Morgunblaðið - 24.07.2010, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.07.2010, Qupperneq 40
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lögregla rannsakar erjur 2. Erfið nótt í Laugardalslaug 3. Fallist á rök Lýsingar 4. Ekki ósanngjörn lending  Ljósmyndahópurinn Imagio varð á dögunum í fyrsta sæti í stórri alþjóð- legri ljósmyndasamkeppni. Sigurinn er mikill heiður. »33 Íslenskur sigur í alþjóðlegri keppni  Tónlistarmað- urinn Jóhann G. Jóhannsson sendi nýverið frá sér plötuna JohannG in English, en þar syngja 30 íslensk- ir söngvarar 28 lög Jóhanns á ensku. „Ég er að taka saman það besta,“ segir Jóhann um breiðskífuna sem hann gefur út á eigin spýtur. »32 Bestu söngvarar landsins syngja lögin  Stórtenórinn Jose Carreras mun syngja aftur í La Scala-óperuhúsinu 10. október næstkomandi, en fjórtán ár eru liðin síðan hann kom þar síð- ast fram. Tilefnið eru söfnunartón- leikar til styrktar krabbameinsrann- sóknum, en Carreras greindist sjálfur með hvítblæði 1997, ári eftir að hann söng síðast í La Scala. Eft- ir að hann greindist setti hann á fót stofnun sem safnar fé til krabbameinsrannsókna og átti meðal annars þátt í því að koma á fót spænskum gagnagrunni yfir beinmergsgjafa. Jose Carreras snýr aftur í La Scala FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur og lítilsháttar væta sunnan til framan af degi, en bjartviðri og líkur á síðdegisskúrum norðan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðanlands. Á sunnudag Suðaustlæg átt, 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum sunnan- og vest- anlands, en bjartviðri annars staðar. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustan til. Á mánudag Fremur hæg suðlæg og síðar breytileg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum, síst þó austanlands. Hiti breytist lítið. Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni er komin til Barcelona þar sem hún mun taka þátt í spjótkasti á Evrópumeist- aramótinu. Hún mun keppa í und- ankeppninni á þriðjudagskvöldið og segist í samtali við Morgunblaðið stefna á að komast í úrslit. Ásdís kom beint af Demantamóti í Mónakó sem haldið var á fimmtudagskvöldið. »1 Ásdís er klár í slaginn á EM í Barcelona Fjögur lið eiga möguleika á að komast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar í fótbolta kvenna. Undan- úrslitaleikirnir fara fram í dag en Valur hefur titil að verja. Þjálfari KA/Þórs vonast til þess að komast alla leið í úrslit með sitt lið. Í Vestmannaeyjum er spenna í loftinu þar sem fyrstu deildar lið ÍBV tekur á móti Stjörnunni. »4 Allt lagt undir í undanúrslitunum Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru í for- ystu þegar Íslandsmótið í höggleik er hálfnað á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi. Þau voru einnig í forystu eftir fyrsta hring en forskot Birgis er nú tvö högg og forskot Ólafíu er þrjú högg. Birgir er þrefaldur Íslandsmeist- ari en Ólafía hefur aldrei orðið Íslands- meistari í meist- araflokki. »3 Birgir Leifur og Ólafía héldu forystu sinni Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Rey Cup-mótið hefur gengið rosa- lega vel að sögn Guðnýjar Marinós- dóttur, framkvæmdastjóra mótsins, en mótið var sett 21. júlí. Mikil ánægja ríkir meðal gesta og svo virðist sem allir skemmti sér vel. „Ég kíkti í skólann í gærkvöldi og hitti ekki einn þátttakanda sem var óánægður,“ segir Guðný en flest fót- boltaliðin gista í skólum í Laugar- dalnum sem skapar betri stemningu á mótinu og þjappar hópunum sam- an. „Ég talaði við stelpur úr Víkingi og þeim fannst þetta bara tilheyra að vera saman á mótinu á öllum tím- um.“ Mikil og þétt dagskrá hefur verið á mótinu og til að mynda var haldið sundlaugarpartí fyrir krakkana í Laugardalslaug á fimmtudaginn. Í gærkvöldi var svo skemmtibolti en á morgun verður lokahófið. Þá verður haldin grillveisla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og feiknastórt dansiball um kvöldið þar sem Ingó og Veðurguðirnir leika fyrir dansi. „Þetta er aðalunglingaballið yfir sumartímann,“ segir Guðný. Mótið verði enn stærra Rey Cup-mótið er nú haldið níunda árið í röð og hefur notið mik- illa vinsælda meðal unglinga sem stunda fótbolta en þátttakendur eru 13-16 ára. „Þetta er orðið að föstum lið hérna í Reykjavíkurborg. Við vonumst til að þetta stækki þannig að fleiri félög komist inn,“ segir Guðný. „Það eru níutíu lið, þar á meðal tvö erlend lið, stúlknalið frá Færeyjum og drengjalið frá Þýska- landi. Flestir spila 11 manna bolta. Þó eru þrír riðlar þar sem eru fjögur lið í hverjum riðli í sjö manna bolta. Það er allt gert til þess að litlu fé- lögin utan af landi geti verið með.“ Mikil gleði meðal mótsgesta  Úrslit níunda Rey Cup-mótsins verða á morgun Morgunblaðið/Ernir Kátar Stúlkurnar frá Færeyjum sögðust ánægðar með mótið og finnst gaman að vera á Íslandi. Þær hafa spilað fjóra leiki enn sem komið er en hlakka til lokahófsins og hafa þegar farið í Kringluna og keypt kjóla fyrir tilefnið. Kraftur Boltanum er hér sparkað af alefli en keppt er frá 8 til 19 á kvöldin. Fanndís Ósk Björnsdóttir er á fimmtánda ári og spilar fót- bolta með Hetti á Egils- stöðum. Þetta er þriðja mótið hennar og segir hún það hafa verið mjög skemmtilegt hingað til. „Síðan gistum við í Laugalækjarskóla, með Færeyingunum,“ segir Fanndís sem ætlaði að gera sér glaðan dag eftir leik, kíkja í Kringluna og fara í bíó að sjá myndina Shrek 3D. Fer í bíó í frítímanum SKEMMTILEGT MÓT Fanndís Ósk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.