Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 29

Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Sudoku Frumstig 5 3 3 1 4 4 9 1 8 6 5 2 2 9 4 5 5 9 8 6 2 5 3 9 2 8 1 6 4 7 1 2 5 3 7 1 1 9 2 5 9 7 6 2 3 4 4 5 7 1 2 3 5 7 5 2 8 2 6 4 1 7 8 4 2 6 4 1 6 1 9 2 5 4 2 7 9 1 2 3 4 1 9 5 6 8 7 1 5 7 8 6 3 9 4 2 6 8 9 4 7 2 1 3 5 5 6 3 9 2 8 7 1 4 4 9 8 7 5 1 3 2 6 7 2 1 6 3 4 8 5 9 3 4 6 2 8 9 5 7 1 8 7 2 5 1 6 4 9 3 9 1 5 3 4 7 2 6 8 5 9 7 8 1 6 4 2 3 4 6 3 5 7 2 1 8 9 8 1 2 3 4 9 5 6 7 7 8 4 6 9 5 3 1 2 9 3 5 1 2 4 6 7 8 1 2 6 7 8 3 9 5 4 2 5 9 4 6 7 8 3 1 6 4 8 2 3 1 7 9 5 3 7 1 9 5 8 2 4 6 3 1 7 6 4 9 2 5 8 2 6 8 7 5 3 1 9 4 5 4 9 2 1 8 3 7 6 6 7 5 9 2 1 8 4 3 1 3 4 8 6 5 9 2 7 8 9 2 3 7 4 5 6 1 7 5 6 1 3 2 4 8 9 9 2 1 4 8 7 6 3 5 4 8 3 5 9 6 7 1 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 23. ágúst, 235. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Víkverji er löngu hættur að fara íbæinn á Menningarnótt. Reynd- ar fór hann síðast að skemmta sér að að kvöldi menningarnætur árið 1997. Það var verulega eftirminnilegt nótt og átti ekkert skylt við menningu. x x x Eftir að hafa um daginn látið fólkmeð barnakerrur nær fella sig og ýta niður Skólavöruðstíg og Laugaveg ákvað Víkverji að slást í för með vinum sem ætluðu að fá sér öl á krá einni. En næturlífið er ekki eðli- legt í kjölfar menningarnætur. Fólk er æst og pirrað og leiðinlegt. Þetta var í það minnsta reynsla Víkverja. Á kránni voru alltof margir. Endalaus bið var á barnum eftir ölkrús og þeg- ar Víkverji loks fékk sína í hendur tók náunginn sem stóð við hliðina á hon- um við barinn krúsina og grýtti henni í vegginn. Krúsin brotnaði og bjórinn lak niður á gólf. Maðurinn var leiddur út en Víkverji fékk ekki skaðabætur en var þess í stað ásakaður um að þekkja krúsarkastarann. Þá ákvað Víkverji að betra væri að halda á vinsælan dansstað. Og Vík- verji og félagarnir stungu sér út til þess eins að komast að því að farið var að rigna. Við dansstaðinn hafði myndast löng biðröð en Víkverji er þrjóskur og vildi bíða. Er hann stóð í troðinni röðinni snýr sá sem á undan fór sér að honum og spyr: „Ertu að stelast undir regnhlífina mína?“ Vík- verji hefði ekki komist hjá því að standa undir hlífinni nema með því að fara út úr röðinni. „Neiiii,“ sagði Vík- verji mjóróma. „Komdu þér undan regnhlífinni minni!“ Víkverji tók náungann á orðinu og dreif sig út úr röðinni og ákvað að drífa sig heim. x x x En þú drífur þig ekkert heim áMenningarnótt. Engan leigubíl var að fá og svo fór að Víkverji beið í yfir klukkutíma eftir leigubíl. Bíl- stjórinn vildi svo ekki fá niðurrigndan Víkverja inn í bílinn. Nú er svo langt um liðið að Víkverji man ekki hvernig hann komst að lokum heim. Víkverji man þó að hafa strengt þess heit að fara aldrei í bæinn að kvöldi Menn- ingarnætur og hefur staðið við það. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 frostleysa, 4 þrautseigja, 7 flýtinn, 8 dá- in, 9 máttur, 11 slæmt, 13 eldstæði, 14 kuldaskeið, 15 skarkali, 17 féll, 20 manns- nafns, 22 setur, 23 álygar, 24 kögurs, 25 verða súr. Lóðrétt | 1 búlki, 2 bæn, 3 kvenmannsnafn, 4 spýta, 5 skammt, 6 mannsnafn,10 djörf, 12 kvendýr, 13 brodd, 15 helmingur, 16 úldna, 18 hryggð, 19 lítilfjörleg kind, 20 atlaga, 21 hagnaðar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 heyskapur, 8 hugur, 9 detta, 10 ger, 11 reyfi, 13 árnir, 15 fress, 18 skref, 21 kyn, 22 dugga, 23 armur, 24 hirðulaus. Lóðrétt: 2 Engey, 3 syrgi, 4 andrá, 5 urtan, 8 óhýr, 7 barr, 12 fis, 14 rok, 15 fædd, 18 eigri, 17 skarð, 18 snarl, 19 romsu, 20 forn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 c5 3. d5 Rf6 4. Rc3 g6 5. Be2 Bg7 6. Rf3 O-O 7. O-O Ra6 8. Bd2 Rc7 9. Dc1 He8 10. Bh6 Bh8 11. Bg5 b5 12. e5 b4 13. exf6 exf6 14. Rb5 Hxe2 15. Rxc7 Dxc7 16. Be3 Ba6 17. Hd1 Dd7 18. a3 b3 19. cxb3 He8 20. b4 Staðan kom upp á kanadíska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í To- ronto. Kanadíski alþjóðlegi meistarinn Nikolay Noritsyn (2401) hafði svart gegn landa sínum Brendan Fan. 20… H8xe3! 21. fxe3 Dg4 22. Re1 Dh4! 23. Rd3 Bxd3 24. Hf1 Be4 25. Hf4 Hxg2+ og hvítur gafst upp. Meistaramót Tafl- félagsins Hellis hefst í kvöld kl. 19.30 en nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu félagsins, www.hell- ir.blog.is. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Taugatrekkjandi yfirfærslur. Norður ♠D1098654 ♥3 ♦972 ♣G9 Vestur Austur ♠2 ♠3 ♥KD1082 ♥9654 ♦Á105 ♦DG8 ♣K742 ♣D10853 Suður ♠ÁKG7 ♥ÁG7 ♦K643 ♣Á6 Suður spilar 4♠. Keppnisspilarar nota margir hverjir tvöfalt sett af yfirfærslum í hálitina. Það hefur ýmsa kerfislega kosti, en tekur á taugarnar. Í spili dagsins opn- aði suður á 2G og norður stökk í 4♥ – Texas yfirfærsla í spaða. Suður gretti sig og leit til lofts. „Hvað var þetta nú aftur?“ Eftir dúk og disk tókst suðri að rifja upp að þetta væri einmitt yf- irfærsla í spaða og sagði brosandi 4♠. En norðri var ekki skemmt. Suður spilaði eins og engill. Hann fékk út ♥K og dúkkaði kónginn! Síðar meir henti hann laufi í ♥Á, trompaði út laufið og endaspilaði vestur með því að spila ♥G og láta tígul í borði. Glæsilega spilað, en suður ætti samt ekki að búast við hrósi frá makker sín- um. Ekki í þetta sinn. 23. ágúst 1946 Gunnar Huseby „vann það ein- stæða afrek að verða Evr- ópumeistari í kúluvarpi með allmiklum yfirburðum,“ eins og Morgunblaðið orðaði það. Keppt var í Osló og Gunnar kastaði 15,56 metra. Hann var fyrsti Evrópumeistari Íslend- inga. 23. ágúst 1954 Steinkista Páls biskups Jóns- sonar, sem lést árið 1211, fannst við uppgröft í Skálholti. Þetta var talinn einn merkasti fornleifafundur hér á landi. 23. ágúst 1959 Stytta af Jóni biskupi Arasyni var afhjúpuð á Munkaþverá þar sem hann lærði til prests, en Jón var fæddur í Eyjafirði árið 1484 og lést 1550. 23. ágúst 1967 Íslendingar töpuðu fyrir Dön- um í landsleik í knattspyrnu í Kaupmannahöfn með fjórtán mörkum gegn tveimur. Mörk Íslendinga gerðu Helgi Núma- son og Hermann Gunnarsson. „Ég gerði það sem ég gat, en skot Dananna voru frábær,“ sagði markvörðurinn í samtali við Morgunblaðið. 23. ágúst 1995 Vatnslistaverkið Fyssa í Grasagarðinum í Laugardal var afhent, en það var gjöf frá Vatnsveitu Reykjavíkur í til- efni hálfrar aldar afmælis lýð- veldisins. Verkið er eftir lista- konuna Rúrí, Þuríði Árnadóttur Fannberg. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég mæti bara til minnar vinnu í dag og tek því svo rólega þegar heim kemur,“ segir Rafn Þór Rafnsson, laganemi við Háskóla Íslands, sem verð- ur 25 ára í dag, en hann starfar jafnframt á Herra- lagernum við Suðurlandsbraut 45. Rafn stendur ekki í neinum veisluhöldum í kvöld þar sem hann efndi til fagnaðar heima hjá sér á Menningarnótt á laugardaginn, fyrir ættingja og vini, og síðan lá leiðin í bæinn. Þar hélt afmælisgleðin áfram og fór vel fram innan um þúsundir gesta Menning- arnætur. Rafn segist ætla að stunda laganámið meðfram vinnu í herrafataversluninni, þar sem hann hefur starfað í þrjú ár. Hann hóf nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík fyrir ári síðan, en ákvað að skipta og fara yfir í HÍ hinum megin við Vatnsmýrina. Rafn er stúdent frá MH, laus og liðugur og ekki komið að því enn að stofna fjölskyldu, hvað sem síðar gerist. Hann segist sökum vinnu og náms lítið hafa getað sinnt helstu áhuga- málum sínum seinni árin, sem eru boltaíþróttir, golf og fleira. Spurð- ur hvort hann sé Reykvíkingur í húð og hár segir Rafn svo ekki vera. Móðir hans er hálfur Rúmeni og hálfur Ungverji og faðirinn er Íslend- ingur með danskt blóð í æðum. bjb@mbl.is Rafn Þór Rafnsson laganemi 25 ára Veislan á Menningarnótt Nýirborgarar London Esja El- ísabet fæddist 27. apríl kl. 0.07. Hún vó 3.560 g og var 56 cm löng. For- eldrar hennar eru Gunnhildur Björk Bárð- ardóttir og Al- exander James Dunn. Flóðogfjara 23. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.47 3,5 11.54 0,7 18.05 3,8 5.44 21.18 Ísafjörður 1.55 0,4 7.44 1,8 13.54 0,5 20.00 2,1 5.38 21.33 Siglufjörður 4.03 0,3 10.26 1,1 15.59 0,4 22.15 1,3 5.21 21.17 Djúpivogur 2.51 1,8 9.00 0,4 15.23 2,0 21.28 0,6 5.11 20.50 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Komandi ár færir rómantík, daður, frí og fleiri skemmtilega hluti til þín frá og með deginum í dag. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er bráðnauðsynlegt að lesa vel allt smáa letrið á þeim skjölum sem þú skrifar undir. Hafðu ekki áhyggjur af hlutunum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ímyndunaraflið er í góðum gír þessa dagana og þú getur ekki skilið hvernig einhver getur ekki átt sér draum. Breytingar á nánum samböndum neyða þig til að aðlag- ast breyttum aðstæðum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert full/ur orku. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu. Haltu þínu striki í ástamálunum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Fólk hefur gaman af því að annast þig, hvort sem hjálparleysi þitt er uppgerð eða veruleiki. Spáðu meira í mataræðið. Freisting liggur í loftinu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert það sem þú borðar. Nú eru svo margir kostir í boði að það er óráð að rasa um ráð fram. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft að taka á honum stóra þínum í samskiptum við aðra í dag. Þú rembist við að líkjast einhverjum sem er gjörólík/ur þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þar sem þú ert alltaf svo nær- gætin/n, gæti það valdið vissum aðilum sárs- auka ef þú ætlar að vera hispurslaus. Nýttu tímann þér til ánægju. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér eru slegnir svo margir gull- hamrar að þú finnur þig knúna/inn til að hrósa þér. Glaðværar og tillitssamar óskir eru strax uppfylltar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú bæði elskar að taka áskorunum og að vinna auðveldlega – og ert því í klípu. Margar hendur vinna létt verk. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gættu þess að gaumgæfa smáat- riðin ekki síður en þau stærri. Líttu í spegil og segðu sjálfum/sjálfri þér að þú sért frábær. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Athyglin sem þú veitir öðrum er gjöf. Leitaðu ráða þér eldri og reyndari manna og þá áttu auðveldara með að taka af skarið. Stjörnuspá Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.