Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 11
„Ég er á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og stendur þannig að ég verð í Herjólfsdalnum að skemmta mér með skemmtilegu fólki,“ segir Ragn- hildur Hauksdóttir, nemi í læknis- fræði við Háskóla Íslands. „Ég fór til Eyja með Herjólfi og kom hingað í gærkvöldi en ég verð hér alla helgina og fer aftur heim á mánudagskvöldið. Ég er að fara með tveimur vinkonum mínum en svo bætast kannski fleiri í hópinn á sunnudaginn. Við verðum ekki í tjaldi heldur gistum við í íbúð sem er mesti munur,“ segir Ragnhild- ur og er spennt fyrir næstu dögum. Hún var ákveðin í að fara á Þjóðhátíð í ár og byrjaði að skipuleggja helgina fyrir nokkrum vikum. „Ég held að það sé fátt sem muni toppa brekkusöng- inn á sunnudagskvöldið og öll blys- in!“ segir Ragnhildur aðspurð hvað hún hlakkar mest til að upplifa í Eyj- um. „Við förum kannski í göngutúr um eyjuna eða kíkjum í sund í dag en dagskráin í kvöld er nokkuð þétt,“ segir Ragnhildur en nóg verður um að vera í Herjólfsdal, þar á meðal tón- leikar á Brekkusviði og flugeldasýn- ing. Ragnhildur mælir meðal annars með að kíkja í heimsókn í hvítu tjöld- in í dalnum en að hennar sögn eru Eyjamenn gestrisnir og allir eru vel- komnir. Ragnhildur hefur áður farið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina en hún fór síðast fyrir tveimur árum. „Þetta er í annað skipti sem ég fer en örugglega ekki það síðasta,“ segir hún og bætir við að Þjóðhátíð sé eitthvað sem allir ættu að prófa. Hvað ætlar þú að gera í dag? Eyjafari Ragnhildur Hauksdóttir verður í Herjólfsdalnum á morgun. Allir ættu að prófa Þjóðhátíð Morgunblaðið/Ómar Flestir eiga dollu af vaselíni í baðskápnum heima hjá sér en ekki gera allir sér grein fyrir því á hversu marga mismunandi vegu má nota það. Möguleikarnir eru í raun fjölmargir, t.d.:  Til að fjarlægja augn- farða. Setjið vaselín á bóm- ullarskífu og strjúkið yfir augnlokin. Ekki aðeins nær það máln- ingunni af heldur verður húðin einstaklega mjúk. Virkar sérstaklega vel til að ná af maskara og fölskum augnhárum.  Til að mýkja naglabönd. Nuddið vaselíni á nagla- böndin og þau mýkjast upp. Ef þetta er gert áður en lakka á neglurnar er gott að strjúka yfir neglurnar með aseton-vættum bómullarhnoðra til að fjarlægja vasel- ínið af sjálfum nöglunum.  Til að mýkja varir. Berið vaselín á varirnar og skrúbbið yfir með tannbursta eða rökum þvottapoka. Varirnar verða sléttar og mjúkar. Svo virkar vaselín einfaldlega vel sem varasalvi.  Til að mýkja fætur. Berið vaselín á fæturna fyrir svefninn, nuddið það vel inn í húðina og farið í mjúka sokka. Fæturnir ættu að vera alveg einstaklega mjúkir og án þurrkubletta morguninn eftir. Enn betra væri jafnvel að fara yfir eina umferð með rakakremi, sér- staklega ætluðu fyrir fætur, eftir að vaselínið hefur ver- ið borið á.  Til að fá ekki varalit á tennur. Þetta er gamalt ráð sem hefur lengi verið notað í fegurðarsamkeppnum. Ef þið eruð með skæran varalit, berið þunnt lag af vaselíni á tennurnar til að koma í veg fyrir að varaliturinn klínist á þær.  Til að búa til litaðan varasalva. Góð leið til að spara peninga og drýgja uppáhaldsvaralitinn. Blandið örlitlu af vaselíni við varalitinn til að búa til fallegan og mýkjandi vara- salva. Blönduna er líka hægt að nota á kinnarnar til að gefa þeim smá lit.  Til að búa til korn- amaska fyrir líkamann. Blandið vaselíni saman við sjáv- arsalt og notið sem mýkjandi handa-, fóta- eða líkams- skrúbb.  Til að mýkja andlitið. Þeir sem eru með mjög þurra húð geta notað vaselín sem rakakrem í andlitið. Verið nýbúin að hreinsa húðina fyrst því betra er að hafa hana aðeins raka.  Til að koma í veg fyrir að litur festist í húðinni. Þeir sem lita hár sitt heima hjá sér ættu að bera vaselín á við hársræturnar til að koma í veg fyrir að háraliturinn festist í húðinni.  Til að móta augabrúnir. Vaselín getur virkað alveg jafnvel og augabrúnagel. Berið örþunnt lag af vaselíni á augabrúnirnar og greiðið þær eins og þið viljið hafa þær.  Til að „poppa upp“ augnskuggann. Eftir að augn- skuggi hefur verið settur á augnlokin, berið á þau ör- þunnt lag af vaselíni til að ná fram „dewy“-útlitinu sem er svo vinsælt á sumrin. Morgunblaðið/Jakob Fannar Spenntur Blaðamaður var hálfskelfdur þegar farið var yfir notkunarleiðbeiningar fallhlífarinnar í byrjun. hvort fyrir aftan annað en mér hlotnaðist sá heiður að vera í fram- sætinu. Kristján settist í sætið fyrir aftan mig. Það var gott að hafa þaulvanan og vingjarnlegan svif- flugmann með um borð. Sjálfur hef ég einkaflugmannspróf en það dug- ir augljóslega ekki til að fljúga svifflugum. Ég vildi bara koma því að. Við tókum á loft í vesturátt. Engu að síður var suðaustan gola sem þýðir að við tókum á loft und- an vindi. Það verður að teljast óhefðbundið, þar sem flugvélar taka alltaf á loft á móti vindi til að auka loftstreymið yfir vængina til að ná fyrr þeim lofthraða sem þarf til að taka á loft. Dráttarvélin stillti sér upp fyrir framan okkur, menn- irnir á túninu tengdu strenginn á milli vélanna og réttu upp þum- alfingur til að gefa til kynna að nú væri allt klárt. Dráttarvélin gaf í og við þeyttumst eftir túninu, yfir þúfur og sprungur áður en við hófumst á loft. Alger þögn Dráttarvélin dró okkur upp í 2.500 metra hæð en þá fékk ég að toga í gulan spotta sem leysti strenginn við dráttarvélina. Alger þögn, algert frelsi. Það er alveg merkileg upplifun að hanga svona í mikilli hæð yfir jörðu í fullkominni þögn og geta stjórnað því sjálfur hvert maður fer. Ég hugsa að maðurinn komist ekki nær draumi sínum um að svífa eins og fuglinn fljúgandi en þetta. Eftir nokkrar krappar beygjur og dýfur sagðist Kristján ætla að ræsa mótorinn. Ég heyrði eitthvað hljóð og vélin tók krappa dýfu nið- ur. Þá opnaðist bakið á flugunni og upp reis hreyfill. „Þessi vél hlýtur að vera eitt af verkfræðiundrum veraldarinnar,“ hrópaði ég á Krist- ján dolfallinn og logandi hræddur. Með þessum hreyfli klifruðum við upp í aðeins meiri hæð áður en við tókum hreyfilinn niður og steypt- um okkur hundrað metra niður og geystumst yfir flugvöllinn í lágri hæð á 250 km hraða. Þá tókum við krappa beygju og tylltum vélinni aftur niður á túnið. Ég var vissulega feginn að hafa fast land undir fótum en ég var langt frá því að vera laus við tilfinninguna að vilja fara aftur upp. Hraðinn, spennan og frels- ið hljóta að vera ávanabindandi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 Það kannast allir við að vera vinir fólks á Facebook sem þeir eiga svo gott sem engin samskipti við í raun- heimum. Fólk er því farið að verða duglegt við að taka til á vinalistanum sínum og „óvingast“ við fólk, ef svo má að orði komast. Fyrirbrigðið er þekkt sem „unfriend“ á ensku máli og var orðið valið vinsælasta nýja orðið árið 2009 af New Oxford Am- erican Dictionary. Ef þú hefur tíma aflögu ættirðu endilega að fletta gegnum vinalist- ann og spyrja þig hverjir eigi virkilega heima á honum. Hér eru nokkur atriði sem þú getur haft í huga þegar kem- ur að því ákveða hvort óvingast eigi við einhvern eða ekki.  Þú hefur aðeins hitt hann einu sinni en honum „líkar við“ allt sem þú gerir á Facebook. Frekar óþægi- legt.  Hann kemur með nokkrar stöðu- uppfærslur á dag um hvað hann borðaði í hádeginu, hvað hann hljóp marga kílómetra í morgun eða hvaða vöðvahóp hann ætlar að æfa eftir vinnu. Svo fylgir jafnvel með lýsing á því hvað hann ætlar að borða að æf- ingu lokinni til að fóðra byssurnar.  Hann breytir stöðunni sinni í „trú- lofaður“ eða „á lausu“ áður en hann hefur sagt sínum nánustu frá þess- um breyttu högum.  Hann er alltaf í Farmville.  Hann setur reglulega inn eldgaml- ar myndir þar sem má sjá vandræða- legar barna-/unglingamyndir af þér með teina, bólur og ljótt hár. Og hann „taggar“ þig á hverja einustu mynd.  ALLAR STÖÐUUPPFÆRSLUR ERU Í HÁSTÖFUM OG ENDA Á FJÖLDA UPP- HRÓPUNARMERKJA!!!!  Vinabeiðnin er einu samskiptin sem þú hefur átt við viðkomandi und- anfarinn áratug. Þið hafið ekki einu sinni átt samskipti á Facebook. Hver á heima á vinalistanum? Morgunblaðið/Árni Sæberg Óvingast á Facebook Daglegt líf 11 Svifflugfélag Íslands var stofn- að árið 1936. Það er því elsta flugfélag landsins sem hefur starfað óslitið. Í félaginu eru um hundrað meðlimir en fimmtíu þeirra eru virkir með skírteini og fljúga einflug. Svifflugfélagið á þrettán skráðar vélar og er því stærsta flugfélag landsins. Félagið er einnig alveg skuldlaust sem er fáséð á meðal flugfélaga í dag. Félagið hefur starfað á Sand- skeiði frá árinu 1937 en hefur viðgerðaaðstöðu í Reykjavík. Það er skráð sem reykvískt fé- lag þó aðstaðan á Sandskeiði tilheyri Kópavogi. Þess má geta að svifflugfélög eru skráð sem íþróttafélög. Er í raun íþróttafélag SVIFFLUGFÉLAG ÍSLANDS Til margra hluta nytsamlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.