Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 28
6. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 folk@frettabladid.is * Gildir á meðan birgðir endast. Jólaandinn er hjá Vodafone Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Frábær tilboð á snjöllum símum Samsung Galaxy Y 24.990 kr. staðgreitt eða 2.083 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir * Nokia 700 59.990 kr. staðgreitt eða 4.999 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir * Forsetafrúin Dorrit Moussaieff var smart og elegant þegar skautasvellið í Somerset-menningarmiðstöðinni í London var opnað fyrir skemmstu. Meðal annarra gesta voru Pippa Middleton, systir Kate Middleton, og Judi Dench, sem hefur leikið M í síðustu James Bond-myndum. DORRIT Á DJAMMI MEÐ PIPPU Pippa Middleton er í sérstöku uppáhaldi hjá bresku pressunni eftir að hún stal óvænt senunni í brúðkaupi systur sinnar, Kate Middleton. Ljósmyndarar fylgja henni við hvert fótmál. NORDICPHOTOS/GETTY Judi Dench og David Mills voru meðal gesta, en Dench leikur yfirmann bresku leyniþjónustunnar í James Bond- myndunum. Næsta mynd, Skyfall, verður þriðja myndin þar sem Dench leikur á móti Daniel Craig, núverandi Bond. Fyrirsætan Suki Waterhouse mætti á opnunina. Hún er ein eftirsóttasta fyrirsætan í bransanum í dag og er meðal annars andlit Marks & Spencer. Þessi skautadansari sýndi listir sínar fyrir Pippu og Dorrit í Somerset-menningar- miðstöðinni þegar skautasvellið þar var opnað. Forsetafrúin var í essinu sínu þegar skautasvell í miðborg Lund- úna var opnað. Gulu gallabux- urnar vöktu mikla athygli og ljóst að forsetafrúin íslenska er með á nótunum þegar horft er til nýjustu strauma í fatatísku. PLATA SÖNGKONUNNAR ADELE, 21, hefur selst í 3,4 milljónum eintaka í Bretlandi. Hún er þar með orðin söluhæsta plata aldarinnar þar í landi, á undan Back to Black með Amy Winehouse. 3,4 Jónsi fær góða dóma á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork fyrir tónlist sína við kvikmyndina We Bought a Zoo. Platan fær sjö í einkunn af tíu mögulegum. Gagn- rýnandinn segir Jónsa vera undir áhrifum frá sólóplötu sinni Go og að strengja- og lúðraútsetningar Nico Muhly séu smekklegar. Einnig segir hann melódíuna í einu laginu líkjast hinu sígilda jólalagi White Christmas. We Bought a Zoo í leikstjórn Camerons Crowe verður frumsýnd vestan- hafs 23. desember og fara Matt Damon og Scarlett Johansson með aðalhlut- verkin. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.