Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGMAR GRÉTAR JÓNSSON,
Núpalind 8,
Kópavogi,
lést að morgni 21. ágúst á Landspítalanum við
Hringbraut.
Gróa Sigfúsdóttir,
Brynhildur Sigmarsdóttir, Bragi Sveinsson,
Halla Sigmarsdóttir,
Grétar Örn Bragason, Eva Hrönn Jónsdóttir,
Karen Íris Bragadóttir, Ingvi Björn Bergmann,
Íris Blöndal, Magnús Magnússon,
Ingunn Blöndal, Leo Kristberg Einarsson,
Rebekka Blöndal,
og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNLAUGUR Ó. GUÐMUNDSSON
frá Ísafirði,
Ársölum 1,
Kópavogi,
lést laugardaginn 14. ágúst.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi,
þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.00
Þeim sem vilja minnast hans er bent á heimaþjónustu Karitas og
Krabbameinsfélag Íslands.
Jónína Nielsen,
Theódóra Gunnlaugsdóttir, Tryggvi Ólafsson,
Guðmundur Gunnlaugsson, Sólrún Anna Jónsdóttir,
Margrét Gunnlaugsdóttir, Sveinbjörn Jóhannsson,
Sif Gunnlaugsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
áður til heimilis að,
Boðahlein 24,
Garðabæ,
lést mánudaginn 16. ágúst á Hrafnistu, Hafnarfirði.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 30. ágúst kl. 15.00.
Guðjón Tómasson, Þuríður Hanna Gísladóttir,
Valdimar Tómasson, Guðrún Júlíusdóttir,
Guðrún Sólborg Tómasdóttir,Sigurður Sumarliðason,
Sigrún Laufey Baldvinsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
HELGA FELIXSONAR
húsasmiðs,
Andrésbrunni 17,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Fríða Freymóðsdóttir,
Erla Helgadóttir, Tómas Guðmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur vegna
andláts,
JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR
frá Gemlufalli,
áður til heimilis að,
Safamýri 51,
Reykjavík.
Þökkum einnig starfsfólki deildar 1B á Eir fyrir
góða umönnun undanfarin ár.
Sigríður Pétursdóttir, Jan Overmeer,
Jón Ágúst Pétursson, Hólmfríður Helga Þórsdóttir,
Ólafur Pétursson, Anna M. Þ. Ólafsdóttir,
Kristín Pétursdóttir, Þröstur Harðarson,
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR,
lést sunnudaginn 15. ágúst á sjúkradeild
Hornbrekku, Ólafsfirði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hornbrekku fyrir
góða umönnun.
Eiríkur Óskarsson, Inga Hrönn Sigurðardóttir,
Birna Óskarsdóttir, Hilmar Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ William JamesShirreffs, sem
síðar tók sér nafnið
Baldur Ólafsson,
fæddist í Aberdeen í
Skotlandi 25. nóv-
ember 1921, sonur
James og Mary Shir-
reffs. William and-
aðist í Reykjavík 10.
júlí eftir langvarandi
veikindi.
William átti þrjá
bræður og systur,
sem öll eru látin.
William gekk
kornungur í breska flugherinn og
var í honum í 6 ár, lengst af í Ind-
landi og Burma, en á Íslandi í
stuttan tíma 1942. Kom aftur til
Íslands 1947 og settist hér að.
Fékk íslensk ríkisborgararéttindi
í apríl 1958 skv. nýjum lögum um
mannanöfn og tók íslenskt nafn,
Baldur Ólafsson.
Lærði bólstrun á
stríðsárunum og
starfaði lengi hjá
Stálhúsgögnum hf..
Gerðist fyrsti þjálf-
ari Knattspyrnu-
félagsins Þróttar
1950.
Kvæntist Margréti
Pálsdóttur f. 6. októ-
ber 1925. Börn
þeirra eru: Vil-
hjálmur, Georg, Páll
og María Ólöf.
Barnabörnin eru 18,
barnabarnabörn 15. Þau William
og Margrét skildu.
Síðari eiginkona Williams: Lilja
Friðfinnsdóttir f. 22. maí 1916,
látin 26. janúar 1992.
Útför Williams B. Shirreffs fór
fram frá Fossvogskirkju í kyrrþey
þann 16. júlí 2010.
Látinn er félagi og vinur okkar
allra til margra ára, Bill, síðar
Baldur Ólafsson er hann fékk rík-
isborgararétt. Þessi ljúflingur var
frábær félagi, lék með okkur í
Þrótti í meistaraflokki allt til 42ja
ára aldurs og var eitt sinn nefndur
besti knattspyrnumaður Reykja-
víkur. Hann hefði getað náð langt í
atvinnubransanum í Evrópu, í mín-
um huga lík týpa og Scholes hjá
Manchester United og Dalglish hjá
Liverpool.
Í viðtali við hann á 10 ára afmæli
Þróttar árið 1959 var hann spurður
hvort hann væri ánægður með
getu og stöðu Þróttar og svarið
kom um hæl, – æfa ekki nógu mik-
ið, vantar baráttuviljann þegar á
móti blæs, gefa eftir þegar þeir
eiga að herða sig upp og berjast.
Hvað viltu að þeir geri, – æfi og
æfi, standi saman, taki æfingarnar
með meiri alvöru en þeir hafa gert.
Svo voru þau fáu orð okkar besta
knattspyrnumanns í Þrótti, hann
var mesti og besti fengur sem
Þróttur hefur fengið frá upphafi til
þessa dags, blessuð sé minning
hans.
Magnús V. Pétursson.
Vorið 1950 var ungt íþróttafélag
að stíga sín fyrstu spor í vestur-
bænum í Reykjavík, – Knattspyrnu-
félagið Þróttur. Bjartsýni og gleði
ríktu í þessu félagi og áhugasamir
menn mættu til starfa strax við
stofnun þess 5. ágúst 1949. Einn
þeirra var William Shirreffs eða Bill
eins og hann var ævinlega kallaður.
Hann kom eins og engill af himnum
ofan á æfingu hjá Þrótti. Haraldur
Snorrason hafði fundið Skotann
sem starfaði sem bólstrari hjá Stál-
húsgögnum á Skúlagötunni.
Það var strax ljóst að þarna var á
ferðinni óvenjulega góður knatt-
spyrnumaður. Ekki voru það lík-
amsburðirnir sem gerðu Bill úrvals
knattspyrnumann, hann var fremur
lágvaxinn og tággrannur, en sina-
sterkur, leikinn og útsjónarsamur
leikmaður, sem vann yfirleitt tækl-
ingar á vellinum og stökk manna
hæst í skallaeinvígjum. Jafnvel al-
þekkti hörkutól hrutu af honum
eins og fis í átökum um boltann.
William Shirreffs naut þegar í
stað mikils trausts í Þrótti. Hann
var fenginn sem fyrsti þjálfari fé-
lagsins í meistara- og 1., 2. og 4.
flokki. Það tók ekki langan tíma að
vinna fyrsta mótið, það gerðu
drengirnir í fjórða flokki haustið
1951. Elstu leikmennirnir voru þá
að kljást við Fiskhöllina, Hreyfil,
Póstinn, Hitaveituna og unnu stórt.
Síðar fékk Þróttur leyfi til að keppa
gegn stærri félögum höfuðstaðar-
ins. Bill mætti vel á æfingar og
lagði sig allan fram. Hann var stöð-
ugt besti maður liðsins, og var val-
inn í Reykjavíkurúrval oftar en einu
sinni, og jafnframt besti knatt-
spyrnumaður Reykjavíkur eitt árið.
Ferill hans varð langur og góður,
hann lék fótbolta fram á fimmtugs-
aldurinn og var alltaf góður.
Bill féll vel inn í félagsskapinn.
Hann talaði fremur brogaða ís-
lensku, en menn voru fljótir að læra
hans mál, og hann skildi hvert orð.
Eftir æfingar og leiki hélt hópurinn
niður á Kaffi Höll í Austurstræti.
Þar var rætt um ótrúlegustu mál-
efni, ekki bara íþróttir. Og Bill hafði
skoðanir og lá ekkert á þeim. Hann
sá ævinlega spaugilegu hliðarnar á
tilverunni og það ríkti gleði í kring-
um hann. Þróttarar héldu hópinn
betur en flestir íþróttamenn í bæn-
um, fóru í hópum saman á bíó og
skemmtistaði. Bill var ævinlega
með í för, féll vel inn í hópinn með
mun yngri mönnum.
Öll bönd rofna um síðir. Og þann-
ig var það með Bill, hann hvarf úr
boltanum, sinnti þess í stað fjöl-
skyldu sinni vestur á Hjarðarhaga
af alúð. Þróttarar höfðu spurnir af
honum, hann átti það til að heim-
sækja heimalandið Skotland. Síðar
fréttum við af veikindum hans. En
hann tókst á við sjúkdóm sinn líkt
og hann gerði í fótboltanum. Hann
lifði árum saman við gott atlæti og
umönnun, og lést í hárri elli.
Ég leyfi mér fyrir hönd Þróttara
fyrri tíma að senda fjölskyldu vinar
okkar samúðarkveðjur og þakka
Bill jafnframt fyrir ómetanlega
tíma í bardaganum við leðurknött-
inn.
Jón Birgir Pétursson.
William B. Shirreffs
(Baldur Ólafsson)
Nú er komið að
hinstu kveðju, elsku
afi minn. Það er skrítið að hugsa til
þess að þú munir ekki vera með okk-
ur þegar fjölskyldan hittist. Og að þú
verðir aldrei aftur hjá okkur á jól-
unum eins og þú hefur gert síðan ég
man eftir mér. Þú vildir hvergi ann-
ars staðar vera en hjá okkur fjöl-
skyldunni í Mýrarási þennan dag.
Mér þótti mjög vænt um að fá að
hafa þig hjá okkur á jólunum, allir
höfðu sitt hlutverk. Þú sást alltaf um
að blanda jólaölið og varst snillingur
í því, enginn blandar það eins og þú,
afi. Og ég sá alltaf um að skrifa jóla-
kortin fyrir þig. Það var bara hluti af
jólaundirbúningnum hjá mér hvert
ár og ég á eftir að sakna þess.
Þegar ég var lítil komum við
mamma alltaf reglulega til þín og
tókum til fyrir þig í Einarsnesinu.
Mér fannst það svo gaman því að
maður sá svo mikinn mun. Mér
fannst svo skemmtilegt að skrifa í
rykið áður en ég þurrkaði af, svo
gafstu mér fullt af klinki fyrir verkið.
Það var alltaf vindlalykt í Einars-
nesinu, þú reyktir frá því að ég man
eftir þér þar til einn daginn þá bara
hættir þú. Þá varstu búinn að reykja
Guðni Hans Bjarnason
✝ Guðni HansBjarnason fæddist
og ólst upp í Þorkels-
gerði I í Selvogs-
hreppi í Árnessýslu
11.9. 1931. Hann lést
á lungnadeild Land-
spítalans í Fossvogi
31.7. 2010.
Guðni Hans var
jarðsunginn frá Há-
teigskirkju 9. ágúst
2010.
í ansi mörg ár. Það
þarf mikinn viljastyrk
í að hætta eftir slíkan
tíma en þú virtist fara
létt með það.
Ég á svo margar
góða minningar frá því
að ég var lítil, þegar
við mamma bjuggum
hjá þér í Einarsnesi.
Þú lékst við mig, hopp-
aðir í stiganum með
mér, þú varst alltaf svo
léttur á þér. Og þegar
þú varst að passa mig
fékk ég að vaka lengi
og horfa á bannaðar myndir. Mér
fannst það mjög spennandi. Þú áttir
alltaf nammi, köku með bleiku
kremi, kleinur og gos. Það var gott
að búa hjá þér í Einarsnesinu.
Þú máttir ekkert aumt sjá, afi
minn, ég man þegar vinkona mín
bankaði hjá þér og sagðist vera svo
svöng, það væri ekkert til að borða
heima hjá henni. Þú fórst inn og sótt-
ir heilt fransbrauð og réttir henni.
Mér fannst það mjög óþægilegt að
hún væri að ljúga svona að þér. Svo
sátum við fyrir utan og borðuðum
innan út brauðinu.
Ég man líka alltaf þegar þú komst
í heimsókn til okkar í Hraunbæ. Þá
komstu hlaupandi upp stigann svo
það klingdi í vösunum því þeir voru
fullir af klinki, svo varstu alltaf með
nammi handa okkur.
Það var alltaf gaman að fara með
þér í Selvoginn, þá lifnaðir þú allur
við og sagðir okkur sögur frá því að
þú varst ungur. Það var alltaf eins og
að þú værir að koma heim þegar þú
varst komin þangað. Þar leið þér vel,
það var svo gaman þegar við fórum
einu sinni í Selvoginn og gistum þar.
Við bökuðum pitsu í gamla ofninum
og hún brann. Þetta fannst þér ekki
vera matur, þetta var nú eitthvað
svona fyrir unga fólkið. Þú vildir nú
helst borða almennilegan heimilis-
mat. Elsku afi minn, takk fyrir góðu
stundirnar.
Berglind Ósk Guðnadóttir.