Fréttablaðið - 24.12.2011, Qupperneq 46
24. desember 2011 LAUGARDAGUR38
sport@frettabladid.is
GRÉTAR RAFN STEINSSON er ánægður með að hafa unnið sér aftur sæti í byrjunarliði Bolton eftir að hafa verið
í kuldanum síðustu vikur. „Það er erfitt að fá ekki að spila,” sagði Grétar Rafn við Bolton News. „Maður vill leggja sig fram
fyrir liðið og fólkið sem er annt um félagið.” Viðtalið má sjá í heild sinni á Vísi, en Bolton mætir Newcastle á mánudaginn.
SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR
(21 ÁRS, KNATTSPYRNA)
Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð
Fjöldi skipta á topp 10: 1
ÞÓRA BJÖRG HELGADÓTTIR
(30 ÁRA, KNATTSPYRNA)
Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð.
Fjöldi skipta á topp 10: 3
ÓLAFUR BJÖRN LOFTSSON (24 ÁRA, GOLF)
Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1
KOLBEINN SIGÞÓRSSON (21 ÁRS, KNATTSPYRNA)
Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1
KÁRI STEINN KARLSSON (25 ÁRA, FRJÁLSÍÞRÓTTIR)
Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1
ANNA ÚRSÚLA GUÐMUNDSDÓTTIR (26 ÁRA, HANDBOLTI)
Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1
ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR (26 ÁRA, FRJÁLSÍÞRÓTTIR)
Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1
ARON PÁLMARSSON (21 ÁRS, HANDBOLTI)
Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2
HEIÐAR HELGUSON (34 ÁRA, KNATTSPYRNA)
Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1
JAKOB ÖRN SIGURÐARSON (29 ÁRA, KÖRFUBOLTI)
Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð.
Fjöldi skipta á topp 10: 1
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Alveg eins og í fyrra er mikið
um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþrótta-
manni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37.
íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins
fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins.
Átta nýliðar eru á listanum í ár og eng-
inn af íþróttamönnunum tíu hefur hlot-
ið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á
listanum og náði aðeins einn þeirra, hand-
boltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á
listann í ár.
Aron er reyndar sá eini sem nær því að
vera á listanum annað árið í röð og hann
á það sameiginlegt með Þóru Björg Helga-
dóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu
áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í
fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti
fyrir tveimur árum.
Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Sam-
tökum íþróttafréttamanna er leynileg
og fer þannig fram að hver félagsmað-
ur SÍ setur saman lista með nöfnum
tíu íþróttamanna sem honum þykja
hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru
22 félagsmenn í Samtökum íþróttafrétta-
manna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í
kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþrótta-
maður atkvæði.
Helmingur íþróttamannanna á topp tíu list-
anum að þessu sinni er 25 ára og yngri og
Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru
hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir
þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera
atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná
því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp
þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna.
Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum
að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn
og tvær knattspyrnukonur eru á listanum.
Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo
fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan
kylfingur og körfuboltamaður.
Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í
röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru
einnig á listununum 1998, 2003 og 2006.
Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu
sem þóttu skara fram úr á árinu sem er
að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand
Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar
klukkan 20.15. ooj@frettabladid.is
ÁTTA NÝLIÐAR Á LISTANUM
Hinn 5. janúar næstkomandi verður íþróttamaður ársins 2011 útnefndur af Sam-
tökum íþróttafréttamanna. Mikil endurnýjun er á lista yfir tíu efstu í ár og átta
eru í þessum hópi í fyrsta sinn. Enginn þeirra hefur hlotið sæmdarheitið áður.
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið er í 15. sæti á styrkleikalista
FIFA sem birtur var í gær. Stelp-
urnar halda sæti sínu frá því á
síðasta lista en hækkuðu sig um
tvö sæti frá lokum síðasta árs.
Kvennalandsliðið lék níu
landsleiki á árinu, vann sjö
þeirra, gerði eitt jafntefli og
eini tapleikurinn var á móti
Bandaríkjunum í úrslitaleik
Algarve-bikarsins.
Íslenska liðið hefur verið á
uppleið á listanum undanfarin
ár en þetta er fjórða árið í röð
sem stelpurnar hækka sig milli
ára á lokalista ársins. Sigurður
Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu
í ársbyrjun 2007 og á þeim tíma
hefur liðið farið úr 21. sætinu upp
í það fimmtánda. - óój
Uppgangur stelpnanna
(Staða í lok hvers árs)
2011 – 15. sæti 2010 – 17. sæti
2009 – 18. sæti 2008 – 19. sæti
2007 – 21. sæti 2006 – 21. sæti
Kvennaliðið á FIFA-listanum:
Eru á uppleið
fjórða árið í röð
FÓTBOLTI Sjö leikir fara fram í
ensku úrvalsdeildinni á mánu-
dag, öðrum degi jóla, en einnig
verður spilað í NBA- og NFL-
deildunum yfir hátíðarnar, sem
og í þýsku úrvalsdeildinni í hand-
bolta.
Í Englandi verða toppliðin frá
Manchester, City og United, bæði
í eldlínunni sem og Liverpool og
Chelsea. Umferðinni lýkur svo á
þriðjudag með þremur leikjum.
Það er þó aðeins upphitun fyrir
það sem er í vændum um ára-
mótin því frá föstudeginum 30.
desember til miðvikudagsins 4.
janúar fara fram 20 leikir.
Svo verður spilað á fullu yfir
jólin í NFL-deildinni, bæði á
aðfangadagskvöld, jóladag og
öðrum degi jóla. Svo fer NBA-
deildin aftur af stað á ný með
þremur leikjum á jóladag.
Stöð 2 Sport verður með beina
útsendingu frá leik Füchse Berlin
og Melsungen á öðrum degi jóla
en fjölmargir leikir fara fram í
þýsku úrvalsdeildinni í handbolta
á mánudag og þriðjudag. - esá
Enska úrvalsdeildin um jólin:
Nóg af bolta
yfir hátíðarnar
KRAFTAVERKAMAÐURINN Leik stjórnand-
inn trúaði hjá Denver Broncos, Tim
Tebow, spilar með liði sínu gegn Buffalo
klukkan 18.00 í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY
Íþróttir um jólin
Aðfangadagur:
18.00 10 leikir í NFL**
21.15 3 leikir í NFL**
Jóladagur:
17.00 NBA: NY Knicks - Boston
19.30 NBA: Dallas - Miami*
22.00 NBA: LA Lakers - Chicago
01.20 NFL: Green Bay - Chicago**
03.30 NBA: GS Warriors - LA Clippers***
Annar dagur jóla:
13.00 Enski: Chelsea - Fulham*
15.00 Enski: Sex leikir*
19.15 Þýski: Füchse Berlin - Melsungen*
19.45 Enski: Stoke - Aston Villa*
01.00 NBA: Oklahoma - Minnesota***
01.30 NFL: New Orleans - Atlanta**
* Stöð 2 Sport eða Stöð 2 Sport 2
** ESPN America *** NBA TV