Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Á mánudagskvöld
hringdi Magga systir
mín í mig og sagði mér
að Gunnar bróðir okk-
ar væri dáinn, hefði
orðið bráðkvaddur um
kvöldið. Ég trúði þessu varla, ég hafði
séð hann eftir hádegið þegar ég var
að fara frá Siglufirði. Gat þetta verið?
Hann hafði gengið með okkur Addý
og Möggu systur og fjölskyldu henn-
ar upp á Hafnarfjall fyrir tveim vik-
um og virkaði svo hress, var í forystu
upp fjallið eins og hann var vanur,
keppnisandinn á fullu. Gunnar var
mesti keppnismaður sem ég hef
kynnst.
Það flugu í gegnum hugann alls-
konar minningar. Við höfðum verið
svo nánir alla tíð og áhugamál og leið-
ir legið víða saman. Ég minntist æsk-
unnar, þú stóri bróðir þremur árum
eldri en ég, leikvöllurinn var fjallið,
fjaran og allt þar á milli. Ef farið var í
bíó, t.d. á Hróa hött, þá var farið í að
smíða boga og örvar og skjóta í mark.
Framkvæmda- og leikgleðin mikil.
Svo tóku íþróttirnar við þar sem þú
fórst á fullt í að keppa í skíðagöngu.
Ég horfði stoltur á þig vinna mót eftir
mót, en var meira sjálfur fyrir að lesa
og fara á bókasafnið sem þér þótti lík-
lega nóg um því að þú komst til mín
þar sem ég var inni að lesa og spurðir
hvort ég ætlaði að verða algjör aum-
ingi að hanga alltaf inni og lesa. Þetta
varð til þess að ég fór líka að æfa skíð-
in. Keppnisskapið og metnaðurinn
þinn fyrir þig og Siglufjörð var mikill
og oft fannst þér ég ekki gera nóg.
Einu sinni þegar við vorum að keppa
á Ísafirði, ég í 17-19 ára en þú í 20 ára
og eldri. Á einum stað skárust braut-
irnar og það ótrúlega gerðist að við
hittumst þar og þú gafst þér tíma til
að kalla á mig hvort ég ætlaði ekki að
halda áfram og koma mér í mark.
Þegar ég kom í mark þá frétti ég að
þú hefðir unnið þinn flokk en ég lenti í
öðru sæti svo mér hefur líklega ekki
veitt af hvatningunni. Við hlógum oft
að því þegar við vorum að keppa sam-
an í boðgöngu á Akureyri, ég gekk
fyrsta sprettinn og þegar ég fór af
stað þá kallaðir þú að ef ég stæði mig
ekki þá fengi ég að kenna á því þegar
ég kæmi í mark. Þetta varð til þess að
ég fékk besta tíma allra í keppnini, en
þú næstbesta og hafðir þó unnið 15
km daginn áður. Þessi keppnisandi
þinn og áhugi færðist seinna yfir á
börn og barnabörn þar sem þú fylgd-
ist svo stoltur með þeim. En leiðir
okkar lágu svo víða saman. Síðustu ár
unnum við báðir við Grunnskólann,
vinnustað sem okkur var kær, en
ákváðum samt báðir að hætta þar
störfum í vor, en enginn veit sína ævi
fyrr en öll er og þú fékkst ekki langan
tíma fyrir þig og þína. Síðasta daginn
þinn hér notaðir þú til þess að fara á
bak en hestamennskan var alltaf mik-
ið áhugamál þitt og þar naust þú lífs-
ins og þar sé ég þig áfram glaðan og
ánægðan eins og Hannes Hafstein
orti svo vel: Ég berst á fáki fráum
fram um veg.
Ég vil þakka fyrir þær stundir sem
við áttum saman, en sorgin er líka
mikil og vil ég biðja guð að styrkja þá
Gunnar Guðmundsson
✝ Gunnar fæddist14. mars 1943 á
Ólafsfirði. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu 9. ágúst 2010.
Útför Gunnars fór
fram frá Siglufjarð-
arkirkju 19. ágúst
2010.
sem mest missa og
votta Sóleyju, Bigga,
Möggu, mökum, börn-
um, barnabörnum og
barnabarni mína
dýpstu samúð.
Skarphéðinn
Guðmundsson.
Kæri Gunnar:
Á kertinu mínu ég
kveiki í dag
við krossmarkið helgi
og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga)
Elsku Sóley, Biggi, Magga og fjöl-
skyldur, þið eigið margar góðar minn-
ingar, Guð styrki ykkur í sorginni.
Elsku bróðir og mágur hafðu þökk
fyrir allt, minning þín lifir.
Þín systir .
Stefanía (Sillý) og Friðrik
(Rikki).
Kæri bróðir, komið er að kveðju-
stund alltof fljótt. Þó svo að 20 ár hafi
verið á milli okkar og þú nýorðinn
pabbi þegar ég fæddist þá vorum við
saman fyrstu 12 ár ævi minnar, þar
sem þú og Sóley ásamt Bigga og síðar
Möggu bjugguð á neðri hæðinni hjá
mömmu og pabba að Hávegi 26. Síðar
byggðir þú þitt heimili að Suðurgötu
34.
Minningarbrotin eru mörg sem
koma í hugann, það eru gönguskíðin
og þeir titlar sem þú vannst þar, tób-
akshornið sem var aldrei langt undan
og köflótti vasaklúturinn, nú seinni
árin varst þú í hestamennskunni og
hafðir gaman af. Það voru samt
barnabörnin þín sem gáfu þér mest
og mikið varst þú stoltur af þeim, þú
fylgdist vel með öllu því sem þau tóku
sér fyrir hendur.
Þú varst keppnismaður mikill og
bara núna fyrir mánuði fórum við
saman í fjallgöngu sem átti nú bara að
vera róleg ganga en kappið og eljan
voru enn til staðar hjá þér. Síðustu ár-
in varst þú húsvörður í Grunnskóla
Siglufjarðar (yngri deild), þú náðir
góðu sambandi við börnin og mörg
þeirra stóðu í þeirri trú að þú værir
skólastjórinn. Leiðir okkar lágu þar
saman, þar sem ég starfa við skólann
og áttum við í daglegum samskiptum
í mörg ár, og þykir mér vænt um þær
minningar sem ég á um þig úr
vinnunni. Ég hef verið að hugsa um
að það eru ákveðin forréttindi að
vinna með systkinum sínum en við
unnum þrjú í skólanum, Skarphéðinn
starfaði þar líka og við grínuðumst oft
með það að við þyrftum að redda Sillý
systur vinnu, þá værum við öll á sama
stað. Í vor ákvaðst þú að láta af störf-
um en því miður fékkst þú ekki að
njóta þess. Það verður skrítið að
mæta til vinnu aftur, þín verður sakn-
að.
Þú fylgdist vel með strákunum
mínum; þótti mér vænt um það; þú
varst búinn að tala lengi um það að þú
þyrftir að fara með Magnús og Guð-
mund Árna á gönguskíði og kenna
þeim réttu tæknina en því miður gafst
ekki tími í það.
Fjölskyldan átti góðan dag saman
23. júlí sl. en þann dag hefði pabbi
orðið 95 ára og komum við systkinin
saman ásamt mökum, börnum og
barnabörnum heima hjá þér og Sóley.
Þú varst svo ánægður með þennan
dag og hafðir á orði að þetta þyrftum
við að gera oftar.
Elsku Sóley, Biggi, Magga, Þor-
gerður, Gunnar, Sóley Anna, Sævar,
Gunnar, Birgitta, Óli og Sylvía Rán,
það eru þung spor að kveðja þann
sem maður elskar en þið eruð rík af
minningum og svo ég vitni í Kahlil Gi-
bran:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn og þú munt sjá að
þú grætur vegna þess sem var gleðin
þín.“
Elsku Gunnar bróðir, ég trúi því að
mamma og pabbi hafi tekið á móti
þér. Ég þakka þér samfylgdina í
gegnum lífið.
Þín systir
Margrét (Magga).
Gunnar frændi.
Takk fyrir allt, þú varst góður
frændi. Þú varst svo góður við mig í
skólanum, stundum nennti ég ekki að
reima skóna mína, en ég vissi að þú
myndir reima fyrir mig og hjálpa mér
að setja vettlingana innan undir.
Við fórum saman í skemmtilega
fjallgöngu í sumar. Þú komst líka allt-
af í afmælin mín með fallegar gjafir.
Elsku Gunnar, ég vona að þér líði
vel núna.
Guð passi Sóleyju, Bigga, Möggu,
Birgittu og fjölskyldur.
Þinn frændi,
Guðmundur Árni Andrésson.
Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar,
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar,
gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Gunnar Guðmunds er allur. Hann
kvaddi hið jarðneska líf yfirlætislaust
og hljóðlega er hann varð bráðkvadd-
ur að heimili sínu. Slíkt andlát slær
meir en ella. Hins vegar er eins og
maður sé sjaldnast eða aldrei viðbú-
inn dauðanum, hvernig sem hann ber
að. Við Gunnar áttum svipaðan bak-
grunn, vorum systrasynir og því upp-
runnir af sömu rótum. Vorum stund-
um hálfgerðir „sveitamenn“ í okkur.
Lífsýn okkar var oftar en ekki svipuð
og afstaða til manna og málefna oft
nokkuð áþekk.
Samgangur okkar á milli var ekki
mikill en þeim mun oftar ræddumst
við við í síma og voru þá hin ólíklegust
málefni og mál líðandi stundar krufin.
Okkar síðasta samtal var er Gunnar
hringdi í mig um nýliðna verslunar-
mannahelgi. Símtalið varð óvenju-
langt, enda hvorugur tímabundinn.
Umræðuefnið var margvíslegt, bæði
þessa heims og annars, en margt var
órætt er samtalinu lauk og skyldi það
bíða næstu hringingar. Gunnar var
drengur góður og hann reyndist mér
alla tíð sem vinur.
Gunnari vil ég þakka handtökin er
hann léði mér á árum áður. Það var
enginn svikinn af þeim. Við áttum
einnig góð samskipti vegna starfa
okkar, þegar svo bar undir, er við
störfuðum við sitt hvort nágranna-
embættið. Gunnar var yfirleitt fyrir-
hyggjusamur og sá hann sér og sínum
vel farborða. Hann var heimakær og
mikill heimilismaður. Gunnar var
meðal siglfirskra hestamanna og
hugsaði hann um hross sín af natni.
Hann var ekki í rónni fyrr en hann
hafði tryggt sér nægilegt fóður að
sumri vegna komandi vetrar og að
það dygði til gjafar fram að Jóns-
messu næsta vor.
Á seinasta tug aldarinnar sem leið
lenti Gunnar í mótbyr sem ör hlaust
af og lífsmunstur hans fannst mér
breytast og að hann einangraði sig
frekar en hitt. Í vor er leið lét Gunnar
af störfum sem húsvörður við Grunn-
skóla Siglufjarðar. Því starfi sinnti
hann af kostgæfni og stakri sam-
viskusemi um árabil. Mætti þar
manna fyrstur alla vinnudaga og vissi
ekki hvað veikindadagar voru. Gunn-
ar var líkamlega vel á sig kominn, vel
meðalmaður á hæð, fremur þykkvax-
inn og þéttur á velli og til lundar.
Hann var mikill keppnismaður og
hraustmenni, eins og hann átti kyn til,
og það lá ekki á lausu er hann hafði
hönd á. Á sínum yngri árum keppti
hann á gönguskíðum fyrir sína heima-
byggð og hafði oftar en ekki sigur.
Birgir sonur hans og afadrengirnir
fetuðu í slóðina og hvatti hann þá
drengilega til góðra verka. Fjöl-
skyldu Gunnars votta ég samúð mína
og bið henni Guðsblessunar. Það er
skarð fyrir skildi. Far vel, frændi.
Guðm. Óli.
Ég trúi ekki að þú sért dáinn, þú
varst elsti bróðir mömmu og þú
kallaðir hana oftast „systur“. Þegar
ég hugsa um þig þá dettur mér í
hug stundvísi, þú varst alltaf mætt-
ur fyrstur í veislur, í vinnuna og í
gamla daga fyrstur í mark.
Þú sagðir mér um daginn að nú
ætlaðir þú að kenna mér á göngu-
skíði í vetur, það er líka svo stutt
síðan við fórum í skemmtilega fjall-
göngu saman.
Við vorum búnir að hittast oft í
sumar við ýmis tækifæri og það eru
góðar minningar.
Elsku Sóley, Biggi, Magga og
fjölskyldur, mamma, Sillý og
Skarphéðinn, við stöndum öll sam-
an.
Kæri Gunnar, ég mun alltaf
muna þig.
Þinn frændi,
Magnús Andrésson.
Gunnar Guðmundsson er fallinn
frá. Hann var umsjónarmaður
skólahússins við Norðurgötu á
Siglufirði um árabil. Gunnar hús-
vörður, eins og hann er oftast kall-
aður, hóf störf við Grunnskóla
Siglufjarðar í upphafi árs 1994.
Hann kom til starfa stuttu áður en
endurbætur á skólahúsinu við
Norðurgötu hófust og stóð í
ströngu nokkur ár í röð við að fylgja
framkvæmdum eftir og sjá til þess
að skólahúsið yrði klárt við upphaf
skólaárs. Gunnar var farsæll í
starfi, eignaðist marga góða vini í
hópi samstarfsmanna og ekki síður
í hópi nemenda.
Yngstu nemendum skólans hefur
gjarnan fundist Gunnar vera skóla-
stjórinn. Hann var einn af okkar
máttarstólpum í skólanum, mættur
á skólabalann korter fyrir átta á
morgnana til að bjóða nemendum
góðan dag. Hann var vaknaður fyr-
ir allar aldir og löngu búinn að gera
klárt þegar við hin mættum til
starfa. Það var gott að vinna með
Gunnari, hann stóð við sitt og var
hvers manns hugljúfi.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar hugsað er til
samstarfsáranna. Gunnar hætti
störfum við skólann í júní sl. Við
skólaslitin brosti hann út að eyrum,
virtist sáttur við lok starfsferilsins,
enda ákveðinn í að slappa af og hafa
það gott með Sóleyju sinni. En svo
er sumarið varla liðið þegar hann
kveður.
Að leiðarlokum er Gunnari þökk-
uð samfylgdin og framlag hans til
skólastarfs á Siglufirði.
Elsku Sóley og fjölskylda, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Gunnars
Guðmundssonar.
Jónína Magnúsdóttir.
Góð vinkona mín,
Rósa, er látin. Hún
stríddi við erfið veik-
indi síðustu æviárin
en samt finnst manni
hún fara svo snöggt. Ég kveð hana
með miklum söknuði en þó full
þakklætis fyrir kynnin, fyrir allar
samverustundirnar og samræðurn-
ar. Nú verða þær ekki fleiri, en
minningin um mikla baráttukonu
góðan félaga og góða fyrirmynd lifir.
Það voru forréttindi að eiga sam-
leið með Rósu. Við áttum margt
sameiginlegt og Rósa var fyrirmynd
mín í mörgu tilliti. Oft vorum við á
öndverðum meiði, sérstaklega varð-
andi stjórnmál, en við áttum alltaf
einstaklega auðvelt með að ræða
málin og takast á málefnalega. Ég
Sigurrós M.
Sigurjónsdóttir
✝ Sigurrós M. Sig-urjónsdóttir
fæddist á Söndum í
Meðallandi 1. október
1934. Hún lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 31. júlí sl.
Úför Sigurrósar fór
fram frá Grafarvogs-
kirkju 10. ágúst 2010.
hafði sérstaka unun af
því að ræða stjórnmál
við Rósu og gátum við
setið og rætt málin
löngum stundum þeg-
ar tækifæri gáfust.
Rósa hafði reynt
margt í lífinu og gat
miðlað miklu, enda
leitaði ég oft ráða hjá
henni, hvort heldur
var við uppeldi, elda-
mennsku eða stórar
ákvarðanir. Maður
kom aldrei að tómum
kofunum hjá Rósu.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Blendnar tilfinningar fylgja því
að kveðja Rósu, ömmu barnanna
minna og góðan samferðamann.
Söknuður yfir að hún er farin en þó
léttir hennar vegna, ekki síst er
mér þó þakklæti og gleði í huga, yf-
ir kynnum okkar og samverustund-
um.
Elsku Gunnar, Bjössi og Reynir,
guð veri með ykkur í ykkar missi.
Jórunn Frímannsdóttir.
Ég kynntist Sigurrós Margéti
Sigurjónsdóttur árið 1990 í gegnum
sameiginlegan áhuga okkar á brids.
Hún var þá gjaldkeri í Bridsdeild
Sjálfsbjargar og síðar kynntist ég
störfum hennar sem formanns
Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð-
inu. Það er mikil eftirsjá og missir
að svo góðri forystukonu í baráttu-
og félagsmálum fatlaðra og þeirra
sem minna máttu sín í okkar þjóð-
félagi.
Ég þakka Sigurrós Margéti Sig-
urjónsdóttur innilega fyrir þau
mörgu góðu ár sem við áttum sam-
leið saman. Ég sendi mínar innileg-
ustu samúðarkveðju til eiginmanns,
barna, ættingja og vina.
Kveðja.
Ólafur Elías Oddsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á
reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar