Morgunblaðið - 24.07.2010, Page 16

Morgunblaðið - 24.07.2010, Page 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 VIÐTAL Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Jenny darling, Jenny daaarling!“ Umhverfið er rólegt og andrúms- loftið vinalegt inni á verkstæði niðri við Slippinn í Reykjavík. Sæmundur Halldórsson stálsmiður hallar sér aftur í stól inni á kaffistofu og raular þessa grípandi upphafslínu úr rokk- slagaranum vinsæla sem Pétur Kristjánsson söng inn á plötuna Uppteknir árið1974. Sæmundur er klæddur í vinnugalla og þurrkar olíu af höndum sínum. Handan við hornið heyrist glamur í verkfærum og raf- suðu og einhvers staðar í fjarlægð- inni er hamri lamið taktfast í stál. „Ég hef alltaf verið rokkhundur, alla tíð, og var trommuleikari hérna í gamla daga,“ segir Sæmundur og brosir. Hann fær sér sopa af sót- svörtu kaffi úr plastbolla og blaða- maður og ljósmyndari gera slíkt hið sama. „Pelican var frábær hljóm- sveit – Bjöggi Gísla algjörlega ein- stakur á gítarinn. Svo hlusta ég alltaf á Zeppelin og Purple, þetta er klass- ík. En Hendrix er alltaf númer eitt. Ég kem stundum með iPod hingað í vinnuna og set hann í eyrun á með- an ég er að sjóða. Það lætur tímann líða hraðar. Svo hef ég alltaf látið son minn hlusta á plöturnar mínar og hann lætur mig hlusta á sínar í stað- inn – ég er þess vegna mikið að hlusta á Smashing Pumpkins þessa dagana.“ „Fengum að vinna meira“ Sæmundur, sem er menntaður stálsmiður, hélt til Noregs snemma á níunda áratugnum til að leita sér að atvinnu og dvaldi þar um hríð. Hann sneri svo aftur á skattlausa árinu 1987 og segist ekki sjá eftir því. „Nei, það var rétt ákvörðun að koma aftur. Maður hefur oft spurt sig hvernig hefði verið að vera þar áfram – ef- laust hefði maður það mun betra í dag. En hugurinn leitar ávallt aftur heim, þannig er það.“ Hann var búsettur rétt norðan við Björgvin í tæplega þrjú ár og starf- aði í vélsmiðju. „Það var skemmtileg reynsla. Ég var svo ólmur í að fá að vinna en „Norsarinn“ er þannig að hann vill helst bara vinna átta tíma á dag. Við vorum þarna tveir Íslend- ingar og enduðum á því að fara á fund verkstjórans og krefjast þess að fá að vinna tvö kvöld í viku og á laugardögum. Þá var annar starfs- maður nýfarinn út af skrifstofunni hans og hafði verið að krefjast þess að vinnutíminn yrði styttur um klukkutíma á dag! En verkstjórinn leyfði okkur tveimur að vinna mun meira – hann vildi ekki missa okkur,“ segir Sæ- mundur og hlær. Hann segir jafnframt að þrátt fyrir lík- indin með þjóðunum tveimur séu Norðmenn ívið rólegra en jafnframt formfast- ara fólk. „Ég man þeg- ar ég mætti þarna ein- hvern tímann á ball klukkan hálftólf, örugglega í eina skiptið á ævinni sem ég hef mætt svona snemma, þá voru Norsararnir bara að fara í háttinn. Það var ekki alveg það sem maður var vanur!“ Snögglega er tekið hlé á spjallinu þegar sam- starfsmaður Sæmundar gengur inn til að leita ráða hjá honum. „Ég vil ekki trufla þig en ég var að spá hvaða rafsuðu ég gæti notað í þetta?“ Sæmundur stökk á fætur og sveif fram á verkstæðið. „Heyrðu, ég er með hérna eina tvö hundruð og tuttugu fyrir þig, er hún ekki þarna undir?“ Norðanvindurinn gleymdist Slippurinn í Reykjavík verður fluttur innan tveggja ára og á lóðinni mun rísa „glæsihótel“ og kaffihús. Efasemdasvipur er á Sæmundi. „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta mjög sjarmerandi umhverfi hérna í Slippnum.“ Hann þegir um stund og lítur út um gluggann. Tekur upp sígarettu og snýr henni milli fingr- anna. Vindurinn dynur á báru- járninu fyrir utan. „Maður er auðvit- að hlutdrægur. Ég held samt að menn hafi ekki alveg tekið nægilega mið af norðanáttinni hérna þegar þeir voru að ákveða þetta. Þú situr ekkert hérna úti og drekkur kaffi á daginn. Þetta er svo opið gagnvart norðanvindinum.“ Sæmundur segir jafnframt ástandið skelfilegt í þjóðfélaginu en hann hafi mestar áhyggjur af unga fólkinu. „Ég hef til dæmis áhyggjur af minni eigin stétt. Unga fólkið fær engan hvata til að læra þessi iðn- störf. Ég veit ekki, kannski vilja bara einhverjir vitleysingar eins og ég gera þetta. Unga fólkið okkar þarf hvata til að læra hér og vera hér. Annars fer það bara eins og ég gerði og kemur kannski ekki aftur. En ég reyni að trúa því að þó unga fólkið fari héðan, þá komi það að lok- um sterkara og reyndara til baka.“ „Norsarinn vill vinna minna en við“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Slippur Sæmundur Halldórsson hefur unnið við stálsmíði bæði í Slippnum og í álverum. Hann hefur mestar áhyggjur af tækifærum unga fólksins í dag.  Sæmundur Halldórsson stálsmiður fór ungur til Noregs í atvinnuleit en ákvað að snúa aftur heim  „Slippurinn er sjarmerandi umhverfi“  Segir vanta meiri hvatningu fyrir unga fólkið í landinu Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu naut mikilla vinsælda um víða veröld og íslenska þjóðin var þar ekki undanskilin. Um 65% áhorf var á úrslitaleikinn sjálfan þar sem Spánverjar og Hollendingar öttu kappi og fóru þeir fyrrnefndu með verðskuldaðan sigur af hólmi. Spánverjar tefldu fram einstak- lega hæfileikaríku liði í keppninni og áhorf mældist iðulega mest á leikjum þeirra. Sá leikur í keppninni sem næstflestir sáu var undanúrslitaleik- ur keppninnar, Spánn - Þýskaland, sem margir töldu fyrirfram vera mest spennandi viðureign keppninn- ar. Áhorf á þann leik mældist um 57,9%. 51,8% fylgdust með hinum undanúrslitaleiknum, viðureign Hol- lendinga við Úrúgvæja. Þótt heimsmeistarakeppnin hafi notið mikilla vinsælda kemst hún þó ekki með tærnar þar sem fastir liðir eins og Áramótaskaupið og Euro- vision hafa hælana. 85,7% þjóðarinn- ar horfðu á síðustu Eurovision- keppni og 78,3% á síðasta skaup. 68,7% horfðu á Íslendinga taka Spánverja í kennslustund í hand- bolta í undanúrslitum á ÓL 2008 í Peking en færri létu sig hafa það að sjá Frakka valta yfir okkur í úrslita- leiknum, 58,6%. Úrslitaleikurinn í heimsmeistarakeppninni í ár mæld- ist með minna áhorf en úrslitaleik- urinn á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Sá leikur mældist með 71,8% áhorf. haa@mbl.is Mikið áhorf á úrslitaleik  Þó minna en á úrslitaleik Evr- ópumótsins 2008 Uppsafnað sjónvarpsáhorf hjá RUV Eurovision 2009 Eurovision 2010 Áramótaskaup 2009 EM 2008 (Spánn - Þýskaland úrslit) ÓL 2008 (Ísland - Spánn) ÓL 2008 (Ísland - Frakkland) HM 2010 (Spánn - Holland úrslit) HM 2010 (Spánn - Þýskaland undanúrslit) 92,3% 85,7% 78,3% 71,8% 68,7% 58,6% 68,9% 59,7% „Ásbyrgi er minn uppáhalds- staður á Íslandi. Það er ótrú- lega fallegt þar,“ segir Sæ- mundur. Hann er alinn upp í Grundarfirði en hefur búið lengi í Reykjavík. „Ég bý í Breiðholtinu og líður ákaflega vel þar.“ Hann segir jafnframt að hann hafi mjög gaman af vinnu sinni. „Maður veit samt aldrei hversu vinnudagurinn verður langur. Stundum þarf maður að vera að í sólarhring í einu.“ Ásbyrgi falleg- asti staðurinn REYNIR AÐ FERÐAST MIKIÐ Hellidemba var á höfuðborg- arsvæðinu í gær og leituðu flestir skjóls fyrir veðrinu, jafnt menn sem málleysingjar. Mávarnir, sem sum- um finnst nóg af en öðrum finnst skemmtilegustu fuglar, hvíldu sig um stund á handriði og hristu drop- ana af sér áður en haldið var í enn eina ætisleitina. sunna@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Í vari fyrir vætunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.