Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
www.gisting.dk/gisting.html
sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer)
Ódýr gisting í Kaupmannahöfn
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16
ÚTSALAN
Á FULLU
20-70% afsláttur
Stuttkápur, sumarjakkar, peysur, bolir
og margt , margt fleira
50% afsláttur af öllum vörum
v/Laugalæk • sími 553 3755
ÚTSALAN
Í FULLUM GANGI, ALLT AÐ
70% AFSLÁTTUR
Skoðið sýnishorn á laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Neskaupstaður | Drullubolti markaði
upphaf Neistaflugs í Neskaupstað
þetta árið. Mikil leikgleði var grein-
anleg hjá liðsmönnum sem öttu
kappi á fimmtudagskvöldið. Dag-
skráin verður formlega sett á föstu-
dag þegar íbúar, sem hafa hitað
upp á hverfahátíðum, hittast í mið-
bænum í mikilli skrúðgöngukeppni.
Keppast nú allir við að skreyta
hverfin sín sem mest þeir mega.
Hátíðin er nú haldin í 18. sinn. Nú
sem endranær eru forsvarsmenn
hátíðarinnar óhræddir við að aug-
lýsa undir slagorðinu: „Sjáumst í
sólinni“
Allt útlit er fyrir að sú gæti orðið
raunin.
Drullubolti við upphaf Neistaflugs
Morgunblaðið/Kristín Ágústs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Octopus Snekkja Paul Allen er engin smásmíði og fer varla fram hjá neinum sem leið á um Reykjavíkurhöfn.
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Auðmaðurinn Paul Allen er nú hér á
landi og ætlar sér að kafa niður að
flökum tveggja skipa sem sukku úti
fyrir ströndum landsins í seinni
heimsstyrjöld. Allen hefur það helst
unnið sér til frægðar að hafa stofnað
tölvurisann Microsoft ásamt Bill
Gates og er sagður 37. ríkasti maður
heims í tímaritinu Forbes.
Hann er hér á snekkjunni Octo-
pus, en hún er ein stærsta snekkja
veraldar. Allen er ekki einn á ferð,
en áhöfn Octopus telur sextíu
manns, meðal annars öryggisverði
sem þjálfaðir eru af bandaríska sjó-
hernum.
„Þeir hafa áhuga á háhitasvæðum
og skipsflökum,“ segir Gréta Gunn-
arsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og ör-
yggissviðs utanríkisráðuneytisins.
Sóttu Allen og félagar um leyfi til að
kafa niður að tveimur skipsflök-
unum undan ströndum landsins og
segir Gréta að þeim hafi einnig verið
kynntar þær reglur sem þeir verði
að hlíta á ferðum sínum.
Kveður Gréta það vera misskiln-
ing að um fornleifaleiðangur sé að
ræða. Tilgangur köfunarinnar sé
ekki eiginleg rannsókn á flökunum
þó leiðangursfólk geti vissulega veitt
upplýsingar um það sem fyrir augu
ber. Segir hún að sækja þyrfti heim-
ild til fornleifarannsókna til Forn-
leifaverndar ríkisins.
Búin kafbátum og þyrlum
Octopus er vel búin til ævintýra-
leiðangra á borð við þennan, en um
borð eru tveir átta manna rannsókn-
arkafbátar og tvær þyrlur. Mun ætl-
unin vera að sigla kafbátunum niður
að flökum skipanna og gaumgæfa
þau í návígi.
Flökin sem ætlunin er að skoða
eru af skipunum SS Shirvan og Al-
exander Hamilton. Flak fyrrnefnda
skipsins fannst nýverið skammt
undan Garðskaga. Var skipinu
grandað í sömu árás og Goðafossi
árið 1944. Alexander Hamilton er
talið liggja á botni Faxaflóa og var
það bandarískt strandgæsluskip.
Skoðar sokkin skip á kafbátum
Einn ríkasti
maður heims í æv-
intýraleit á Íslandi
Snekkjan Octopus
» Snekkjan vegur um 10.000
tonn. Til samanburðar eru stór
íslensk fraktskip um 15.-
17.000 tonn.
» Octopus er 126 metra löng
og því um 50 metrum lengri en
ferjan Herjólfur.
» Hún er þriðja stærsta
snekkja heims sem ekki er í
eigu þjóðhöfðingja.
smáauglýsingar
mbl.is