Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 5
Fréttir 5INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
„Allir vinna“ er hvatningarátak s
em miðar að því að hleypa kraft
i í atvinnulífið á Íslandi.
Þeir sem ráðast í framkvæmdir
við eigið íbúðarhúsnæði eða sum
arhús eiga rétt á 100%
endurgreiðslu á virðisaukaskatti
af vinnu á verkstað. Að auki fæ
st lækkun á tekjuskatts
stofni, sem getur numið allt að
300.000 krónum.
Arion banki býður nú viðskipta
vinum sínum hagstæð lán til a
ð styðja við átakið.*
**
!
" # !# $ #
% &$&
* Lánin eru veitt til einstaklinga með góða greiðslugetu
** 3% lægra en óverðtryggðir kjörvextir Arion banka skv
. vaxtatöflu
Við ætlum að gera betur
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Aðeins eitt af þremur stærstu orku-
fyrirtækjum landsins hafa greitt
arð til eigenda sinna síðustu tvö ár-
in. Fyrir hrun námu þessar
arðgreiðslur um 2,5 milljörðum
króna á ári en síðustu tvö ár hefur
aðeins Orkuveita Reykjavíkur
greitt arð sem hefur numið 800
milljónum króna á ári.
Í tengslum við kaup kanadíska
fyrirtækisins Magma á HS Orku
hefur mikið verið fjallað um hvort
arður af orkuauðlindinni megi fara
til útlendinga. Lengst af hafa öll
orkufyrirtæki landsins verið í eigu
ríkis og sveitarfélaga. Þetta breytt-
ist þegar ríkið og síðar sveitarfélög-
in á Suðurnesjum ákváðu að selja
hlut sinni í Hitaveitu Suðurnesja
sem nú heitir HS Orka.
Í tíð síðustu ríkisstjórnar var lög-
um breytt sem tryggir að eignar-
hald á sjálfri orkuauðlindinni verður
ávallt hjá hinu opinbera. Hins vegar
má hið opinbera leigja afnot af auð-
lindinni til einkaaðila, enda komi
leigugjald fyrir. Þetta fyrirkomulag
er hjá HS Orku, en þar hefur verið
gerður leigusamningur sem er til 65
ára.
Það er eigendanna að taka
ákvörðun um hversu mikill arður er
greiddur úr orkufyrirtækjunum.
Orkuveita Reykjavíkur hefur alltaf
greitt mun meiri arð úr fyrirtækinu
til eigenda sinna en Landsvirkjun.
Arðgreiðslur Landsvirkjunar hafa
verið svipaðar og hjá HS Orku þó
að Landsvirkjun sé margfalt stærra
fyrirtæki.
Byggja upp eigið fé
í fyrirtækjunum
Ákvörðun um að greiða ekki
meiri arð út úr Landsvirkjun þýðir
að eigið fé þess hefur byggst upp
smátt og smátt því að arður af
rekstri fyrirtækisins hefur að
stórum hluta verið skilinn eftir inni
í því. Þetta hefur síðan gert fyr-
irtækinu kleift að taka lán og ráðast
í nýjar virkjanir.
Orkuveita Reykjavíkur hefur oft
verið kölluð mjólkurkýr Reykvík-
inga enda hafa sjálfsagt margar
sveitarstjórnir öfundað borgar-
stjórn Reykjavíkur að fá 1,5 millj-
arða í arð frá OR eins og gerðist á
árunum fyrir hrun. OR er hins veg-
ar í dag risi á brauðfótum og marg-
ir telja afar hæpið að fyrirtæki sem
skuldar 240 milljarða og á tæplega
fyrir afborgun skulda sé að borga
arð.
Um síðustu áramót skulduðu þrjú
stærstu orkufyrirtæki landsins
rúmlega 600 milljarða króna.
Stærstur hluti þessara skulda er í
erlendri mynt. Vaxtagreiðslur
vegna skuldanna nema tugum millj-
arða á hverju ári. Það má því
kannski segja að stór hluti af þeim
hagnaði sem myndast við rekstur
virkjana fari til útlendra banka í
formi vaxtagreiðslna.
Eignir á móti lántöku
Þórólfur Matthíasson prófessor
segir að í gegnum árin hafi orðið
eignamyndun í orkufyrirtækjunum,
en á árunum eftir 2000 hafi menn
notað þessar eignir til að standa á
móti lántöku í hefðbundnum útrás-
arstíl. Orkufyrirtækin hafi síðan
lent í misgengi verðlags og skulda
með svipuðum hætti og mörg önnur
fyrirtæki. OR hafi þó lent mun verr
í þessu en Landsvirkjun vegna þess
að OR er með stærstan hluta tekna
í krónum en skuldir eru í erlendri
mynt.
Þórólfur er þeirrar skoðunar að
sumar fjárfestingar orkufyrirtækj-
anna hafi ekki verið nægilega arð-
samar. Hann nefnir Kárahnjúka-
virkjun sérstaklega í því sambandi.
Sú arðsemi sem menn hafi talið að
kæmi út úr þeirri virkjun hafi að
nokkru leyti byggst á lágum vöxt-
um. Síðan hafi skuldatryggingará-
lag hækkað mikið sem þýði að end-
urfjármögnun lána verði mun
kostnaðarsamari en menn sáu fyrir.
Greiða lítinn arð til eigenda
Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin Fyrirtækin greiða tugi
milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka Aðeins Orkuveita Reykjavíkur greitt arð til eigenda
Arðgreiðslur orkufyrirtækjanna
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
milljónir kr.
2005 2006 2007 2008 2009
Landsvirkjun
Orkuveita Reykjavíkur
HS Orka
39
8
1.
4
62
4
20 4
27
1.
53
0
4
0
0 50
0
1.
56
8
50
0
80
0
80
0
00 0 0
Heimild: Ársreikninga félaganna
Morgunblaðið/Rax