Morgunblaðið - 24.07.2010, Qupperneq 31
Dagbók 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010
Stráhattur hvarf
Blár kvenmanns-
stráhattur hvarf í
húsnæði Laugardals-
sundlaugar 21. júlí
síðastliðinn, vinsam-
lega skilið hattinum í
afgreiðslu sundlaug-
arinnar.
Leðurbakpoki
barns og dagbók
Mánudaginn 19. júlí
tapaðist brúnn, lítill
leðurbakpoki í strætó.
Í honum var dagbók
ungrar stelpu. Dag-
bókin er ómetanleg
og sárt saknað. Ef einhver hefur
orðið var við litla bakpokann eða
innihald hans, dag-
bók, veski og mynda-
vél, vinsamlegast haf-
ið þá samband við
Margréti í síma 698-
6260 eða skilið inni-
haldinu til lögregl-
unnar eða í miðasöl-
una á Hlemmi.
Dagbókin inniheldur
ljósmyndir, dagbók-
arfærslur og teikn-
ingar eftir stelpuna
og hefur ekkert gildi
fyrir neinn nema eig-
andann, sem saknar
hennar afar mikið.
Ást er…
… að veita þeim alla
ástina sem þú fórst á mis
við sem barn.
Velvakandi
Það er skemmtilegt að flettagömlum vísnasöfnum, þar sem
öllu ægir saman. Hér er ort um nið-
ursetning:
Að hann dáið hafi úr hor
held ég rengja megi.
Hitt er satt hann var í vor
vel fram genginn eigi.
Hér kveður við annan tón og
huggulegri:
Á góuþrælinn gekk ég út að grafa rætur
og svo mínar allar dætur
óspjallaðar heimasætur.
Sem óðara kallar fram í hugann
vísu eftir Guðmund Guðmundsson
bóksala:
Lausavísur liðugar,
léttar, nettar, sniðugar
örfa gleði allsstaðar
eins og heimasæturnar.
Ekki er laust við að eftirsjár og
öfundar gæti í þessari stöku bók-
salans:
Máninn fullur orðinn er
þó aðflutnings sé komið bann
tólf á ári “túra hann fer,
templar aldrei verður hann.
Guðmundur skólaskáld orti og
kallast á við nafna sínn:
Láttu þig ekki angra það
illa þó þig dreymi
það er svo margt sem amar að
oss í þessum heimi.
Guðmundur Pétursson bók-
bindari var á öðrum slóðum:
Leiður víst við ljáinn minn
læðist í mig geigur:
Á ég að trúa að andskotinn
ætli að verða deigur?
Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur í
Akureyrum var prentuð á Ak-
ureyri árið 1876 og var fyrsta
ljóðabókin eftir konum sem út kom
hér á landi. Síðari bók hennar,
Hagalagðar, var gefin út í Winni-
peg árið 1916, enda var hún þá
flutt vestur um haf. Þessa hring-
hendu kallaði hún “Heimslysta
vísu:
Fara á skíðum styttir stund,
stúlku fríða spenna mund,
sigla um víði húna hund,
hesti ríða um slétta grund
Júlíana átti misjafna ævi:
Gleðiföng ei gefast mér;
geð má lengi beygja.
Mín sú löngun eina er
að ég fengi að deyja.
Hún gat gert að gamni sínu.
Þessa vísu sendi hún með mynd til
Ó. S. Thorgeirssonar:
Nú er orðin grett og grá
gamla Júlíana,
þreytuleg með þunga brá,
þarna sérðu hana.
Og hér koma svo Ljóðalok, síð-
asta staka í Hagalögðum:
Lýk ég verki, læt hér duga
ljóðatíning þennan minn,
sendi nú með hálfum huga
“Hagalagða á markaðinn.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Máninn fullur
orðinn er
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
FARÐU
BURT
ÞÚ ERT
ÖRUGGUR
ÉG ER
ÖRUGGUR
MEÐ MIG
ÉG HELD AÐ HVERT
ATRIÐI SÉ ÓMISSANDI
HVAÐAN HELDUR ÞÚ
AÐ ÖRYGGIÐ KOMI? ÚR
ÞUMLINUM, TEPPINU EÐA
LÍKAMSSTÖÐUNNI?
ÉG MYNDI SEGJA AÐ
ÞAÐ SÉ BLANDAN
FUGLASKOÐUNAR-FÉLAGIÐ
HELDURÐU
ENNÞÁ AÐ
ÉG SÉ MEÐ
OFSÓKNAR-
ÆÐI?!?
ÞARNA ER
BÍLASTÆÐA-
HÚSIÐ!
ÞAÐ ER SVO DÝRT
AÐ LEGGJA ÞAR.
REYNUM FREKAR
AÐ FINNA STÆÐI
VIÐ GÖTUNA
EN
SÝNINGIN
BYRJAR RÉTT
BRÁÐUM
SJÁÐU!
ÞAÐ ER
STÆÐI
ÞARNA!
ÉG SÉ
EKKERT
SKILTI
VIÐ HÖFUM BARA
VERIÐ HEPPIN
BANNAÐ
AÐ
LEGGJA
HVAÐ MÁ
BJÓÐA ÞÉR Í
DAG, HRÓLFUR
ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ ÁKVEÐA MIG!
ERTU EKKI TIL Í AÐ KOMA MEÐ
EITTHVAÐ HANDA MÉR SEM ÉG HEF
ALDREI FENGIÐ MÉR ÁÐUR?
EITT
VATNSGLAS...
OG SETTU
KIRSUBER Í ÞAÐ!
ÞETTA
ER OF
GOTT TIL
AÐ VERA
SATT
NÚNA VERÐUR ERFIÐARA
FYRIR ÞIG AÐ SLEPPA FRÁ
ELDINGUNUM MÍNUM!
EN ÞAÐ ER AUÐVELDARA
AÐ NÁ GÓÐUM MYNDUM
ÞÚ HEFÐIR EKKI
ÁTT AÐ REYNA AÐ
NÁ MÉR ÚT ÚR
BÍLNUM!
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið
fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera
er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!