Morgunblaðið - 23.08.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 23.08.2010, Síða 11
Legókennsla Jóhann Breiðfjörð leiðbeinir einum ungum legóáhugamanni. svo færi hluturinn eins og stytta upp í hillu og það passaði alveg. Mér finnst það synd því það er svo þroskandi fyrir þau að prófa sig áfram. Þannig að á námskeiðinu ýti ég undir sköpunina og hef margar teikningarnar bara hálfkláraðar svo þau þurfi að bæta við,“ segir Jóhann sem starfaði í fimm ár hjá Legó-fyrirtækinu við hönnun. Hann segir krakkana helst vilja byggja bíla, þyrlur og vél- menni og þau séu mjög dugleg við að koma með hugmyndir. Námskeiðið sækir aldurshóp- urinn 6 til 13 ára og aðallega strákar að sögn Jóhanns. Hann sjálfur segist alltaf hafa jafngaman af því að kenna á námskeiðunum. „Já já, það er voða gaman að geta verið að leika sér ennþá,“ segir Jó- hann kátur og fer að sinna kennsl- unni. Rótað Þessi ungi maður leitar að réttu kubbunum í kassanum. Upplýsingar um legó- námskeiðið og nýsköpunarnám- skeið sem Jóhann heldur má finna á vefsíðunni www.nyskopun.com. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Eikarparket 14 mm kr 3.990 m2 Allar baðherbergisvörur 25% afsláttur ÚTSALA Daglegt líf 11 Sumar tegundir af extra virgin ólífu- olíu á markaði eru ekki extra virgin samkvæmt nýrri bandarískri rann- sókn. Extra virgin er hæsti gæða- flokkur ólífuolíu samkvæmt alþjóð- legum viðmiðum. Bandaríska rannsóknarstofnunin Davis Olive Oil Chemistry Labora- tory tók höndum saman við ástr- ölsku stofnunina Oils Reserch La- boratory og athugaði gæðin á mörgum tegundum af extra virgin- ólífuolíu sem er seld í Kaliforníu. Ol- ían var skoðuð út frá viðmiðum sem Alþjóðaólífuráðið (IOC) og landbún- aðarráðuneyti Bandaríkjanna (USDA) settu um hvernig ólífuolía þyrfti að vera til að geta talist extra virgin. Niðurstaða rannsóknarinnar var að 69% af þeirri extra virgin olíu, sem er flutt inn til Kaliforníu, stæð- ust ekki viðmið IOC/USDA og 10% af olíunni sem er framleidd í Kali- forníu. 83% af þeirri olíu sem stóðst ekki prófið í Kaliforníu stóðst heldur ekki þýsk/ástralska DAGs viðmiðið. Af mörgum olíutegundunum var þráa- og myglubragð og fúkkalykt. Olían var skemmd vegna hita og ljós eða hún var orðin of gömul. Ódýrari gerð af ólífuolíu eða heslihnetuolíu var blandað út í extra virgin-olíuna til að þynna hana eða hún var skemmd vegna þess að í hana voru notaðar skemmdar og ofþroskaðar ólífur, vegna framleiðslugalla eða/ og vegna lélegra geymsluskilyrða. Sumar tegundirnar af extra virgin- ólífuolíunni sem koma fyrir í rann- sókninni fást hér á landi. Neytendur Morgunblaðið/Árni Sæberg Olíur Það er um margt að velja þegar í búðina er komið. Extra virgin-ólífuolía þynnt með ódýrari olíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.