Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Íslenska ríkið fær lánshæfiseinkunnina BB fyrir inn-
lendar skuldbindingar og BB- fyrir erlendar skuldbind-
ingar hjá kínverska lánshæfismatsfyrirtækinu Dagong.
Af þeim 50 löndum sem fyrirtækið rannsakaði lenti Ís-
lands í 43. sæti, tveimur sætum á eftir Grikklandi. Það
land sem hefur sterkasta lánshæfismatið á listanum er
Noregur, en Danmörk, Lúxemborg, Sviss og Singapúr
fylgja þar í kjölfarið.
Dagong Global Credit Rating var komið á fót af kín-
verska ríkinu fyrir skömmu. Stjórnarformaðurinn Guan
Jianzhong sagði við Financial Times fyrir skömmu að
vinnubrögð vestrænu lánshæfismatsfyrirtækjanna
stýrðust af stjórnmálum og óhlutlægum mælikvörðum.
Íslenska ríkið lágt skrifað
hjá opinberu matsfyrirtæki Kína
Reuters
Kína Stjórnvöld í Peking hafa komið á fót matsfyrirtæki sem hefur þegar gefið út lánshæfiseinkunn fyrir 50 ríki.
ÞETTA HELST ...
● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði
um 0,03 prósent í tiltölulega litlum við-
skiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar
lækkaði um 0,02 prósent en sá óverð-
tryggði hækkaði um 0,15 prósent. Velta
á skuldabréfamarkaði nam 2,4 millj-
örðum króna.
Velta á hlutabréfamarkaði var enn
minni daginn fyrir verslunarmanna-
helgi, eða um 360.000 krónur. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 0,08 prósent og
endaði í 937,43 stigum. bjarni@mbl.is
Afslöppun í kauphöll
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Aukning á innflutningi á fjárfesting-
arvörum á fyrstu sex mánuðum árs-
ins er jákvæð, en er ekki merki um
að atvinnulífið líti björtum augum á
framtíðina. Er þetta mat Björns
Þórs Arnarsonar, hagfræðings hjá
Viðskiptaráði Íslands. Innflutningur
á fjárfestingarvörum, öðrum en
flutningatækjum, jókst um 15,1 pró-
sent á fyrri helmingi ársins miðað við
sama tíma í fyrra.
„Hafa verður í huga að í fyrra var
fullkominn doði í atvinnulífinu og því
ekki við því að búast að mikið væri
flutt inn af fjárfestingarvörum. Líta
má svo á að fólk í atvinnulífinu sé
bjartsýnna nú en áður, en það þýðir
ekki að það sé mjög bjartsýnt. Þró-
unin er í rétta átt, en það er enn
mjög langt í land,“ segir Björn.
Viðskiptaafgangur eykst
Fjárfestingarvörur eru til dæmis
vélar og annar búnaður sem notaður
er við framleiðslu. Innflutningur á
fjárfestingarvörum nam 51,4 millj-
örðum króna fyrstu sex mánuði
þessa árs, en 41,8 milljörðum á sama
tímabili í fyrra. Fyrstu sex mánuðina
2010 voru fluttar út vörur fyrir 277,4
milljarða króna en inn fyrir 213,6
milljarða, samkvæmt Hagstofunni.
Afgangur var því á vöruskiptunum
við útlönd sem nam 63,9 milljörðum
en á sama tíma árið áður voru þau
hagstæð um 41,9 milljarða á sama
gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var
því 22,0 milljörðum króna hagstæð-
ari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur jókst um 14,6 pró-
sent á tímabilinu, en innflutningur
jókst um 6,7 prósent á föstu gengi.
Þróunin í atvinnulífinu er
í rétta átt en langt er í land
Innflutningur á fjárfestingarvörum í ár meiri en í fyrra
Morgunblaðið/Golli
Bjart Aukning í innflutningi á fjárfestingarvörum er hugsanlega merki um
að svartsýni fari minnkandi í atvinnulífinu þótt bjartsýni sé ekki ríkjandi.
● Greiðslu-
stöðvun Kaup-
þings rennur út
13. ágúst næst-
komandi. Haldinn
verður kröfuhafa-
fundur 9. ágúst
þar sem fjallað
verður um hvort
óska eigi eftir
framlengingu á greiðslustöðvuninni.
Samþykki fundurinn það mun Hér-
aðsdómur Reykjavíkur fjalla um þá ósk í
kjölfarið. Bankanum var upphaflega
veitt heimild til greiðslustöðvunar 24.
nóvember 2008, en hámarkstími sem
hægt er að veita greiðslustöðvun er 2
ár og því er ekki hægt að framlengja
hana lengur en til 24. nóvember í haust.
Greiðslustöðvun
Kaupþings að renna út
● Gjaldþrotum
fyrirtækja fyrstu
sex mánuði ársins
fjölgaði um 8%
frá því á sama
tímabili í fyrra.
Alls voru 548 fyr-
irtæki lýst gjald-
þrota á tíma-
bilinu, en 910
fyrirtæki urðu gjaldþrota á öllu síðasta
ári. Af þeim fyrirtækjum sem hafa orðið
gjaldþrota á þessu ári var um fjórð-
ungur í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, alls 138 fyrirtæki. Fjöldi
gjaldþrota í þeim geira eykst þó lítið
milli ára, en á fyrri helmingi síðasta árs
voru gjaldþrotin 134. Þau voru öllu
færri á fyrri helmingi ársins 2008, eða
71. einarorn@mbl.is
Gjaldþrotum fjölgar
nokkuð milli ára
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Þrefalt fleiri almenn samlagsfélög
voru nýskráð fyrstu sex mánuði þess
árs en voru skráð allt árið í fyrra. Ný-
skráning einkahlutafélaga á sama
tíma dróst saman um þriðjung. Vin-
sældir einkahlutafélagsfyr-
irkomulagsins sem rekstrarforms
hafa minnkað mikið eftir að reglum
um skattgreiðslur þeirra var breytt
og margir kjósa því að stofna sam-
lagsfélag í staðinn.
Mikil breyting milli ára
Í fyrra voru 97 samlagsfélög og
2.623 einkahlutafélög nýskráð, eða 27
á móti einu. Þessi mikli munur hefur
dregist stórlega saman milli ára.
Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 295
samlagsfélög verið stofnuð, sem er
rúmlega þrefaldur fjöldi nýskráninga
allt árið í fyrra. Á sama tíma hafa 899
einkahlutafélög verið stofnuð og allt
útlit fyrir að nýskráningar þeirra
verði færri en í fyrra.
Skattkerfisbreytingar
Margir þeirra sem hafa stofnað
einkahlutafélög undanfarin ár eru
einyrkjar eða smærri atvinnurek-
endur. Kosturinn við það rekstr-
arform hefur verið takmörkuð fjár-
hagsleg ábyrgð hluthafa, auk
mikils skattalegs hagræðis um-
fram það að vera með rekst-
ur á eigin kennitölu.
Í kjölfar laga sem
sett voru um ára-
mótin síðastliðin
breyttist þetta
til muna. Af
stórum hluta
arðgreiðslna,
sem hingað
til hefur verið greiddur fjármagns-
tekjuskattur af, ber nú að greiða
tekjuskatt. Ef arðgreiðsla út úr einka-
hlutafélagi nemur meiru en fimmt-
ungi bókfærðs eigin fjár ber að greiða
tekjuskatt af helmingi upphæðarinnar
umfram það. Við það hækkar skatt-
hlutfall þess hluta úr 18% í 46,1%. Í
tilfelli samlagsfélaga er ekki sér-
stakur skattur á útborgaðan hagnað.
Skatthlutfallið á hagnað félagsins er
hins vegar hærra en í einkahluta-
félagsforminu, 32,7% í stað 18%.
Sækja í skattahagræði
Afleiðing þessara breytinga er sú
að í mörgum tilfellum er það hagstæð-
ara, með tilliti til skattgreiðslna, að
færa rekstur inn í samlagsfélag. Þró-
unin það sem af er ári endurspeglar
þessar breyttu forsendur, enda líklegt
að hún skýrist að langmestu leyti af
því skattalega hagræði sem fylgir
hinu breytta rekstrarformi.
Sækja í ný rekstrarform
Töluvert hefur dregið úr nýskráningu einkahlutafélaga í kjölfar skattkerfis-
breytinga um áramótin Gríðarleg fjölgun nýskráðra samlagsfélaga milli ára
Eignir seðla-
bankastjóra
Bandaríkjanna,
Ben Bernanke,
hækkuðu um allt
að 31 prósent í
fyrra þegar
hlutabréfamark-
aðir hækkuðu
tímabundið.
Kemur þetta
fram í yfirlýsingu
frá bandaríska seðlabankanum.
Eignir hans námu árið 2008 á
bilinu 852.000 til 1,9 milljónum dala
árið 2008 en voru komnar í 1,15 til
2,48 milljónir í fyrra. Þegar opinber-
ir starfsmenn gefa upp eignir sínar
þurfa þeir aðeins að segja á hvaða
bili þær eru og því er ekki vitað ná-
kvæmlega hvað Bernanke á.
Eignirnar sem um ræðir eru að-
allega inneignir í tveimur lífeyr-
issreikningum.
Árslaun Bernanke hjá seðlabank-
anum eru tæpir 200.000 dalir, eða
um 24 milljónir króna.
bjarni@mbl.is
Ben Bernanke
Græddi
á hækkun
hlutabréfa
Bernanke er með
24 milljónir í árslaun
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,+
+/0.+1
++1.+/
,-.23
+2.32/
+1.343
++3.42
+.42+3
+/,.5,
+31.+,
+,-.3
+/0.1+
++1.3,
,+.-++
+2.131
+1.3/4
++3.0+
+.4231
+/,.21
+31.31
,++.-,00
+,-.02
+//.-1
++1./1
,+.-0,
+2.0+5
+1.14+
++1.-4
+.4220
+/4.3
+30
Séu tvö félög eins að því leyti að
bókfært eigið fé beggja er fjórar
milljónir króna og hagnaður sem
greiða á út sem arð fjórar millj-
ónir er skattlagningin langt í frá
sú sama ef annað þeirra er
einkahlutafélag og hitt samlags-
félag. Þannig þyrfti fyrrnefnda
félagið að greiða tæpar 1,7 millj-
ónir í skatt, um 41%, á með-
an samlagsfélagið greiðir
rúmar 1,3 milljónir,
32,7%. Munurinn er
350 þúsund krónur,
um 9%.
Skattlagning
mjög ólík
REKSTRARFYRIRKOMULAG