Morgunblaðið - 23.08.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.08.2010, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Gleðin skein úr andlitumbarnanna sem sóttuLegónámskeið í Háteigs-skóla í síðustu viku. Enda finnst flestum gaman að byggja úr legókubbum og það veit Jóhann Breiðfjörð sem hefur hald- ið legónámskeið á hverju sumri undanfarin ár. „Það er alltaf jafnmikill legó- áhugi og krakkar hafa gaman af að læra að byggja úr tæknilegói. Ég hef verið með vikunámskeið, tvo hópa á dag, á mismunandi stöðum í sumar og því miður hafa ekki allir komist að sem vildu,“ segir Jóhann sem tók sér stutta pásu frá legó- kennslunni til að ræða við blaða- mann. „Á námskeiðinu leika þau sér og læra í leiðinni. Ég er með hundrað kíló af tæknilegókubbum og kenni þeim að nota tannhjól, mótora, lofttjakka og fleira. Verk- efnin eru frjáls en ég er með ein- faldar grunnteikningar sem þau geta stuðst við. Þeir sem eru lengra komnir fá að byggja það sem þá langar og ég hjálpa þeim að útfæra,“ segir Jóhann um nám- skeiðið. Bílar, þyrlur og vélmenni „Sum börnin hafa ekkert kom- ið nálægt tæknilegói áður en eru fljót að ná þessu. Það eru margir mjög flinkir en þetta snýst líka um að æfa sig og prófa hitt og þetta. Þegar ég vann fyrir Legó fór mig að gruna að krakkar væru bara að byggja eftir teikningum og Leikið og lært með Legó Það finnst öllum gaman að leika sér og það er ekki verra að læra í leiðinni. Jó- hann Breiðfjörð hefur haldið mörg námskeið fyrir börn 6 til 13 ára þar sem hann kennir þeim að byggja úr tæknilegókubbum. Hann segir námskeiðin alltaf jafnvel sótt og að bílar, þyrlur og vélmenni séu vinsælustu viðfangsefnin. Morgunblaðið/Ernir Leikið og lært Það er gaman að leika sér að sköpunarverkinu. Einbeittur Það þarf að vanda sig við að byggja eftir teikningum. Síðan er ekki hefðbundin tískublogg- síða heldur gerir í raun grín að þeim fjölmörgu bloggsíðum sem haldið er úti. Bloggarinn segir enda í fyrstu færslunni: „Á internetið vantar sár- lega fleiri tískublogg: blogg þar sem höfundurinn skrifar um tísku/ hönnun/frægt fólk/útsölur/skó sem hann langar í og hefur ekki efni á og birtir myndir af fötum sem hann kaupir og velur saman sjálfur.“ Bloggarinn birtir reglulega myndir af sjálfri sér og lýsir fötunum, t.d. að einhverjar flíkurnar hafi verið keyptar á útsölu, aðrar séu of stórar og hafi fundist í kommóðuskúffu kærastans og að sokkarnir séu ósamstæðir. Á mörgum tískubloggum er að finna liðinn „daily obsession“ þar sem einhver vara, sem heillar blogg- arann þá stundina, fær umfjöllun. Á þessari síðu er hinsvegar liðurinn „daily bobsession“ þar sem mynd af einhverjum Bob er birt, t.d. Bob Sa- get, Silent Bob, Bob Hope o.fl. Þá gætir töluverðrar beikonaðdáunar á blogginu og birtar myndir t.d. af beik- ontannþræði, beikon martíní og beik- on sleipiefni. Blogg um tískuna fjallar t.d. um háa hæla fyrir ungabörn og nýjustu straumana í kattafatnaði. Fyrir hugaða er mælt með að prufa einhverjar af uppskriftunum sem eru gefnar að líkamsmöskum og djúp- næringu en í þeim er m.a. að finna lyftiduft og túnfisk. Vefsíðan www.tiskublogg.blogspot.com Þynnkuföt og Bob dagsins Ef íbúa suðvesturshornsins langar til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni eða fara með ástina á óvenjulegt stefnumót er tilvalið að taka ferjuna út í Viðey. Það er stutt og skemmtileg sigling út í eyjuna. Viðey er svo hægt að ganga þvera og endilanga en hún er 1,6 km2 að stærð og skiptist í tvo hluta, Heimaey og Vesturey. Þrátt fyrir smæð sína býður eyjan upp á margt, það er hægt að borða nesti í grænni lautu, fara í leiki, horfa á sjó- inn, fuglana og stuðlabergið og bara njóta lífsins úti í náttúrunni. Skipu- lagðir viðburðir eiga sér oft stað í eyjunni og er hægt að miða ferðina við þá. Upplýsingar um viðburði og sigl- ingar út í Viðey má finna á www.vi- dey.com. Endilega … … siglið út í Viðey Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðey Góður staður. Örorkustyrkur er hugsaður fyrir einstaklinga sem bera veru- legan aukakostnað vegna ör- orku sinnar, til dæmis vegna lyfja, læknishjálpar eða hjálp- artækja. Hverjir eiga mögulegan rétt á örorkustyrk? Þeir sem eru á aldrinum 18- 67 ára geta átt rétt á ör- orkustyrk. Skilyrði er að um- sækjandi hafi verið búsettur á Íslandi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram eða í sex mánuði ef starfsorka var óskert þegar hann tók hér búsetu. Einnig þarf að liggja fyrir mat tryggingalæknis um að umsækjandi hafi misst a.m.k. 50% af starfsorku sinni en nái ekki 75% starfs- orkumissi. Hvað er örorkustyrkur? Örorkustyrkur er tekjutengd- ur bótaflokkur hjá Trygg- ingastofnun og getur hæstur verið u.þ.b. ¾ af fullum örorku- lífeyri fyrir fólk á aldrinum 62- 67 ára. Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjum í tekjuáætlun sem þarf að fylgja með umsókn. Engar viðbótargreiðslur eru með örorkustyrk nema til þeirra sem hafa börn innan 18 ára á framfæri sínu. Viðbótin er 75% af barnalífeyri fyrir hvert barn á framfæri umsækjanda. Fullur örorkustyrkur er greiddur ef árstekjur ör- orkustyrkþegans eru undir 2.575.220 kr. og nemur þá ¾ af grunnlífeyri. Greiðslur lækka með hækkandi tekjum og falla niður við árstekjur 3.981.332 kr. Tekjur maka hafa ekki áhrif á greiðslur, nema fjármagns- tekjur sem eru reiknaðar sam- eiginlega hjá sambúðarfólki/ hjónum. Reiknað er með helm- ingi hjá hvoru um sig við útreikning bóta. Hvenær fellur örorku- styrkur niður?  Ef árstekjur fara yfir 3.981.332 kr.  Þegar endurnýjað mat er undir 50% eða nær 75% ör- orkumati.  Þegar einstaklingur verð- ur 67 ára, því þá öðlast hann rétt til ellilífeyris og þarf að sækja sérstaklega um hann.  Ef endurnýjun á ör- orkumati berst of seint til Tryggingastofnunar fellur ör- orkustyrkur niður þar til nýtt örorkumat hefur verið afgreitt  Ef búsetuskilyrði eru ekki uppfyllt.  Við andlát. Þinn réttur Örorkustyrkur Morgunblaðið/Golli Örorka „Þeir sem eru á aldrinum 18-67 ára geta átt rétt á örorkustyrk.“ Nýlega kom út bókin Tónlist í leikskóla en hún er ætluð þeim sem kenna í leik- skólum, á yngri stigum grunn- skóla og öðrum sem starfa með ungum börnum. Bókin er grund- vallarrit um flest það er snýr að tón- menntanámi yngstu kynslóð- arinnar. Fjallað er um tónlist sem þroskaþátt í leik barna og skipulögðu starfi í söngstundum, tónlist- artímum og þemavinnu. Einn- ig eru margskonar hug- myndir að efni sem nota má jafnt í formlegu starfi sem óformlegu og er því skipt niður í hljóðleiki, sönglög og hlustunarefni. Þrír geisladiskar fylgja bókinni, tveir með söng- lögum þar sem flytjendur eru Marta Guð- rún Hall- dórsdóttir, Örn Magn- ússon, Mar- grét Krist- jánsdóttir, Karl Roth og fleiri. Þriðji disk- urinn er með tónefni í flutningi Sinfón- íuhljóm- sveitar Ís- lands. Sérstakt vefefni er fáanlegt fyrir not- endur bók- arinnar á síðunni: www.tonlist.forlagid.is. Höfundur bókarinnar, Sigríð- ur Pálmadóttir, hefur helgað starf sitt tónlistarnámi barna um langt árabil og hefur verið lektor í tónmennt við Kenn- araháskóla Íslands, nú Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Námskeið um notkun bók- arinnar verður haldið nú á haustdögum. Bækur Tónmenntanám yngstu kynslóðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.