Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 20

Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Í dag eru liðin 80 ár frá fæðingu elsku- legs föður míns og rúmt ár frá andláti hans. Ég læt hugann reika og vil þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, félagsvist með pabba, á völlinn með kaffi á brúsa að horfa á fót- boltaleiki, alla sunnudagsbíltúrana og hringferðirnar um landið sem voru honum mjög minnisstæðar og í þeirri seinustu vorum við ótrú- lega heppin með veður. Utanlands- ferðir, Kanarí, Holland, Danmörk. Minningin um Danmerkurferðina þegar pabbi varð 75 ára var hon- um einkar kær og talaði hann oft um hana. Pabbi var ljóðelskur maður og naut þess að fara á góða tónleika Hilmar Bjarnason ✝ Hilmar Bjarnasonfæddist í Reykja- vík 23. ágúst 1930. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 9. júní 2009 og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 16. júní 2009. og hlusta á fallegan söng. Hann hafði gaman af að fara í leikhús og út að borða góðan mat, til að halda upp á vissa áfanga í lífi sínu. Þær eru ófáar skemmtanirnar sem við fórum á saman og minnist ég þeirra með gleði í hjarta. Pabbi var mikið fyrir að halda í viss- ar hefðir í kringum jólin, en einnig í sambandi við hversdagsmat. Það var nauðsynlegt að fá hrogn og lifur einu sinni á ári og nýjan rauðmaga. Einnig að hafa salt- kjötið og baunirnar á sínum stað á sprengidaginn og fiskibollur eða kjötbollur á bolludaginn. Oft horfðum við saman á þætti í sjón- varpinu og gaman var að ræða við pabba um efni þáttanna á eftir. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum og lét það óspart í ljós. Lífsgæðakapphlaupið gekk alveg fram af honum og talaði hann oft um hvað það væri gott að geta glaðst yfir litlu. Hann þoldi ekki græðgi og hafði áhyggj- ur af því hvernig komið var fyrir þjóðinni. Hin síðari ár sagði hann oft að það dýrmætasta sem fólk gæfi hvað öðru væri tími, því að við eig- um bara daginn í dag. Ég þakka pabba fyrir allar spjallstundirnar, væntumþykjuna og vináttuna sem hann sýndi okkur Adda og bið honum guðs blessunar. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín dóttir, Bergrós. Ég kynntist Krist- ínu Pétursdóttur í starfi fyrir Vöku fls. í HÍ árið 1998. Á þeim tíma var hún oddviti minnihlutans í stúdentaráði og vann þar mikið og gott starf, var afskaplega samviskusöm og dríf- andi. Á þessum tveim árum, 1998-2000, vorum við, Vökuhópurinn, þéttur hópur og eyddum miklum tíma saman. Við flest það sem við tókum okkur fyrir hendur var Kristín í fararbroddi. Kristín var mjög falleg kona, að innan sem utan, góð vin- kona og samstarfsmaður. Hún leiftraði af gáfum, var hugsjóna- manneskja, hafði skýra heimssýn og þegar hún talaði hlustaði fólk og tók mark á hennar skoðunum. Leið- togahæfileikar hennar voru ótví- ræðir og eldhugur hennar hvatti okkur til dáða. Hún var foringi okk- ar og leiðtogi og við vorum glöð að fylgja hennar forystu. Þrátt fyrir að hópurinn hafi tvístrast eftir útskrift margra okkar kringum árið 2000, þá gleymist þessi tími aldrei. Þegar hugurinn hvarflar til baka birtist mynd Kristínar í ljóma minninganna um góða tíma, góða vinkonu og bjarta framtíð sem við vorum sannfærð um að biði okkar allra. Nú er höggvið skarð í hópinn með fráfalli Kristínar. Við munum aldrei gleyma henni og óskum fjöl- Kristín Björg Pétursdóttir ✝ Kristín Björg Pét-ursdóttir var fædd í Reykjavík 22. maí 1974. Hún and- aðist á heimili sínu að Laufvangi 14, Hafn- arfirði, 10. ágúst 2010. Útför Kristínar fór fram í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 18. ágúst 2010. skyldu hennar og hennar nánustu alls hins besta og vottum litla drengnum henn- ar okkar innilegustu samúð. Hann má vita að með mömmu hans fer stórkostleg kona sem við mátum mikils og munum aldrei gleyma. Fyrir hönd lista Vöku fls. til stúdenta- ráðs árið 1998, Guðlaug M. Júlíusdóttir. Það eru góðar minningar sem við skólasystkin Kristínar úr Verzlun- arskólanum eigum um hana. Hún innritaðist þangað haustið 1990 og varð strax mjög áberandi í hinu öfl- uga félagslífi skólans. Það var gjarnan þannig að einn nemandi úr nýnemahópnum fékk sviðsljósið á sig þegar kom að félagslífinu og kastaranum var strax beint að Kristínu. Hæfileikar hennar á sviði söng-, leik- og ræðulistar leyndu sér ekki. Sennilega hafði ekki valist betri ný- nemi í þetta hlutverk því hinn brennandi áhugi hennar á fé- lagsstörfum var bráðsmitandi og fyrr en varði höfðu fleiri nýnemar tekið skrefið og gerst þátttakendur í félagslífinu fremur en áhorfendur að því. Hún var því eins konar óum- beðinn brautryðjandi og leysti þetta hlutverk af hendi af mikilli hógværð og notaði athyglina frekar sem hvatningu fyrir aðra en til eigin nota. Áhuginn og krafturinn virtist óþrjótandi og eftir að hafa látið að sér kveða víða í félagsstörfum inn- an Verzlunarskólans valdist Kristín í stjórn nemendafélagsins sem for- maður nemendamótsnefndar. Hin samstillta nemendamótsnefnd undir formennsku Kristínar ákvað að ráð- ast ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og setja upp söngleik- inn Jesus Christ Superstar. Úr varð ein stærsta sýning sem skól- inn hafði sett á svið með fjölmörg- um aukasýningum fyrir fullu húsi á Hótel Íslandi. Þarna naut Kristín sín, hokin af reynslu úr félagslífinu, og sýndi mikla leiðtogahæfileika við að stjórna svo stóru verkefni. Enda hlaut hún við útskrift úr skólanum sérstök verðlaun frá skólastjóra Verzlunarskólans fyrir framlag sitt til félagsstarfa. Og þrátt fyrir að gríðarlega mikill tími hafi farið í þau störf fann hún alltaf tíma til þess að stunda nám sitt eða rækta vinskapinn við vini sem hún átti marga. Það eru þessar góðu minn- ingar um Kristínu sem við sam- ferðafólk hennar úr Verzlunarskól- anum geymum hjá okkur. Við minnumst þín sem góðs fé- laga og sanns leiðtoga. Guð blessi þig. F.h. stjórnar NFVÍ 1993-94, Benedikt Gíslason. Manni fallast hendur þegar ung kona sem ætti að vera í blóma lífs síns fellur frá langt um aldur fram. Kristín Björg var afar efnileg ung kona og skaraði fram úr alla sína skólagöngu, bæði í Verzlunarskóla Íslands og síðar í lagadeild Háskól- ans. En það er greinilega sitt hvað gæfa og gervileiki því Kristín hrap- ar undan þungum hælum Bakkusar skömmu eftir að hún útskrifast úr lagadeildinni og tókst aldrei að rata alveg rétta leið til baka. Vinir og ættingjar reyndu eftir megni að leiðbeina henni en hún reyndist ekki hafa þrótt til að slíta sig frá áfenginu. „Þetta er ekki ég, ég var aldrei svona“ sagði hún eitt sinn við mig er við ræddum vandamál henn- ar. Kristín Björg starfaði við emb- ætti sýslumannsins í Vestmanna- eyjum frá því síðla árs 2004 til loka ársins 2006. Mestallan þann tíma starfaði hún af dugnaði og eljusemi og sást að þar fór manneskja sem átti auðvelt með að takast á við erf- ið verkefni. Samstarfsfólk hennar á sýsluskrifstofunni minnist hennar af hlýhug og ber henni vel söguna. Á þessum tíma átti hún soninn Pét- ur Laxdal, sem fæddist 1. maí 2006 og var eftir því tekið hversu Kristín blómstraði á meðan hún gekk með drenginn. Síðar, þegar hallaði á ógæfuhliðina, fluttist Kristín til höf- uðborgarinnar á ný. Um leið og ég þakka kynni mín af þessari stórefnilegu konu sem Kristín sannarlega var þá votta ég fjölskyldu hennar samúð mína. Karl Gauti Hjaltason, sýslu- maður í Vestmannaeyjum. Elskulegur bróðir okkar Angantýr er látinn eftir löng og erfið veikindi. Við erum fimm systkinin og var hann næstelstur. Við áttum kærleiksríka foreldra sem bæði eru látin. Það er margs að minnast frá æskuheimilinu sem alltaf stóð opið vinum okkar og vandamönnum. Angantýr var táp- mikill og lífsglaður drengur. Á æskuárum dvaldi hann í sveit á sumrum hjá þeim góðu hjónum Laufeyju og Magnúsi í Hrapps- staðakoti í Svarfaðardal og voru sterk vináttutengsl við fjölskylduna í Hrappsstaðakoti alla tíð. Ungur gekk Angantýr í skáta- hreyfinguna og áttu útivist, ferða- lög og félagsskapurinn vel við hann og varð stór þáttur í lífi hans og af- komenda hans. Þar kynntist hann konunni sinni, henni Ásu, og var stutt í gullbrúðkaup þeirra er hann lést. Eiga þau sjö mannvænleg börn og fjölda afkomenda. Angantýr lærði bakaraiðn í Björnsbakarí og seinna stofnuðu þau hjón eigið fyrirtæki, Njarðar- bakarí, síðar Bakarann Leir- ubakka. Hann var vinnusamur og oft var vinnudagurinn langur þegar fyrirtækið var að komast á legg og fjölskyldan stækkaði. Annað áhugamál fjölskyldunnar eru hestar og hafa börnin og barnabörnin tekið þátt í því. Angantýr var félagi í Lions- klúbbnum Muninn og hafa félagar hans sýnt honum mikla tryggð í veikindum hans. Síðustu starfsárin vann hann í sundlaug Kópavogs. Hann bróðir okkar var hrjáður af Parkinsons-sjúkdómnum og hefur sú barátta staðið í mörg ár. Ása hefur alltaf staðið sem klettur að baki hans og gerði honum með hjálp barnanna kleift að vera heima sem lengst. Hér hvílast þeir sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. (St. Steinarr) Elsku Ása, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn, innileg- ar samúðarkveðjur, blessuð sé minning hans. Unnur, Elsa, Hafsteinn og Guðrún. Með þessum fáu minningarorð- um langar mig að þakka þér, kæri lærimeistari minn, fyrir öll árin sem við áttum saman, ég sem lær- lingur og þú sem meistari minn. Það var á Nönnugötu 16 í Njarð- arbakaríi, á árunum 1969 til 1973. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur á þessum árum. Þú ósérhlífinn og mikill vinnuþjarkur og ég frekar pasturslítill en styrktist með ár- unum, því það var oft mikill asi og stress í kringum framleiðsluna og við bara tveir bakararnir. Ég var fljótur að læra af þér handbrögðin, en hafði þá ekki roð við þér í af- köstum fyrstu tvö til þrjú árin. Það voru margir brandararnir og skemmtisögurnar sem ég lærði af þér á meðan deigið flaug upp úr pottunum, inn í framleiðsluvélarnar og ofan í formin, inn í ofninn og út aftur og fram í búð eða í pökkun og ofan í kassa, því það voru margar verslanir og mötuneyti sem seldu vörur þínar. Ég man alltaf símtalið við þig í mars 1972 þegar þú spurðir hvort mig langaði ekki til Kaupmanna- hafnar. Júú … svaraði ég, frekar Angantýr Vilhjálmsson ✝ Angantýr Vil-hjálmsson var fæddur í Reykjavík 15. september 1938. Hann lést á Droplaug- arstöðum 7. ágúst 2010. Útför Angantýs fór fram frá Kópavogs- kirkju 19. ágúst 2010. varfærinn, því ég hafði aldrei farið út fyrir landsteinana. Ég hélt að nú værir þú að fíflast eitthvað í mér, því þú varst stríðinn með eindæm- um. Ingi, bakarinn á Gullfossi, hafði haft samband við þig og beðið þig að leysa sig af í tvo túra, sem bakari á þessu forn- fræga farþegaskipi, því hann þurfti að komast í frí. Því bauðstu mér að fara seinni túrinn en ætlaðir sjálfur í þann fyrri, því þurfti ég að vera einn með bakaríið á meðan. En auðvitað hafði ég góðar aðstoðar- konur, þær Gíslínu, Helgu og Kristínu, tengdamóður þína, og ekki má gleyma Birni, tengdaföður þínum sem hljóp í öll störf, eins og honum einum var lagið. Þetta er það mesta traust, sem mér hefur verið sýnt á lífsleiðinni, og ég þá bara nítján ára gamall, að sjá um framleiðslufyrirtæki þitt, og síðan að baka brauð og annað bakkelsi ofaní fræga farþega Gullfoss, eins og Halldór Laxnes. Ég þakka þér enn og aftur fyrir þetta traust eins og ég þakka þér fyrir árin mín í leiklistarskólanum, þegar ég mátti koma í vinnuna til þín, þá í Bakaranum í Leirubakka, þegar mig vantaði aura. Ég hefði aldrei komist í gegnum það nám án þinnar hjálpar, því listnám var ekki gjaldgengt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna frekar en iðnnám á þessum árum. Að leiðarlokum, enn og aftur; takk fyrir mig, kæri meistari minn, og um leið og ég sendi mínar ein- lægu samúðarkveðjur til Ásu og allra afkomenda ykkar, hlakka ég til að hitta þig á grænu völlunum fyrir innan hið „Gullna hlið“. Þá getum við sungið saman alla skáta- söngvana og ekki síst „Þegar pip- arkökur bakast, kökugerðarmaður tekur fyrst af öllu steikarpottinn og eitt kíló margarín …“ o.s.frv. Far þú í guðs friði. Þröstur Guðbjartsson Okkar ágæti félagi í Lions- klúbbnum Muninn, Angantýr Vil- hjálmsson bakari, hefur nú verið burt kallaður. Angantýr var einn af stofnfélög- um klúbbsins á vordögum 1971 fyr- ir hartnær 40 árum. Eitt af verk- efnum klúbbsins frá upphafi er að veita skátastarfi í Kópavogi stuðn- ing og aðstoð og er það upphafs- markmið hans enn í fullu gildi. Starf í Lionsklúbbi er oft krefjandi og kallar á að láta hendur standa fram úr ermum og þar var Ang- antýr jafnan mættur til starfa. Hann hefur alla tíð verið einn af máttarstólpum klúbbsins og gegndi þar ýmsum embættum, var m.a. formaður klúbbsins 1993-1994. Hann var boðinn og búinn til starfa í verkefnum og naut þess ríkulega að leggja öðrum lið, hvort sem var verið að selja perur eða mold, safna fyrir byggingu Sunnuhlíðar eða klifra í stiga og mála Sunnuhlíð að ótöldum kirkjuferðum aldraðra og nýársfagnaði. Til fjölda ára var hann í forystu fyrir skátasam- skiptanefnd klúbbsins enda það málefni honum hugleikið. Þar sómdi Angantýr sér vel meðan starfskraftar hans leyfðu. Lionsmenn, sem með starfi sínu reyna að leggja öðrum lið, upp- skera kunningsskap og vináttu fé- laga sinna og virðingu samborg- aranna. Það gefur lífi þeirra ríkulegt gildi. Þar vann Angantýr sér sess og lifir áfram í minningum okkar. Innilegar samúðarkveðjur send- um við konu hans, Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, börnum hans og fjöl- skyldum þeirra. F.h. Lionsklúbbsins Muninn, Kópavogi. Einar Long Siguroddsson.                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.