Fréttablaðið - 24.12.2011, Side 8

Fréttablaðið - 24.12.2011, Side 8
24. desember 2011 LAUGARDAGUR8 stjóRnsýsLA Orkuveita Reykja­ víkur (OR) hefur undirritað vilja­ yfirlýsingu við félag sem hefur hug á að festa kaup á Perlunni. OR skuldbindur sig til að eiga ekki við­ ræður við aðra á gildistíma yfirlýs­ ingarinnar, en hún rennur út 31. mars 2012. Haraldur Flosi Tryggvason, for­ maður stjórnar OR, segir að félagið geri fyrirvara um uppbyggingu á svæðinu. Í viljayfirlýsingunni er að finna tímasetningar og helstu þætti verkáætlunar félagsins. Þróun viðskiptaáætlunar félags­ ins á að vera lokið 6. janúar og hönnun og kostnaðaráætlun 17. febrúar. Þá á fjármögnun að vera lokið 31. mars og kaupsamningur undirritaður. Þann dag á skipulags­ ferli að vera lokið. Ekki er nánar greint í viljayfir­ lýsingunni hvernig standa á að því ferli, en til að hugmyndir félags­ ins um hótel geti orðið að veruleika þarf að breyta skipulagi svæðisins. Dagur B. Eggertsson, for maður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag að íhuga mætti hvort ekki þyrfti nýtt sölu­ ferli ef selja ætti Perluna með lóð undir hótel. Haraldur Flosi segir að alveg megi færa rök fyrir því að það væri rétta leiðin. Þá segir hann að það sé borgarinnar að selja land­ ið, verði það ofan á, OR skipti sér ekki af því. Gæta verði jafnræðis­ og sanngirnissjónarmiða. Félagið bauð 1.689 milljónir króna í Perluna. Eftir að tilboðið lá fyrir voru gerðir fyrirvara um breytta nýtingarmöguleika svæðis­ ins. Fyrirhugað er að reisa að minnsta kosti 200 herbergja hótel á svæðinu og er áætluð heildar­ fjárfesting yfir fimm ára tímabil metin á átta til tíu milljarða króna. Þá er gert ráð fyrir að koma upp heilsulind með búningsklefum fyrir að minnsta kosti 500 gesti. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins gerir félagið ákveðna fyrir vara um breytingar á skipu­ lagi, forkaupsrétt á aðliggjandi landi, skipulagsstuðul og fleira. Haraldur Flosi vildi ekki staðfesta hverjir fyrirvararnir væru. Lögfræðingur OR metur nú hvort gera eigi öll tilboð í Perluna opinber, en ósk kom fram um það á stjórnarfundi fyrirtækisins. kolbeinn@frettabladid.is stjóRnsýsLA Kjararáð hefur ákveðið að draga til baka lækkun á launum þingmanna, ráð­ herra og embættismanna sem heyra undir ráðið, sem ákveðin var árið 2008 og tók gildi 2009. Í ákvörðun ráðsins, sem gildir afturvirkt frá 1. október, segir að með lækkuninni hafi innra samræmi í launum ríkisstarfsmanna riðlast. Í rökstuðningi kjararáðs er einnig vísað til þess að laun flestra viðmiðunarhópa á almennum vinnumarkaði hafi hækkað. Stjórnvöld ákváðu í kjölfar hrunsins að setja lög sem skikkuðu kjararáð til að lækka laun þingmanna, ráðherra og annarra sem heyra undir ráðið. Í kjölfarið lækkuðu laun þingmanna um 7,5 prósent, og laun ráðherra um 14 til 15 prósent. Þá var kjararáði óheimilt að hækka laun þessara ríkisstarfsmanna aftur fyrr en árið 2010. - bj, þeb Kjararáð dregur til baka launalækkun þingmanna, ráðherra og embættismanna afturvirkt frá 1. október: Segja samræmi í launum hafa riðlast Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) telur að ákvörðun kjararáðs hljóti að gefa for- dæmi. Fjöldi félagsmanna hafi misst vinnuna og aðrir þurft að taka á sig tímabundnar launalækk- anir og skert starfshlutfall. Nú hafi kjararáð leið- rétt launalækkanir hjá ákveðnum hópi opinberra starfsmanna „og krefst BSRB þess að leiðrétt- ingar á kjörum félagsmanna bandalagsins muni einnig koma til framkvæmda hið fyrsta“. Mun BSRB fara fram á viðræður við fjármálaráðherra. BSRB vill leiðréttingar hjá fleirum Laun hækka Laun ráðherra, þingmanna og annarra sem heyra undir kjararáð verða hér eftir því sem næst þau sömu og þau voru fyrir lækkun í ársbyrjun 2009. FRéttaBLaðið/pjetuR o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikir gjafir Gera fyrirvara um breytt skipulag Perlu Félag sem gert hefur kauptilboð í Perluna gerir ráð fyrir vinnu við breytt skipu- lag svæðisins svo hægt sé að reisa þar hótel. Slík vinna tekur um þrjá mánuði. Ekki er komin beiðni á borð borgaryfirvalda um breytt skipulag svæðisins. sýRLAnD, AP Tugir manna fór­ ust í tveimur sjálfsvígsárásum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Árásirnar beindust að höfuð stöðvum lögreglu og leyniþjónustu í borginni. Yfir hundrað manns eru særðir. Stjórnvöld líta á þetta sem stað­ fest ingu þess að mót mæli og óeirðir undan farna mánuði séu runnin undan rifjum hryðju verka samtaka. „Við sögðum það frá upphafi, þetta eru hryðju verk. Þeir eru að drepa her menn og almenna borgara,“ sagði Faysal Mekdad aðstoðar­ utanríkisráðherra. Daginn áður hafði Arababanda­ lagið sent undirbúningsnefnd til landsins, til undirbúnings fyrir eftirlit bandalagsins með átökum, óeirðum og viðbrögðum stjórn­ valda, sem kostað hafa þúsundir manna lífið undanfarna mánuði. Einhverjir stjórnar andstæðingar halda því fram að árásirnar hafi verið sviðsettar af stjórnvöldum til að hafa áhrif á sendinefnd Araba­ bandalagsins. Stjórnvöld víða um heim hafa for­ dæmt viðbrögð sýrlenskra stjórn­ valda við mótmælabylgjunni, sem hófst fyrir níu mánuðum. Samein­ uðu þjóðirnar segja að harkaleg við­ brögð stjórnvalda hafi kostað meira en fimm þúsund manns lífið. - gb Tvær sjálfsvígsárásir í Damaskus í Sýrlandi kosta tugi manns lífið: Beinast gegn leyniþjónustunni Mikið tjón tveir sjálfsvígsárásarmenn óku bifreiðum hlöðnum sprengiefnum að höfuðstöðvum lögreglu og leyniþjónustu í Damaskus. NoRDicphotoS/aFp í anda BLáa LónSinS hugmyndir eru uppi um heilsulind í anda Bláa lónsins í perlunni. aðstaða verði fyrir allt að 500 gesti. Þá er fyrirhugað að reisa allt að 200 fermetra hótel. MyND/thg-aRkitektaR Samkvæmt upplýsingum frá skipulags- og byggingarsviði borgarinnar má gera ráð fyrir um þriggja mánaða ferli við skipulagsbreytingar stærri mála. Þegar uppdrættir eru komnir til skipulagsfulltrúa er erindinu vísað í borgar- ráð og það síðan auglýst í öllum dagblöðum og Lögbirtingablaðinu. Þá tekur við sex vikna frestur til athugasemda. yfir þær þarf síðan að fara og yfirleitt fer málið til umfjöllunar hjá skipulagsstjóra. Síðan er erindið sent til Skipulagsstofnunar. Þegar málið hefur verið yfirfarið og samþykkt er það sent til auglýsingar/staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda. Þegar erindið hefur birst þar er því endanlega lokið. Þriggja mánaða breytingaferli 1 Hvað er Guðrún Ísleifsdóttir, sem útskrifaðist á dögunum úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð, gömul? 2 Hvaða hótel í miðborginni hyggst tvöfalda herbergjafjölda sinn? 3 Við hvaða sænska knattspyrnulið hefur Guðjón Baldvinsson samið? SvöR: 1. 81 árs. 2. Hótel Borg. 3. Halmstad. veiStu SvaRið?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.