Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 4
6. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 HELLA Lokun heilsugæslunnar veldur ólgu. HEILBRIGÐISMÁL Sveitarstjór- nir Rangárþings ytra og Ása- hrepps mótmæla harðlega að loka eigi Heilsugæslustöðinni á Hellu eins Heilbrigðisstofnun Suður- lands boðar. Stöðin þjóni hátt í tvö þúsund íbúum á stóru svæði og fólki í hátt í fimm hundruð sumar- húsum auk fjölda ferðamanna. Að auki sé stjórnstöð Almanna- varna og fjöldahjálparstöð á Hellu. Sveitarstjórnirnar fullyrða að hvorki séu lögð fram fagleg né fjár- hagsleg rök í málinu. „Þessar hug- myndir eru mikið áfall fyrir íbúa og skjólstæðinga þjónustunnar og gengur þvert á stefnu ríkisvaldsins um uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni.“ - gar Sveitarstjórnir mótmæla: Heilsugæsla sé áfram á Hellu DÓMSMÁL Þrír tvítugir menn og einn rúmlega tvítugur hafa verið dæmdir fyrir að stela bíl og tveir þeirra óku honum síðan undir áhrifum áfengis. Mennirnir voru að skemmta sér undir morgun heima hjá félaga sínum. Þaðan fóru þeir í leyfisleysi á bíl föður hans. Ökuferðinni lauk með því að einn mannanna velti bílnum, sem hafnaði utan vegar og reyndist vera ónýtur. Mennirnir voru allir dæmdir í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða bíleigandanum rúm 120 þúsund. Þeir tveir sem sáu um aksturinn voru að auki dæmdir til að greiða um 160 þúsunda króna sekt hvor í ríkissjóð. - jss Fjórir ungir menn dæmdir: Fullir stálu bíl og veltu honum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 7° 5° 3° 7° 3° 4° 4° 21° 8° 19° 14° 26° 1° 8° 13° 2° Á MORGUN 5-10 m/s. FIMMTUDAGUR Stíf NA-átt SA-til, annars hægari. -15 -5 -10 -5 -5 -6 1 -4 -3 -13 -12 8 10 7 5 7 2 8 8 8 7 4 -5 -8-8 -8 -6 -5 -12 -6 -6 -5 ÁFRAM ÍSKALT Litlar breytingar í veðrinu næstu daga og verður áfram ískalt í veðri. Í dag verður éljagangur um sunnanvert landið og eystra á morgun ená fi mmtudag má búast við nokkrum snjókornum við ströndina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Fjöldi kynferðisbrota 150 120 90 60 30 0 ■ 2010 ■ Meðaltal 2007 til 2009 Blygðun- arsemis- brot Nauðgun Klám og barna- klám Kynferðis- brot gegn börnum Kynferðis- leg áreitni Vændi Annað HEIMILD: AFBROTAFRÆÐI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA LÖGREGLUMÁL Lögreglu var tilkynnt um 323 kynferðisbrot á síðasta ári, sem er svipaður fjöldi brota og til- kynnt hefur verið um að meðaltali síðustu ár. Fjöldi vændismála var þrefalt meiri en meðaltalið. Alls komu 37 vændismál á borð lögreglu árið 2010. Að meðaltali komu á hverju ári ellefu vændis- mál til kasta lögreglu á árabilinu 2007 til 2009. Þetta kemur fram í skýrslu um afbrotatölfræði árið 2010 frá ríkislögreglustjóra. Kynferðisbrot gegn börnum voru umtalsvert færri á síðasta ári en árin á undan. Tilkynnt var um 97 brot gegn börnum, samanborið við 134 í meðalári. Tilkynnt var um 98 nauðganir í fyrra, sem er svipaður fjöldi og í meðalári. Tvö manndráp voru framin á árinu 2010, en frá árinu 1998 til ársloka 2010 voru 23 manndráp framin hér á landi, eða að meðaltali 1,8 á ári. Alls komu 235 tilvik þar sem fíkniefni voru framleidd til kasta lögreglu í fyrra. Það er um 185 prósenta aukning miðað við meðaltal síðustu þriggja ára á undan, sem eru um 82 brot á ári. - bj Lögreglu tilkynnt um alls 323 kynferðisbrot á síðasta ári samkvæmt nýrri afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra: Þrefalt fleiri vændismál en í meðalári ALÞINGI Áfengisneysla Íslendinga hefur aukist um 75 prósent á árabilinu 1980 til 2007. Á árinu 1980 var heildaráfengisneysla á mann, 15 ára og eldri, 4,3 lítrar af hreinu alkóhóli, en sú tala var komin í 7,53 lítra árið 2007. Þetta kom fram í svari velferðar- ráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi. Þar kemur einnig fram að ein- ungis eru til upplýsingar um áfengissölu hjá Hagstofu Íslands til ársloka 2007. Ákveðið var að hætta söfnun slíkra upplýsinga vegna niðurskurðar á útgjöldum til hagsýslumála. Velferðarráð- herra hefur óskað upplýsinga um umfang slíkrar upplýsinga- öflunar og mun í kjölfarið meta hvort hennar er þörf. - kóp Upplýsingaöflun hætt: Áfengisneysla nær tvöfaldast ALÞINGI Fjárlaganefnd gerir enn frekari breytingatillögur við fjárlaga frumvarpið, en það verður tekið til þriðju og síðustu umræðu í dag. Nefndin leggur á ný til frek- ari útgjöld til heilbrigðismála, en svo var einnig eftir aðra umræðu. Alls leggur nefndin til að 941,1 milljón króna verði aukið við þann málaflokk frá því sem var að finna í frumvarpi fjármálaráðherra. Nokkrar deilur voru innan meirihlutans um lokaútfærslu meirihlutaálitsins. Fyrst og fremst var deilt um tvö mál; fangelsi á Hólmsheiði og aukin framlög til Fjármálaeftirlitsins. Meiri hlutinn gerir tillögu um að 150 milljónir verði settar í útboð á hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði, en það samræmist tillögu innanríkis- ráðherra. Að auki verða settar 55 milljónir króna í endur bætur á fangelsunum á Litla-Hrauni og Skólavörðustíg og Kvenna- fangelsinu í Kópavogi. Lang- stærstur hlutinn, 50 milljónir, fer á Litla-Hraun. Stjórnarflokkarnir deildu einnig um framlög til Fjármála- eftirlitsins (FME). Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ríka áherslu að þær heimildir yrðu auknar um 650 milljónir króna. Um það náðist ekki sátt í nefndinni og voru heimild irnar teknar út úr frumvarpinu á milli umræðna. Lending in varð að setja 548 milljónir í FME. Stofnunin rukkar fjármálastofnanir í landinu um þá upphæð en hafa ber í huga að þær eru flestar í eigu ríkissjóðs. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan þingflokks Vinstri grænna þyki umfang FME hafa aukist nokkuð mikið. Fjárframlag til stofnunarinnar hefur þrefald- ast á sama tíma og bankakerfið á landinu hefur minnkað mikið. Ekki eru allir innan Samfylkingar innar heldur sáttir við þá aukningu, í miðjum niðurskurði. Samanlagt nema breytingar- tillögur meirihluta fjárlaga- nefndar 4,5 milljarða króna útgjaldaauka. Á móti aukast tekjurnar um 1,5 milljarða, svo að raun aukning útgjalda nemur 3 milljörðum króna. Nefndin bætir enn í útgjöld til Landspítalans um 50 milljónir og hefur því lagt til 190 milljóna króna aukningu frá frum varpinu. Þá hefur verið aukið í pott velferðar ráðherra til að grípa inn í vanda einstakra heilbrigðis- stofnana og 77 milljónum aukið við þær 24 sem þar voru fyrir. kolbeinn@frettabladid.is Vilja setja milljarð í heilbrigðiskerfið Fjárlaganefnd hefur gert tillögur um 4,5 milljarða aukin útgjöld við fjárlaga- frumvarpið. Tekjur ríkisins aukast um 1,5 milljarða. Nær milljarður verður settur aukalega í heilbrigðiskerfið. Deilur um aukin framlög til FME. Aukning frá annarri umræðu* FSA 5 Landspítalinn 50 Heilbrigðisstofnanir 77** Sjúkraflutningar 150 *í milljörðum króna **pottur ráðherra til að bregðast við áföllum Heilbrigðismálin FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Ekki var sátt í fjárlaganefnd um aukin útgjöld til Fjármálaeftir- litsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Vopnafjarðarhreppur hefur selt hlut sinn í útgerðar- fyrirtækinu HB Granda fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Sveitar stjóri hreppsins segir söluna styrkja fjárhag sveitar- félagsins verulega. Samkvæmt fundargerð Vopna- fjarðarhrepps var það verðbréfa- fyrirtækið Virðing sem nálgaðist hreppinn með sölu á bréfunum í huga. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um hver keypti bréfin en það mun vafalítið skýrast í vikunni þegar nýr listi yfir tuttugu stærstu hluthafa verður birtur í Kauphöll Íslands. - mh Vopnafjörður selur hlutabréf: Seldu hlut sinn í HB Granda endurmenntun@tskoli.is | sími 514 9602 Gefðu skemmtilega jólagjöf! Gjafabréf Endurmenntunarskóla Tækniskólans hentar fólki á öllum aldri. Gjafabréfið getur hljóðað upp á ákveðið námskeið eða upphæð að eigin vali. Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: www.tskoli.is/namskeid Gjafabréf GENGIÐ 05.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,8473 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,32 118,88 185,07 185,97 159,12 160,02 21,396 21,522 20,535 20,655 17,566 17,668 1,5163 1,5251 184,22 185,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.