Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 32
6. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR24 sport@frettabladid.is Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju RAKEL DÖGG BRAGADÓTTIR mun hætta í atvinnumennsku hjá norska handboltaliðinu Levanger. Rakel sleit krossband í hægra hné rétt fyrir HM í Brasilíu og mun hún fara í aðgerð í janúar. Rakel mun flytja til Íslands og vonast hún til þess að geta leikið með íslensku félagsliði næsta haust. HANDBOLTI Þorgerður Anna Atladóttir, vinstri skytta úr Val, hefur ekki leikið stórt hlutverk á þessu heimsmeistaramóti fram til þessa. Hún lék í nokkrar mínútur í síðari hálfleiknum gegn Angóla og þar með náði hún þeim áfanga að feta í fótspor föður síns og bróður sem hafa báðir leikið með A-landsliði Íslands í lokakeppni heimsmeistaramóts. Þorgerður er dóttir Atla Hilmarssonar, þjálfara Akureyrar liðsins, og Arnór bróðir hennar hefur verið lykil- maður í íslenska landsliðinu undan farin ár. „Þetta er mjög gaman og það sem alla handbolta- menn dreymir um. Ég er í því hlutverki að vera á varamanna- bekknum og verð bara að vinna úr því með jákvæðu hugarfari. Vera klár þegar kallið kemur. Ég leita til pabba og Arnórs ef ég þarf á því að halda. Þeir eru alltaf að gefa mér einhver góð ráð sem hafa yfirleitt nýst mér vel,“ sagði Þorgerður Anna. - seth Þorgerður Anna Atladóttir: Verð klár þegar kallið kemur KLÁR Í SLAGINN Þorgerður Anna bíður eftir stóra tækifærinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Stelpurnar okkar eiga erfiða leiki gegn Noregi í kvöld og svo Þýskalandi á morgun sem gætu haft mikið að segja um möguleika Íslands á að komast áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Ísland hefði með sigri á Angóla á sunnudagskvöld komið sér í efsta sæti A-riðils með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið tapaði og er nú í næstneðsta sæti riðilsins. Ísland er með tvö stig, rétt eins og Noregur, Þýskaland og Svartfjalla- land. Angóla er með fjögur stig í efsta sæti en Kínverjar í neðsta með ekkert. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Ísland á enn þrjá leiki eftir í riðlinum og því getur margt gerst. Ísland mætir í næstu tveimur leikjum sterkum andstæðingum – Noregi og Þýskalandi. Líklegt verður að teljast að Ísland þurfi að fá eitthvað úr þeim leikjum til að eiga enn möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum áður en kemur að leiknum gegn Kína á föstudags- kvöldið. Ástæðan fyrir því er að ef Ísland og Angóla verða á endanum jöfn að stigum mun árangur í innbyrðis- viðureignum ráða því hvort lið verður ofar í töflunni. Miðað við að Kína verði í neðsta sæti gæti það orðið til þess að Angóla endaði í fjórða sæti riðilsins og Ísland því fimmta. Angóla á mjög erfiða leiki eftir í riðlinum og gæti hæg- lega endað með þau fjögur stig sem liðið er með núna. Ef Ísland tapar bæði fyrir Noregi og Þýskalandi duga tvö stig gegn Kína ekki til að komast upp fyrir Angóla í töflunni. „Ef ég gæti skipt á leikjum myndi ég frekar vilja vinna þennan leik [en leikinn gegn Svartfjallalandi],“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir tapleikinn gegn Angóla. Þetta eru þó aðeins vanga veltur og miðað við úrslitin fyrstu tvo keppnis- dagana er ljóst að það er aldrei hægt að úti- loka óvænt úrslit í leikjum A-riðils. - esá Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefði frekar viljað vinna lið Angóla en Svartfellinga um helgina: Fjögur stig duga líklega ekki til að fara áfram ÁGÚST ÞÓR Vildi frekar tvö stig gegn Angóla en Svartfjallalandi. Sigurður Elvar Þórólfsson og Pjetur Sigurðsson fjalla um HM í Brasilíu seth@frettabladid.is – pjetur@365.is HM 2011 Það var létt yfir íslenska kvennahandboltalandsliðinu í gær þar sem það tók óhefðbundna æfingu síðdegis á ströndinni fyrir framan liðshótelið í Santos í Brasilíu. Skokk, strandblak og smá sjóbað var á dagskrá og var ekki annað að sjá en að liðið væri búið að hrista af sér tapleikinn gegn Angóla. Næsta verkefni Íslands í A- riðli HM er risavaxið. Evrópu- og Ólympíulið Noregs er mótherjinn. Og það er ljóst að það verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Ísland. Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vill að lið hans leiki aftur af eðlilegri getu líkt og liðið gerði gegn Svartfjalla- landi í opnunarleik HM. Ágúst þekkir norska liðið gríðarlega vel, enda er hann þjálfari félagsliðsins Levanger í norsku úrvalsdeildinni. „Noregur er líklega með besta landslið í heimi. Evrópu- og Ólympíu meistarar. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni. Mark- miðið er að koma liðinu aftur í gang, ná góðum leik. Það er mikil- vægt fyrir okkur sem lið að ná okkur upp aftur og sýna betri gæði en gegn Angóla. Leikmenn voru vissulega daprir og fúlir eftir tapleikinn gegn Angóla en það er búið. Við ætlum að njóta þess að vera hérna í þessari keppni og ná þeim stöðugleika sem þarf til fyrir svona stórmót,“ sagði Ágúst í gær. Hrafnhildur Skúladóttir fyrir- liði Íslands tekur í sama streng og þjálfarinn. „Við þurfum að fækka mistökunum í sóknarleiknum. Ná skotum á markið í stað þess að missa boltann – en það gerðist mjög oft í síðasta leik. Styrkleiki Noregs er góður varnarleikur, markvarsla og hraðaupphlaup. Við verðum að ná að stilla upp í vörn gegn þeim sem oftast. Ef það tekst þá getur allt gerst. Norðmenn eru með mjög jafnt lið og það er styrkleiki þeirra líka. Okkar möguleikar liggja í því að ná upp frábærri vörn gegn Norðmönnum. Þeim gengur ekki alltaf vel gegn uppstilltri vörn. Það er ekki þeirra leikur. Markverðirnir þeirra eru báðir gríðarlega sterkir, Kari Grimsbø og Katrine Lunde Haraldsen. Línumaðurinn Heidi Løke er þeirra helsta vopn í sóknar leiknum. Gríðarlega sterk og við þurfum að passa vel upp á línuspil þeirra,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir. Norðmenn eru líklegir til afreka á þessu heimsmeistara- móti. Ekkert nema verðlaunasæti kemur til greina. Noregur tapaði frekar illa gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum en valtaði yfir Kína í fyrrakvöld. Í lið Noregs vantar tvo af reyndustu og bestu varnarmönnum liðsins. Gro Hammerseng og Tonje Larsen. Þær hafa verið hávöxnustu leikmenn liðsins í gegnum tíðina og fjarvera þeirra hefur veikt varnar- leik norska liðsins svo um munar. GRÍÐARLEGA ERFITT VERKEFNI Strandblak er hluti af undirbúningnum fyrir risaverkefnið gegn Evrópu- og Ólympíumeistaraliði Noregs. Landsliðsþjálfarinn vill að liðið nái að sýna styrk sinn á ný eftir tapleikinn gegn Angóla. LÍF OG FJÖR Í SANTOS Ungir kepptu gegn gömlum í strandblaki og ungir höfðu betur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Pepé Reina, mark- vörður Liverpool, færði Fulham snemmbúna jólagjöf í gær er Ful- ham fékk sigurmark á silfurfati frá honum. Reina hélt þá ekki lausu skoti Danny Murphy og Clint Dempsey þakkaði fyrir með því að skora eina mark leiksins. Liverpool spilaði einum færri síðustu 20 mínútur leiksins eftir að Jay Spearing fékk að líta rauða spjaldið fyrir afar litlar sakir. Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar en Fulham því níunda. - hbg Fulham lagði Liverpool: Jólagjöf Reina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.