Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkjaráð-stefnaEvrópu- sambandsins verður haldin eftir helgi og þar verð- ur Össuri Skarp- héðinssyni utanríkisráðherra kynnt afstaða sambandsins í aðlögunarviðræðunum við Ís- land. Bloomberg-fréttastofan segist hafa komist yfir skjal með drögum að afstöðu sam- bandsins og þar segi að þrýst verði á Ísland í nokkrum mál- um, þar með talið því sem snýr að Icesave og sjávarútvegs- málum. „Það verður mjög krefjandi að uppfylla aðlög- unarskilyrðin, ekki síst á svið- um sjávarútvegs, landbúnaðar og byggðaþróunar, umhverf- ismála, frjálsra fjármagns- flutninga og fjármálaþjón- ustu,“ segir í skjali Evrópusambandsins, sam- kvæmt frétt Bloomberg. Engum þarf að koma á óvart að slíkan texta sé að finna í skjali sem lýsir afstöðu Evrópusambandsins til aðlög- unarviðræðna við Ísland. Að- lögunarviðræðurnar, sem stundum hafa verið nefndar aðildarviðræður, ganga eink- um út á að ákvarða hverju Ís- land þarf að breyta til að laga sig að kröfum Evrópusam- bandsins og að einhverju leyti hversu hratt það skuli gerast. Ólíkt því sem einhverjir töldu – og sumir segjast enn trúa – eru þetta ekki við- ræður tveggja jafnrétthárra aðila sem semja um ýmis atriði og mætast að meðaltali á miðri leið. Ísland er þess vegna fyr- irfram í mjög veikri samn- ingsstöðu gagnvart Evrópu- sambandinu og innan þess eru engin áform um að breyta um stefna vegna krafna Íslands. Við þetta bætist svo að rík- isstjórn Íslands hefur sýnt að hún mun ekki einu sinni reyna að halda fram málstað lands- ins. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti sýnt að vegna mikils áhuga á að fá samþykki ríkja Evrópusambandsins lætur hún eiga sig að gæta hags- muna Íslands á öðrum sviðum. Ferð Össurar til Brussel í næstu viku felur þess vegna ekki í sér tækifæri til að kynna afstöðu Íslands og hvaða hagsmuni ríkisstjórnin hyggist verja. Í ferðinni felst aðallega hætta á að Össur Skarphéðinsson, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, beygi sig einu sinni enn gagnvart óbilgjörnum kröfum tiltek- inna ríkja Evrópusambands- ins. Í aðlögunarviðræð- unum er það ESB en ekki Ísland sem setur skilyrðin} Aðlögunarskilyrði Evrópusambandsins Atvinnuleysihefur verið viðvarandi vanda- mál í Evrópusam- bandinu og yf- irþyrmandi hjá ungu fólki í flest- um þeim löndum. Hefur atvinnuleysi í ESB þannig verið meira að jafnaði undanfarin 10 ár en á Íslandi á stuttum hörmungartíma eftir bankakreppu. Því eru það veruleikafirrtir menn sem segja að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið til að tryggja traust atvinnulíf. Þeir hafa þá bersýnilega ekki fund- ið nein bitastæð rök og þykir betra að veifa röngu tré en engu. Nýlega var sagt frá því í fréttum að til stæði að lífeyr- issjóðir og ríkið gerðu með sér samkomulag sem leiddi til þess að farið yrði í tilteknar framkvæmdir í vegamálum. Það var kynnt með þeim hætti, að markmiðið væri að „vega- framkvæmd skapi störf (strax) í haust.“ Vissulega getur verið réttlætanlegt að veita fé til að flýta framkvæmdum þegar tímabundin lægð er í atvinnumálum. En sú aðgerð er þó ekki til þess fallin að „skapa störf.“ Um leið og inn- spýtingunni lýkur eru þau störf sem hún „skapaði“ fyrir bí. Rík- isvaldið er sjaldnast vel til fall- ið að fara í hlutverk skapara starfa til frambúðar, nema þá ríkisstarfa. En það getur á hinn bóginn lagt góðan grunn að því að störf verði til. Það gerist með hófsemd í skatt- heimtu, með því að halda aftur af sér í reglusetningu og óhófi í opinberum fyrirmælum og þar fram eftir götunum. Nú- verandi ríkisstjórn, sem ætlar sér að semja við lífeyrissjóðina um að „skapa“ fyrir sig tíma- bundin störf hefur frá sínum fyrsta degi lagt steina í götu þess að heilbrigt og frjótt at- vinnulíf megi þróast. Það er meinið. Því þegar heilbrigt og frjótt atvinnulíf fær þrifist fyr- ir fjandsamlegu ríkisvaldi, þá fjölgar tækifærunum varan- lega fyrir vinnufúsar hendur. Heilbrigð umgjörð atvinnulífs til lengri tíma er miklu far- sælli en tímabundin innspýting fjár} Skammtímalausnir F ulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ut- anríkismálanefnd Alþingis, þau Sigurður Kári Kristjánsson og Ragnheiður Elín Árnadóttur, lögðu fram bókun þess efnis í gær að viðvera utanríkisráðherra á ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins væri óviðeigandi. Ástæðuna sögðu þingmennirnir skort á stuðn- ingi við umsókn Íslands um aðild að Evrópu- sambandinu. Óháð því hvað mönnum kann að finnast um þessa bókun Sigurðar og Ragnheiðar, var afar forvitnilegt að lesa um viðbrögð formanns ut- anríkismálanefndar, Árna Þórs Sigurðssonar. Árni sagði í samtali við mbl.is í gær: „Mér sýn- ist hún aðeins vera sett fram til að uppfylla þær kröfur sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur á sína þingmenn í þessu máli.“ Af orð- um Árna má ráða að þau Sigurður og Ragnheiður séu bar- asta bundin af stefnu síns flokks. Þau hafi hreinlega verið að ganga erinda flokksmanna sinna. Að mati Árna er hið rétta að „framkvæmdavaldið vinni eftir því sem Alþingi hefur falið því að gera“. Til glöggvunar fyrir lesendur er framkvæmdavaldið í þessu tilfelli Össur Skarphéðinsson. Þetta lýsir auðvitað mögnuðum lýðræðisskilningi. Hann verður ekki túlkaður öðruvísi en að þingmenn eigi ekki að haga málflutningi sínum eftir stefnu síns flokks eða vilja flokksmanna, heldur því sem meirihluti Alþingis hefur ákveðið, með góðu eða illu. Þessi ummæli þurfa kannski ekki að vera óvænt, komandi frá einum forvíg- ismanna Vinstri grænna á Alþingi. Eftir að sá flokkur komst að ríkisstjórnarborðinu hefur nánast allt gerst sem forystumenn flokksins lofuðu kjósendum sínum að myndi ekki gerast. Formlegrar umsóknar um aðild að Evrópu- sambandinu er þar auðvitað skemmst að minn- ast. Ráðamenn hafa gert margítrekaðar til- raunir til að láta íslenska skattborgara gangast í ábyrgð fyrir skuldum hins fallna Landsbanka. Íslenskt orkuframleiðslufyr- irtæki með talsverð nýtingarréttindi á jarðhita komst að fullu í eigu erlends fyrirtækis fyrir skömmu. Að vísu hefur verið boðuð einhvers konar rannsókn á hinu síðastnefnda, sem gæti friðað einhverja. Þrátt fyrir að Vinstri grænir hafi svikið mörg af sínum helstu kosningaloforðum og horfið frá meginstefjum í stefnu sinni, er ekki nema sanngjarnt að tína til einhverjar aðgerðir sem hafa verið í samræmi við stefnuna. Skattar hafa verið hækk- aðir hratt og örugglega. Óumflýjanlegum niðurskurði hef- ur verið slegið á frest, undir formerkjum varðstöðu um velferðarkerfið. Til dæmis stendur fæðingarorlofssjóður nánast ósnertur, þrátt fyrir að börn þeirra foreldra sem njóta framlaga úr honum þessa dagana þurfi líklegast að bera kostnaðinn af rekstri sjóðsins þegar fram líða stund- ir. Síðan er stjórnlagaþingið góða komið í farveg. En mögulega er þetta bara hárrétt hjá honum Árna. Kannski er það óþolandi að innan þingflokka sé allt upp- fullt af fólki sem framkvæmir vilja kjósenda sinna. Þórður Gunnarsson Pistill Múlbundin af stefnu flokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon arstjórar þó varla vænst mikilla kjarabóta. Fleira en kröfur um gegnsæja stjórnsýslu getur skýrt það að sveit- arfélög auglýsa eftir bæjarstjórum í meiri mæli en áður. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og fv. bæj- arstjóri á Ísafirði, bendir á að minna sé um endurráðningar bæjarstjóra en áður og meiri harka kringum meiri- hlutaskipti. Eftir áralanga reynslu sem bæj- arstjóri segir Halldór þetta starf ekki aðeins snúast um debet- og kred- ithliðina í fjármálum, heldur ekki síð- ur að fá fólk til að starfa saman. Rekstur sveitarfélaga sé flókinn þar sem margar stjórnir og nefndir séu starfandi. „Bæjarstjóri þarf að láta fólk vinna saman og koma í veg fyrir eða draga úr þeim árekstrum sem oft og tíðum hafa verið mjög miklir í sveitarfélögum og skapað mörg vandamál,“ segir Halldór. Hann telur allar þessar auglýs- ingar hins vegar ákveðna vísbend- ingu um að pólitískt kjörnir fulltrúar ætli að láta meira á sér bera út á við við stjórnun sveitarfélaganna og auglýsi því eftir rekstrarfólki til að sinna fjármálum og öðrum hag- nýtum hlutum í tengslum við starf sveitarstjóra. „Pólitísku oddvit- arnir ætla að vera áberandi í um- ræðunni og meira út á við fyrir sín sveitarfélög. Ég held að það sé ágætisþróun en hafa ber í huga að veldur hver á heldur.“ Hver vill ekki verða bæjarstjóri? Kunnur skíðakappi á árum áður og Ísfirðingur, Daníel Jak- obsson, er að taka við bæjar- stjórastarfinu í Ísafjarðarbæ af Halldóri Halldórssyni, sem hef- ur setið í stólnum þar vestra frá árinu 1998 og í bæjarstjórn frá 1994. Halldór segir þetta hafa verið orðið gott í bili. „Tími til kominn að pústa að- eins.“ Hann ætlar þó að gefa áfram kost á sér sem formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi þess í haust. Að- spurður segist hann ekki hafa ætlað sér að gerast bæjarstjóri annars staðar, þó að honum hafi staðið það til boða í tveimur tilvikum. Auk þess að vilja vinna áfram að verkefnum fyrir samtök sveitarfé- laga stefnir Hall- dór á að setjast á háskólabekk í vet- ur og hefja meist- aranám. Áfram í framboði Á LEIÐ Í HÁSKÓLA Halldór Halldórsson Eftirsóttir stólar Fjöldi umsókna um starf bæjarstjóra í nokkrum sveitarfélögum Akranes Grundarfjörður Dalabyggð Vesturbyggð Ísafjörður Strandabyggð Akureyri Fljótdalshérað Fjarðabyggð Rangárþing ytra Árborg Grindavík Sandgerði FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is S taða bæjar- og sveit- arstjóra er eitthvert heit- asta og eftirsóttasta starf- ið um þessar mundir, ef marka má fjölda umsókna um hverja auglýsta stöðu. Svo virðist sem algengara sé en oft áður að sveit- arfélög auglýsi eftir bæjar- og sveit- arstjórum. Oftar en ekki hefur verið um pólitískar ráðningar að ræða, einkum í stærstu sveitarfélögunum, en með auknum kröfum um gegn- sæja og faglega stjórnsýslu hafa ráðningar í kjölfar auglýsingar færst í vöxt. Og ekki hefur krafan um aukið gegnsæi minnkað eftir bankahrunið. Þetta er þó ekki algilt þar sem á sum- um stöðum er löng hefð fyrir því að auglýsa eftir sveitarstjóra. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu að undanförnu hafa allt á sjötta tug umsækjenda verið um hverja auglýsta bæjarstjórastöðu og er algengt að nokkrir sæki um á mörgum stöðum í einu. Yfirleitt er þetta fólk með fjölbreytta reynslu að baki, hvort sem er úr sveitarstjórnum eða annars staðar frá. Nýlegt dæmi úr Fjarðabyggð sýnir að ekki virðist alltaf duga til að auglýsa starfið laust. Ákveðið var að ganga til viðræðna við mann sem ekki var meðal umsækj- enda. Í Skagafirði fór nýr meirihluti öfugt að. Byrjað var á því að ræða beint við valda einstaklinga en eftir að það gekk ekki var ákveðið að aug- lýsa stöðu bæjarstjóra. Sveitarfélögin hafa því allan ganginn á þessu. Í mörgum tilvikum hafa þau einnig ráðningarfyrirtæki sér til aðstoðar við ferlið. Meira sótt í rekstrarfólk? Ein helsta skýringin á þessum mikla áhuga á bæjarstjórastarfinu er án nokkurs vafa atvinnuástandið. Eftir að kreppan skall á hefur ekki verið mikið framboð af vel launuðum störfum fyrir fólk með góða og mikla menntun og reynslu af stjórnun og rekstri. Yfirleitt er starf bæjarstjóra vel launað, enda ábyrgðin mikil, laun- in eru allt frá um 700-1.500 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt síðasta tekjublaði Frjálsrar verslunar. Eftir því sem sveitarfélögin eru stærri virðast launin vera hærri, þó það fylg- ist nú ekki alltaf að. Með versnandi fjárhag sveitarfélaga geta bæj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.