Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 18
Þú færð Naturfrisk engiferöl í helstu matvöruverslunum landsins. Bjóðum upp á Naturfrisk engiferöl um hátíðarnar. Naturfrisk engiferöl er hollur og bragðgóður jólagosdrykkur, laus við öll óæskileg aukefni, s.s. viðbættan sykur, litar- og rotvarnarefni. Hafðu það hollt um jólin! Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA og ekki síst börn. Hjá flestum er því þörf á að breyta umhirðu húðar- innar yfir kaldasta árs tímann. Inga Kolbrún segir almennu regluna þá að þörf sé að feitari og þykkari kremum þegar kuldinn eykst. „Öll krem hafa bæði raka- efni sem gefa raka og fituefni sem gefa húðinni næringu og mýkt. Fituefnin eru auk þess nauðsyn- leg til að binda rakaefnin í húð- inni en hreinn raki er fljótur að gufa upp.“ Inga Kolbrún segir oftast talað um fjórar húð gerðir; eðlilega, þurra, blandaða og feita. „Það er misjafnt eftir húð gerðum og ástandi húðar innar hvern- ig hún bregst við auknum kulda og frosti. Í öllum tilfellum verð- ur yfirborðsþurrkur þó meiri og fólk með viðkvæma húð finnur jafnvel fyrir ertingu. Þá getur klæðnaður eins og háir kragar, treflar og húfur aukið hana enn frekar. Helstu ráðleggingar Ingu Kolbrúnar eru eftirfarandi: ● Notið feitari og meira rakagefandi krem yfir daginn. Þeir sem finna einna mest fyrir þurrki þurfa jafnvel að bera á sig tvisvar til þrisvar yfir daginn. Þá er gott að nota feitari krem á kvöldin og/eða rakamaska sem eru til í miklu úrvali. ● Notið þykkni eða serum sem innihalda virk efni. Þau geta gefið næringu og raka. ● Notið djúphreinsa. Djúphreinsa þarf húðina minnst einu sinni í viku til að fjarlægja dauðar húð- frumur sem safnast saman og geta ýtt undir frekari yfirborðs- þurrk. Með því að djúphreinsa húðina reglulega verður upptaka á virkum efnum í kremum betri. ● Notið varasalva eða feit krem á varirnar. Húðin á vörunum er þynnri og um leið viðkvæmari en húðin annars staðar. ● Notið handáburð. Húðin á höndunum þornar líka. Það er gott að nudda góðum handáburði vel á hendur, neglur og naglabönd. Best er að bera hann á nokkrum sinnum yfir daginn og um að gera að hafa handáburð í töskunni eða við hliðina á vaskinum, þá gleymist hann síður. Þá er mikil- vægt að verja hendurnar úti með vettlingum eða hönskum. ● Notið fótakrem. Það er sniðugt að hafa það á náttborðinu og bera á fæturna áður en farið er að sofa. ● Forðist það að vera of lengi í heitri sturti eða baði því heita vatnið þurrkar húðina. Notið djúp- hreinsi fyrir húðina og berið þykkt og nærandi krem á líkamann. ● Drekkið nóg af vatni, borðið hollan mat og hugið að hreyfingu. Það byggir húðina upp að innan. Inga Kolbrún mælir með að fólk leiti ráða hjá snyrtifræðingum og sérstaklega þeir sem eru með ein- hver vandamál. „Ég er til dæmis með feita húðgerð. Samt sem áður finn ég fyrir miklum yfir- borðsþurrki og þá sérstaklega í kringum augun. Við sem höfum blandaða eða feita húð eigum oft erfitt með að finna feitt krem sem ekki stíflar húðina og myndar bólur og þá er gott að leita ráða hjá sérfræðingum. vera@frettabladid.is Almenna reglan er sú að þörf er á feitari og þykkari kremum yfir vetrartímann. Inga Kolbrún segir flesta finna fyrir auknum yfirborðsþurrki yfir kaldasta árstímann. Hún kann ýmis ráð til að halda honum í skefjum. Framhald af forsíðu Marie Curie (1867- 1934) var eðlis- og efnafræðingur. Fékk tvenn Nóbelsverð- laun fyrir rannsóknir á geislavirkni og frum- efninu radíni. Hún uppgötvaði að geislar gætu læknað húð- krabbamein. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin varar við hraðri útbreiðslu mislinga. Mislingatilfellum hefur fjölgað verulega í Evrópu að því er fram kemur á fréttavef BBC. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin, World Health Organization eða WHO, hefur gefið út viðvörun um að tilfellum muni fjölga enn frekar á næsta ári verði ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða. S a m k v æ m t A l þ j ó ð l e g u heilbrigðis stofnuninni hafa meira en 26.000 mislingatilfelli greinst í 36 Evrópulöndum frá janúar til október á árinu. Um 83 prósent tilvika greindust í Vestur-Evrópu og þar af 14.000 tilfelli eingöngu í Frakk- landi. Á heildina litið hafa orðið níu dauðsföll og 7.228 innlagnir á spítala af völdum mislinga á tímabilinu. Um nítíu prósent greindra voru fullorðnir eða unglingar sem ekki höfðu verið bólusettir eða höfðu ekki lokið bólusetningu gegn mislingum. Mislingar stafa af veiru sem er mjög smitandi og berst milli manna með úðasmiti. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli, hósti, bólgin augu, blettir og útbrot. Um tíu prósent þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla, svo sem heilabólgu eða lungnabólgu. Vara við faraldri Margir þeirra sem hafa greinst með mislinga voru ekki bólusettir eða höfðu ekki lokið bólusetningu. NORDICPHOTOS/GETTY www.visindavefur. hi.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Góð og stöðug kæling skiptir sköpum varðandi gæði, geymsluþol og virði fiskafurða. Kæligátt er upp- lýsingaveita með leiðbeiningum og umfjöllun um kælingu og meðhöndlun á fiski á öllum stigum virðis- keðjunnar frá miðum á markað. Slóðin er kaeligatt.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.