Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 25

Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 25
ingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Hugarafls, Herdís Benediktsdóttir. Hann Halli okkar er dáinn. Þannig var sú ótrúlega og ósann- gjarna staðreynd tilkynnt okkur ásamt fjölda annarra ættingja og vina hans. Hann Halli okkar lagðist til hvílu eftir frábært kveðjupartí hjá sam- eiginlegum vini okkar margra sem er að flytja heim til USA, en því miður var hjartað hans búið að sinna sínu hlutverki og hann vakn- aði ekki aftur. Hann Halli minn eða hann Halli okkar hefur reyndar hljómað alla tíð. Einhvern veginn var það þann- ig að hann hafði svo mikið að gefa að allir sem kynntust honum fengu ósjálfrátt þá tilfinningu að hann væri þeirra eign, en samþykktu um leið að hann væri líka eign fjölda annarra ættingja og vina. Samskipti fjölskyldu Halla og okkar hafa alla tíð verið mjög náin og myndað í raun eina sameiginlega fjölskyldu þar sem bæði heimilin hafa verið opin fjölskyldunum til lengri eða skemmri tíma. Þannig urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að Halli valdi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á seinni árum framhaldsnáms síns. Í stað þess að búa á heimavist valdi hann að búa hjá okkur og sá tími er okkur ákaflega dýrmætur. Lífssýn, lífsgleði, spaugsemi og spjall Halla og allt sem hægt er að óska sér í samskiptum var okkur ómetanlegt og af allri samveru við hann höfum við mikið lært. Halli hafði líka veruleg áhrif á samfélag sitt á Sauðárkróki, sér- staklega þó innan fjölbrautaskól- ans. Þar var hann í fararbroddi í fé- lagslífinu, svo sem að stjórna þáttum á Rás FÁS, vera virkur í út- gáfu Molduxa og taka margvíslegan þátt í félagslífi á annan hátt svo sem með veislustjórn á árshátíð o.fl. o.fl. Alltaf var nærvera Halla eftirsótt og þrátt fyrir að félagsstörf innan skólans tækju öllu stærri hluta af starfsorku hans en námið var hann alla tíð vegna framkomu sinnar ákaflega vinsæll hjá kennurum, starfsfólki og skólafélögum sínum. Elsku Halli, það sem þú skilur eftir á alltof stuttri ævi er bæði miklu meira og dýrmætara en það sem við mörg hver gerum sem höf- um þó haft fleiri æviár til. Þú breyttir þínum erfiðleikum í bar- áttu fyrir auknum skilningi og við- urkenningu á geðsjúkdómum og í samstarfi við þína félaga og fagfólk lyftirðu grettistaki á þeim vett- vangi. Þín er sárt saknað og minning þín mun lifa um ókomin ár. Elsku Bóel, Bjöggi, Kiddi, Elva, Dagný, Hólmar, Loftur og Chris. Ykkar missir er mikill, en vonandi geta góðar minningar um einstakan son, bróður, mág og frænda verið ykkur huggun og styrkur í sorg- inni. Jóhanna og Karl. Kveðja frá starfsfólki Hlutverkaseturs Við vinnufélagar þínir erum enn að átta okkur á því að þú sért dá- inn, Hallgrímurinn okkar. Betri vinnufélaga var ekki hægt að eiga og stórt skarð er rofið í litla hópinn okkar. Hnípin stöndum við eftir og syrgjum. Þú varst svo lifandi og glaðvær. Alltaf sama góða skapið og lipurðin gagnvart öllum sem þú umgekkst. Fólk laðaðist að þér þar sem þú varst svo heilsteyptur. Enda varstu hvers manns hugljúfi og kunningja- og vinahópurinn stór. Þú varst stöðugt að gera fólki greiða, þú varst svo hjálpsamur að eðlisfari. Fyrir þér voru vandamál ekki vandamál heldur verkefni til að leysa og þú varst mjög hvetjandi við alla. Hvað það varðar varstu engum líkur, það virtust engin tak- mörk fyrir góðsemi þinni. Við sem eftir stöndum lærðum margt af þér sem við munum flytja áfram og við munum halda hugsjónum þínum uppi í vinnunni. Þú sem eldinn átt í hjarta yljar, lýsir, þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta verk þín tala, þótt þú þegir. Alltaf sjá menn bjarmann bjarta blika gegnum húmsins tjöld. Eldurinn hefur æðstu völd Uppskera hans er þúsundföld Mannsálin og myrkrið svarta mundu án hans dauðaköld (Davíð Stefánsson.) Védís Drafnardóttir. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að hann Hallgrímur sé dáinn. Í sannleika sagt er ég ekki enn búin að meðtaka það. Ég kynntist honum þegar ég hóf störf hjá Hlutverkasetri vorið 2009. Hallgrímur, Védís og ég unnum saman að notendarannsókn fyrir Hlutverkasetur í samvinnu við fé- lags- og tryggingamálaráðuneytið. Þetta tríó vann náið saman í tæpt ár og afraksturinn var skýrslan: Samfélagsþegn eða aumingi – upp- lifun og reynsla einstaklinga með geðraskanir af íslensku samfélagi og þjónustu við þá. Hópurinn vann vel saman án vandræða og mikil samstaða ríkti á meðal okkar. Hall- grímur var samviskusamur starfs- kraftur sem sýndi metnað og stað- festu í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikill karakter og sá ég hann aldrei skipta skapi. Það þýddi samt ekki að hann léti allt yfir sig ganga. Hann hafði skoð- anir og gat staðið á sínu en var ávallt yfirvegaður. Hann var frið- arsinni, jákvæður, átti auðvelt með að sýna öðrum umhyggju og þótti gott að láta knúsa sig! Við kynnt- umst vel í gegnum vinnuna og töl- uðum opinskátt um ýmis málefni bæði persónuleg og samfélagsleg. Við göntuðumst mikið, notuðum húmor og sungum lagabrot til að gera vinnuna skemmtilegri. Það var ótrúlegt hvað hann kunni mikið af söngtextum. Hann hafði afskaplega góða og gefandi nærveru, hlýlegan talanda og átti auðvelt með að koma fyrir sig orði. Ég er svo fegin að Hallgrímur lauk verkefninu með okkur og eitt það síðasta sem við gerðum saman ásamt Védísi og Ebbu, var að afhenda félags- og tryggingamálaráðherra skýrsluna formlega. Þegar ég hugsa um verkefnið í heild þá gaf það mér mest að sjá samstarfsfólkið mitt blómstra og það gerði Hallgrímur svo sannar- lega. Ég mun sakna þess að geta ekki knúsað hann framar, heyrt röddina hans og séð hann hlæja með öllu andlitinu. En minningu um yndislegan mann mun ég geyma með sjálfri mér. Ég votta fjölskyldu hans og öðr- um aðstandendum innilega samúð. Kolbrún Hjálmtýsdóttir. Ég hitti Hallgrím föstudaginn fyrir lát hans, en frétti það ekki fyrir en í næstu viku að elsku vin- urinn hefði látist stuttu síðar. Ég kvaddi hann og var hann hress og vingjarnlegur eins og var hans vani. Hann er, held ég, eina mann- eskjan sem ég þekki og hef nokk- urn tíma kynnst sem hafði þann eiginleika sem ég skil bara ekki, að á þeim fimm árum sem ég hafði þau forréttindi að þekkja hann, get ég ekki munað neitt nema fyndnar, skemmtilegar og gleðilegar minn- ingar um hann. Það sem sagt kom aldrei upp neitt eins og deilur eða slíkt, sem ég held að fáir geti leikið eftir enda var hann indælis ljúfling- ur, hjálpsamur og góðviljaður. Hann lét sig aðra varða og fórnaði sér í störf sem hann vissi að myndu hjálpa öðrum. Hann skilur mjög mikið eftir sig og fyrir mig fimm ára bunka af yndislegum og skemmtilegum minningum og góðu fordæmi, sem ég mun njóta til æviloka! Takk, kæri vinur, ég kveð þig nú og finn fyrst núna söknuðinn vegna þess að ég hef ekki getað syrgt þig vegna góðu minninganna sem þú gafst mér og fyllt hafa huga minn. Ég sé þig seinna veit ég, en kveð þig nú í bili. Megir þú hvíla í friði. Haraldur Guðmundsson. Elsku Halli okkar Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Halli, þín verður sárt saknað, hvíldu í friði. Kveðja Elva Hlín, Dagný Katla og Hólmar Darri. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 heimili. Soðningin mallaði, en hún hafði líka kveikt undir feitinni og það skipti ekki togum að eldhúsinnrétt- ingin fuðraði upp. Við borðuðum úti þann daginn. Nokkrir smiðir gerðu tilboð í nýja eldhúsinnréttingu og þar á meðal Jón Helgason. Tilboði hans var tekið og þar með hófust kynni okkar og vinátta sem staðið hefur í tæpa hálfa öld. Það er að frétta af innréttingunni að hún stendur enn fyrir sínu. Svo kom að því að ég stofnaði fjöl- skyldu og fór þá sjálfur að hafa sam- band við Jón og fá hann í ýmis verk- efni fyrir mig. Hann innréttaði fyrstu íbúð okkar hjóna og síðan byggði hann „nýja“ húsið okkar í Garðabæ árið 1978, þá 57 ára gamall. Jón var alltaf að og það eru ekki nema rúm 4 ár síðan hann lagði nýtt parket fyrir okkur, þá að verða 85 ára. Alltaf mætti hann á slaginu og var nánast alla tíð hægt að stilla klukk- una eftir honum. Þarna kom hann keyrandi á drossíunni sinni Y-166, árgerð 1977 sem hann skilur nú eftir sig, enn í ökufæru ástandi. Alltaf fann ég fyrir væntumþykju í minn garð hjá Jóni og nutu margir vina minna góðs af kynnum mínum við hann. Jón var ótrúlega iðinn og óvenju hraustur maður. Það er ekki öllum gefið að geta unnið svona langt frameftir aldri eins og hann gat og gerði. Það var skemmtilegt að spjalla við Jón smið. Hann kunni ógrynni af kvæðum og sögum sem maður fékk að heyra á meðan hann gaf sér tíma til að fá sér kaffisopa. Jón átti stóra fjölskyldu sem hann talaði mikið um og var stoltur af. Hann átti góða konu, Fanney, sem gætti bús og barna á meðan hús- bóndinn vann myrkranna á milli. Fanney var myndarleg húsmóðir og misstu þau öll mikið er hún lést og fann maður að Jón var ekki samur á eftir. En nú eru tímamót hjá afkomend- um Fanneyjar og Jóns á Hlíðarvegi 39, Kópavogi. Ættarhöfðinginn er fallinn frá. Við sendum samúðarkveðju héðan úr Garðabænum og biðjum Guð að geyma góðan dreng. Blessuð sé minning Jóns Helgasonar. Haukur Ragnar Hauksson. Það var um sumarið 1999 sem ég kynntist Jóni Helgasyni og áttum við samleið um tíma. Ég er viss að sólin skein þann dag og garðurinn hans á Hlíðarveginum var í fullum skrúða. Hann bauð upp á kaffi og kleinur í eldhúskróknum eins og svo oft síðar. Það var gaman að hlusta á Jón rifja upp gamla tímann; lífsbarátt- una, sögur um hina og þessa sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni og nokkrar skemmtilegar sögur af hon- um sjálfum fylgdu gjarnan með. Hann var stoltur af útsaumsmynd- um sem Fanney eiginkona hans hafði unnið og hver hlutur átti sinn stað á heimilinu eins og var áður en hún lést. Jón var mikill dýravinur, völund- arsmiður og eftirsóttur af þeim sem vildu láta vanda til verka við smíðar á húsum sínum. Heimiliskötturinn og jafnvel aðrir kettir í nágrenninu áttu öruggt skjól hjá Jóni og nýsoð- inn fiskur oftast í boði. Ég þakka kynnin af góðum manni. Börnum hans og öðrum aðstand- endum votta ég samúð mína. Blessuð veri minning hans. Birna J. Jóhannsdóttir. Elsku amma. Það hryggir mig mikið að þurfa að kveðja þig. Þú varst fyrirmynd mín í einu og öllu. Heil- brigðið uppmálað og hreystimenni mikið. Syntir fimm sinnum í viku, lyftir lóðum og stundaðir leikfimi fram á síðasta dag. Það var stórkost- legt að fylgjast með þér á danssýn- ingum með fimleikahópnum þínum þar sem þú leiddir hvern dansinn á fætur öðrum án nokkurs feilspors. Ég man hversu uppnumin og stolt ég Guðfinna Elentínusdóttir ✝ Guðfinna fæddistí Keflavík 14. maí 1930. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans v/ Hringbraut 30. júlí 2010. Útför Guðfinnu fór fram frá Seltjarnar- neskirkju 9. ágúst 2010. var þegar ég fylgdist með sýningunni í fyrra enda varla hægt að eiga flottari ömmu. Persónan sem þú hafðir að bera var ekki síður merkileg. Þú fórst gætilega um, varst varkár í orðum og gjörðum og sást til þess að öllum liði vel sem í kringum þig voru. Það er til eftir- breytni að nálgast lífið eins og þú gerðir og skilja eftir ekkert nema góðar minningar hjá okkur sem eftir lifum. Við stórfjölskyldan stóðum við hlið þér fram á þinn síð- asta dag því við vildum öll fá að fylgja þér síðasta spölinn og þakka þér um leið fyrir ómetanlega sam- fylgd í þessu lífi. Takk fyrir allt. Þín Anna Kristrún. ✝ Dr. Þorgeir Ein-arsson fæddist í Reykjavík 24. júní ár- ið 1927. Hann and- aðist í Reykjavík 27. júní 2010. Foreldrar hans voru Ólafur P. Ólafsson veit- ingamaður og Helga Pálína Sigurðardóttir og var hann þeirra fjórða barn. Þeim varð alls 9 barna auðið. Fósturfor- eldrar Þorgeirs voru Einar Andrésson, bóndi í Hafnarfirði, og Pálína Þor- leifsdóttir. Fyrri eiginkona Þorgeirs var Gertraute Kmetiko leikskólakenn- ari. Eignuðust þau soninn Einar sem er iðntæknifræðingur, kvænt- ur Lilju Eyþórsdóttur og eru þau búsett í Reykjavík. Dóttir hans er Margrét. Dóttir þeirra Einars og Lilju er Geirþrúður. Síðar giftist Þorgeir Sigrúnu Guðjónsdóttur bókasafnsfræðingi og er sonur þeirra Þórður sem er arkitekt. Sambýliskona hans er Ásta Hafþórsdóttir og eru þau búsett í Osló. Dætur Þórðar eru Ísabella og Saga. Þorgeir gekk í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og síðan í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1950. Hann fór utan til London og Vínarborgar þar sem hann lagði stund á heimspeki og þýskar og enskar bók- menntir við háskóla þar. Hann lauk doktorsprófi frá Vínarháskóla árið 1959. Þorgeir starfaði sem kennari í rúmlega 30 ár eftir há- skólanámið. Fyrst við Háskóla Ís- lands en síðan lengst af við Tækni- skólann. Þar kenndi hann tungumál. Þorgeir var nokkuð virkur í stjórnmálahreyfingum sem ungur maður, m.a. með Marx- Leninistum, og var ávallt mikill fé- lagshyggjumaður. Útför Þorgeirs var gerð frá Fossvogskapellu 8. júlí 2010. Andlát Þorgeirs Einarssonar, móðurbróður míns, bar brátt að þótt hann hefði átt við veikindi að stríða um skeið. Hann fæddist á Jónsmessunni þegar náttúran tekur á sig töfrablæ og birtan umvefur allt. Í mínum huga var hann náttúrubarn, ungur í anda og skarpur í hugsun. Hann fædd- ist inn í erfiðar aðstæður, einn af 9 systkinum og vegna veikinda varð móðir hans að láta hann frá sér ungbarn að aldri. Hann ólst upp við mikinn kærleika fóstur- foreldra sinna í Hafnarfirði þar sem hann sleit barnsskónum. Fljótt hneigðist hugur hans til mennta og lauk hann doktorsprófi í heimspeki og þýskum og ensk- um bókmenntum frá háskólanum í Vínarborg. Hann starfaði sem kennari við Háskóla Íslands og síðar Tækniskólann í Reykjavík. Hann naut sín í hlutverki upp- fræðandans og var dáður af nem- endum sínum. Þorgeir hafði einstaklega góða nærveru og fágaða yfirvegaða framkomu. Stundum, er honum lá mikið á hjarta, sér í lagi þegar talið barst að stjórnmálum, neist- aði af honum svo að maður hreifst ósjálfrátt með svo mikil var rök- festi hans og sannfæring. Hann var ætíð afar vinstrisinnaður og bar hag lítilmagnans fyrir brjósti. Hann bar þá von í brjósti að rétt- læti og jöfnuður sigraði græðgi og spillingu auðvaldsins og að heim- urinn yrði betri staður þar sem gæðunum yrði dreift jafnt meðal þegnanna. Það stafaði af honum góðmennsku og umhyggjusemi þótt hann bærist lítið á og það var ætíð gott að leita til hans. Hann lét sig öll góð málefni varða, hvort sem þau sneru að mannúðarmálum, samfélagsum- bótum, umhverfismálum eða dýravernd. Ég var alltaf mjög stolt af frænda mínum og leit upp til hans. Hann var mér góð fyrir- mynd á mörgum sviðum, metn- aðarfullur en lítillátur, traustur og áreiðanlegur. Hann var mikill fagurkeri, unnandi klassískrar tónlistar og góðra bókmennta, mikill sælkeri og góður kokkur. Þorgeir naut þess að ferðast en Vínarborg var honum kærust borga, þaðan sem hann átti svo góðar minningar og traustan vinahóp. Sigrúnu, Einari, Þórði og fjölskyldum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Ég kveð minn kæra frænda með ljóðinu eftir Johann Wolf- gang von Goethe. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Blessuð sé minning Þorgeirs Einarssonar. Ingiveig Gunnarsdóttir. Þorgeir Einarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.