Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 Engidalur – Marardalur Mánudaginn 2. ágúst verður farin gönguferð um Engidal og inn í Marardal í vestanverðum Henglinum. Rifjaðar verða upp sögur af útilegumönnum á þessu svæði. Gangan tekur fjórar til fimm klukkustundir. Mæting í Hellis- heiðarvirkjun við Kolviðarhól klukkan 13:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Hans Benjamínsson, kynningarfull- trúi Hellisheiðarvirkjunar. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 50 28 1 07 /1 0 Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. Már Guðmundsson, seðla-bankastjóri Jóhönnu Sigurð- ardóttur, hefur ekki miklar áhyggjur af því þó að Moody’s hafi breytt horfum úr hlutlausum í nei- kvæðar.     Hann bendir á að vöxtur sé í hag-kerfinu, verðbólgan fari minnkandi og að vænst sé af- greiðslu á þriðja hluta áætlunar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í sept- ember.     Hann lítureinnig svo á að Icesave-deilan hafi óveruleg áhrif, enda hafi ekkert nýtt neikvætt komið fram í málinu að undanförnu.     Allt er þetta ákaflega athygl-isvert, ekki síst þó hve jákvæð- ur Már er orðinn til þróunar í efnahagsmálum landsins þrátt fyr- ir að Icesave-deilan sé enn óleyst.     Þá vekur sérstaka athygli aðhann telji þá deilu hafa óveru- leg áhrif, því að fyrir nokkrum mánuðum taldi Seðlabankinn að himinn og jörð mundu farast ef forseti Íslands neitaði að undirrita Icesave-lög ríkisstjórnarinnar sem varð til þess að þjóðin felldi þau í atkvæðagreiðslu.     Seðlabankinn hélt því fram þá – ípöntuðu áliti sem samið var fyrir ríkisstjórnina – að gengið mundi veikjast, verðbólga vaxa og vaxtalækkunarferli nema staðar ef almenningi yrði leyft að fella lög ríkisstjórnarinnar.     Þróunin síðan hefur verið alvegþveröfug og hrakspárnar vegna Icesave hafa allar reynst hreinn og ómengaður hræðslu- áróður. Már Guðmundsson Hræðsluáróðurinn hrakinn smárétti í afar vistlegu umhverfi. Segja má að talsverður miðbæj- arbragur sé kominn á Hvamms- tanga, með þessari þjónustu, ásamt selaskoðun, galleríi, verslunarmið- stöð KVH og annarri afþreyingu.    Utanfarir fólks og fækkun landsmanna eru nú í umræðu. Einn húnvetnskur hópur gæti talist þar í flokki, rúmlega 50 manns. Karlakór- inn Lóuþrælar hefur á liðnum mán- uðum búið sig undir krefjandi verk- efni, sem er ferð kórsins til Winnipeg í Kanada nú um mán- aðamótin. Kórinn verður fulltrúi Ís- lands á tveim þjóðhátíðum, bæði í Gimli og í Norður-Dakota. Söng- skráin er með perlum íslenskra karlakórslaga í bland við léttari lög, aðallega eftir íslenska höfunda. Söngstjóri Lóuþræla er Guðmundur St. Sigurðsson og Elinborg Sig- urgeirsdóttir er undirleikari á píanó. Einsöngvari kórsins, Guðmundur Þorbergsson, mun syngja „Þótt þú langförull legðir“ fyrir þúsundir gesta í Gimli. Innan kórsins er valið lið hljóð- færaleikara, sem eflaust mun slá inn í dansstemmingu á viðeigandi stund- um. Ferðin tekur um tíu daga og vonast allir til að ná aftur landi, svo ekki verði um þjóðflutninga að ræða. Eldur logaði vel í Húnaþingi Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Vel merkt Gallerí Bardúsa á Hvammstanga þykir afar áhugavert. ÚR BÆJARLÍFINU Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstangi Eldur í Húnaþingi – hátíð unga fólksins í Húnaþingi vestra – var dagana 22. til 25. júlí. Hópur fólks skipuleggur og stjórnar dagskrá þessara daga, og þótti nú takast afar vel til, í frábæru veðri. Stóratburðir voru m.a. tón- leikar Regínu Óskar í Borgarvirki á föstudagskvöld, mikill mannfjöldi kom á svæðið og varð nokkurt um- ferðaröngþveiti. Fjöldi gesta var í héraðinu og tjaldsvæðið í Kirkju- hvammi nánast fullt. Ösin í Kaup- félaginu minnti helst á Þorláks- messu að vetri. Skipuleggendur höfðu skipt staðnum og sveitum nið- ur í svæði, sem merkt skyldu litum á sem hugvitsamlegastan hátt. Mælt- ist þetta vel fyrir og Rauða hverfið vann farandbikar.    Kaffihúsið Hlaðan var opnað í nýuppgerðri hlöðu Sigurðar Pálma- sonar kaupmanns, einnig er und- irlagt fjós og önnur fjölnota rými. Vertinn, María Sigurðardóttir segist hafa fengið húsnæðið í afmælisgjöf frá bónda sínum. Býður hún upp á heimabakað kaffibrauð, súpur og Sveitarfélagið Skagafjörður hefur yfir sér alþjóðlegan brag en þar býr fólk af 31 þjóðerni ef heimamenn eru meðtaldir. Íbúafjöldinn er um 4.200 manns og af þeim eru 176 erlendir ríkisborgarar skráðir, flestir þeirra pólskir eða 34. Þjóðverjar eru næst- fjölmennastir, 18 að tölu, og frá Dan- mörku koma 14 manns. Þessar upplýsingar koma fram í verkefni sem unnið er að í Húsi frí- tímans. Að sögn Maríu Bjarkar Ingvadóttur frístundastjóra gengur verkefnið út á að hafa samband við alla íbúa með erlent ríkisfang og kynna þeim tómstundir og afþrey- ingu sem í boði eru í Skagafirði. Einnig að kynna fólk frá sama landi, efla menningu í Skagafirði og halda vel utan um þá sem þar búa. Verkefnastjóri er Kinga Biskupska frá Póllandi. Svo nefnd séu fleiri þjóðerni þá búa átta Svíar í Skagafirði, sjö Serb- er, fjórir Bandaríkjamenn og jafn- margir frá Úkraínu. bjb@mbl.is Sveitarfélagið Skagafjörð- ur með íbúa af 31 þjóðerni Veður víða um heim 30.7., kl. 18.00 Reykjavík 16 léttskýjað Bolungarvík 16 skýjað Akureyri 13 skýjað Egilsstaðir 16 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 15 skýjað Nuuk 8 skúrir Þórshöfn 10 skýjað Ósló 18 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Helsinki 22 skýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Brussel 23 heiðskírt Dublin 17 skúrir Glasgow 17 léttskýjað London 22 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 18 skýjað Moskva 28 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 skýjað Róm 25 skýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 21 alskýjað Montreal 17 skýjað New York 25 heiðskírt Chicago 22 alskýjað Orlando 33 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:32 22:37 ÍSAFJÖRÐUR 4:15 23:05 SIGLUFJÖRÐUR 3:57 22:48 DJÚPIVOGUR 3:56 22:12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.