Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 16
6. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, Hólmfríður Magnúsdóttir geðlæknir Hvassaleiti 56, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 27. nóvember, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakk- aðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Margrétar Oddsdóttur læknis (s: 565 2260) til styrktar skurðlækningum við brjóstakrabba- meini við Landspítala. Sólveig Grétarsdóttir Guðmundur A. Guðmundsson Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir Grétar Örn Guðmundsson Arndís Huld Hákonardóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurgeir Ingvarsson, Geiri í Múla, fyrrverandi kaupmaður, Selfossi. andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum mánu- daginn 28. nóvember, og verður hann jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 10. desember klukkan 13.30 Guðmundur Birnir Sigurgeirsson Ágústa Traustadóttir Pálmar Sölvi Sigurgeirsson Valgerður K. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku maðurinn minn, faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, Sigurður Ólafsson hagfræðingur, Barmahlíð 55, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Dóra Thorsteinsson Matthías Sigurðsson Hildur Sigurðardóttir Hjördís Smith Ólafur Sigurðsson Sverrir Ólafsson Hulda Stefánsdóttir Björk Ólafsdóttir Hörður Már Gylfason Geir Thorsteinsson Halldóra Æsa Aradóttir Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Fjölnir Stefánsson tónskáld, Lækjasmára 6, andaðist fimmtudaginn 24. nóvember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar LSH, s. 543 1159. Arndís Guðmundsdóttir Ingibjörg Fjölnisdóttir Brynjar Kvaran Þorbera Fjölnisdóttir Karl Sesar Karlsson Brynhildur Fjölnisdóttir Grétar Pétur Geirsson Hlíf, Fjölnir, Stefán Björn, Arnhildur, Hrafnkell og Arndís Anna. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Marteinsson O’Leary fyrrverandi hjúkrunarforstjóri, sem lést þriðjudaginn 29. nóvember á Droplaugar- stöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á FAAS – félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. Katrín Guðmundsdóttir Guðni Oddsson Guðmundur Guðnason Alma María Rögnvaldsdóttir Eva Hrönn Guðnadóttir Þór Vilhelm Jónatansson Marteinn Guðmundsson Katrín Guðmundsdóttir Elskuleg eiginkona mín og systir, Hulda Margrét Waddell guðfræðinemi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 1. desember, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 9. desember kl. 13.00. Örn Valsson (Gulli) systkini og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Kristín María Gísladóttir Reynimel 40, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 2. desember. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 9. desember klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknarfélagsins Hvítabandsins, reikningsnúmer 0117-15-370548. Þorsteinn Vilhjálmsson Sigrún Júlíusdóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Svanlaug Vilhjálmsdóttir Halldór Eiríksson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. timamot@frettabladid.is „Verkefnið tók vissulega á, því mörg okkar hafa kynnst sorginni. Á sama tíma áttuðum við okkur á að dauðinn er afar fjarlægur í daglegu lífi og flest sem tengist útfararþjónustu dálítið falið. Verkinu fylgdu því miklar tilfinningar og víst að keramik margra var vætt söltum tárum,“ segir Sigríður Óðinsdóttir, nemandi í mótunardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur. Á föstudag sem leið hófst sýning á lokaverkefnum Sigríðar og ellefu samnemenda hennar í Norræna húsinu. Lokaverkefnið nefnist „Endanlegt rými – andlegt rými“ og geymir margvísleg duftker sem nemendur hönnuðu undir jarðneskar leifar, sem og umgjörð til varðveislu duftkerja. Kennarar voru Anna Hallin myndlistar maður og arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, en saman hafa þær hannað aðstöðu í Gufunes- kirkjugarði þar sem rísa á kapella og betri aðstaða fyrir líkbrennslu fram- tíðar. „Verkefnið var hugsað með raunveru- legt notagildi í huga því á íslenskum duftkersmarkaði eru engin íslensk duft- ker fáanleg heldur eingöngu innflutt. Við fórum á fund Heimis Janusar sonar, umsjónar manns í Gufuneskirkjugarði, sem upplýsti okkur um hagnýta hluta duftkerjagerðar áður en við gátum hafist handa. Þá skoðuðum við einnig duftkers reitinn og líkbrennsluofninn í Fossvogi, sem reyndi mikið á mann- skapinn og sumir kusu að fara ekki á þann stað. Flestir tóku þó á honum stóra sínum og þótti gott eftir á að tala við útfararstjóra um dauðann á almennum nótum, því flestum okkar er hann fram- andi og sveipaður dulúð, þar til hann bankar óvænt upp á og við neyðumst til að horfast í augu við hann,“ útskýrir Sigríður. Hún segir nemendurna hafa nálgast duftkerin á ólíkan hátt og að útkoman hafi ávallt verið persónuleg. „Sumir höfðu í huga persónuleg kynni við einstaklinga sem kvatt hafa jarð- vistina á meðan aðrir veltu fyrir sér spurningum um dauðann. Afraksturinn er fjölbreyttur og mismunandi eins og einstaklingarnir sjálfir, og sköpunin í öllum tilvikum upprunnin frá mjög svo persónulegum stað. Sigríður segir erfiðast við verkefnið að hafa þurft að kafa svo djúpt í andlegt rými sjálfrar síns. „Það var ljúfsár upplifun en á sama tíma skemmtileg því dagsdaglega sest fólk ekki niður með kaffibolla til að hugleiða dauðann í þaula. Þarna gafst því góð ástæða og tækifæri til að gera það almennilega.“ Og hún segir að duftker mættu sannarlega endurspegla betur þann sem hvílir í þeim. „Í sorgarferlinu er tæpast rými fyrir hugsanir um form á duftkeri því þá dvelur hugurinn hjá hinum látna. Hins vegar er sjálfsagt mál að biðja leirkera- smiði landsins um að útbúa duftker sem endurspegla persónuleika þeirra sem hafa kvatt,“ segir Sigríður. Vert er að benda á aðra sýningu skemur kominna nemenda mótunar- deildar á neðri hæð Norræna hússins. „Sýningarnar eru ágætis sýnishorn á því frjóa og fagra starfi sem fer fram í mótunardeild Myndlistarskóla Reykja- víkur, og sýningin á duftkerjunum bæði forvitnileg, falleg og vekur fólk til umhugsunar,“ segir Sigríður. Sýningin stendur til 11. desember. Sjá nánar á www.norraenahusid.is. thordis@frettabladid.is Í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA: SÝNING Á DUFTKERJUM Í NORRÆNA HÚSINU Duftker vætt söltum tárum HIÐ ENDANLEGA RÝMI Sigríður vildi að sitt duftker væri hefðbundið í útliti. Á toppnum er lokið unnið út frá hugmynd um hurðarhún sem er notaður til að opna fyrir hinum látna í hans endanlega rými. Sé hugmyndin tekin út frá þeirri hugsun að einstaklingurinn fari úr þessum heimi yfir í þann næsta er hurðarhúnninn til að opna gáttina, hvort sem hún er huglæg eða hlutlæg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MERKISATBURÐIR 1593 Yfirdómur á Alþingi er stofnaður. Hann starfaði í rúmar tvær aldir. 1768 Alfræðiorðabókin Britannica kemur út í fyrsta sinn. 1917 Finnland lýsir yfir sjálfstæði frá Rússlandi. 1921 Írland lýsir yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 1949 Þriðja ríkisstjórn Ólafs Thors sest að völdum og situr í rúma þrjá mánuði. 1965 Íþróttahöllin í Laugardal er vígð. 1985 Hafskip er gert gjaldþrota. Þetta var stærsta gjaldþrotamál á Íslandi um langan aldur. 1993 Debetkort eru tekin í notkun á Íslandi. KRISTJÁN ELDJÁRN (1916-1982) forseti Íslands fæddist þennan dag. „Hjá fólkinu í landinu mun hugur minn verða.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.