Morgunblaðið - 23.08.2010, Síða 18

Morgunblaðið - 23.08.2010, Síða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Umfjöllun um sjáv- arútvegsmál hefur und- anfarið einkennst af hagsmunatengdri um- ræðu á borð við kvóta- mál eða mögulega aðild að ESB. Lítil umræða hefur verið um þau tækifæri sem sjávar- útvegurinn hefur til að auka umsvif sín og af- komu. Þó svo að hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi lands- manna hafi minnkað verulega er sjáv- arútvegur enn undirstöðuatvinnu- grein á Íslandi. Eftir bankarhrunið hafa væntingar til greinarinnar auk- ist og því er mikilvægt að greinin skoði markvisst hvaða tækifæri hún hefur til vaxtar í framtíðinni. Í lok síðasta árs kom hópur fólks saman sem lætur sig varða þróun sjávarútvegs og umræðu um sjávar- útvegsmál. Það var samdóma álit okkar að það vantaði samskiptavett- vang þar sem við gætum lyft okkur upp úr dægurþrasinu og horft frekar til framfaramálefna sem varða sjáv- arútveginn og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Þessi umræða varð til þess að við stofnuðum samtök sem fengu nafnið Sjávarútvegsráðstefnan sem hefur það að markmiði að halda árlega ráðstefnu um sjávarútvegs- mál. Með þessu móti búum við til samskiptavettvang fyrir alla þá sem láta sig málefni sjávarútvegsins varða. Við leggjum mikla áherslu á að samtökin endurnýist reglulega og því getur enginn setið lengur en tvö ár í stjórn þeirra sem jafnframt er ráð- stefnuráð. Undanfarinn áratugur hefur verið viðburðaríkur fyrir íslenskan sjávar- útveg og þegar horft er til baka eru það einkum fimm atriði sem mér finnst standa upp úr: 1. Okkur hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn eins og við vonuðumst til. 2. Mikil verðmætaaukning hefur orðið með aukinni manneldisvinnslu á uppsjávarfiski bæði á landi og úti á sjó. 3. Sterkt raungengi krónunnar á hluta tímabilsins hafði mikil áhrif á þróun landvinnslu og úrvinnslu úr sjávarfangi. 4. Grundvallarbreyting hefur orðið á sölu- og markaðsmálum sjávar- útvegsins. Gömlu stóru sölusamtök- unum var breytt í hlutafélög og eru í meirihlutaeigu fjárfesta en ekki sjáv- arútvegsins. Samhliða hafa mörg sjávarútvegsfyrirtæki byggt upp eig- in sölu- og markaðsdeildir. 5. Þá hefur orðið veruleg hagræð- ing innan sjávarútvegs- ins bæði vegna sam- þjöppunar en einnig með tilkomu nýrrar tækni sem greinin hefur verið fljót að tileinka sér, á borð við hrað- fiskibáta. Í samanburði við flestar aðrar atvinnu- greinar hefur íslenskur sjávarútvegur alla tíð verið mjög fljótur að að- laga sig að breyttum að- stæðum. Gott dæmi um þennan drifkraft eru makrílveiðar Ís- lendinga sem fóru að skipta einhverju máli á síðasta ári. Á því ári sem er lið- ið er búið að skipuleggja veiðarnar þannig að stór hluti aflans fer í mann- eldisvinnslu og búið er að finna afurð- unum farveg erlendis. Þetta er sann- kallaður lottóvinningur fyrir íslenskt samfélag og gæti verið að skila okkur allt að 15 milljörðum króna í auknum útflutningsverðmætum. Eins og kom fram hefur hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi minnk- að nokkuð hlutfallslega vegna auk- innar stóriðju hér á landi. Árið 1999 nam útflutningur sjávarafurða 98 milljörðum króna og var 57% af vöru- útflutningnum. Tíu árum síðar, 2009, voru verðmæti útflutningsins 209 milljarðar króna og 30% af vöruút- flutningnum. Ef við umbreytum verð- mætinu í evrur m.v. meðalgengi hvors árs fyrir sig sést að útflutningurinn nam 1.287 milljónum evra árið 1999 en hafði dregist saman í 1.208 milljónir evra 2009. Þetta er umhugsunarefni og hvatning til að gera enn betur til að auka verðmæti og nýta betur þau tækifæri sem við sækjum í greipar Ægis. Sjávarútvegsráðstefnan heldur sína árlegu ráðstefnu dagana 6. og 7. september næstkomandi á Grand Hótel. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Hafsjór tækifæra“ þar sem fjöl- margir aðilar munu greina frá ýms- um tækifærum á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegsins. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér betur ráð- stefnuna á sjavarutvegsradstefnan.is. Hafsjór tækifæra Eftir Guðbrand Sigurðsson »Mikilvægt er að sjáv- arútvegurinn horfi til framtíðar og greini þau tækifæri sem grein- in hefur til vaxtar og sóknar í dag. Guðbrandur Sigurðsson Höfundur er matvælafræðingur og MBA og er einnig formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefnunnar. Sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur tilkynnt að hún mæli með því að stjórn AGS afgreiði og samþykki þriðju endur- skoðun á efnahags- áætlun fyrir Ísland sem fara á fram í september nk. Sendifulltrúi AGS á Íslandi sagði, þegar þetta var tilkynnt, að efnahagsáætlunin fyrir Ísland væri að skila árangri. Verðbólga hefði hjaðnað, gengi krónunnar hefði styrkst, viðskiptahalli minnkað, rík- isfjármálin hefðu batnað og umgjörð og eftirlit með fjármálakerfinu verið bætt. Þetta er góður vitnisburður fyr- ir ríkisstjórnina og leiðir í ljós að rík- isstjórnin er á réttri braut í aðgerðum til þess að endurreisa efnahagslífið. Erfiðasta verkefni nokkurrar ríkisstjórnar Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum vorið 2009 tók hún við erf- iðara verkefni en nokkur ríkisstjórn hafði áður tekið við á lýðveldistím- anum. Hér höfðu allir bankarnir hrunið og farið í þrot. Samhliða hafði mikið af atvinnufyrirtækjum landsins fallið, lífeyr- issjóðirnir höfðu orðið fyrir miklu fjárhags- áfalli og mikill hluti al- mennings orðið at- vinnulaus og mátt sæta stórfelldri lífs- kjaraskerðingu vegna atvinnuskorts og geng- ishruns krónunnar, sem stórhækkaði allar inn- fluttar vörur. Stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar var að endurreisa bankana og fjár- málakerfið. Það tókst og með minna fjárframlagi frá ríkinu en reiknað var með í upphafi. Það hefur einnig tekist að lækka verðbólguna verulega. Hún er nú 4,8% en var komin í tæp 20%, þegar mest var. Vextir hafa einnig lækkað mikið og eru nú 6,5% en voru eins og verðbólgan orðnir mjög háir, komnir í 18%. Því er nú spáð að verð- bólgan fari niður í 2,5% um áramótin. Krónan er farin að styrkjast verulega og mun það lækka verð innfluttra vara. Því miður hefur styrking krón- unnar enn ekki skilað sér í nægilegri lækkun vöruverðs. Kaupmenn og innflytjendur hafa tekið sér of háa álagningu. Ef styrking krónunnar skilar sér ekki í lægra vöruverði verð- ur samkeppniseftirlitið að taka í taumana. Ríkisstjórnin hefur tekið ríkisfjár- málin föstum tökum. Ríkishallinn hefur minnkað verulega. Hallinn nam 215 milljörðum kr. árið 2008, skv. rík- isreikningi, en var kominn í 139 millj- arða árið 2009. Nýjustu tölur leiða í ljós,að á yfirstandandi ári batnar staðan í ríkisfjármálum enn. Fjár- málaráðherra upplýsti nýlega að staðan í ríkisfjármálum væri 34 millj- örðum betri nú en áætlanir hefðu sagt fyrir um áður. Það eru góðar fréttir og benda til þess að draga megi úr niðurskurði og sleppa alveg í almannatryggingum. Skattastefna ríkisstjórnarinnar réttlát Ríkistjórnin hefur að sjálfsögðu þurft að hækka skatta. En hún hefur gert það á þann hátt að skattar hafa verið hækkaðir mest á þeim sem hafa mestar tekjur en minna eða ekkert á þeim sem eru með lágar tekjur. Þetta er réttlát skattastefna. Auk þess hef- ur fjármagnstekjuskattur verið hækkaður. Það er einnig eðlilegt eins og ástandið er í þjóðfélaginu. Að vísu er ég andvígur því að hár fjármagns- tekjuskattur sé lagður á tiltölulega lítið sparifé fólks í banka. Ég tel að ekki eigi að skattleggja lágan sparnað fólks. Ég tel að setja mætti frí- tekjumark við skattlagningu spari- fjár, t.d. 10 milljónir, sem fólk gæti átt skattfrjálst í banka. Hins vegar á að skattleggja vel háar innistæður auðmanna. Ég er nokkuð sáttur við skattastefnu ríkisstjórnarinnar. En ég er ósáttur við það hvernig nið- urskurði hinna ýmsu ráðuneyta hefur verið háttað. Skorið niður í velferðarkerfinu Ríkisstjórnin lofaði því þegar hún tók við völdum að standa vörð um vel- ferðarkerfið. Við það hefur ekki verið staðið. Í mörgum ráðuneytum hefur ekkert verið skorið niður og útgjöld jafnvel aukin. En í velferðarmálum hefur verið skorið mikið niður, þ.e. í almannatryggingum og í heilbrigð- ismálum. Þetta eru alger svik við fyr- irheit ríkisstjórnarinnar um að standa vörð um velferðarkerfið. Fé- lagsmálaráðherrann virðist ekki gera sér grein fyrir því að lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa. Hér er um að ræða laun lífeyrisþega. Þegar laun hækka á almennum vinnumarkaði eins og gerst hefur á þessu ári og því síðasta verður einnig að hækka lífeyri lífeyrisþega. Á undanfarandi tæpu 1½ ári hefur kaup launafólks með laun undir 220 þús. á mánuði hækkað um 23 þús. kr. á mánuði eða ca 16%. Sama er að segja um ríkisstarfsmenn með laun 180-220 þús. á mánuði. En á sama tíma og þetta hefur gerst hafa laun (lífeyrir) lífeyrisþega, aldraðra og öryrkja, ekki hækkað um eina krónu. Hvernig getur ríkisstjórn sem vill kenna sig við félagshyggju leyft slíku misrétti að myndast? Rík- isstjórnin verður strax að leiðrétta líf- eyri aldraðra og öryrkja ef hún vill standa undir nafni. Það verður að hækka lífeyrinn strax um 23.000 kr. á mánuði og síðan á hann að fylgja launum á almennum vinnumarkaði. Þessi leiðrétting þolir enga bið. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax. AGS: Góður árangur ríkisstjórnarinnar Eftir Björgvin Guðmundsson »Ég er nokkuð sáttur við skattastefnu rík- isstjórnarinnar. En ég er ósáttur við það hvernig niðurskurði hinn ýmsu ráðuneyta hefur verið háttað. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Evrópusambandið var stofnað upp úr seinni heimsstyrjöld til að minnka líkur á styrj- aldarátökum og leitast við að bæta hag íbú- anna á svæðinu með ná- inni efnahagssamvinnu. Það lítur út fyrir að þetta hafi tekist bæri- lega. Það virðist alla vega vera skoðun Evr- ópubúa því nú standa aðeins fáein ríki í Evrópu utan bandalagsins og ekkert sem gengur inn gengur út aftur. En er gagnsemi ESB jafn mikil fyrir Íslendinga og Evrópubúa á meginlandinu? Af hverju gæti verið að það hentaði ekki Íslendingum? Ástæður gætu verið að við erum á eyju í miðju Atlantshafi, ráðum yfir tiltölulega stórum fiskimiðum og verulegum orkuauðlindum og af því að við erum lítil þjóð þá gæti það dug- að okkur. Einnig af því að lýðveldið okkar er ungt og sjálfstæði tiltölulega nýfeng- ið þá hafa margir sterka þjóðernisvit- und. Tilhugsunin um yfirþjóðlegt vald er óþægileg. En það eru fleiri hliðar á málinu. Þó að við á Íslandi eigum góðar auð- lindir og höfum „sjálfstæði“ þá höfum við það langt í frá jafn gott og við gætum og ættum að hafa það. Helstu ástæður eru þessar: 1. Við erum fámenn þjóð í til- tölulega stóru landi, nokkuð fjarri meginlandi. Kostnaðurinn við sam- göngur, sameiginlega þjónustu, að- föng o.fl. er það hár á einingu að það étur upp talsvert af annars ágætum þjóðartekjum á mann. Við þurfum fleiri vinnustundir á mann en nágrannarnir til að ná sömu þjóð- artekjum á mann. 2. Landbúnaður okk- ar er óhagkvæmur vegna hnattstöðu. Þeg- ar til lengdar er litið þá væri heppilegt að hleypa inn ódýrum mat- vælum og að hluti þeirra sem hafa atvinnu af landbúnaði og mat- vælavinnslu hyrfi til gagnlegri starfa, m.a. ferðaþjónustu. 3. Sjávarauðlindin er góð en hún er nokkurn veginn fullnýtt og getur ekki vaxið með auknum mannfjölda. 4. Orkuauðlindir okkar eru góðar en því eru takmörk sett hversu mikið hægt er að nýta vegna umhverf- issjónarmiða o.fl. 5. Gjaldmiðillinn okkar, krónan, er mjög lélegt verkfæri. Óstöðugt verð- lag og hár fjármagnskostnaður gerir okkur erfitt fyrir. Við vinnum flest mörg ár bara fyrir vöxum af lánum, miklu meira en vera þyrfti með góð- um gjaldmiðli og traustum bönkum. En hvað er þá til ráða? Ef við ætlum að búa okkur jafngóð lífskjör og ná- grannaþjóðirnar sem eru innan ESB þurfum við að koma ár okkar betur fyrir borð. Úrræðin hljóta eðli málsins samkvæmt að snúast um tvennt: Að auka tekjur okkar, þannig að meira verði til skiptanna. Að lækka tilkostnað, þannig að meira fáist fyrir sama fé. Hvernig gætum við gert þetta? Hér eru nokkrar leiðir: Við ráðum ekki við þá óhagkvæmni sem óhjá- kvæmilega er vegna fámennis, dreif- býlis og langra flutningsleiða. Við verðum því að bæta okkur það upp með öðrum hætti og það er vel hægt sbr. eftirfarandi. Lækka verð á matvælum. Opna verður betur innflutning því fram- leiðslukostnaður á landbúnaðar- afurðum hér á landi er oft hærri en á samsvarandi innflutningi. Lækka fjármagnskostnað. Til þess þarf hagkvæmari og traustari gjald- miðil og góða hagkvæma banka- starfsemi. Þetta næst frekar ef við fáum evruna og komum á nægum stöðugleika til að erlendum bönkum þyki áhættunnar virði að starfa hér. Fjölga öflugum iðn- og hátæknifyr- irtækjum eins og Össuri, CCP, Ac- tavis, gagnaverum o.fl. Til þess þarf starfsumhverfi þeirra að vera svo hagfellt og stöðugt að það vegi upp ókosti fjarlægðar og fámennisins. Fjölga ferðamönnum. Til þess þarf matur, drykkir o.fl. að verða ódýrara sbr. hér á undan. Þá þarf fleiri og betri afþrey- ingatækifæri. Það mun gerst smám saman eftir því sem fleiri snúa sér að ferðaþjónustu. Það fer því saman að þegar dregur úr landbúnaði og störf- um við matvælavinnslu fækkar þá munu margir geta snúið sér að ferða- þjónustu. Getum við þetta allt án ESB- aðildar? Nei, það held ég ekki. Það verður a.m.k. mun viðráðanlegra með aðild. En hverju myndum við tapa við að- ild? Tvennt kemur helst upp, spurn- ingin um sjálfstæði og fiskimið. Sjálf- stæði er afstætt hugtak. Algert sjálfstæði þjóðar er ekki til. Hver þjóð er annarri háð, ekki síst litlar þjóðir. Við myndum því alls ekki tapa sjálfstæði við inngöngu í ESB. Innan ESB myndum við ráða meiru um okkar mál en nú í EES. Það þarf hvort ef er samstarf við aðra og þekk- ingin kemur mikið til frá stórþjóð- unum. Ef okkur auðnast að ná góðum samningum t.d. varðandi sjávarauð- lindina og göngum svo í ESB þá fylgir því bættur efnahagur og stöð- ugleiki fyrir Ísland. Umsóknin um ESB aðild er því mjög mikilvæg og við þurfum að standa vel við bakið á samninga- nefndinni. ESB og lífskjör á Íslandi Eftir Guðjón Sigurbjartsson » Íslendingar munu hafa það mun betra með fullri ESB-aðild. Það þarf að styðja vel við bakið á samninga- nefndinni. Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er atvinnurekandi, við- skiptafræðingur og bóndasonur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.