Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 25
Elsku Erla mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Á sólbjörtum sumardegi 19. júlí kvaddir þú þennan heim eftir mjög erfið veikindi. Þú áttir viku eftir í 71 ár. Kynni okkar Erlu hófust fyrir þrjátíu árum þegar við byrjuðum að vinna á sama vinnustað. Þá fljótlega bundumst við sterkum vináttuböndum, sem entust til æviloka. Minningarnar streyma í gegnum hugann, margt skemmti- legt var brallað gegnum árin. Hún var einstök kona, orðheppin, mikill húmoristi, afskaplega hlý og tók sjálfa sig ekki of alvar- lega. Þín verður sárt saknað í litla saumaklúbbnum okkar. Ég veit þú tekur á móti mér þegar ég fer héðan, þá verður sko fagnaðarfundur. Elsku Gústi, þú varst eins og klettur við hlið hennar alla tíð og það var einstök umhyggja og ást sem þú sýndir henni í veikindum hennar. Guð gefi þér, börnunum, barnabörnum og systkinum styrk til að takast á við sorgina. Ég votta ykkur innilega samúð. Hvíl þú í friði, elsku vinkona. Sóley Björk. Við segjum gjarnan að góðar minningar séu gulli betri og það eru sannarlega orð að sönnu. Þegar ég heyrði af andláti elsku- legrar grannkonu minnar til margra ára Erlu Garðarsdóttur – birtist hver myndin annarri bjartari um daglega lífið okkar á Sunnuföt 8 og 6 við Hraunholts- lækinn í Garðabæ. Árið var 1968 – Sunnuflötin rétt að mótast og verða til þegar við kynntumst hjónunum Erlu og Ágústi. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Erla þessi fallega kona alltaf brosandi og blíð þótt ýmislegt gengi á með barnaskarann í sam- liggjandi görðunum. Erla og Ágúst voru glæsileg hjón, klæddu hvort annað ein- staklega vel. Þau voru góðir for- eldrar og einlægir vinir barnanna sinna þriggja – fjölskylduböndin þétt og umvefjandi. Elst er Krist- ín, þá Ásta Karen og yngstur óskadrengurinn Ágúst Karl. Það ríkti gleði og gaman í uppvexti krakkanna á „litlu“ Sunnflötinni – náinn samgangur milli húsa og einlæg vinátta sem fylgdi þótt sumir flyttu burt og árin liðu eins og gengur. Erla nágrannakona mín var lukkunnar pamfíll um svo margt – hún hitti hann Ágúst manninn sinn fyrir 55 árum í Vogavagninum. Ágúst, þessi kurteisi maður, stóð upp fyrir konu sem kom inn í vagninn ásamt ungri dóttur. Meðfædd prúðmennska Ágústs færði hon- um heldur betur lífshamingju, því Erla Garðarsdóttir ✝ Erla KristbjörgGarðarsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1939. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 19. júlí sl. Jarðarför Erlu fór fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 27. júlí 2010. unga stúlkan og ungi maðurinn sem stóðu hlið við hlið í strætó með Karfa- vog sem endastöð – áttu eftir að eiga 53 ára farsæla samleið í hjónabandi. Svona er lífið, við vitum aldrei hvenær eða hvar örlaganornirn- ar spinna vefi sína og skapa örlög. Það ríkti gleði og gaman þegar Ásta Karen, dóttir Erlu, blés til 40 ára afmælisveislu og hóaði í gamla nágranna til að samfagna. Erla var geislandi glöð í afmæli dótturinnar – falleg sem fyrr og hamingjusöm með fjöl- skylduna sína sem hún hélt svo vel utan um og elskaði heitt. Dagurinn var fagur og stundin björt rétt eins og minningarnar sem ég varðveiti um mína kæru nágrannakonu Erlu. Fyrir samveruárin öll á Sunnu- flötinni þakka ég nú af alhug. Guð geymi Erlu Garðarsdóttur á nýjum leiðum – Guð styrki mann- inn hennar og börnin þeirra öll. Helga Mattína Björnsdóttir, Dalvík. Kveðja frá Grund Nú þegar við kveðjum Erlu Garðarsdóttur langar mig, fyrir hönd fjölskyldunnar á Grund í Fáskrúðsfirði, að þakka henni og manni hennar Ágústi Karlssyni fyrir ómetanlega vináttu og tryggð í gegnum árin. En áralöng vinátta og mikill samgangur var á milli æskuheimilis Ágústs og Grundar. Sérstaklega ber að þakka lofsverða umhyggju sem faðir minn naut í veikindum sín- um hjá þeim hjónum. Alltaf var tekið einstaklega vel á móti gestum á Sunnuflötinni og notaleg nærvera Erlu átti stóran þátt í að skapa þá tilfinningu að gestir væru ávallt velkomnir á heimili þeirra. Þau hjónin hafa í gegnum áratugina sýnt sérstaka vináttu og ræktarsemi og því er það mikil gæfa að hafa átt Erlu og Ágúst að vinum og félögum. Á síðustu árum gekk Erla í gegnum erfið veikindi sem tóku mikinn toll af þreki hennar en já- kvæðni og baráttuvilji fleyttu henni örugglega yfir marga erf- iða hjalla. Aðdáunarvert var að fylgjast með því hve Ágúst stóð eins og klettur við hlið hennar í gegnum þessi erfiðu ár. Við viljum að leiðarlokum þakka Erlu fyrir góðar samveru- stundir, hjálpsemi og notalegheit í gegnum árin. Fjölskyldan á Grund biður góðan Guð að geyma hana og styrkja Ágúst og fjöl- skyldu í sorg þeirra. Blessuð sé minning Erlu Garðarsdóttur. Hörður Gunnarsson. Það var að hausti 1952 að hóp- ur nemenda kom saman í Laug- arnesskóla, hann var að færast upp á unglingastig. Þetta var fjölmennur bekkur sem fékk nafnið I. bekkur C. Við vorum svo heppin að fá góðan kennara sem við virtum og dáðum, Svein Kristjánsson. Á þessum árum ríktu gömlu gildin, virðing, vin- átta og umhyggja, ekki þurfti að hafa orðin upphátt, en í anda þeirra mótaði kennarinn bekkjar- andann og vinátta nemenda var einlæg. Bekkurinn okkar var á margan hátt sérstakur, í honum voru tvennar tvíburasystur, aðrar svo líkar að kennarar treystu á að þær víxluðu ekki sætum og hinar svo ólíkar sem dagur og nótt. Sylvía dökk sem tinna, Erla ljós sem bjartur sólargeisli, sem færði birtu og yl inn í skólastof- una og allt um kring. Erla hafði einstaklega fallegt bros og létta lund, hún var full af gáska, gleði og húmor, hún var allra. Úti á leikvellinum var hún létt sem hindin og í skólastofunni uppörvandi, ef einhver gataði, eða kom ekki vel fyrir sig orði, þá leit Erla um öxl og sendi sitt fal- lega og blíða bros. Á fimmtánda ári kvaddi hóp- urinn skólann sinn Laugarnes- skóla, nemendur tvístruðust, sumir fóru í framhaldsnám, aðrir að vinna og einhverjir á vit æv- intýra. Nokkrum áratugum síðar hóar ein skólasystirin okkur stelpunum saman. Þá voru flestar búnar að koma upp stórum barnahópi og voru jafnframt margfaldar ömmur. En það var sem ekkert hefði breyst, sama virðing og vinátta sem ríkti í C- bekknum forðum daga. Góð vin- átta endist ævilangt. Upp frá því höfum við komið saman einu sinni á ári, í fyrstu heima hjá hver annarri. Þessar samverustundir hafa fært okkur mikla gleði, óspart rifjuð upp bernskubrek og hlegið dátt. Þegar við komum saman í febr- úar var Erla með okkur, og þrátt fyrir alvarleg veikindi var hún eins og alltaf, hrókur alls fagn- aðar og gerði grín að sjálfri sér sem öðru. Þegar komið var að kveðjustund sagði hún: „Stelpur mínar, næst þegar þið komið saman verð ég með ykkur, lít nið- ur til ykkar og ef glas fer um koll þá er það ég.“ Við kveðjum kæra skólasystur með söknuði og biðjum góðan guð að blessa minningu hennar. Við sendum Ágústi, eiginmanni Erlu, börnum og fjölskyldum þeirra, Sylvíu, Gunnari og öðrum ástvin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. skólasystra í C-bekknum, Laugarnesskóla, Kristín Jónsdóttir. Elsku Erla frænka. Mikið vildi ég að þú hefðir verið lengur hjá okkur. Þegar ég hugsa til þín þá er mér efst í huga þakklæti til þín fyrir allt sem þú gafst okkur, þú gafst okkur svo mikla ást og hlýju. Það var yndislegt að koma til þín í Sunnuflötina, þú tókst okk- ur svo opnum og hlýjum örmum. Takk fyrir að sýna dætrum okkar svona mikla hlýju líka, Anna Lísa á eftir að muna það vel og ég mun verða dugleg að segja Erlu litlu Kamillu sögur af Erlu stóru, bæði fallegar og fyndnar sögur, sem eru ófáar. Hún á eflaust eftir að finna fyrir þér, verndarengl- inum sínum. Mikið er ég viss um að þú ert einn besti verndarengill sem hægt er að hugsa sér og að þú kunnir það vel. Ég er viss um að þér líður bet- ur, og að þið amma og afi eruð að knúsast og hlæja saman núna. Anna Lísa segir að þú hljótir að vera núna í Kirsuberjadal í Nangijala eins og bræðurnir Ljónshjarta. Kannski hittumst við þar öll einn daginn og höldum Karfavogsveislur saman. Elska þig út um allt, alla daga, elsku frænka. Elva Rósa Skúladóttir. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010                          Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, RAGNAR HREINN ORMSSON stýrimaður, Básbryggju 9, Reykjavík, lést föstudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarnaskóla sjómanna, reikn. 0537-26-6396, kt. 560499-2139. Olga Björg Jónsdóttir, Ormur Hreinsson, Helga Helgadóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir, Jón Hafsteinn Ragnarsson, Elísabet Erlingsdóttir, Kjartan Orri Ragnarsson og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÍÐUR UNNUR KONRÁÐSDÓTTIR, Didda, Langholtsvegi 142, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 22. júlí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rjóðrið, heimili fyrir langveik börn, reikningsnúmer 0130-15-391861, kt. 681205-1870. Ægir Vigfússon, Viktor Ægisson, Guðrún Baldursdóttir, Konráð Ægisson, Þórunn Björg Birgisdóttir, Lúðvík Berg Ægisson, Guðrún Júlína Tómasdóttir, Aldís Björk Ægisdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR HARALDSSON vélstjóri, lést á heimili sínu laugardaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Sveinn Ólafsson, Ketilbjörn Ólafsson, Örlygur Ólafsson, Haraldur Ólafsson, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.