Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 36
24. desember 2011 LAUGARDAGUR28 Af hverju eru jólin haldin? „Jólin eru haldin af kristnu fólki til þess að minnast fæðingar frels- arans Jesú Krists. Það er þó ekki eingöngu kristið fólk sem heldur jól á Íslandi en þau sem ekki trúa eru kannski að fagna því að það nú fer aftur að birta og finnst gott að halda þessa hátíð kær- leika og friðar.“ Hvar býr Guð? „Guð býr allt um kring og ekki síst í hjartanu.“ Er Jesús maður? „Já, Jesús var maður. Kristið fólk trúir því að guð hafi gerst manneskja til þess að ná betur til mannfólksins og til þess að sýna okkur hver guð er. Jesús gaf okkur eilífa lífið svo að við gætum lifað áfram með guði eftir að við deyjum. Aftur á móti held ég að guð sé ekki manneskja. Ekki karl eða kona. Guð er eitthvað allt annað og meira en við. Það er bara svo erfitt fyrir okkur að hugsa okkur eitthvað sem er öðruvísi en við og þess vegna höfum við mann- eskjurnar búið til mynd af guði sem er eins og eldri karl á skýi í himninum. En það er ekkert sem bendir til þess að guð sé þannig.“ Var Jesúbarnið alltaf gott barn, eða kannski stundum óþekkt líka? „Þótt Jesús hafi verið guð var hann líka manneskja. Og manneskjubörn eru öll einhvern tíma óþekk. Það segir t.d. frá því í Biblíunni að Jesús hafi eitt sinn stungið foreldra sína af og farið í musterið án þess að fá leyfi. Svo að, já, ég held að hann hafi stundum verið óþekkur.“ Eru englar menn og geta þeir flogið? „Ég held að englarnir séu allt í kringum okkur. Sumir eru manneskjur og einhverjir geta örugglega flogið.“ Getur Jesús flogið? „Ég veit það ekki. En mig langar að komast að því.“ Sjá Jesús og guð okkur alltaf? „Já, það held ég. Jesús er eigin- lega hluti af guði og sér okkur alltaf eða veit alla vega alltaf af okkur. Guð verður alltaf að sjá okkur eða að finna fyrir okkur því að guð elskar okkur svo mikið og vill gæta okkar og vita hvernig okkur líður.“ Af hverju er Jesúbarnið með geislabaug? „Í myndlist hafa geislabaugar verið málaðir eða teiknaðir við fólk eða verur til þess að sýna að það sé fyrir- myndir og betra en annað fólk. Þegar geislabaugurinn er settur á Jesú er það til þess að minna okkur á að hann er heilagur, að hann er hluti af guði þó hann hafi verið manneskja. Mamma hans er líka stundum með geisla- baug enda er ekkert smá heilagt að vera móðir.“ Hvað get ég gefið Jesúbarninu í afmælisgjöf? „Það besta sem Jesúbarnið veit er að við séum góð við hvert annað. Ef þú ert góð við allt fólk þá verður Jesúbarnið mjög ánægt. Ef það misheppnast stundum hjá þér að vera góður þá er gott að muna eftir að biðjast fyrirgefningar og byrja bara upp á nýtt að vera góður.“ Hvað vildi hann sem strákur í lifanda lífi og hvað mundi hann vilja ef hann væri á meðal okkar í dag? „Jesús vildi að við værum betri við hvert annað og hann vill það enn. Hann er nefnilega enn þá með okkur á einhvern hátt.“ Elskar Jesús líka vondu karl- ana? „Já. Ég er viss um að Jesús elskar allt fólk. Hann veit líka af hverju fólk er stundum vont. Hann er líka alltaf tilbúinn til þess að fyrirgefa og gefa fólki annan séns þó það hafi gert eitt- hvað af sér.“ krakkar@frettabladid.is 28 Þótt Jesús hafi verið Guð var hann líka manneskja. Og manneskjubörn eru öll einhvern tíma óþekk. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Mamma og pabbi eru oft upptekin á aðfangadag enda er margt sem þarf að klára áður en jólin ganga í garð. Til að fá tímann til að líða hraðar gætu krakkarnir reynt eftir- farandi ráð: ● Notaðu tækifærið til að flokka allt dótið í dótakass- ana og búa til pláss fyrir nýtt dót. Það er aldrei að vita hvað leynist undir jólatrénu. ● Æfðu þig í að brjóta alls konar flott servíettubrot og brjóttu síðan allar servíett- urnar á jólaborðið, mismun- andi fyrir hvern og einn. ● Semdu vísur um alla í fjöl- skyldunni og skrifaðu á miða. Feldu miðana síðan undir servíettunum á disk- unum. ● Smalaðu öllum krökkunum í götunni saman í útileiki og rennið ykkur á sleða. Því meira sem þið leikið ykkur úti, því meiri matarlyst hafið þið í kvöld. ● Pússaðu alla spariskóna á heimilinu. Fáðu samt smá ráðleggingar um hvaða skóá- burður fer á hvaða skó áður en þú byrjar. ● Búðu til músastiga og skreyttu herbergið þitt frá lofti niður í gólf. ● Heimsæktu ömmu og afa. ● Horfðu á barnaefnið í sjón- varpinu. Notaðu daginn vel KÆRLEIKUR Í PAKKANN HANDA JESÚBARNINU Af hverju er Jesús með geislabaug og getur hann flogið? Séra Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju, svarar nokkrum spurningum um ýmislegt sem dagur- inn í dag snýst um. WWW.IXL.COM/MATH er vefsíða með ýmsum stærðfræðiverkefnum fyrir alla aldurshópa. Því meira sem þið leikið ykkur úti, því meiri matar- lyst hafið þið í kvöld. Dómarinn: Kallaðir þú þennan mann þorpara og svindlara? Sá ákærði: Já, herra. Dómarin: Og líka hálfvita? Sá ákærði: Nei, því miður, ég bara steingleymdi því. Lítil systkini ræða saman. „Pési, langar þig í þennan brjóstsykur?“ „Já,“ sagði Pési og stakk honum upp í sig. Ólöf litla horfði á hann og spurði svo: „Er hann góður?“ „Já.“ „Jæja, þá skil ég ekki af hverju hundurinn hrækti honum út úr sér.“ „Læknir, hjálpaðu mér, ég sé allt tvöfalt.“ „Jæja vinur, fáðu þér sæti þarna á stólnum.“ „Hvorum?“ Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.