfir-
heyrslum hjá embætti sérstaks
saksóknara.
Þeir Jóhannes Baldursson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri á mark-
aðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar
Júlíusson, sem starfaði á verðbréfa-
sviði bankans, voru ásamt Lárusi
handteknir í aðgerðum sérstaks
saksóknara í síðustu viku.
Þ r e m e n n i n g a r n i r v o r u
úrskurðaðir í vikulangt gæslu-
varðhald síðastliðinn miðviku-
dag. Að loknum yfirheyrslum í
gær þótti ekki ástæða til að halda
mönnunum lengur í varðhaldi og
voru þeir því látnir lausir.
Handtökurnar tengdust grun
sérstaks saksóknara um markaðs-
misnotkun og auðgunarbrot við
viðskipti Glitnis fyrir banka-
hrunið haustið 2008. Sérstak-
ur saksóknari krafðist gæslu-
varðhalds yfir mönnunum á
grundvelli rannsóknar hagsmuna,
þar sem hann taldi þá geta spillt
rannsókninni með því að ráðfæra
sig hver við annan gengju þeir
lausir. - bj
Yfirheyrslum yfir Lárusi Welding og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis lokið:
Glitnismönnum sleppt úr haldi
Í VARÐHALD Ingi Rafnar Júlíusson var
leiddur fyrir dómara á miðvikudag og
úrskurðaður í varðhald, en hann var
látinn laus í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÖGGÆSLA Átta hundruð og sextíu
ökumenn voru stöðvaðir víðs
vegar á höfuðborgarsvæðinu um
helgina í sérstöku umferðareftir-
liti sem lögreglan heldur nú úti.
Tveir ökumenn reyndust ölvaðir
undir stýri og eiga þeir ökuleyfis-
sviptingu yfir höfði sér. Fjórum
til viðbótar var gert að hætta
akstri sökum þess að þeir höfðu
neytt áfengis en voru þó undir
leyfi legum mörkum. Lögreglan á
höfuð borgarsvæðinu naut aðstoðar
félaga sinna frá embætti ríkis-
lögreglustjóra við eftirlitið. - jss
Lögregla í umferðarátaki:
Tveir ölvaðir
undir stýri
EFNAHAGSMÁL Afar fáir greiða
virðisaukaskatt af blöðum og
tímaritum sem send eru í áskrift
frá útlöndum, og eru tekjur
ríkisins af
skattheimt-
unni hverfandi.
Þeir sem kaupa
blöð í áskrift
eiga lögum
samkvæmt að
hafa frumkvæði
að því að greiða
skattinn.
Þetta kemur
fram í svari
Steingríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra við fyrirspurn
Marðar Árnasonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, á Alþingi.
Fara þarf yfir reglugerð um
greiðslu skatts af þessum blöðum
og tímaritum með það að mark-
miði að meta hvort breytinga sé
þörf á núverandi fyrirkomulagi,
segir í svari fjármálaráðherra.
Alls greiddu sex skatt af inn-
fluttum tímaritum á síðasta ári,
samtals 11.724 krónur. - bj
Fáir greiða skatt af tímaritum:
Ráðherra vill
breyta reglum
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
ÞÝSKALAND, AP Fjarvera fulltrúa frá Pakistan
setti svip sinn á alþjóðlega ráðstefnu um framtíð
Afganistans, sem haldin var í Þýskalandi í gær.
„Það er óheppilegt að þeir tóku ekki þátt,“ sagði
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
„Ég reikna með að Pakistanar muni taka þátt í
framhaldinu og við reiknum með að þeir gegni
uppbyggilegu hlutverki.“
Í viðtali við fréttastofuna AP segir Yousouf
Raza Gilani, forseti Pakistans, að reynt sé að leita
leiða til að bæta samskiptin við Bandaríkin, sem
hafa verið mjög stirð undanfarið.
„Við erum staðráðin í að ná sáttum þrátt fyrir að
hafa ekki mætt til ráðstefnunnar,“ sagði Gilani.
Það var árás bandaríska hersins á
landamærastöð í Pakistan fyrir nokkrum vikum,
þar sem á þriðja tug pakistanskra hermanna lét
lífið, sem varð til þess að samskipti ríkjanna
versnuðu um allan helming.
Ráðstefnan í Þýskalandi er haldin í tilefni þess
að um næstu áramót fer Bandaríkjaher alfarinn
frá Afganistan, áratug eftir að stríðið þar hófst.
Bandaríkin og Þýskaland höfðu vonast til
þess að á ráðstefnunni mætti sýna fram á
þann árangur sem náðst hefði í viðræðum við
talibanahreyfinguna um frið. Þess í stað snerist
hún upp í áminningu um að enn eru mörg erfiðustu
deilumálin óleyst. - gb
Alþjóðleg ráðstefna um framtíð Afganistans haldin í Þýskalandi:
Fjarvera Pakistans vekur athygli
HAMID KARZAI Forseti Afganistans mætir til kvöldverðar í
tengslum við ráðstefnuna í Bonn. NORDICPHOTOS/AFP
Fullur ók í snjóskafl
Tveir ungir karlmenn voru handteknir
í Hveragerði um helgina vegna
ölvunaraksturs. Eigandi bifreiðar hafði
misst stjórn á henni og hafnaði hún í
snjóskafli þar sem hún festist. Félagi
hans sat undir stýri að reyna sig við
að losa bifreiðina úr skaflinum þegar
lögreglu bar að.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Kirkjugarðar fjölsóttir
Yfir 90 prósent Íslendinga heimsækja
kirkjugarða oftar en einu sinni á ári.
Tæp níu prósent segjast aldrei fara.
Þetta kemur fram í könnun sem gerð
var fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæmis árið 2004 og greint er
frá í nýju fréttabréfi þeirra.
REYKJAVÍK
Heimilistæki,
ljós og símar
í miklu úrvali.
Fjöldi tækja á
sérstöku jólaverði.
2011
SPURNING DAGSINS