Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 ✝ Hjalti Bjarnasonfæddist á Strönd í Vestur-Landeyjum hinn 26. október 1928. Hann lést sunnudaginn 8. ágúst 2010. Foreldrar hans voru Anna Guðna- dóttir, f. 1909, d. 1971, og Bjarni Sæ- mundsson, f. 1902, d. 1973. Bróðir Hjalta, sammæðra er Guðni Einarsson, f. 1946. Systkini Hjalta sam- feðra eru Sigrún, f. 1936, Ingi- björg, f. 1940, Sæmundur, f. 1942, Vignir, f. 1945, Björgvin, f. 1949, og Sigurbjörn, f. 1953. Fóstursystir þeirra systkina er Unnur, f. 1932. Hjalti kvæntist hinn 7.11. 1954 1985, Ragnar Ingi, f. 1988, og Eva, f. 1990. 3) Sigurður Þröstur, f. 1960, d. 2005. Maki, Anna Stein- þórsdóttir, f. 1962. Börn: Víðir Þór, f. 1980. Synir hans eru Víðir Snær, f. 2006, og Kristinn Dan, f. 2010. Halla Guðrún, f. 1981, og Örvar Snær, f. 1990. 4) Guðríður Brynja, f. 1968. Maki, Friðrik Gunnarsson, f. 1959. Börn: Gunnar, f. 1989. Hjalti, f. 1995, og Harpa Rún, f. 2003. Hjalti ólst upp á Strönd við hefð- bundin sveitastörf og var einnig nokkrar vertíðir á sjó frá Hafn- arfirði. Fá 1954-1976 bjuggju Hjalti og Guðrún í Hólmahjáleigu A-Landeyjum við hefðbundinn sveitabúskap. 1976 brugðu þau hjón búi og settust að á Hvolsvelli. Þar vann Hjalti um árabil í Hús- gagnaiðju KR og síðar hjá Land- símanum eða þar til hann hætti vegna aldurs. Útför Hjalta fór fram frá Stór- ólfshvolskirkju laugardaginn 21. ágúst 2010. Guðrúnu Sigurð- ardóttur frá Brúnum undir Vestur- Eyjafjöllum, f. 6.2. 1934. Foreldrar Guð- rúnar voru Sigurður Vigfússon, f. 1887, og Júlíana Björg Jóns- dóttir, f. 1896. Börn Hjalta og Guðrúnar eru: 1) Arnbjörg, f. 1954, maki, Ámundi H. Þorsteinsson, f. 1949. Börn: Guðrún Ingibjörg, f. 1974, og á hún synina Sighvat Bjarka, f. 1995, og Gabríel Brynj- ar, f. 1998. Björgvin, f. 1980, og á hann soninn Nökkva Baldur, f. 1999, og Jökull Tandri, f. 1990. 2) Arnar, f. 1958. Maki, Arna Ragn- arsdóttir, f. 1961. Börn, Elísa, f. Sunnudagurinn 8. ágúst rann upp bjartur og fagur og lofaði svo góðu. En skjótt skipast veður í lofti og áður en dagur rann var pabbi minn allur. Það er erfitt fyrir pabbastelpu að standa við dánarbeð föður síns og mega sín einskis gegn manninum með ljáinn. Seint um kvöldið gat ég þó brosað gegnum tárin þegar ég hugsaði til þess hvað hann hefði gert til að hugga mig. Hann hefði klappað mér á öxlina og sagt: „Svona ræksnið mitt, hættu nú þessum öskrum.“ Svo hefði hann við fyrsta tækifæri dangl- að í mig löppinni og glott. Þannig var pabbi. Ekkert verið að drekkja manni í faðmlögum og blíðuhótum en þó svo umhugað um velferð fjölskyld- unnar. Góðlátlegt karp í símann á kvöldin og kvatt með orðunum „og þegiðu svo, greyið mitt, og farðu að sofa“. Allt á léttum nótum. Og mest hafði hann gaman af ef ég svaraði honum í sömu mynt. Þá hló hann og talaði um að það væri eins gott að enginn heyrði nú til okkar. Það er dá- lítið óraunverulegt að pabbi sé farinn. Hringi aldrei aftur á kvöldmatartíma til að spyrja hvað sé í matinn og uppástandi að koma ef það er honum að skapi eða hvað hafi verið mikið að gera í vinnunni hjá mér þann daginn. Ef eitthvert af krökkunum mínum var lasið hringdi hann reglulega til að athuga hvort þyrfti nú ekki að láta lækni kíkja á þau til öryggis. Trúlega væri mér ekki alveg treystandi til þess að taka ákvarðanir varðandi það. Þarna kom umhyggjan fyrir okkur best í ljós. Síðasta símtalið frá honum var á föstudeginum áður en hann fór. Þá hafði orðið nokkuð harð- ur árekstur í bænum og hann hringdi til að athuga hvort það væri nú ekki allt í lagi með tuðruna sína eins og hann kallaði mig lengi framan af. 2007 fór hann með okkur Frikka til London. Það var ekki farið hratt yfir en við fórum í „Hjólið“ eins og hann kallaði Eye of London, á vaxmynda- safnið, röltum um Oxford street og keyptum eins og eina peysu eða tvær og ýmislegt fleira var brallað. Á kvöldin var svo skálað í viskíi og sprite. 2008 fórum við aftur og þá slógust í hópinn mamma og „nafni“. Ferðin aðallega farin fyrir drenginn sem hafði ekki áður komið til Lond- on. „Við nafni minn verðum að fara í „Hjólið“ sagði hann . Svo var arkað af stað. Ekki mátti á milli sjá hvor hafði meira gaman af ferðinni. Heim var komið með eina tösku af minjagrip- um. Fyrir hann og nafna. Að baki eru hin ýmsu ferðalög. Man fyrst eftir mér í bíl með pabba um fjögurra ára. Í gamla Gipsy á leið upp á Hvolsvöll. Og síðasti bíltúrinn í lok júlí sl. um Suðurstrandarveg og Reykjanesið. Ferðin var hin besta og ánægðir ferðalangar sem rifjuðu ferðalagið upp næstu daga á eftir. Komið er að kveðjustund. Ég og fjölskyldan mín eigum pabba margt að þakka. Börnin mín sakna afa og ég pabba míns. Horfinn er maðurinn sem gaf mér lífið. Eftir sitja minn- ingar. Pabbi minn, við sjáumst síðar og þá hnippum við hvort í annað, fáum við okkur vískítár og kannski Lu-kex með. Þín Brynja. Það er svo margs að minnast þegar ég sest niður og ætla að skrifa hérna um hann afa minn. Ég er elst af okk- ur 12 systkinabörnunum, ég var mik- ið í Litlagerðinu þegar ég var lítil og margt var brallað í garðinum hjá afa og ömmu, en eftirminnilegast var kartöfluuppskeran mikla sem mér þótti ógurlega gaman að hjálpa hon- um við. Ég hjálpaði honum að taka upp kartöflurnar og tíndi ég náttúr- lega allt smælkið sem hann vildi ekki sjá og fussaði mikið yfir því, en leyfði mér samt alltaf að taka það því hann vissi að ég myndi hvort eð er háma þetta í mig af bestu lyst. Oft hjálpaði ég afa að slá garðinn og raka hann, þetta var nú ekkert smáflæmi sem þurfti að slá og vorum við örugglega heilan dag að þessu að mér fannst þá. Það situr fast í minni er hann fékk mig til að fara að spæjast um Brynju frænku, hvaða stráka hún og vinkon- ur hennar væru að eltast við í einu húsanna í Litlagerðinu, því hann vildi vita hvaða kauðar byggju þar, að sjálfsögðu hljóp ég að tékka og kjaft- aði svo öllu í afa. Minnisstæðust eru öll ólsen ólsen spilin sem við spiluðum, þau voru óteljandi mörg og afi svindlaði til að reyna að vinna og þar að leiðandi lærði ég þá kúnst í ólsen ólsen. Það voru ekki fáar helgarnar sem ég eyddi í Litlagerðinu þegar ég var yngri og ekki minnkaði það þegar ég komst á unglingsárin, þær voru margar ferðirnar sem afi skutlaði mér og vinkonum mínum niður í Njálsbúð á ball. Fengum við alltaf að gista í Litagerðinu. Svo fékk ég þann heiður að eignast fyrsta langafabarnið hans, hann var sko ekki lengi að bruna með ömmu til að kíkja á nýfædda unga piltinn sem honum fannst hinn myndarlegasti ungi maður. Alltaf var afi fyrstur að hringja í mann ef eitthvað bjátaði á til að athuga hvort ekki væri allt í lagi og hvernig maður hefði það. Ég gæti haldið áfram endalaust en hérna ætla ég að láta staðar numið, þín er sárt saknað af allri fjölskyld- unni þinni, takk fyrir að vera afi minn, takk fyrir að vera langafi peyj- anna minna „púðanna þinna“ eins og þú kallaðir þá alltaf, þeir segja við alla í dag að þeir séu sko púðarnir hans afa í Hvolsvelli. Þegar að jarðvistin tekur sinn enda – vil ég trúa að betra taki við og á himnum við hittumst að nýju – og þar finni nú allir sinn frið. Ef við hittumst ei hér megin himna – þegar stritið hér á jörðu er frá. Þar himinsins á völlum grænum – vil ég finna að Guð sé mér hjá. Þar sem englar og blóm við þig tala – eins og þú sért nýkominn heim. Já, ef við hittumst ei hér megin himna – vil ég trúa þú sért þar hjá þeim. Þó svo sorgin og efinn oft hrjái – má víst slá því hreinlega á fast að það þekkist ei hér ofan skýjum – þar sem Guð okkar gætir svo glatt. Þar sem englar og blóm við þig tala – eins og þú sért nýkominn heim. Já, ef við hittumst ei hér megin himna – vil ég trúa að þú sért þar hjá þeim. (Einar Ágúst Víðisson.) Þín dótturdóttir, Guðrún Ingibjörg (Inga.) Ég minnist afa míns með bros á vör enda kom hann manni iðulega til að brosa. Það var til dæmis ákveðin hefð í því þegar ég kom til hans í heimsókn að Guðrún amma kyssti mig og knúsaði og svo þegar ég sneri mér að gamla eins og ég kallaði hann tók hann mig hálstaki og vildi glíma. Alla tíð var hann harður á því að hann væri sá sterkasti í fjölskyldunni og hikaði ekki við að taka á mönnum þegar þeir komu í heimsókn þó svo að það kostaði hann að minnsta kosti korter í stólnum sínum eftir bardag- ann að ná aftur andanum. Á seinni ár- um óx honum ásmegin í að etja mönnum saman og spara þannig orkuna en þegar við Örvar bróðir vorum í heimsókn var hann alltaf að mana mig upp í að slá Örvar á lærið eða berja hann með púða sem endaði svo með slagsmálum og afi hló eins og skepna á meðan. Afi var duglegur að hafa samband og hringdi nokkuð reglulega. Afi var stálminnugur þó svo að ég væri lengi vel harður á því að hann þjáðist af takmörkuðu skammtíma- minni þar sem hann hringdi allavega tvisvar í mánuði og spurði alltaf sömu spurninganna, aðallega var hann að forvitnast um fjölskylduna, spurði mikið um systkini mín Örvar og Höllu, um hvernig mér gengi í vinnunni eða skólanum eftir því sem við átti og fleira. Svörin breyttust lít- ið á tveggja vikna fresti og alltaf var hann jafn hissa þegar ég svaraði hon- um en ég áttaði mig síðan fljótlega á að hann vissi alveg svörin, hann lang- aði bara til að heyra í mér og notaði minnisleysið til að réttlæta hringing- arnar. En ég hafði alltaf gaman af að tala við afa, samtöl okkur voru alla jafna á léttu nótunum og mikið hlegið báðum megin línunnar. Hann hringdi að sjálfsögðu líka í systkini mín og spurði þau alveg örugglega sömu spurninga. Við afi ræddum stundum viðskipti, sparnaðarleiðir og verðbréf og hann benti alla jafna á að ekki mætti binda fjárhæðir inni á bókum til lengri tíma því hann færi brátt yfir móðuna miklu. Það var ekki að sjá að hann óttaðist dauðann enda er hann jafn mikill hluti af okkar tilveru og fæð- ingin. Afi varð 81 ára gamall og fyrir 5 árum fylgdi hann syni sínum Þresti til grafar en Þröstur eða pabbi minn lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Það tók mikið á afa sem og alla fjölskylduna en þessi atburður styrkti fjölskylduböndin og sam- skipti mín við afa og ömmu bötnuðu mikið og meira og betra samband fylgdi í kjölfarið. Ég kveð afa minn með söknuði. Ég geri ráð fyrir að honum hafi verið tekið opnum örmum þegar hann gekk inn um hlið himnaríkis og engl- ar alheimsins tóku á móti honum með pabba fremstan í flokki. Hvíl í friði, elsku afi. Víðir Þór Þrastarson. Mig langar að senda honum afa er- indi úr sálminum sem var sunginn í útförinni hans. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Hvíldu í friði, afi nafni minn. Hjalti Friðriksson. Hjalti Bjarnason Kynni mín af Þórði Hafliðasyni voru einkum á árunum 1961-1983, meðan ég var enn virkur félagi í Svifflug- félagi Íslands. Ég ætla því í þess- um orðum fyrst og fremst að minn- ast merkra afreka Þórðar í sviffluginu, sem hann var heillaður af alla sína ævi. Þórður varð 31. júlí 1964 11. Ís- lendingurinn til að ljúka svonefndu Silfur-C afreksstigi í svifflugi, og ári síðar þriðji til að ná demants- flugi, í því tilviki meira en 5.000 m flughækkun. Það var reyndar gott betur, því flughækkunin mældist 6.550 m og flughæðin 6.930 m, hvort tveggja staðfest sem nýtt Ís- Þórður Bjarnar Hafliðason ✝ Þórður BjarnarHafliðason fædd- ist í Reykjavík 20. mars 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 5. ágúst 2010. Útför Þórðar fór fram frá Digra- neskirkju 16. ágúst 2010. landsmet í svifflugi. Ætla má að árið 1967 hafi verið há- punktur svifflugferils Þórðar, því þá varð hann bæði Íslands- meistari í svifflugi á Hellumóti í júlí, og einnig í lok septem- ber ársmeistari Flug- málafélags Íslands í svifflugi. Þetta Hellu- mót var óvenjulegt að því leyti að tveir keppendur voru um hverja svifflugu, og kepptu þá annan hvern dag. Við Þórður fengum sameiginlega út- hlutaða Ka-6CR svifflugu, og var öll samvinna okkar á mótinu hin ánægjulegasta. Árskeppni FmÍ er háð allt sum- arið, og veitt stig fyrir flogna vega- lengd í ýmiss konar yfirlandsflugi. Þórður vann keppnina með glæsi- legu langflugi sínu, 172,5 km, frá Sandskeiði norður að Hólabaki í Vatnsdal, sem jafnframt var þá skráð sem nýtt met. Á árunum 1960-1968 gekkst Flugmálafélag Íslands þrisvar fyr- ir þátttöku Íslands í heimsmeist- aramóti í svifflugi. Í júní 1968 var slíkt mót haldið við Leszno í Pól- landi, og voru Þórður og Þórhallur Filippusson keppendur Íslands. Fengu þeir leigðar pólskar Foka- svifflugur til keppninnar, og var þátttakan í henni þeim eflaust veruleg lífsreynsla. Stuttu eftir lok seinni heims- styrjaldar ákvað Svifflugfélag Ís- lands að flytja til landsins þrjár gerðir af amerískum kennslusvif- flugum, sem notaðar höfðu verið við þjálfun herflugmanna, m.a. eina af gerðinni Laister-Kaufmann TG-4A. Þessar svifflugur voru síð- an um árabil notaðar við svifflug- kennslu hér á landi, en heltust síð- ar úr lestinni, þegar heppilegri þýskar svifflugur urðu tiltækar. Þórður var menntaður útvarps- virki, en jafnframt lagtækur smið- ur og fjölhæfur. Hann og góðvinur hans, Þórmundur Sigurbjarnason, lögðu í stórmerka endursmíði á Laister-Kaufmann svifflugunni og breyttu henni úr tveggja sæta í eins sætis. Því miður eyðilagðist þessi sögulega sviffluga síðar í bruna á Sandskeiði. Þórður lauk atvinnuflugprófi í mars 1967 og blindflugsprófi í september 1975. Á árunum 1974- 1980 starfaði hann sem flugmaður hjá Leiguflugi Sverris Þóroddsson- ar og dró eðlilega úr þátttöku hans í sviffluginu á þeim tíma. Það er síðan athyglisvert, að Þórður varð aftur ársmeistari FmÍ í svifflugi árin 1995 og 1996. Á Íslandsmótinu árið 1998 vann hann svonefndan ráðherrabikar fyrir besta mark- flugið fram og til baka, 107 km flug á Lak-12 svifflugu, þá orðinn 66 ára, – næstum því löggilt gam- almenni! Við svifflugmenn minnumst Þórðar sem frábærs flugmanns, og ljúfs félaga í íþróttinni. Ég votta eiginkonu hans, Ástu, og fjölskyld- unni innilega samúð mína. Leifur Magnússon. Það vekur hjá manni einkenni- legar tilfinningar þegar góður vin- ur og jafnaldri hverfur á braut, þótt fráfall hans kæmi ekki alveg á óvart, því Þórður var búinn að stríða við alvarlegt heilsuleysi síð- ustu árin. Við Þórður kynntumst þar sem við vorum báðir við nám í útvarps- virkjun á sama verkstæði. Við náð- um fljótlega vel saman enda báðir hálfgerðir dellukarlar, höfðum gaman af að smíða flugmódel og fljúga þeim. Við ákváðum að fara á Sandskeiðið og kynnast sviffluginu, það heillaði báða og varð ekki aftur snúið. Við vorum þarna næstu árin, eða þar til við giftum okkur og þurftum að sinna alvarlegri mál- um. Að nokkrum árum liðnum vildi svo til að við hittumst á ferðalagi með fjölskyldum á Snæfellsnesi og fórum að ræða málin og ákváðum að skella okkur aftur á Sandskeiðið og endurnýja kynnin við svifflugið. Þórður fór einnig í vélflug og lauk atvinnuflugmannsprófi. Hann var mjög góður flugmaður og auk þess sérlega fjölhæfur maður og lag- hentur. Hann stofnaði iðnfyrirtæki í plastiðnaði, Polyto sem smíðaði allskyns hluti fyrir byggingariðn- aðinn, t.d. kúpta þakglugga úr glæru plasti. Það var mjög dýrt að láta smíða hið ýmsa mót, svo hann smíðaði það sjálfur, enda snillingur í höndunum. Hinar ýmsu vélar sem þurfti við framleiðsluna keypti hann notaðar frá útlöndum og gerði upp. Það var gaman að heim- sækja hann á Fífuhvammsveginn og sjá verksmiðjuna, þar voru margar vélar í gangi samtímis og hann eini starfsmaðurinn en vél- arnar gátu allar unnið sjálfar þótt hann væri ekki við, hvort sem var á nóttu eða degi. Einu má ekki gleyma, á skemmt- unum var hann hrókur alls fagn- aðar og gat spilað á flest hljóðfæri, trommur voru honum sérlega hug- leiknar og mátti hann varla sjá ómerkilegan blikkdunk án þess að banka í hann og ná á hann takti. Við hjónin vottum Ástu, börn- unum og fjölskyldum þeirra, okkar innilegustu samúð. Þóra og Þórmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.