Morgunblaðið - 23.08.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 23.08.2010, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum í ágúst til Costa del Sol. Gríptu þetta einstaka tækifæri til þess að komast í sólina! Costa del Sol 28. ágúst frá kr. 64.900 í 10 nátta ferð Verð kr. 64.900 10 nætur Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi/ stúdíó/íbúð. Verð m.v. 2 í herbergi/stúdíó kr. 69.900. Stökktu tilboð 28. ágúst í 10 nætur. Verð kr. 82.900 10 nætur með hálfu fæði Netverð m.v. 2 fullorðna og 1 barn. Verð m.v. 2 í herbergi/stúdíó með hálfu fæði kr. 91.900. Sértilboð á Hotel Balmoral ***, 28. ágúst í 10 nætur. Verð kr. 94.900 10 nætur með “öllu inniföldu” Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi/stúdíó/ íbúð með “öllu inniföldu”. Verð m.v. 2 í herbergi/stúdíó með “öllu inniföldu” kr. 109.900. Sértilboð á Hótel Roc Flamingo *** og Hótel Griego Mar ***, 28. ágúst í 10 nætur. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is „Það er ekki þannig að grænmeti og ávextir séu einungis tíu prósent af því sem ratar á disk skólabarna því hrá- efnisverð er svo ofboðslega mismun- andi,“ segir Oddný Sturludóttir, for- maður menntaráðs Reykjavíkur- borgar. „Kílóverð á kjúklingi og kílóverð á rófum er mjög ólíkt. En við munum skoða betur hvað er þarna á bak við.“ Í Morgunblaðinu á laugardag kom fram að níu prósent fjármuna, sem varið var til hráefniskaupa fyrir mötuneyti leik- og grunnskóla í borg- inni í fyrra, fóru til kaupa á ferskum ávöxtum og grænmeti. Þar fyrir utan er frosið og niðursoðið grænmeti sem telst til þurrvöru. Samkvæmt viðmið- um Lýðheilsustöðvar eiga ávextir og grænmeti hins vegar að vera þriðj- ungur matarins. Eftirlitið aukið Oddný segist binda miklar vonir við tilraunaverkefni um samræmda hrá- efnismatseðla, sem hefst í öllum grunn- og leikskólum í Vesturbænum í haust. „Sérstakur starfsmaður mun fara nákvæmlega í saumana á því hvernig það kemur út og vonandi liggur fyrir greining á því strax fyrir áramót. Ég er ekkert endilega ánægð með stöðuna eins og hún er í dag enda erum við að reyna að bæta úr henni með þessu verkefni.“ Jóhanna Eyrún Torfadóttir nær- ingarfræðingur er formaður starfs- hópsins sem útbjó umrædda viðmið- unarmatseðla þar sem gengið er út frá sameiginlegu útboði hráefnis fyrir skólana sem eiga í hlut. „Það útboð nær aðeins yfir kjöt og fisk,“ segir hún. Ávextir og grænmeti falli því ekki undir hina samræmdu matseðla enn sem komið er. Hins vegar muni eftirlitsmanneskja sem ráðin verði vegna tilraunaverkefnisins annast eftirlit með mötuneytunum og fylgja eftir öllum þáttum þeim viðkomandi, s.s. gæðum matarins, tímanum sem börnin fá til að borða o.fl. Jóhanna segist ekki viss um að hægt sé að túlka innkaupatölurnar sem vísbendingu um að ávextir og grænmeti séu ekki nægilega hátt hlutfall af mat skólabarna. „Það er stöðugt verið að auka innkaup á ávöxtum og grænmeti. Kílóverð á matvöru er svo mismunandi. Sömu- leiðis er í þessum tölum kaffi fyrir kennara og fleira sem ekki kemur mat barnanna við.“ Hráefnisverðið mismunandi  Telja ávexti og grænmeti stærra hlutfall matar í skólamötuneytum en ætla má af fjármunum sem fara í það  Nýir tilraunamatseðlar taka bara til kjöts og fisks „Kílóverð á kjúklingi og kílóverð á rófum er mjög ólíkt.“ Oddný Sturludóttir Þrátt fyrir kuldakast um helgina, sem gestir Laugardalslaugar fundu fyrir eins og aðrir, er of snemmt að lýsa yfir endalokum sumarsins, að sögn Hrafns Guðmundssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Búast megi við að hiti hækki aftur í dag, sérstaklega á suður- og suðvestur- hluta landsins. Um helgina snjóaði í fjöll á Norður- og Austur- landi og hitinn fór lægst í 1,7 gráður á Hellu í fyrrinótt og í 2,3 gráður í Básum á Goðalandi. „Þetta er fyrsta norðanskotið í langan tíma svo það hefur verið haustlegt og kalt,“ segir Hrafn. „En það á nú að draga úr þessum kulda og hlýna nokkuð, sérstaklega sunnan- og suðvestanlands. Svo gengur þessi norðanátt niður í vikunni og þá hlýnar líka fyrir norðan.“ Hiti eigi að komast yfir 15 gráður á sunnanverðu landinu í dag eða á morgun og skríða fljótlega yfir tíu gráður fyrir norðan. „Sumarið er búið að vera svo gott og hlýtt að það eru viðbrigði að fá þennan kulda en ég á nú von á því að einhverjir góðir dagar séu eftir.“ Hlýnar aftur í vikunni á landinu Morgunblaðið/Eggert Haustið bara í stuttri heimsókn Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Mikil ólga er í grasrót Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs vegna þess að sífellt verði ljósara að Ísland sé ekki í einföldum aðildarviðræðum við Evrópusambandið heldur í aðlög- unarferli sem miði að því að laga landið að regluverki og stofnanakerfi sambandsins. Farið fram á fund Þá herma heimildir Morgunblaðs- ins að einn af ráðherrum vinstri- grænna hafi óskað eftir sérstökum þingflokksfundi til þess að ræða þá stöðu sem komin er upp í málinu. Ekki liggur þó fyrir hvenær sá fund- ur verður haldinn en búast má við að það verði innan skamms. „Það er mín skoðun að það séu brostnar forsendur fyrir þessu máli. Að þetta séu aðlögunarviðræður,“ segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hann segir liggja fyrir að Evrópusamband- ið ætli að koma með nokkra millj- arða í það verk- efni að gera mikl- ar breytingar á þjóðfélaginu. „Það er auðvit- að óþolandi að þeir ætli að setja milljarða í áróð- ursherferð hérna á meðan þeir sem standa gegn þessu hafa ekki það sama. Þannig að leikurinn er mjög ójafn að þessu leyti,“ segir Atli. Hann segir að fyrir sér séu for- sendur algerlega breyttar. „Það er komin upp algerlega ný staða og ég held að það þurfi hreinlega atkvæða- greiðslu um umsóknina áður en við förum inn í alla þessa aðlögun.“ Ólga í grasrót vinstri- grænna vegna aðlögunar  Komin upp ný staða í Evrópumálunum, segir þingmaður VG Atli Gíslason Aðlögunarviðræður » Ólga er í grasrót vinstri- grænna vegna þess að Ísland sé í raun í aðlögunarferli að Evrópusambandinu. » Þingmaður VG segir að for- sendur í málinu séu brostnar og atkvæðagreiðslu þurfi áður en lengra sé haldið. Karl Sigurbjörnsson biskup vísar því algjörlega á bug að hann hafi gengið erinda þeirra sem vildu þagga niður ásakanir Sigrúnar Pál- ínu Ingvarsdóttur á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi fyrir fjórtán ár- um. Í yfirlýsingu frá biskupi segist hann umbeðinn hafa komið að til- raunum til sátta milli Ólafs og Sig- rúnar en þeim tilraunum hafi verið sjálfhætt þegar Ólafur neitaði að biðja hana afsökunar. „Ég vísa því algjörlega á bug að hafa gengið erinda þeirra sem vildu þagga niður málið. Hafa ber í huga að Sigrún Pálína kærði biskup til saksóknara sem taldi ekki efni til að birta ákæru í málinu. Einnig má minna á að málið yfirgnæfði alla umræðu í kirkjunni og stofnunum hennar, Kirkjuráði, Prestafélagi Ís- lands og Prestastefnu. Menn skipt- ust í flokka og tóku afstöðu með biskupi eða Sigrúnu Pálínu. Al- menningsálitið kvað upp sinn dóm og Ólafur biskup lét af embætti. Ég hef einsett mér að þjóð- kirkjan lærði af reynslunni af þessu sársaukafulla máli og tæki af ein- urð á málum af þessu tagi fram- vegis og hef unnið að því á minni embættistíð,“ segir í yfirlýsingu biskups. Biskup tók ekki þátt í þöggun Segist hafa komið að sáttatilraunum Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa sent sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd Alþingis harðorða um- sögn um framkomið frumvarp til breytinga á búvörulögum. Telja samtökin að verði frumvarpið að lögum sé um að ræða eitt alvarleg- asta afturhvarf frá frjálsri sam- keppni sem sést hefur um langt ára- bil hér á landi og að með þessum breytingum sé stefnt að einokun og atvinnufrelsi heft. Hafa SVÞ kvart- að til umboðsmanns Alþingis. Á vef SVÞ segir að samtökin hafni þessum lagasetningaráformum algerlega, enda séu þau í hreinni andstöðu við þá stefnu samtakanna að frjáls samkeppni ríki á öllum svið- um atvinnulífsins. Með því móti verði neytendum í landinu tryggð vara og þjónusta á sem hagstæð- ustum kjörum hverju sinni. Afturhvarf frá frjálsri samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.