Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 18
Bátar fara á kreik þá
Gæslan er að heiman
FRÉTTASKÝRING
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
L
ögreglan á Siglufirði
beið tveggja línubáta
við höfnina þar í fyrra-
kvöld og tók skýrslu af
skipstjórunum þegar
þeir stigu í land. Þeir eru grunaðir
um að hafa verið við ólöglegar veiðar
á lokuðum svæðum. Ákæra verður
gefin út þeim á hendur. Að sögn
Halldórs Nellett, framkvæmda-
stjóra aðgerðasviðs Landhelg-
isgæslunnar, virðist vera að meira sé
um brot af þessu tagi nú þegar eft-
irlit Gæslunnar er minna vegna
þrenginga. Menn séu kaldari við að
veiða inni á lokuðum svæðum þegar
þeir vita að máttur og eftirlit Gæsl-
unnar er minna. „Því miður finnst
mér eins og þessi brot séu að færast
í aukana. Það er meira um það að
okkur berist tilkynningar frá skip-
stjórum úti á hafi um önnur skip sem
eru við veiðar á lokuðum svæðum.
Við erum með gott fjareftirlit hér
þar sem við fylgjumst með skipum
en menn hins vegar eiga það til að
slökkva á búnaðinum sem við erum
tengdir við og þá getum við ekki séð
þá lengur hvert þeir fara. Með því að
slökkva geta þeir stofnað sjálfum sér
í hættu því þá sjáum við þá ekki ef
eitthvað kemur upp á. Við lítum
þetta mjög alvarlegum augum.“
Svæðin sem bátarnir sigla inn á eru
lokuð með hnitum og iðulega eru þar
uppeldisstöðvar eða mikið af smá-
fiski.
Haustið 2008 hófust miklar nið-
urskurðaraðgerðir hjá Landhelgis-
gæslunni í kjölfar gengisbreytinga,
hækkunar eldsneytisverðs og minni
fjárveitinga. Til að afla tekna hefur
Gæslan leigt þjónustu sína erlendis
og nú um stundir er um helmingur
starfseminnar í fjarlægum löndum.
Einungis tvær þyrlur, TF-LÍF og
TF-GNÁ, eru til taks og Týr eina
varðskipið. Þriðju þyrlunni var skil-
að í vor til lánveitanda. Varðskipið
Ægir er við eftirlitsstörf við strend-
ur Gíbraltar og gæsluvélin háþróaða
TF-SIF er í eftirliti við Mexíkóflóa.
Það er því ljóst að það verkefni
Landhelgisgæslunnar að halda uppi
eftirliti í lögsögunni er ærið.
Þriðja þyrlan nauðsynleg
Ragna Árnadóttir, dómsmála-
ráðherra, segir ljóst að þriðja þyrlan
verði að taka til starfa í haust. „Sjálf
vildi ég halda þriðju þyrlunni því
mér fannst ekki hægt að hafa aðeins
tvær þyrlur. Hins vegar voru færð
fyrir því rök að þessi þriðja þyrla
væri í raun afar óhentug í rekstri og
ef við hefðum hinar tvær stóru þyrl-
urnar í toppstandi í sumar værum
við ekkert verr sett. Það þarf hins
vegar að skoða allar ákvarðanir vel
með reglulegu millibili og meta
hvort þær hafi verið réttar. Og ég
segi bara núna að þessi þriðja þyrla
verður að koma í haust og viðbót-
arvakt verður einnig að koma. Það
er jafnmikilvægt að mannskapurinn
sé tiltækur og tækjabúnaðurinn.“
Landhelgisgæslan hafði áður
sex þyrluáhafnir en þeim var fækkað
í fimm árið 2009.
„Yfirstjórn Gæslunnar stendur
sig mjög vel og heldur sig innan fjár-
heimilda eins og þeir verða að gera.
Ég tel þó að við verðum að stefna að
því að fá nýja þyrlu og eina áhöfn í
viðbót með öllum tiltækum leiðum.
Ég tel að annað sé ekki forsvaran-
legt.“ Hún segir jafnframt að stefna
eigi á að hafa alltaf tvö varðskip til
staðar. „Gæslan leigir þjónustuna til
að afla tekna og það heldur tækjum
gangandi og fólki í vinnu og þjálfun
en þetta er ekki sú óskastaða sem
við viljum sjá. Við vonum að eftir hin
mögru ár getum við haft starfsemina
þannig að hér verði alltaf tvö varð-
skip við strendurnar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskip Aðeins varðskipið Týr er nú við störf við Íslandsstrendur á meðan
Ægir sinnir verkefnum við Gíbraltar. Ráðherra vill hafa tvö skip tæk.
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Lengi hefurlegið fyrirað engin
ríkisábyrgð hafi
verið á innistæð-
um á Icesave-
reikningunum og
þar með að íslenska ríkinu
beri engin skylda til að greiða
það sem bresk og hollensk
stjórnvöld hafa krafist. Þetta
hefur oft verið útskýrt, meðal
annars á þessum stað, og hefði
tæpast átt að fara fram hjá
nokkrum manni. Þrátt fyrir
þetta hafa sumir haldið hinu
gagnstæða fram eða í það
minnsta hegðað sér eins og ís-
lenska ríkið bæri ábyrgð.
Þetta á sérstaklega við um þá
sem síst skyldi, það er að segja
íslenska ráðamenn. Þeir hafa
ítrekað reynt að ná samn-
ingum um að fá að greiða kröf-
ur vegna Icesave, þrátt fyrir
að hafa mátt vita að Íslend-
ingum bæri engin skylda til að
greiða samkvæmt ólögmætum
og ósanngjörnum kröfum er-
lendra stjórnvalda.
Vegna þessarar framgöngu
íslenskra stjórnvalda er mik-
ilvægt að nú er komin skýrt
fram sú afstaða framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins
að engin ríkisábyrgð sé á
bankainnistæðum á Evrópska
efnahagssvæðinu. Með þessari
yfirlýstu afstöðu, sem kom
fram í svari til ABC Nyheter
eins og fjallað hefur verið um,
er „komin upp ný staða í mál-
inu“, eins og Stefán Már Stef-
ánsson lagaprófessor orðaði
það í samtali við Morgunblað-
ið.
Aðrir hafa tekið undir það
sjónarmið, en einn lætur þó
ekki sannfærast.
Sá er Steingrímur
J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra, sem
segist ekki sjá að
þetta breyti stöð-
unni í neinum
grundvallaratriðum. Stein-
grímur, líkt og stjórnvöld í
heild sinni, hefur haft einstakt
lag á því að nýta ekkert af
þeim færum sem Ísland hefur
fengið til að styrkja stöðu sína
í glímunni við Breta, Hollend-
inga og Evrópusambandið um
Icesave.
Ef íslensk stjórnvöld geta
ekki nýtt sér þessa yfirlýsingu
framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins til að stugga frá
landinu óbilgjörnum erlendum
innheimtumönnum, þá hlýtur
að vera á því einhver mjög sér-
kennileg skýring. En jafn sér-
kennileg og skýringin er þá er
hún augljós. Stjórnvöldum er
svo í mun að styggja ekki Evr-
ópusambandið í aðlög-
unarviðræðunum að þau
treysta sér ekki til að halda
uppi nokkrum þeim vörnum
sem að gagni gætu orðið. Í
stað þess að nýta orð fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins til að treysta varnir
Íslands eru stjórnvöld upp-
tekin af því að halda fram-
kvæmdastjórninni og öllum
aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins góðum til að aðlög-
unarviðræðurnar gangi vel
fyrir sig.
Hvenær skyldi sú stund
renna upp að íslensk stjórn-
völd hugsi fyrst og fremst um
íslenska hagsmuni? Ætli það
þurfi kosningar til að sú breyt-
ing verði á?
Fjármálaráðherra
kýs að nýta ekki þau
vopn sem Íslandi eru
færð í hendur}
Ný staða komin upp
Nú er verið aðsenda öldr-
uðum og öryrkjum
rukkun vegna „of-
greiðslna“. Nor-
ræna velferðar-
stjórnin telur að
töluverður hópur þess fólks
hafi fengið meira en því bar,
vegna þess að það hafi ekki
metið fjármagnstekjur sínar
rétt eða láðst að gera full-
nægjandi grein fyrir þeim. Ef
verðbólga er 10 prósent og
verðtryggðir vextir 3 prósent,
hvað skyldi þá standa eftir
sem rauntekjur miðað við nú-
verandi fjármagnstekjuskatt,
sem hefur hækkað úr 10 pró-
sentum í 18 prósentur eða um
80 prósent síðan velferðar-
stjórnin kom til valda? Hinir
eiginlegu vextir eru 3 pró-
sent, 18 prósent skatturinn
leggst bæði á
vextina og verð-
bæturnar og tekur
þannig 2,34% af 3
prósentunum í
skatta. Fjár-
magnstekjuskatt-
ur af raunvöxtum í 10 prósent
verðbólgu er því kominn í 78
prósent. Hinir eiginlegu
raunvextir eru þá aðeins
0,66% eftir skatta. Þegar bæt-
ur aldraðra og öryrkja eru því
næst skertar til viðbótar situr
minni en enginn ávinningur af
sparnaðinum eftir. Það er því
rétt hjá Guðmundi Magn-
ússyni formanni Öryrkja-
bandalagsins og Helga
Hjálmssyni formanni Land-
sambands eldri borgara að
skjólstæðingar þeirra sæta
eignaupptöku. Þar er ekki
ráðist á garðinn hæstan.
Ógeðfelldir bak-
reikningar velferð-
arstjórnarinnar til
aldraðra og öryrkja}
Eignaupptaka
E
inhverju sinni í fyrndinni, áður
en hér tók við völdum ætluð
norræn velferðarstjórn, meðan
Icesave þótti gott mál og enn
þótti eðlilegt að sótsvartur al-
múginn æki um á risavöxnum amerískum
lúxuskerrum, tók nokkur fjöldi fólks svokölluð
myntkörfulán.
Afborganir þessara lána voru bundin gengi
erlendra gjaldmiðla, gjarna svissnesks franka
og japansks yens. Þessi lán þóttu hin bestu,
bæði lánveitandi og skuldari voru hoppandi
kátir. Þessi lán voru það sem kallað er geng-
istryggð.
Svo hrundi allt og allt var breytt; afborg-
anir hækkuðu svo mikið að talað var um
stökkbreytingu. Um það þarf ekki að fjölyrða.
Nú hefur gengistryggingin verið dæmd
ólögmæt í Hæstarétti og Héraðsdómur Reykjavíkur hef-
ur kveðið upp dóm um að leggja skuli til grundvallar
lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka í stað samnings-
vaxta. Byrðar skuldara léttast samkvæmt þessu til muna
frá því sem var þegar gengistryggingin stóð.
Bonus pater familias, góður og gegn maður, gæti ætl-
að að þessi niðurstaða hugnaðist skuldurum myntkörfu-
lána; samkvæmt henni skulu þeir undir sama hatt settir
og þeir sem tóku lán sem buðust á sama tíma, stóðust lög
og ruku ekki eins mikið upp við hrunið. Sami maður gæti
jafnvel talið að réttlát niðurstaða hefði fengist í málið og
mikill Salómonsdómur hefði verið kveðinn upp.
Því er ekki að heilsa. Skuldarar virðast
telja sig eiga rétt til þess að lágir samnings-
vextir standi án gengistryggingarinnar.
Trygginguna taldi héraðsdómari forsendu
lágra vaxta enda ákvarðar samspil þessara
þátta greiðslubyrði skuldara. Var af þessum
sökum ekki talið fært að láta umsamda vexti
standa í því máli sem fjallað var um fyrir rétt-
inum.
Þessum rökum hafna þeir sem tala, að eig-
in sögn, fyrir munn skuldara; þeir telja að
umsamdir vextir eigi að standa. Það leiði af
meginreglum samningaréttar, pacta sunt
servanda og allur sá djass. Samið hafi verið
um tiltekna vaxtaprósentu og hún skuli
standa hvað sem líður gengistryggingu.
Reyndar töldu þeir þessa reglu, um að
samninga skuli halda, ekki eiga að gilda þeg-
ar gengistryggðar afborganir börðu að dyrum eftir að
þær tóku sinn illfyrirséða vaxtakipp. Þá voru forsendur
með öllu brostnar. En það er önnur saga og bíður betri
tíma.
Það virðist niðurstaða þessara mætu manna að réttast
sé að skuldarar gengistryggðra lána skuli njóta mun
hagkvæmari kjara en þeir sömdu í raun um til að byrja
með. Betri kjara en þeir gátu nokkurn tíma átt von á að
fá. Betri kjara en hinir varkáru sem tóku minni áhættu
og slógu lán sem ekki voru gengistryggð.
Spekingarnir sem kváðu að lífið væri lotterí voru
sennilegast ekkert að spauga. skulias@mbl.is
Skúli Á.
Sigurðsson
Pistill
Þinn lottóvinningur í lífinu?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Ákveðið hefur verið að gefa út
ákæru á hendur skipstjórum
tveggja línubáta vegna meintra
fiskveiðibrota. Um er að ræða
Stellu GK og Hópsnes GK, en
hinar ætluðu ólöglegu veiðar
fóru fram norður af Siglufirði í
fyrradag.
Kvartanir bárust frá öðrum
skipum vegna veiða bátanna, að
sögn Landhelgisgæslunnar.
Gæslan óskaði eftir því að
lögreglan á Siglufirði tæki
skýrslu af skipstjórum bátanna
þegar þeir kæmu í land.
Munu ákæra
skipstjórana
TVÖ SKIP STAÐIN AÐ VERKI
Morgunblaðið/RAX
Línuveiðar Myndin er úr safni og
tengist ekki efni fréttarinnar.