Morgunblaðið - 24.07.2010, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.07.2010, Qupperneq 33
Menning 33FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010  Pabbahelgi verður haldin á Kaffibarnum í kvöld og er þetta sú fjórða sem haldin er. For- sprakkar kvöldsins eru tónlist- armennirnir Benni B-Ruff og Gísli Galdur sem báðir hafa getið sér gott orð sem plötusnúðar und- anfarin ár. Herlegheitin hefjast að vanda kl. 23. Pabbahelgi númer fjögur á Kaffibarnum Fólk Teiknimyndinar Toy Story eða Leikfangasaga hafa farið sigurför um heiminn, allt frá því að fyrsta myndin í þríleiknum kom út fyrir rúmum fimmtán árum. Íslendingar hafa eins og aðrar þjóðir tekið ást- fóstri við þá félaga Bósa Ljósár og Vidda á þess- um árum og eru þeir orðnir tvær af vinsælustu sögupersónum sem sést hafa á hvíta tjaldinu. Fyrir um mánuði kom út þriðja og ef marka má fréttir frá Pixar fyrirtækinu síðasta myndin um ævintýri Bósa og Vidda. Hefur hún heldur betur slegið í gegn um allan heim á meðal bíó- gesta og gagnrýnenda. Myndin fékk fullt hús hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins Sæbirni Valdi- marssyni sem hafði m.a. þetta um myndina að segja. „Það hefur verið lögð óvenjuleg alúð við alla hluti í Leikfangasögu 3, hún er ómenguð snilld yst sem innst. Þar með talin raddsetningin á bæði íslensku og ensku. Hún hefur svo sann- arlega alla burði til að verða vinsælasta og besta mynd sumarsins.“ Í tilkynningu frá Samfilm sem sér um dreif- ingu myndarinnar segir að eftir aðeins fjórar vikur í kvikmyndahúsum hérlendis sé Toy Story 3 orðin fjölsóttasta teiknimynd í kvikmyndasög- unni hérlendis og hefur þar með slegið við teiknimyndunum um Simpson-fjölskylduna, Shrek, Ísaldarvini og fleirum. Samkvæmt Sam- film hafa því helmingi fleiri Íslendingar séð nýju myndina en sáu þá fyrstu og liðlega þriðjungur fleiri en sáu mynd númer tvö. matthiasarni@mbl.is Bósi Ljósár, Viddi og félagar vinsælir hérlendis Vinirnir Bósi og Viddi hafa aftur slegið í gegn.  Hljómsveitin For a Minor Ref- lection sendi frá sér nýja breið- skífu á dögum sem nefnist Höldum í átt að óreiðu. Af því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar í kvöld í Iðnó. Mun hljómsveitin fá til liðs við sig ýmsa hljóðfæraleikara, m.a. hluta þeirra sem tóku þátt í upp- tökum á plötunni. Á tónleikunum verða einnig frumsýnd ný vídeó- verk sem hafa verið unnin fyrir hljómsveitina af John Rixon og nemendum hans og eitt eftir ítalska leikstjórann Lorenzo Fonda. Miða- verð á tónleikana er 1.500 krónur og forsala miða fer fram í Smekk- leysu. Útgáfutónleikar For a Minor Reflection  Á meðal áhugaverðra mynda sem staðfestar hafa verið að verði sýndar á hátíðinni má nefna heim- ildarmyndirnar When The Dragon Swallowed The Sun eftir Dirk Simon og Which Way Home eftir Rebecca Cammisa sem var til- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin árið 2010, auk þýsku gamanmyndarinnar So- ul Kitchen. Búið að staðfesta 36 myndir á RIFF  Sumargleði Kimi Records kem- ur í bæinn í dag og staldrar við í Havarí í Austurstræti. Með í för eru hljómsveitirnar Fist Fokkers, Miri og Snorri Helgason, sem munu leika tónlist sína meðan gestir geta gætt sér á ljúffengum plokkfiski frá Tjöruhúsinu á Ísa- firði. Það verða því tónleikar, plokkfiskur og sumargleði í Ha- varí dag á milli klukkan tvö og fjögur. Sumargleðin og plokkfiskur í Havarí Matthías Árni Ingimarsson matthisaarni@mbl.is „Við erum sjö sem rekum heimasíðuna Imagio- .is og lítið fyrirtæki í kringum hana og það var því sjálfgefið að við vildum taka þátt sem lið. Svo vorum við búin að taka eftir þremur mjög færum íslenskum ljósmyndurum sem hafa verið að keppa á DPChallenge og buðum þeim að vera með,“ segir Svava Bjarnadóttir sem ásamt níu öðrum ljósmyndurum vann í byrjun júlí sig- ur í stórri alþjóðlegri ljósmyndakeppni. Keppn- in hófst hinn 3. apríl síðastliðinn og skiluðu keppendur ljósmyndum vikulega á ljósmyndas- íðunni DPChallenge.com sem er ein sú vinsæl- asta sinnar tegundar. Fjörutíu og átta lið hófu keppni, skipuð ljósmyndurum hvaðanæva úr heiminum og var þeim í upphafi skipt niður í riðla. Íslenska liðið byrjaði á að sigraði í sínum riðli og fór svo í gegnum úrslitakeppnirnar og stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Liðið keppti undir nafninu Imagio Iceland en liðið er skipað þeim Bergljótu Snorradóttur, Boga Leiknissyni, Braga J. Ingibergssyni, Ófeigi Erni Ófeigssyni, Ragnheiði Arngrímsdóttur, Svövu Bjarnadóttur, Þorsteini H. Ingibergs- syni, Ragnheiði Hrönn Björnsdóttur, Skarp- héðni Þráinssyni, og Örvari Atla Þorgeirssyni. Fjölbreytt verkefni – Hvernig fer svona keppni fram? „Það er nefnilega mjög skemmtilegt. Þarna eru okkur sett fyrir ákveðin verkefni til að mynda. Það eru þrjú verkefni á viku og hver liðsmaður varð að lágmarki að senda tvær myndir á viku. Eitt verkefnið var t.d. að búa til Absolut Vodka-auglýsingu. Aðra vikuna vorum við að endurgera gamlar ljósmyndir. Svo voru líka svarthvít verkefni, landslags, portrett og fleira. Þannig að það reynir á svo margar hliðar ljósmyndunar, hugmyndaflug og sköpun.“ Svava segir ljósmyndarana í Imagio-hópnum hafa verið skemmtilega ólíka og það hafi hjálp- að mikið. Andinn í hópnum hafi verið frábær alla keppnina og þegar komið var í úrslitin hafi ekkert annað komið til greina en að vinna. Mikill heiður Engin peningaverðlaun voru í keppninni, en Svava segir það mikinn heiður að hafa unnið og viðurkenningu fyrir liðsmenn hópsins og um leið sé nafn Imagio orðið þekkt í þessum heimi. Eins og segir hófst keppnin í byrjun apr- ílmánaðar og lauk henni í byrjun júlí. Meðlimir Imagio slá þó ekki slöku við og halda ótrauðir áfram að taka þátt í öðrum einstaklings- keppnum á vegum DPChallenge. „Ég hálfsaknaði þess að þetta væri búið. Eins og í gær var ég að senda mynd í keppni og hugsaði með mér að ég gæti verið að keppa á móti þeim sem ég var með í liði.“ – Ætlið þið að taka þátt í næstu keppni? „Já, að sjálfsögðu. Það er reyndar svakaleg vinna í kringum þetta. Okkur leið stundum eins og við ynnum á tveimur vinnustöðum því keppnin bættist ofan á okkar hefðbundnu störf. Svo komu niðurstöðurnar alltaf klukkan fjögur aðfaranótt mánudags og þá vöknuðum við ósjálfrátt til að skoða úrslitin,“ segir Svava að lokum. Íslenskur sigur í alþjóð- legri ljósmyndakeppni Þolinmæði Myndin Drifting er úr keppni þar sem myndir voru teknar á löngum lokahraða . Módelið er ljósmyndarinn Skarphéðinn Þráinsson. Liðið Bragi, Ragnheiður A., Svava, Þorsteinn, Ragnheiður H., Bogi, Örvar Atli, Skarphéðinn, Bergljót. Á myndina vantar Ófeig. Endurgerð Svava endurgerði gamla mynd af ofurmódelinu Twiggy og fékk dóttur sína sem módel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.