Morgunblaðið - 24.07.2010, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010
Gróðursetning Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Illugi, sonur hennar, tóku þátt í átaki um ræktun eplatrjáa og gróðursettu fyrsta eplatréð á Klambratúni.
Eggert
Ef íslenska þjóð-
arskútan á nokkurn
tímann að geta þanið
segl á ný er verð-
mætasköpun í hag-
kerfinu nauðsynleg.
Þrátt fyrir að rík-
isstjórnin hafi gert
margt til að draga
kjark og þor úr þjóð-
inni finnast enn hug-
myndaríkir, skapandi
og duglegir Íslendingar sem reyna
að skapa verðmæti með nýjum
hugmyndum. Sjálfur fær undirrit-
aður viðskiptaáætlanir sendar í
viku hverri frá slíkum aðilum. Sam-
hliða verðmætasköpun skapast at-
vinna og skatttekjur ríkissjóðs
aukast. Hver einasta króna sem
ríkið notar verður til í einkageir-
anum. Yfirvöld, hvort sem þau
heita Seðlabanki Íslands eða rík-
isstjórn, draga markvisst úr and-
rými atvinnulífsins með geigvæn-
legum fjármagnskostnaði og mikilli
hugmyndaauðgi í íþyngjandi að-
gerðum, sem felast meðal annars í
vöxtum sem eru átta sinnum hærri
en gengur og gerist í Evrópu.
Að vissu leyti er það skiljanlegt
að sameignarsinnar grípi tækifærið
nú og skelli skuld efnahagshruns-
ins á atvinnufrelsið. Markaðs-
misnotkun, svik og önnur fjár-
glæfrastarfsemi eru ekki einkenni
frjálshyggju. Frelsi einstaklinga til
orðs og æðis snýst um samkeppni,
frjálsan markað og umfram allt
fagleg og lögleg vinnubrögð. Á Ís-
landi skaut rótum illgresi í lysti-
garði frjáls atvinnulífs sem skip-
aður var af um það bil 20-25
viðskiptaóvitum. Nú hefur illgres-
inu verið eytt, enda
grundvallaratriði í
huga frjálshyggju-
manna að láta ekki
skattgreiðendur bera
kostnaðinn af mis-
heppnuðum viðskipta-
ævintýrum einkaaðila.
Evrópulöndin ákváðu
öll að bjarga sínum
bönkum með tilheyr-
andi kostnaði skatt-
greiðenda. Íslendingar
eru að því leyti heppn-
ir – bankarnir eru
búnir að fara á hausinn og nýtt
upphaf er næsta skref.
Vaxtastefna Seðlabanka Íslands í
samvinnu við Alþjóðgjaldeyrissjóð-
inn hefur kostað íslenskan almenn-
ing meira en tap Seðlabankans af
veðlánaviðskiptum við hinu föllnu
íslensku banka en það tap hefur nú
verið endurreiknað úr 350 millj-
örðum niður í 175 milljarða sem
eru mjög góðar fréttir þó að ís-
lenskir fjölmiðlar hafi lítið viljað
fjalla um þau gleðilegu tíðindi. Nú
eru 19 mánuðir liðnir frá hruni og
2.000 milljarðar af innlánum liggja
meira og minna hreyfingarlausir í
kerfinu. Á þessum tíma eru með-
alstýrivextir um 14% á ársgrunni
og raunstýrivextir um 5% frá hruni
sem þýðir ekki aðeins um 350 millj-
arða tilfærslu frá skuldugum heim-
ilum og fyrirtækjum til fjármagns-
eigenda, heldur hefur Seðlabankinn
séð til þess að það sé á ofurvöxtum.
Á sama tíma hefur ríkið gefið út
um 250 milljarða í ríkisskuldabréf-
um og 300 milljarða í víxlum frá
hruni á allt of háum kjörum vegna
vaxtastigs Seðlabankans. Tugmillj-
arða kostnaður sem fellur á skatt-
greiðendur að óþörfu. Hér er í
raun verið að fæða jöklabréfaeig-
endur sem eru fastir í fangelsi
krónunnar með kampavíni og kaví-
ar í öll mál. Einnig má geta þess að
„akademísk afglöp“ viðskiptaráð-
herra við endurreisn Landsbank-
ans geta kostað skattgreiðendur
100-150 milljarða vegna gjaldeyrisl-
ánanna sem hann kaus að setja
ekki fyrirvara um, þegar hann og
fjármálaráðherra tóku yfir lánasafn
gamla Landsbankans inn í NBI.
Velferðarstjórnin og Seðlabank-
inn ákváðu að fara eina leið án þess
að skoða til hlítar hvort möguleiki
væri á að fara aðra. Þar má meðal
annars nefna að láta Alþingi senda
formlega beiðni til stórþingsins í
Noregi og óska eftir lánalínu á
2,5-3% vöxtum til 7-10 ára. Und-
irritaður er þess fullviss að Norð-
menn hefðu veitt okkur slíka lánal-
ínu hefði þess verið óskað
formlega. Slík lánalína hefði komið
í veg fyrir þau efnahagslegu mistök
sem ríkisstjórn og Seðlabanki í
samvinnu við AGS gera daglega
um þessar mundir. Fullljóst er að
hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ríkir
eindreginn vilji til að erlendir
jöklabréfaeigendur fái sem hæsta
ávöxtun á sitt fjármagn á meðan
gjaldeyrishöftin eru við lýði. Með
norskri lánalínu hefðu vextir að öll-
um líkindum verið lækkaðir veru-
lega og efnahagsáætlun unnin með
norska seðlabankanum í samvinnu
við þann íslenska. Vert er að benda
á að þar á bæ þekkja menn tölu-
vert betur til norrænna velferð-
arríkja en Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn sem að mestu hefur starfað í
Suður-Ameríku undanfarinn ára-
tug. Með núverandi áætlun þjónar
hin svokallaða velferðarstjórn, sem
með réttu ætti að kallast auð-
mannastjórn, þeim ríku og heppnu
sem eiga sparifé með því að bjóða
þeim upp á hæstu vexti sem þekkj-
ast í Evrópu. Þeir sem greiða
þennan gífurlega vaxtakostnað eru
skuldug heimili landsins.
Seðlabankastjóri Íslands hélt því
fram um daginn að 8,5% stýrivextir
hefðu ekki áhrif á fjárfestingar í
sprotafyrirtækjum og öðrum at-
vinnurekstri. Þessi staðhæfing er
með öllu óskiljanleg. Sem dæmi má
taka að ef einstaklingur á sparifé
að fjárhæð 20 milljónir og getur
annaðhvort keypt ríkisskuldabréf
sem eru örugg eða fjárfest í
sprotafyrirtæki eða öðrum rekstri
er eðli málsins samkvæmt fjárfest-
ing í sprotafyrirtækjum mun
áhættusamari en í ríkisskuldabréf-
um. Á meðan ríkisskuldabréf gefa
af sér 6,5% fasta ársvexti eða 3,5%
verðtryggða vexti er viðeigandi
ávöxtunarkrafa sem gera ætti til
fjárfestingar í sprotafyrirtækjum
slík að fá þeirra geta staðið undir
henni. Enda fylgja slíkum fjárfest-
ingum hvorki ríkistrygging né
öruggir vextir.
Það er trú mín að ríkisstjórnin
og Alþingi ætti að senda formlega
beiðni um lánalínu til Stórþingsins í
Noregi. 20 milljarðar norskra
króna myndu duga. Þar munu 190
þingmenn úr átta norskum þing-
flokkum taka ákvörðun um slíka lá-
nalínu en ekki bara ríkisstjórn-
arflokkarnir með ESB-skipstjórann
Jens Stoltenberg í brúnni sem ekk-
ert vill meira en fá Ísland inn í
ESB. Með tilkomu slíkrar lánalínu
væri hægt að hreinsa flugbrautina.
Í kjölfarið væri hægt að taka
ákvarðanir með hagsmuni Íslend-
inga að leiðarljósi en ekki erlendra
áhættufjárfesta eins og jöklabréfa-
eigenda og kröfuhafa föllnu bank-
anna. Í kjölfarið rynni samning-
urinn við AGS út og þau lán sem
sjóðurinn hefur veitt landinu yrðu
greidd upp að fullu. Það er reyndar
óskiljanlegt að vinstri grænir skuli
ekki hafa farið fram á að senda
Norðmönnum formlega lánal-
ínubeiðni þar sem flokkurinn telur
allt vænt sem vel er norrænt.
Þrátt fyrir að við Íslendingar
séum meðlimir í heiðursstúku ESB
sem kallast EFTA virðast íslensk
stjórnvöld endilega vilja eyða öllum
tíma sínum, sem ætti að fara í end-
urreisnina, í að sækja um aðild að
stóra ESB-klúbbnum. Þjóðartekjur
EFTA-meðlima eru tvöfaldar á við
þjóðartekjur ESB-landanna.
Dyravörður ESB-klúbbsins í
Brussel hefur eflaust tjáð núver-
andi ráðamönnum að þeir fái ekki
að fara inn án andlitslyftingar að
hætti AGS. Nú hefur hins vegar
komið í ljós að við höfum losað
okkur við mikið af okkar illgresi.
ESB-klúbburinn mokaði áburði yfir
sitt og það er byrjað að vaxa enn
frekar. Ef ekki verður skipt um
stjórnendateymi í þjóðarskútunni
sem fyrst mun engin endurreisn
geta átt sér stað í bráð og fjöl-
skyldum sem flytja til Noregs
fjölga úr einni á dag í þrjár til fjór-
ar.
Eftir Ragnar
Þórisson » Á sama tíma hefur
ríkið gefið út um 250
milljarða í ríkisskulda-
bréfum og 300 milljarða
í víxlum frá hruni á allt
of háum kjörum vegna
vaxtastigs Seðlabank-
ans.
Ragnar Þórisson
Höfundur starfar á fjármálamarkaði.
Kjarklaus endurreisn