Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 27
Messur 27Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 AÐVENTSÖFNUÐURINN:| Vegna sum- armóts í Hlíðardalsskóla verður Reykja- víkur-, Hafnarfjarðar-, Keflavíkur- og Ár- nes-söfnuðum lokað. Samkoma verður haldin í Hlíðardals- skóla og hefst með biblíufræðslu kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12, Don Schneider prédikar. Samfélag Aðventista á Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl.12. ÁBÆJARKIRKJA í Austurdal | Hin ár- vissa sumarmessa að Árbæ verður 1. ágúst kl. 14. Konur í kirkjukórnum vest- an vatna syngja forsöng, organisti er Thomas Higgerson. Oddviti Akrahrepps, Agnar H. Gunnarsson, prédikar, sr. Dalla Þórðardóttir prófastur þjónar fyrir altari. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa í Árbæj- arkirkju kl. 11, sr. Þór Hauksson prédik- ar, organisti er Kristina Kalló. Léttar veitingar á eftir. BAKKAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 16, prestur sr. Jóhanna I Sigmars- dóttir. Um tónlistina sér Þorvaldur Hall- dórsson. BORGARPRESTAKALL | Helgistund í Skallagrímsgarði kl 11. Messa í Borg- arkirkju kl. 14. Guðsþjónusta á Dval- arheimili aldraðra kl. 15.30. BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudaginn 1. ágúst verður ekki messa í Bústaða- kirkju. Það hefur verið venja undanfarin ár að gefa starfsfólki kirkjunnar og kór- fólki frí þennan eina sunnudag ársins. Fólki er bent á messur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11, prestur séra Gunnar Sigurjónsson. Fé- lagar úr kór Digraneskirkju leiða söng. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Þor- valdur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Kári Þormar. Hádeg- isbænir á þriðjudögum, kvöldkirkjan á fimmtudögum. EFRA-Núpskirkja Miðfirði | Árleg messa laugardag, 31. júlí, kl. 14 í þessari fyrr- verandi sóknarkirkju. Öllum velkomið að leggja veitingar á borð í samfélaginu eft- ir messu. EGILSSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, prestur sr. Jóhanna I Sigmarsdóttir. Um létta tónlist sér Þorvaldur Hall- dórsson, söngvari. GARÐAKIRKJA | Helgistund versl- unarmannahelgarinnar kl. 20. Sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stundina, organisti er Bjartur Logi Guðnason. Rúta fer frá Ví- dalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl. 19.35 og frá Hleinum kl. 19.40 og til baka að lokinni athöfn. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðikandidat prédikar, sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari, org- anisti er Guðlaugur Viktorsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14, séra Auður Inga Einarsdóttir prédikar, söngstjóri er Kjart- an Ólafsson. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Úti- messa í skógarlundinum norðan við Reynisvatn kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir. Kakó og kleinur eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari, messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti er Hörður Áskelsson. Sögustund fyrir börnin. Alþjóðlegt org- elsumar: Tónleikar laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17. Steingrímur Þórhalls- son leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Org- anisti Douglas A. Brotchie og prestur er Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi| Messa kl. 11, sr. Magnús B. Björnsson þjónar, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sjá einnig www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Kveðju- samkoma sunnudag kl. 20 fyrir major Harold Reinholdtsen á Hjálpræð- ishernum Hvannavöllum 10. HLAÐIR Hvalfirði | Útiguðsþjónusta með hugvekju kl. 14 í tilefni versl- unarmannahelgar og fjölskylduhátíðar SÁÁ. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar og undirleik annast Gestur Friðjónsson á harmónikku. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11, prestur sr. Ursúla Árnadóttir, Kristín Arn- ardóttir djákni prédikar. Tónleikar kl. 14, Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Hannes Guðrúnarson gít- arleikari. KAÞÓLSKA kirkjan | Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði| Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 14 (ath. breyttan messutíma). Samstarf Þjóð- kirkjusafnaðanna í Kópavogi. Almennur safnaðarsöngur. LANGHOLTSKIRKJA | Vegna sumarleyfa er Langholtskirkja lokuð fram yfir versl- unarmannahelgi. Messað verður sunnu- daginn 8. ágúst kl. 11. Skrifstofa kirkj- unnar opnar á ný þriðjudaginn 3. ágúst. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, prestur sr. Skírnir Garðarsson, org- anisti er Arnhildur Valgarðsdóttir, Tinda- tríó leiðir sönginn. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Helgistund kl. 14. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Þorgils Hlynur Þor- bergsson, cand theol, prédikar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, org- anisti er Kári Allansson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Guðsþjón- usta kl. 14, tileinkuð hestamennsku og útivist. Nýr hökull verður tekinn í notk- un. Prestur er Gunnar Kristjánsson. Heitt á könnunni í garðinum eftir messu. SALT kristið samfélag | Engin samkoma um verslunarmannahelgina. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Fé- lagar úr kór kirkjunnar leiða söng undir stjórn Jörgs Sondermann, prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Súpa og brauð eftir messu. Morguntíðir þriðju- dag til föstudags kl. 10. Mömmu- morgunn á miðvikudaginn kl. 10.30. SELTJARNARNESKIRKA | Helgistund kl. 11 í umsjón sr. Sigurðar Grétars Helga- sonar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Í messunni verður flutt tónlist frá sumartónleikum helgarinnar. STRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta og fræðslustund um kirkjuna kl. 14. Ingi- mar Pálsson leiðir almennan safn- aðarsöng, prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl. 20.30. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir stundina í tali og tónum ásamt sóknarpresti, Láru G. Odds- dóttur. Kaffi eftir messu. VÍDALÍNSKIRKJA | Helgistund versl- unarmannahelgarinnar er í Garðakirkju kl. 20. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl. 19.35 og frá Hleinum kl. 19.40 og til baka að lokinni athöfn. Sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stund- ina, organisti er Bjartur Logi Guðnason. ÞINGEYRARKIRKJA Húnavatnsprófasts- dæmi | Í sumar skiptast prestar héraðs- ins á að messa í þessari fallegu og merku kirkju sunnudaga kl. 14. Að þessu sinni er það sr. Guðni Þór Ólafs- son á Melstað, organisti er Pálína F. Skúladóttir sem leiðir almennan söng. ÞINGVALLAKIRKJA | Útimessa í Skóg- arkoti kl. 14. Genginn er stígur frá Efri- völlum merktur Skógarkot, 1,8 km. Gangan tekur tæpa hálfa klukkustund. Prestur er Kristján Valur Ingólfsson og organisti er Guðmundur Vilhjálmsson sem leikur á básúnu. Verði mikil rigning færist messan í Þingvallakirkju. ORÐ DAGSINS: Um falsspámenn. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Saurbæjarkirkja á Rauðasandi (Matt.7) tengdaforeldrar sem buðu mig vel- komna í fjölskylduna fyrir meira en 20 árum. Alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur á allan hátt, hvort sem var við barnapössun, flísa- eða park- etlögn eða hvað annað. Það voru svo sannarlega traustir og góðir tengdaforeldrar sem ég eignaðist strax. Brynjar sonur okkar og fyrsta barnabarnið fékk smá-forskot og naut góðs af því. Milli hans og afa ríkti alla tíð alveg einstakt vina- samband og eyddu þeir miklum tíma saman í að tefla og veiða. Jón kenndi honum mannganginn 5 ára gömlum og fylgdi honum svo á hvert skákmótið á fætur öðru út um allt land ásamt því að taka afastrák- inn með sér á skákæfingar á kvöld- in. Þegar Brynjar eltist dvínaði áhuginn á skákinni en þá fundu þeir sig bara betur í veiðinni saman. Eft- ir nokkrar æfingar í vötnunum kringum Reykjavík mætti afinn með fluguveiðistöng undir arminum og ekki minnkaði veiðiáhuginn við það. Til stóð hjá þeim að fara saman í Brynjudalsá í næstu viku ásamt hinum veiðiklónum í fjölskyldunni og verður nú ansi tómlegt hjá þeim þar án afa. Ég kveð með söknuði einstaklega góðan, traustan og hjálpsaman tengdapabba. Minningin um hann lifir. Með kæru þakklæti fyrir allt, Helga Þórdís. Jón bróðir, eða Jonni eins og hann var jafnan kallaður, er látinn langt um aldur fram. Það er sár og óumflýjanleg staðreynd. Það togast á ýmsar tilfinningar þegar ég hugsa til Jonna. Sterkust er eftirsjáin og sorgin yfir því að fá ekki að hitta hann aftur. Minningar, sem ná meira en þrjá áratugi aftur í tím- ann, hellast yfir. Við Jonni vorum sammæðra, en ólumst ekki upp saman. Hann var tólf árum eldri en ég. Kynni okkar og samskipti hófust fyrir alvöru á unglingsárum mínum. Segja má að skákin hafi fyrst tengt okkur saman því að við komumst að því að þar lá sameiginlegur áhugi okkar. Það kom líka fljótt í ljós að við áttum mörg önnur sameiginleg áhugamál og því náðum við fyrr en varði mjög vel saman. Milli okkar skapaðist sterk vinátta sem óx og dafnaði eftir því sem árin liðu. Jonni var óvenjulega heilsteyptur og vandaður maður. Hann var mikl- um gáfum gæddur, víðlesinn og ein- staklega vel að sér á mörgum svið- um. Hann var fljótur að greina aðalatriðin í hverju máli og skilja hismið frá kjarnanum. Þá var hann einstaklega ráðagóður og hafði sterka réttlætiskennd. Ég leitaði því oft ráða hjá honum í gegnum tíðina. Þau voru ófá heilræðin sem ég fékk og sum þeirra höfðu djúp áhrif á mig og mótuðu jafnvel líf mitt. Jonni hafði sterkar og ákveðnar skoðanir og var fylginn sjálfum sér. Það gat verið afar erfitt að þoka honum í rökræðum um landsmál og pólitík, en við höfðum reyndar oft á tíðum líkar skoðanir á mörgum mál- efnum en fátt nærði huga minn bet- ur en skraf og rökræður við Jonna um pólitík og breytta heimsmynd. Mesta gæfa Jonna í lífinu var án efa að kynnast eiginkonu sinni, Þur- íði. Það var öllum ljóst að milli þeirra ríkti einlæg ást og náin vin- átta. Þau eignuðust þrjú börn og barnabörnin eru orðin fimm. Hjá Jonna var fjölskyldan ávallt í for- gangi og velferð hennar skipti hann öllu máli. Þurý og börnin þeirra og barnabörnin viku aldrei úr huga hans og oft talaði hann um hve lán- samur hann væri. Nú á kveðjustund koma upp í hugann margar góðar minningar. Ég sé Jonna fyrir mér þar sem hann situr gegnt mér við taflborðið, metur stöðuna gaumgæfilega, tekur ákvörðun og leikur síðan fumlaust. Mér verður litið á hann og sé þá hans alkunna kankvíslega bros og glettnisglampann í augunum og þá vissi ég að skákin var töpuð; hann hafði fundið vinningsleikinn eins og svo oft áður. Við háðum mörg ská- keinvígin en oftast fór ég halloka, enda var Jonni sterkur skákmaður. Fyrir aðeins sex vikum greindist Jonni með illvígan sjúkdóm og fljót- lega varð ljóst að ekkert varð við ráðið. Jonni tók örlögum sínum af miklu æðruleysi. Þær stundir, sem fjölskyldan átti með honum síðustu vikurnar, voru dýrmætar og eiga eftir að vera ómetanlegar og dýr- mætar í minningunni. Ég veitti því athygli að í síðustu skiptin sem við hittumst var hugstæðasta umræðu- efni Jonna nánasta fjölskylda hans og uppruni hennar. Hann naut þess að hafa sína nánustu fjölskyldu, sem var honum svo kær, við hlið sér síð- ustu stundirnar og fá að sofna rór í faðmi hennar. Hvíl í friði, elsku bróðir. Ingi. Kveðja frá Skákdeild Hauka Í dag kveðjum við fallinn félaga, Jón Magnússon. Það var fyrir sjö árum sem ég kynntist Jóni en þá kom hann á sína fyrstu þriðjudag- sæfingu hjá okkur Haukamönnum. Ástríða Jóns fyrir skákinni var ber- sýnileg, hann kunni ýmislegt fyrir sér og baráttuandinn var magnaður. Síðar fóru synir Jóns, þeir Rögn- valdur og Arnar, að venja komur sínar á æfingar. Þá var hart tekist á og sérstaklega eru baráttuskákir Jóns og Rögnvaldar eftirminnileg- ar. Fljótlega bættist svo í hópinn afabarnið Brynjar, sonur Arnars, og þá var gaman að fylgjast með Jóni. Hann nánast rifnaði af stolti í hvert sinn sem drengurinn nældi sér í vinning. Þegar Jón byrjaði að tefla fyrir Hauka á Íslandsmóti skákfélaga voru nýstofnaðir Haukar í þriðju deild af fjórum. Það kom strax í ljós hve góður félagi Jón var, hann hrós- aði mönnum fyrir góð verk á reit- unum 64 og hughreysti ef illa gekk. Svo fór að liðið vann sig upp í aðra deild og þá fyrstu árið eftir. Þáttur Jóns í þessum árangri var mikill. Eflaust situr Jón nú og reynir frönsku vörnina sína gegn Capa- blanca, Fischer og félögum en við Haukamenn sendum innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, Jón Magnússon. Fyrir hönd Skákdeildar Hauka, Ingi Tandri Traustason. ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar Fellihýsi Vel með farið Coleman Reed- wood 9ft. árg. 2001 með sólarsellu, aðeins upphækkað. Verð kr. 950 þús. Upplýsingar í síma 663 4013. Sel nánast ónotað 9 feta Palomino Colt fellihýsi með fortjaldi og tilheyrandi búnaði. Nýskráð sumarið 2009 og notað í alls 13 nætur. Verð 1.7 m.kr. Uppl. í síma 665 6102. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVIÐHALD Getum bætt við okkur vinnu í flísalögnum og almennu múrviðhaldi. Vinsamlega hafið samband í síma 698 6009.Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Listmunir Karl Kvaran Mjög gott olíumálverk, 97x81 cm, til sölu. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar í s. 562 1499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.