Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 6
6. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
KJARAMÁL Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, segir augljóst að ríkis-
stjórnin hafi svikið gerða kjara-
samninga frá því í vor. Hann
segir koma til greina að segja upp
samningunum við endurskoðun
þeirra í janúar næstkomandi.
„Það er ljóst að ríkisstjórnin brýt-
ur eitt af meginmarkmiðum þessa
samnings, jöfnun lífeyris réttinda,
sem við kynntum þessa samninga
sérstaklega út á,“ segir Gylfi.
Í tilkynningu frá ASÍ segir að
áform ríkisstjórnarinnar um að
skerða hækkun bóta almanna-
trygginga og atvinnuleysis trygginga
brjóti gegn samningnunum, sem og
álögur á lífeyrissjóðina til að fjár-
magna umboðsmann skuldara,
sérstakar vaxtabætur og almenna
skattlagningu á launakostnað
lífeyrissjóðanna.
Hækkun bóta tekur samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu mið af samn-
ingum sem ASÍ gerði við milli- og
hátekjuhópa um 3,5 prósenta hækk-
un en Gylfi segir augljóst að þær
ættu að miðast við ellefu þúsunda
króna hækkun lágmarkstaxta.
„Því er haldið fram að lág-
tekjuhóparnir hjá ríkinu, öryrkj-
ar og gamalmenni, eigi eitthvað
sameiginlegt með hátekjuhópi á
vinnumarkaði. Að þeir eigi bara að
fá 5.500 krónur af því að hátekju-
hóparnir hjá ASÍ fá kannski fimm-
tán eða tuttugu þúsund af því að
þeir eru á svo háu kaupi. Menn verða
bara að fyrirgefa mér en ég skil ekki
svona samanburð,“ segir Gylfi.
Hann segir að málið geti haft
mikil áhrif á framtíðarviðræður
ASÍ við stjórnvöld. „Svona trúnaðar-
brestur getur auðvitað haft alvarleg
áhrif. Ef við getum ekki treyst því
að ríkisstjórn standi við það sem hún
lofar – hvernig í veröldinni eigum
við að geta samið við hana?“
Endurskoðun kjarasamninga þarf
að vera lokið fyrir klukkan fjögur
hinn 20. janúar og segir Gylfi að
fljótlega eftir áramót muni samn-
inganefnd ASÍ halda til viðræðna
við aðildarfélög um land allt.
Hann áréttar að ASÍ sé reiðubúið
til viðræðna við stjórnvöld um ein-
hvers konar málamiðlun. Slíkur
fundur var haldinn á föstudag en
var árangurslaus.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra hvetur forystu ASÍ til
að horfa á heildarmyndina og skoða
það sem hafi verið gert í sumar og
það sem áður hafi verið gert. „Eins
það sem kemur út á hinum endanum
í gegnum skattkerfisbreytingar og
samspil við velferðarmálin, sem við
erum að reyna að hlífa eins og við
getum,“ segir Steingrímur.
„Ég held að menn ættu að spara
stóru orðin í bili og ræða þetta frek-
ar. Ekki erum við að slíta neinum
samskiptum við þá og erum alltaf
opin fyrir viðræðum. Þeir vita vel
hvaða aðstæður er við að glíma.”
Steingrímur segist hins vegar
ekki ætla að hafa áhrif á forystu
ASÍ. „Þeir hljóta þá að fara inn í sitt
bakland og afla fylgis við það að
segja upp kjarasamningum ef það
er stefna þeirra. Ég sé ekki ástæðu
til þess, ef allrar sanngirni er gætt,
en þeir hafa sína afstöðu til hlutanna
og geta lagt fram sín rök.
En ég get þá spurt á móti sem
fjármálaráðherra; ef ASÍ vill 2,5 til
3 milljarða og sveitarfélögin annað
eins, eru þeir þá til í að styðja mig
í því að afla tekna sem því nemur.
Hvað leggja þeir til í þeim efnum?
Hækkun á vaski? Það þarf tekur á
móti ef ekki á að auka halla ríkis-
sjóðs. stigur@frettabladid.is
Tónleikar Volodos eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Hörpu
Stórviðburður í íslensku tónlistarlífi
ARCADI
VOLODOS
MIÐASALA HEFST Í DAG KL. 12 | HARPA.IS | 528 5050
Einleikstónleikar píanósnillingsins
á Listahátíð 20. maí í Hörpu, Eldborg
„Stórkostleg tækni – spilamennskan dásemd.“
The Guardian
„Volodos er einstakur meðal núlifandi píanista og það
er stórviðburður að fá hann á Listahátíð 2012.“
Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari
Lækjargata 3 561 2444101 Reykjavík www.listahatid.is
GEFÐU
LISTAHÁTÍÐ
Í JÓLAGJÖF
Ég held að menn
ættu að spara stóru
orðin í bili og ræða þetta
frekar.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Er gæludýr á heimilinu?
Já 44,5%
Nei 55,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Fylgist þú með gengi íslenska
kvennalandsliðsins í handbolta
á heimsmeistaramótinu í
Brasilíu?
Segðu þína skoðun á visir.is
DÓMSMÁL Embætt i R í k is -
saksóknara mun skoða hvort til-
efni sé til að ákæra Þorvarð
Davíð Ólafsson á nýjan leik fyrir
að verða föður sínum, tónlistar-
manninum Ólafi Þórðarsyni, að
bana. Þorvarður hlaut fjórtán ára
fangelsi fyrir tilraun til manndráps
í apríl en faðir hans náði sér aldrei
af áverkunum sem hann hlaut í
árásinni og lést nú um helgina.
„Við munum skoða þetta og fara
yfir hvort það sé réttlætanlegt, og
jafnvel yfir höfuð mögulegt, að
fara af stað með þetta aftur,“ segir
Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá
Ríkissaksóknara. Málið sé í raun
fordæmalaust og því blasi ekki við
hvaða leið skuli farin.
Hún bendir hins vegar á
Þorvarður Davíð hafi hlotið fjórtán
ára fangelsisdóm, sem eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst er þyngsti
dómur sem fallið hefur á Íslandi í
seinni tíð fyrir annað en manndráp.
Atlagan var sérstaklega
hrottafengin. Þorvarður lét spörk
dynja á höfði Ólafs þar sem það lá
uppi við steyptan arin, traðkaði og
hoppaði á höfði hans og linnti ekki
látum fyrr en hann rann til í blóði.
- sh
Fordæmalausar aðstæður vekja upp spurningar hjá embætti Ríkissaksóknara:
Skoða málið aftur eftir andlát Ólafs
LÁTINN Ólafur Þórðarson komst aldrei til
meðvitundar eftir árásina og lést nú um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SJÁVARÚTVEGUR Samningalota
milli Íslands, Færeyja, Noregs,
Rússlands og ESB-ríkjanna um
stjórn makrílveiða í Norður-
Atlantshafi hefst á Írlandi í dag
og stendur fram á föstudag.
Fulltrúar ríkjanna höfðu áður
fundað í London í september og
október.
Tómas H. Heiðar, aðal-
samningamaður Íslands, segir í
samtali við Fréttablaðið að ríkin
freisti þess að ná samkomulagi
um skiptingu makrílkvóta á
næsta ári og komandi. - þj
Rætt um makrílveiðar:
Viðræður halda
áfram á Írlandi
Sakar stjórnvöld um
svik og hótar riftun
Forseti ASÍ segir koma til greina að segja upp kjarasamningum frá því í vor ef
ríkisstjórnin hætti ekki við að skerða bótahækkanir. Hann segir trúnaðarbrest
geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir samningaviðræður framtíðarinnar.
GYLFI OG STEINGRÍMUR „Ég skil ekki svona samanburð,“ segir Gylfi um rök stjórnvalda. „Ég held að menn ættu að spara stóru
orðin í bili og ræða þetta frekar,” segir Steingrímur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
telur að yfirstjórn efnahagsmála eigi að vera sam-
ræmd á einum stað í stjórnkerfinu. Of mikil dreifing
efnahagsmála hafi fengið áfellisdóm í hruninu.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, spurði Steingrím á þingi í gær hvort
eitthvað væri hæft í þeim orðrómi að leggja ætti
efnahags- og viðskiptaráðuneytið niður og koma
verkefnum þess annars staðar fyrir. Steingrímur
vildi ekki tjá sig beint um það og sagði umræðu
síðustu daga hafa verið á villigötum og byggða á
getgátum. Hann sagði menn þó eiga að draga lærdóm
af sögunni.
„Það sem var gert í efnahagsmálum var að þau
mál voru sameinuð á einn stað en höfðu áður legið
hjá þremur ráðuneytum. Það fékk áfellisdóm í þeim
skýrslum sem við fengum og hjá þeim ráðgjöfum sem
hér störfuðu og ég er sammála því mati.
Eitt af því sem fór úrskeiðis var að dreifa efnahags-
málunum á þrjú ráðuneyti; forsætisráðuneytið með
Seðlabankana, viðskiptaráðuneytið með sína hluti og
fjármálaráðuneytið með sína,“ segir Steingrímur.
„Hvernig sem þessu verður fundinn staður í
stjórnar ráðinu til frambúðar á yfirstjórn efnahags-
mála að vera samræmd á einum stað. Svo mikið vil ég
segja.“ - kóp
Fjármálaráðherra segir dreifingu efnahagsmála hafa fengið áfellisdóm:
Stjórn efnahagsmála á einn stað
KJÖRKASSINN