Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 12
12 6. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í slendingar eru bókaþjóð – því er að minnsta kosti haldið fram á tyllidögum. Árlega eru gefnir út mýmargir bóka- titlar, ekki síst ef tillit er tekið til höfðatölunnar góðu. Barna- bókaútgáfa er hér blómleg og þótt á þeim akri sé vissulega ekki allt jafngott má samt sem áður fullyrða að úrvalið af góðum og vönduðum barnabókum, íslenskum og þýddum, fyrir alla aldurshópa sé gott. Sala bóka á Íslandi er einnig með ágætum þannig að að óathuguðu máli mætti gera ráð fyrir að íslensk börn væru eins og fiskar í vatni þegar kemur að því að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. Skammt er síðan birtar voru niðurstöður könnunar sem leiddi í ljós að um fjórðungur unglingsdrengja og tæplega tíu prósent jafnaldra stúlkna lesa sér ekki til gagns. Það kann að standa í einhverju samhengi við niðurstöður rannsóknar á notkun barnabókmennta í skólum og lestrarvenjum átta til ellefu ára barna á Íslandi og í þremur öðrum Evrópulöndum. Þar kemur fram að íslenskar barnabækur eru ekki hluti af námskrá grunnskóla á sama hátt og tíðkast til dæmis í Bretlandi og á Spáni. Íslenskir kennarar virðast síður meta og nýta barna- bókmenntir í kennslu en kennarar hinna landanna þar sem rann- sóknin var gerð. Íslensk börn mynda sér einnig síður skoðanir á því sem þau lesa en börn í hinum löndunum þremur og skrifa sömuleiðis sjaldnar um það sem þau lesa. Nú þegar jólabókaflóðið er í algleymingi og foreldrar og frænd- fólk huga að jólagjöfum handa erfingjum landsins er ágætt að velta fyrir sér gildi þess að börn lesi. Lestur og lesskilningur er lykilþáttur í öllu námi og einnig í gríðarstórum hluta þeirra starfa sem börnin eiga eftir að leggja fyrir sig í framtíðinni. Þá er ótalin sú gleði sem getur falist í því að gleyma sér með góðri bók. Það er því til mikils að vinna að laða börnin að bókum. Það þarf þorp til að ala upp barn. Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri, bendir á í frétt hér í blaðinu að það sé ekki aðeins á ábyrgð skóla og foreldra að hvetja börn til lestrar, heldur alls samfélagsins. Á Spáni og í Englandi og Tyrk- landi, sem rannsóknin náði einnig til, er mun meiri áhersla lögð á hlutverk systkina, fjölmiðla, vina og bekkjarfélaga þegar kemur að lestraruppeldi meðan íslenskir þátttakendur töldu ábyrgðina alfarið liggja hjá foreldrum og kennurum. Það þarf samstillt átak til að hefja barnabókmenntir til meiri virðingar, ekki bara í skólum heldur í öllu samfélaginu. Það á að fjalla meira um barnabækur í fjölmiðlum, fullorðnir fyrir fullorðna, fullorðnir og börn fyrir börn. Foreldrar og aðrir sem umgangast og ala upp börn eiga ekki bara að lesa fyrir lítil börn heldur halda áfram að lesa barnabækurnar sem börnin eru farin að lesa sjálf og tala um þær við börnin. Í skólanum á að vera vett- vangur fyrir börn að miðla hvert öðru af því sem þau lesa. Í góðri barnabók er menningu barna miðlað með allt öðrum hætti en kostur gefst á í hefðbundnu námsefni. Öll börn ættu að eiga aðgang að þeim heimi. Enn einu sinni hefur okkur atvinnurek-endum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslands- banka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurek- endur standa undir atvinnuleysis bótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 millj- arða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðl- arnir vella út um eyrun á gjald kerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnu- leysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna? HALLDÓR Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikning- inn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna? SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fjármál Ólafur Hauksson almannatengill Leyfið bönkunum að koma til mín Hinn ofsótti söfnuður „Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.“ Svo segir í Postulasögu og er mælt við lærisveina Krists. Til þessara orða, og fleiri, horfðu píslar- vottar löngum er þeir voru pyntaðir og líflátnir fyrir sakir trúar sinnar. Nú virðist ný alda píslarvættis runnin upp og mátti heyra hennar getið í orðum Höskuldar Þórhalls- sonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, í gær. „Það hefur verið vegið að íslensku þjóðkirkjunni á skipulegan hátt í langan tíma,“ sagði þingmaðurinn og vildi að innanríkis- ráðherra kannaði málið, sérstaklega innan Háskóla Íslands. Hinn ríkisstyrkti söfnuður Eitt skilur þó að píslarvotta frumkristninnar og Höskuld og félaga; nefnilega að þjóðkirkjan nýtur fjárútláta umfram aðra söfnuði. Á fjárlögum ársins 2012 er gert ráð fyrir að greiða 1,3 milljarða beint til þjóðkirkjunnar. Þá eru messur safnaðarins fluttar í ríkisreknu útvarpi og á ýmsan annan hátt nýtur söfnuðurinn betri stöðu en aðrir. Ég þekki mann sem þekkir mann Umræðan um áhuga félags í eigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo á kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum gerist æ skringilegri. Búið er að draga fram konu sem býr í Japan og þekkir því Kínverja og um helgina kom í ljós að Kanadamenn hafa áhyggjur af kaupunum, vegna herfræðilegrar stöðu. Vonandi mun ekki rísa herstöð á Hólsfjöllum, en það verður spennandi að sjá hver verður næst dreginn fram í umræðuna. Fóru Stuðmenn ekki til Kína um árið sem Strax? Þeir hljóta að vita eitthvað um málið. kolbeinn@frettabladid.is Lestur er lykill. Notum allar góðu barnabækurnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.